Gleðilegt ár! | Happy New Year 2020!

🇮🇸 Gleðilegt ár kæru lesendur, bókverkafólk og bókaunnendur nær og fjær! Það er engum blöðum um það að fletta: enn eitt árið er liðið og hvað ARKIR snertir þá var það viðburðaríkt og skemmtilegt. Við gerðum víðreist og tókum þátt í CODEX bókverkasýningunni í Kaliforníu í febrúar og sýndum einnig bókverk víðar í Bandaríkjunum, nú síðast í lok árs í MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts í Tallahassee. Þá tóku meðlimir hópsins þátt í sýningum áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringsins í Vilnius sem ferðaðist um Evrópu og Bandaríkin, sem og sýningum norræna farandbókaverkasafnsins Bibliotek Nordica, svo eitthvað sé nefnt.

ARKIR undirbúa nú tvær ólíkar bókverkasýningar sem opna í byrjun sumars, báðar á Íslandi, en með þátttöku erlendra gesta. Við segjum nánar frá sýningunum áður langt um líður!

🇬🇧 Happy New Year dear reader, book artists and book lovers around the world! The year gone by was eventful and creative for us ARKIR. We took part in the CODEX VII book fair in California and we also exhibited our works in more places in the US, – this fall in MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts í Tallahassee. Members of our group also took part in the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius that travelled around Europe and the US, and a large number of the group had their works exhibited as the book art project Bibliotek Nordica travelled the world. 

ARKIR are now preparing two artist’s book exhibitions that will open early summer 2020. Both take place in Iceland, and both with participation of good guests from abroad. We will reveal more information about the exhibitions soon. Stay tuned!

Myndin fyrir ofan var tekin í vorferð ARKA í maí 2019. Á myndina vantar Kristínu Guðbrandsdóttur.
The photo was taken at ARKIR’s day out in May 2019. Missing member is Kristín Guðbrandsdóttir.

Leave a comment