Það er komið að því: ARKIRNAR opna sýningu með nýjum verkum á morgun. Sýningin ber heitið SVARTUR mínus og kallast þannig á við sýninguna HVÍTUR+ sem ARKIRNAR héldu Á Skörinni árið 2008. Síðan hefur talsvert skólpvatn runnið til sjávar og ber sýningin tímanna merki. Auðvitað hefur verið unnið sleitulaust við undirbúninginn síðustu vikur og daga. Þó þema og heiti sýningarinnar sé drungalegt í meira lagi, var talsverður fögnuður í húsi og létt yfir mannskapnum þegar verkin birtust eitt af öðru í sýningarsalnum. Opnum á morgun! Jibbíkóla!
We are there! We are opening an exhibition of book art tomorrow! In 2008 we had an exhibition titled HVÍTUR+ (White+). This time it’s SVARTUR mínus (BLACK minus). Despite the obvious negative and morbid theme we were quite lighthearted and exited as we viewed the artwork in the exhibition room.