🇮🇸 Sýningunni JAÐARLÖND | BORDERLANDS í Þjóðarbókhlöðu lauk nú s.l. sunnudag, 20. september. Sýningin var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2020 og við ARKIR erum þakklátar starfsfólki Landsbóksafns Íslands og Listahátíðar fyrir að styðja okkur og hvetja, því í miðjum heimsfaraldri er ekki sjálfsagt að halda listviðburði af neinu tagi. Vegna smithættu varð lítið úr hefðbundinni opnun og minna um leiðsagnir og vinnustofur. Listamannaspjall héldum við þó síðdegis nokkrar helgar og aðsókn var dreifð og góð yfir allan sýningartímann. Við þökkum gestum okkar fyrir uppörvandi umsagnir og ætlum að næstu sýningar okkar bíði betri og bjartari tíma, lausum við farsóttir.
Allar upplýsingar um sýninguna og fleiri myndir er að finna hér á síðunni:
JAÐARLÖND | BORDERLANDS.
↑ Aðstandendur sýningarinnar fögnuðu sýningarlokum.
🇬🇧 The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS in the National Library of Iceland ended last Sunday, September 20th. The exhibition was part of Reykjavík Arts Festival 2020 and ARKIR are grateful to the staff at the National Library and the Art Festival for supporting and encouraging us: holding an art event of any kind is not obvious or easy to do in the middle of a pandemic. Only few people could be invited to the opening and later festive gathering, and guided tours and artist talks were performed with care. Yet, all in all the attendance was very good throughout the exhibition time. We thank our guests for the compliments and kind reviews and hope that our next exhibition will be held at a better and brighter time, free from epidemics.
All further information about the exhibition and more photos can be found here on this page:
JAÐARLÖND | BORDERLANDS.
Ljósmyndir | photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Ólafur Engilbertsson.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.