Umfjöllun og góðar undirtektir – Radio reviews

Bókverkið á myndinni/Artwork: Göta Svensson: Såhär långa var malmtågen när jag var barn.

Leiðsögn um sýninguna

Bókverkasýningin í Norræna húsinu hefur hlotið góðar viðtökur og þykir vel sótt. Um síðustu helgi var boðið upp á leiðsögn um sýninguna og það sama verður uppi á teningnum n.k. sunnudag, 21. mars, kl. 15:00. Fulltrúar listamanna á sýningunni fylgja gestum um sýninguna og segja frá verkunum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Guided tour and artist talk

The exhibition in the Nordic House has been well received and popular by visitors since the opening. Last Sunday two of the artists gave guided tour and artist talk. This will be repeated upcoming Sunday the 21st of March, at 3:00 pm. Welcome to the Nordic House! Admission free!

Con-text í HönnunarMars

CON-TEXTsýningin er einn af dagskrárliðum hönnunarhátíðarinnar HönnunarMars 18. -21. mars. Lesa má alla dagskrá hátíðarinnar hér – og kynningu Hönnunarmiðstöðvar á sýningunni hér.

Con-text in DesignMarch

CON-TEXT is also introduced as a part af the art- and design festival DesignMarch going on March 18. -21. Full program here, introduction at the Icelandic Design Centre here.

Umfjöllun lostafullra listræningja

Sýningin fékk fína dóma á laugardaginn var í útvarpsþættinum Lostafulli listræninginn á Rás 1 hjá RÚV. Stjórnandi þáttarins Jórunn Sigurðardóttir ræddi fyrst við Önnu Snædísi í Norræna húsinu, en síðan fengu listræningjarnir Bryndís Baldvinsdóttir tónmenntakennari og Jón Thoroddsen grunnskólakennari að láta móðan mása. Hægt er að hlusta á þáttinn á vef Ríkisútvarpsins hér.

Í gær, mánudaginn 15. mars var svo lengra spjall við Önnu Snædísi flutt í Víðsjá. Slóðin á RÚV er hér. (Spjallið hefst þegar um það bil einum þriðja af þættinum er lokið).

Ríkisútvarpið fær fullt hús og fimm stjörnur fyrir að sinna sjónlistunum. Þáttargerðarfólk stendur sig með sóma. Áheyrendur gætu í raun allt eins verið blindir. Það væri náttúrulega brjálæði að láta sér detta í hug að í föstum þáttum yrði fjallað um myndlist, kvikmyndir, leiklist, náttúru, ferðalög, umhverfi, skipulag og byggingarlist í sjónvarpinu! Einkennileg hugmynd auðvitað. Í bíói allra landsmanna er íslenskt menningarefni framreitt eins og hefðbundið útvarpsefni: spjall manna í millum, svolítil tónlist og svo er aðalmenningarþáttur sjónvarpsins auðvitað um bóklestur …

Afsakið: örstutt hlé!

Er alveg öruggt sjónvarpsútsendingin hafi ekki óvart verið send út á hljóðrásirnar og útvarpsefninu sjónvarpað? Það var að minnsta kosti ekki nauðsynlegt að fjárfesta í þessum frægu flatskjám til þess horfa á íslenskt sjónvarpsefni.

Good radio reviews

The exhibition received nice reviews in the radio program “Lostafulli listræninginn” on The Icelandic National Radio last Saturday. The program focuses on ongoing shows, exhibitions and concerts. The host Jórunn Sigurðardóttir first took a tour around the exhibition rooms in the Nordic House guided by Anna Snædís. She then had two art lovers to pay the exhibition a visit for later on to discuss the whole affair on the program. You can listen to the program here.

Yesterday, Monday March 15th, there was a longer version of the interview with Anna Snædís, in “Víðsjá”, a program of broad spectrum of culture. The program is available here. (Talk about book art starting when a prox 1/3 of the show has run).

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s