Arkirnar sléttar og felldar – Enjoying Origami

ARKIRNAR fjórar sem mættu á námskeið hjá origami-listamönnunum Dave og Assia Brill  í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi verða nú að játa á sig æði mörg brot. Námskeiðið var tveggja daga öflugt grunnnámskeið þar sem nemendur sátu einbeittir frá morgni … Continue reading

Viðburðir í vændum – Upcoming events

Næstu helgi verður mikið um dýrðir fyrir unnendur pappírs- og bókverka. Námskeið og sýningar tengd bókverkum og origami verða haldin bæði í Breiðholtinu og Garðabænum. Origami – Brot í brot. Sýning og námskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Nú á fimmtudag 24. … Continue reading

Bókverk í smíðum – Works in process

ARKIR undirbúa þátttöku í samsýningu sem opnar í Silkeborg í byrjun apríl. Sýningin: „hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“ er kynnt nánar á sameiginlegum vef þátttakenda: CON-TEXT. Það rær hver og slær með sínu lagi og … Continue reading

Austurlenskar arkir – Origami books

ARKIRNAR hittust yfir sushi og bókabrotum í síðustu viku – skylduverkefnið var ein eldsnögg origami-bók fyrir matinn. Og svo var haldið áfram með HEIMA-verkefnið. Sumum miðar betur en öðrum. Engin spurning að engifer og wasabi höfðu góð áhrif á vinnu … Continue reading

Heimili, hrollvekjur og innblástur – Homes, horror and inspiration

Við höldum áfram að stúdera hús, heimili og híbýli í bókum. Myndin hér að ofan sýnir opnu úr bókinni „Light Houses – A pop-up Gallery of Americas Most Beloved Beacons“. Fletti-sprettibók með vitum. (Bókin er í eigu ónefndrar ARKAR með vita-blæti). Hrekkjavakan var … Continue reading

Ævintýraleg heimili – Fabulous homes

Á síðasta Arkarfundi mætti Anna Snædís með nokkrar gamlar og góðar barnabækur: fletti-spretti-bækur með ævintýrunum um stúlkukindurnar Mjallhvíti og Rauðhettu. Flestar okkar höfðu að minnsta kosti átt eina af þessum bókum í barnæsku og notið þess að líta inn til … Continue reading

Að loknu námskeiði – Book arts workshop

Önnum kafnar ARKIR hafa ekki birt tíðindi á bókablogginu um langa hríð. Það er ekki þar með sagt að bækur hafi ekki verið á dagskránni. ARKIRNAR hafa sinnt bókum af öllu tagi, á bókasýningum og bókamessum, við bókagerð, bóklestur, bókaútgáfu, … Continue reading

Arnþrúður Ösp Karlsdóttir

ARNÞRÚÐUR ÖSP KARLSDÓTTIR textílhönnuður, bókverkakona og listgreinakennari textile artist, book artist, art teacher netfang | email: arnosp[at]gmail.com sími | phone: + (354) 862 6286 vefföng | homepages: Karlsdottir  |  Skotthúfan  |  Artmoney  |  Pinterest  |  Facebook Síðan er í vinnslu! This page … Continue reading

Arkir í HönnunarMars – Celebrating DesignMarch

Hvaða, hvaða, ekkert blogg síðan í janúar!? Bókaspjall bíður um sinn á meðan ARKIRNAR hafa í ýmsu að snúast. Þessa dagana taka ARKIR m.a. þátt í sýningum víðsvegar um borgina á árlegri hátíð hönnunar. Skoðið dagskrá HönnunarMars. Borgin er uppfull af skapandi og … Continue reading

Góðar móttökur – All booked up!

Kæru sýningargestir: Takk fyrir frábærar móttökur! Opnunardaginn var fullt út úr dyrum í sýningarsalnum á Tryggvagötunni og hafa margir lýst ánægju og undrun yfir fjölbreyttum og margslungnum bókunum. Fréttastofa sjónvarps sýndi örstutt skot í lok frétta skömmu eftir opnun. Það má sjá … Continue reading

Sýningar – Exhibitions

2 0 1 9 ELEMENTAL ICELAND  MOFA – Florida State University Museum of Fine Arts  Tallahassee, Florida, USA 14. október. – 7. desember 2019 CODEX NORDICA CODEX VII The Craneway Pavilion Richmond, California, USA. 3. – 6. febrúar 2019 – 2 … Continue reading