Um Arkir – About

HVERJAR ERU ARKIR?
Listahópurinn ARKIR hefur starfað allt frá árinu 1998. Í kjölfar námskeiðs í bókagerð fyrir starfandi myndlistarmenn og kennara komu saman nokkrar listakonur sem höfðu sérstakan áhuga á bókinni sem listformi. ARKIR hittast reglulega til að bera saman bækur sínar, en meðlimir hópsins sinna öllu jafna margvíslegri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíllistar, ritlistar, myndlýsinga og hönnunar. Frá árinu 2005 hafa ARKIR hafa haldið fjölda sýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis.

Smelltu á tenglana til að skoða myndir og lesa meira um listamennina. ARKIR skipa:

Hafðu samband! Bókverkahópurinn ARKIR: arkirnar[at]gmail.com – Sendu póst!

WHO ARE ARKIR?
ARKIR (QUIRES) is a group of eleven Icelandic book artists. Members of the group have been working and studying book art together since 1998. ARKIR had their first “solo” exhibition in 2005 and have since then had several book art shows as a group and participated in larger group shows in Iceland and abroad, both individually and as a group. The Quires are always interested in exhibiting their work and to share views on book art with fellow artists around the world.  

Click on the links to see photos and read more about ARKIR members: 

Contact ARKIR: arkirnar[at]gmail.com – Send an email!


HVAÐ ER BÓKVERK?
Bókverk er samheiti yfir listaverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni að formi eða hugtaki. Birtingarmyndir bókverka einkennast af gríðarlegri fjölbreytni, enda er hugmyndaflug listamannsins það eina sem setur verkunum skorður. Aðferðirnar sem notaðar eru við sköpunina eru margvíslegar; pappírsbrot, klippitækni og skurður, textílaðferðir, málun og teikning, þrykkaðferðir og margar greinar þrívíðrar sköpunar og höggmyndalistar. Bókverk geta verið fjölfölduð eða einstæð, aðeins til í einu eintaki, með augljósu yfirbragði handverksins. Bókverk kunna að flokkast undir fleiri en eitt listform, svo sem höggmyndalist þar sem hið ytra form og þrívídd bókarinnar skiptir meginmáli, eða hugmyndalist þar sem lögð er áhersla á innihald bókarinnar sem safn upplýsinga eða frásagna í texta og myndum. Eins og önnur listaverk geta bókverk auðveldlega sameinað mismunandi listform, farið yfir mæri eða verið á mörkum hefðbundinna bóka og bókverka.


Arkir-2008Gamla myndin: ARKIR 2008 – á sýningunni Hvítur+ Á skörinni, Aðalstræti 10.


Þessi vefsíða var stofnuð vegna undirbúnings á bókverkasýningu ARKANNA í Silkeborg, á því herrans hremmingaári 2009. Ritari ARKA er Áslaug Jónsdóttir.

About the blogger: Áslaug is a member of ARKIR book-art group. Illustrator and children’s books writer, graphic designer and artist. Lives and works in Iceland. Loves books. All kinds!

And she is really sorry for all that bad English and misspelling.