LISTAMENN | ARTISTS:
Anna Snædís Sigmarsdóttir
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
Bryndís Bragadóttir
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Ingiríður Óðinsdóttir
Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
Kristín Guðbrandsdóttir
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Sigurborg Stefánsdóttir
Svanborg Matthíasdóttir
Julia Boros
Catherine Ferland
Anne Greenwood
Cornelia Theimer Gardella
Emily Yurkevicz
Smellið á nöfnin fyrir upplýsingar | Click on names for information.
SPOR | TRACES
Bókverkasýningin SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi er samsýning listamanna frá fimm löndum. Fyrir verkefninu fer bókverkahópurinn ARKIR, sem telur ellefu íslenskar listakonur, en leiðir þátttakenda í sýningunni lágu saman í gegnum áhuga þeirra á þessu tvennu: bókverki og textíl.
Vorið 2018 hittist listafólk víða að úr heiminum og átti dvöl í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi, þar á meðal sjö konur sem nýtt hafa þræði textílsins á marga mismunandi vegu í listsköpun. Ein þeirra var Anne Greenwood sem einnig er mikilvirk bókverkakona. Anne Greenwood hafði samband við listahópinn ARKIR, sem hefur frá árinu 2005 haldið fjölda bókverkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Út frá þessum samskiptum og hugleiðingum þróaðist hugmyndin um að skapa vettvang samtals milli listafólks úr ólíkum áttum, vinna að sameiginlegum sýningum beggja vegna Atlantshafsins og efla um leið áhuga á textíllistum og bókverkum.
Tvær eru þær listgreinar á Íslandi sem rekja má í langri sögu og hefðum og telja má til höfuðlista þjóðarinnar, það er bóklist og textíllist, en sjaldgæft er að þessar listgreinar tvinnist saman. Sum verkanna vísa í íslenskar textílhefðir, vefnað, útsaum, jurtalitun og fleira, auk þess að vera innblásin af náttúru Íslands, menningu kvenna og sögu. Listakonurnar nýta sér tækni og aðferðir textíllista við bókverkagerð og sameina þannig myndlist, hönnun og handverk.
Nafn sýningarinnar vísar til nýrra spora sem kannski má rekja til troðinna slóða: rótgróinna aðferða og leiða í íslensku textílhandverki að fornu og nýju, en að baki verkefninu er meðal annars sterk tenging við Heimilisiðnaðarsafnið, textíllistasafnið á Blönduósi. Erlendu gestirnir hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og sýningarhópurinn í heild sinni þekkir vel til Heimilisiðnaðarsafnsins. Verkin geta verið innblásin af munum á safninu, sjónrænni og hugmyndafræðilegri upplifun af verkum sem þar eru varðveitt en listahópurinn nýtir þannig þann merka fjársjóð sem brunn í listsköpuninni.
Upphaflega voru þátttakendur um 20 listamenn, erlendir og íslenskir, en vegna ýmissa vandkvæða í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn fækkaði mjög í hópi erlendu gestanna og enn bíða listaverk í gámum og pakkhúsum flugvalla og hafna – verk sem unnin voru með textílbókverkasýninguna á Blönduósi í huga, en komast hvorki lönd né strönd vegna faraldursins. Sum verkanna er því einungis hægt að sjá hér á stafrænu formi. Njótið sýningarinnar!
SPOR var sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins 2020 og sýningin hefur nú verið framlengd til vorsins 2022.
The exhibition SPOR | TRACES in the Textile Museum in Blönduós, Iceland, is an international collaborative project lead by ARKIR, a book art group of eleven Icelandic book artists.
In the spring of 2018, artists from around the globe gathered to reside and work at the Icelandic Textile Center in Blönduós, including eight women artists that had used textile threads in various ways in their artistic creations. One of them was Anne Greenwood who is also a prolific maker of artist books in the US. While in Iceland, Anne contacted ARKIR who since 2005 have held numerous exhibitions of artist books both in Iceland and abroad. The resulting conversations led to ideas of creating a venue for a dialog between both sides of the Atlantic Ocean that would at the same time promote interest in textile arts and artist books. Anne contacted fellow artists from the recidency in Blönduós and a group of eighteen artists was connected.
Books and textiles are the art forms that have the longest history and tradition in Iceland, but it is rare that books and textiles are intertwined. Some of the works in this exhibition refer to Icelandic textile traditions, weaving, embroidery, herbal dyeing and more, but also the Icelandic landscape and the history and culture of women. The artists have used the techniques of textile art in the production of artist books, thereby joining together visual arts, design and craft.
The name of the exhibition: “SPOR”, refers to new footprints as well as new stitches that can be traced back to old tracks: the established methods and ways of Icelandic textile crafts both old and new, as this project is closely connected to the Textile Museum in Blönduós. The international participants in the project have all stayed at the artist residency in the Icelandic Textile Center in Blönduós and all the artists in the group are familiar with the Textile Museum. The works may be inspired by items at the Museum or by visual or ideological experiences deriving from the Museums exhibits and thus the artists utilize the treasures of the Museum as a creative source.
Initially, the participants were about 20 artists, from Iceland and abroad, but due to all sorts of problems in connection with the COVID-19 pandemic, the number of our foreign guests has sadly been reduced and artworks still wait in containers and warehouses at airports and docks around the world for the next trip to Iceland. Some of the artworks can thus only been exhibited online. Enjoy our exhibition!
The exhibition has been extended to spring 2022.
Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge.
Anna Snædís Sigmarsdóttir
annasnedis[at]gmail.com
http://www.annasnedis.com
Anna Snædís vinnur við myndlist, hönnunarkennslu, bókverk og grafík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið einkasýningar og fjölda samsýninga á Íslandi og víða um heim svo sem Litháen, Danmörku, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Anna Snædís býr í Hafnarfirði.
Anna Snædís works with visual arts, design teaching, book art and graphics. She studied at The Icelandic School of Arts and Crafts. She has held private and joint exhibitions in Iceland and various corners of the world, such as Lithuania, Denmark, Germany, USA and Sweden. Anna Snædís lives in Hafnarfjörður.
Verk á sýningu | exhibited works:
Samtal | Talk
2020
16 x 21 cm
Pappír og þráður. Einþrykk, innbundin bók | Paper and thread. Monotype, pamphlet binding.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Í bókinni er unnið með efnisþrykkið þar sem þráður er þrykktur á mismunandi vegu. Línan sem skapast í þrykkinu verður að skemmtilegum formum og línum. Lituðu strangflatarformin vega upp á móti óreglulegu formi línanna. Þannig verður til þetta kyrrláta samtal. Hugmyndin að bókinni er tengd ferð minni á Heimilisiðnaðarsafnið þar sem alskonar útgáfur af ólíkum þráðum má finna. Einfaldur innbundin saumaskapur bókarinnar á vel við.
—
This book contains graphic prints, thread and geometries forms playing together. The idea of the book is all the different threads that can be found in the Textile Museum in Blönduós. The simple sewing method pamphlet binding fits perfectly.
Hlutir I | Objects I
2020
16 x 19 cm
Pappír, þráður. Silkiþrykk. Kaðlasaumsbók. | Paper, thread. Screenprint, coptic binding.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Bókin er unnin með silkiþrykkstækni og sýnir leik með orð og hluti sem tengjast heimsókn minni á Heimilisiðnaðarsafnið. Vefstólinn, rokkurinn, garnið og konurnar eru mikilvægt myndefni ásamt orðum sem varla þekkjast í daglegu máli. Bókin er saumuð með kaðlasaumi sem er gamall saumaskapur sem á vel við innihaldi og útliti bókarinnar.
—
This book is printed by screen print, and in the book you will find all kinds of objects and words which are related to textiles. Some of the object and words are hardly known any more. The idea of this book is inspired by my visit to the Textile Museum where all kinds of weaving tools and other objects can be found. The sewing method is Coptic binding which is an old fashion method.
Hlutir II | Objects II
2020
12,5 x 13,5 cm
Pappír, þráður. Silkiþrykk, harmóníku-brot. | Paper, thread. Screenprint, accordion binding.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Bókin er unnin með silkiþrykkstækni og sýnir leik með orð og hluti sem tengjast heimsókn minni á Heimilisiðnaðarsafnið. Vefstólinn, rokkurinn, garnið og konurnar eru mikilvægt myndefni ásamt orðum sem varla þekkast í daglegu máli. Bókin er saumuð með harmonikkubroti sem á vel við.
—
This book is printed by screen print, and in it you will find all kinds of objects and words which are related to textiles. Some of the object and words are hardly known any more. The idea of this book is inspired by my visit to the Textile Museum where all kinds of weaving tools and other objects can be found. The sewing method is accordion binding which fits perfectly.
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
arnosp[at]gmail.com
http://www.karlsdottir.com
Arnþrúður Ösp lauk listnámi frá textíldeild MHÍ og kennaranámi frá Håndarbejdet Fremmes Seminarium í Kaupmannahöfn. Hún vinnur textílverk og bókverk og hefur sýnt á sýningum hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar í Reykjavík.
Arnþrúður Ösp graduated from the department of textile at The Icelandic School of Arts and Crafts and as teacher from Håndarbejdet Fremmes Seminarium in Copenhagen. She works with textile and book art and has held exhibitions in Iceland and abroad. She lives and works in Reykjavík.
Verk á sýningu | exhibited works:
Boðið | Invited
2020
24 x 24 x 1 cm
Útsaumur á gamlar handgerðar línservéttur. | Embroidered linen napkins.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
Bókverk til minningar um fyrri tíma þegar útsaumaðar munnþurrkur heyrðu til veisluboða. Bókin er saumuð úr fjórum fundnum línservéttum með fínlegum útsaumi og faldi. Í bókinni segir: komdu að borða og gjörðu svo vel, afsakaðu lítilræðið og verði þér að góðu.
—
Book in remembrance of earlier times when embroidered linen napkins belonged in every banquet. The book is stitched from four found linen napkins with delicate embroidery and hem. On each napkin are embroidered typical phrases a party host would say to her guests.
Orðlaus I, II | Without words I, II
2018
14 x 14 x 1
Bækurnar eru unnar úr vatnslita- og ríspappír, með handprjónaðar blaðsíður úr fínu hör- og bómullargarni. Í bókinni Orðlaus I er einnig afþrykk af útsaumsstramma. | Books made of paper, with sheets knit with linen and cotton thread. The paper in one of the book has also the inprint of embroidery canvas.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
Hvað tjáir bók án orða? Bækurnar Orðlaus I og Orðalaus II hafa hefðbundið form bókar og eru unnar úr pappír en eru einnig með prjónaðar örþunnar blaðsíður. Prjónið og skugginn sem prjónuðu síðunum varpa á hvítu blaðsíðurnar mynda munstur sem minna á letraðar eða skrifaðar línur, rétt eins og væri framandi óskiljanlegt tungumál. Í bókin Orðlaus I má einnig sjá afþrykk af bróderístramma sem myndar munstur sem minnir á letur.
—
What can a book without words express? The books have the traditional form of a book and are made from paper but also have thin knitted pages. The knit and shadow that the knitted pages cast on the white pages form a pattern that is reminiscent of printed or written lines, as if it were an unfathomable language. The book Without words I also has a print made from embroidery canvas that creates a pattern that resembles a font.
Hvítsaumur – Harðangur | White embroidery and Hardang embroidery
2008
Hver síða er 9,5 x 19 cm, alls 12 síður.
Útsaumsgerðirnar, hvítsaumur og harðangursmunstur skorin út í pappír. | White embroidery and Hardang embroidery patterns cut in paper.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
Bókverk til minningar um fyrri kynslóðir sem fegruðu umhverfi sitt með fínlegum hvítum útsaumi á hvít efni. Útsaumsmunstrin eru skorin út í hvítan mjúkan pappír, munstrin eru teiknuð upp af koddaveri og dúk sem amma mín saumaði og gaf mér.
—
Books made in remembrance of previous generations who embellished their surroundings with fine white embroidery on white fabric. The embroidery patterns are cut into white soft paper, the patterns are drawn up from a duvet cover and tablecloth that I got from my grandmother.
Hafið þökk fyrir veittan yl | Thanks for given warmth
[Verk á sýningu 2020 | work in exhibition 2020]
2020
22 x 8 x 1 cm
Handprjónaðir, þæfðir og margviðgerðir vettlingar. Bókakápa, útsaumur á hörefni. | Mittens handknitted, felted and mended. Bookcover, embroidery on linen fabric.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
„Hafið þökk fyrir veittan yl“ er ávarp til vettlinganna minna, sem ég handprjónaði fyrir um það bil tveimur áratugum. Vettlingarnir eru prjónaðir úr fíngerðu eingirni, þæfðir og margviðgerðir. Nú verður þeim lagt, en varðveittir sem dýrgripur í formi bókar.
—
“Thanks to you, my woolen mittens, for the warmth you have given me.” This is an address to my mittens, which I hand-knitted for about two decades ago. The mittens are knitted with fine woolen yarn, felted and mended. Now they will no longer be used, but preserved as the precious thing the are, in the form of a book.
Áslaug Jónsdóttir
bokverk[at]gmail.com
http://www.aslaugjonsdottir.com
Áslaug er rithöfundur, teiknari og grafískur hönnuður. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólaskóla Íslands og útskrifaðist frá Skolen for Brugskunst, nytjalistaháskólanum í Kaupmannahöfn (nú KADK). Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis. Hún býr í Reykjavík og er starfandi barnabókahöfundur og bókverkakona. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín.
Áslaug is a writer, illustrator and a graphic designer. She studied at The Icelandic School of Arts and Crafts and graduated from Skolen for Brugskunst in Copenhagen (now KADK). She has participated in numerous joint exhibitions in Iceland and abroad. She lives in Reykjavík and works as an author of children’s books and book artist. She has garnered numerous honours for her work.
Verk á sýningu | exhibited works:
Sporganga | Path
2020
17 x 2,2 x 17 cm
Handgerður pappír, bómullargarn og jurtalitað einband. Harmoníku-brot með kápu, handsaumaður texti. | Handmade paper, cotton tread, herbal-dyed wool yarn. Accordion-fold with cover, embroidered text.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
Í bókverkinu er texti saumaður í þykkan handgerðan pappír, ljóð tileinkað formæðrum mínum. Þar hugsa ég til þeirra sem á undan mér hafa gengið, um sporaslóðina sem er löngu horfin og yfirgróin. Engu að síður er auðvelt að skynja sporgöngu áa sinna þegar gengið er um í náttúru og landslagi sem lítið kann að hafa breyst í tímans rás. Ljóðið er í senn óður til landsins og forfeðranna, ekki síst formæðra sem unnu og spunnu alla þræði lífsins.
—
The text stitched in the thick handmade paper is a poem dedicated to my ancestors, the women who have walked before me, about trails and traces that are long gone and overgrown. Nevertheless, it is easy to sense the old paths when walking in nature and terrain that may have changed little over centuries as in the Icelandic landscape. The poem is at the same time in honor of the land and my ancestress, who worked for the life of their descendants, spinning all threads of life.
Bryndís Bragadóttir
brybrag[at]hotmail.com
Bryndís vinnur að bókverkum og kennir listgreinar. Hún stundaði nám í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskólanum í Árósum í Danmörku. Auk þess lauk hún námi í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.
Bryndís works with book art and teaches art. She studied at the textile department at The Icelandic School of Arts and Crafts and at Aarhus Art College in Denmark. She also graduated with a teaching certification from The University of Akureyri. She has participated in numerous joint exhibitions in Iceland and abroad.
Verk á sýningu | exhibited works:
Einn áttundi – svartur | One Eighth – black
2020
12 x 21 cm
Blönduð tækni, monoþrykk, útsaumur og pappírsskurður. Pappír í mismunandi þykktum, þráður, akríl litur, vatnslitur, blýantur. | Mixed media, monoprint, embrodery and paper cutting. Paper, thread/yarn, acrylic painting, pencil and watercolour.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS
Einn áttundi – grár | One Eighth – gray
2020
12 x 21 cm
Blönduð tækni, monoþrykk, útsaumur og pappírsskurður. Pappír í mismunandi þykktum, þráður, akríl litur, vatnslitur, blýantur. | Mixed media, monoprint, embrodery and paper cutting. Paper, thread/yarn, acrylic painting, pencil and watercolour.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS
Um verkið | About the artwork:
Þegar vild fékkst fyrir sýningarhaldi í Textílsetrinu Blönduósi, lá beinast við að tengja viðfangsefni sýningarinnar við safnkostinn, arfinn í textíl og hannyrðum. Sú tenging gati verið með ýmsu móti en niðurstaðan var að nefna sýninguna Spor/Traces.
Eitt algengast mynstur í íslenskum 18. alda handritum er átta blaða rósin. Hún er ekki sér íslensk heldur þekkt mynstureining um allan heim. Hún er byggð á stærðfræði, reglum um speglun á samhverfuásum, þannig verður hún til úr átta hlutum.
Í bókunum nota ég einn áttunda úr mynstureiningu áttablaða rósarinnar. Nafnið á verkunum er þaðan komið. Ég leik mér með uppröðun og stærðarmun á forminu, óháð öllum reglum. Sauma formin niður eða sker út þó finna megi greinilega vísun í upphaflega mynstrið.
—
Once it was apparent that we would be exhibiting in the Textilemuseum in Blönduós, it seemed only natural to connect the theme of the exhibition to museum collection, the heritage of textile and craft.
There are many ways to accomplish this connection, the conclusion was to name the exhibition Spor/Traces.
One of the most common patterns in Icelandic 18th century manuscripts is the eight leaf rose. It is not unique to Iceland but commonly known throughout the world. It is built on mathematics rules for mirroring along an axis, creating a rose of eight leafs. In the books I use one eight of the pattern that is the eight leaf rose. That is where the title comes from. I play with the arrangement and size of the form, regardless of the rules. Sewing in the pattern or cutting it out, always referring clearly to the original pattern.
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
hepalina[at]gmail.com
http://www.helgapalina.is
Helga Pálína útskrifaðist úr textíldeild UIAH, Listiðnaðarháskólanum í Helsinki, Finnlandi, og hafði áður lokið B.Ed-prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis. Hún kennir textílþrykk í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík.
Helga Pálína graduated from the textile department in The University of Art and Design Helsinki in Finland. Prior to that she had graduated with a B.Ed degree from the Iceland University of Education. She works with various kinds of textile and book art and has been a part of numerous exhibitions in Iceland and abroad. She teaches textile printing at the department of design and architecture in the Iceland Academy of the Arts, and in the textile department of the Reykjavík School of Visual Art.
Verk á sýningu | exhibited works:
Íleppar | Insoles
2020
20 x 26 x 5 cm
Bómull og vatt. Handmáluð bómull. Vélsaumur. | Painted cotton, cotton wool. Machine sewing.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
Íleppar eða illeppar voru prjónaðir eða saumaðir lausir sólar sem lagðir voru inn í íslenska skó fyrr á tímum. Fjöldamörg dæmi um þá er að finna á Heimilisiðnaðarsafninu og eru þeir kveikjan að þessu bókverki.
—
Insoles were knit or sewn loose soles, placed into Icelandic shoes in the past. Numerous examples can be found in the Textile Museum in Blönduós and they inspired this book art.
Landslag II | Landscape II
2017
18 x 8 x 3 cm
Viður og hörþráður. | Wood and linen thread.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Í Landslagi II er leitast við að skapa tilfinningu fyrir eldgosslandslagi.
—
Landscape II: the atmosphere of volcanic landscape.
Lokað á safninu | Library Closed
[Verk á sýningu 2020 | work in exhibition 2020]
2016
15 x 20 x 2 cm
Endurunnin bók, garn. | Upcycled book, yarn.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
Afskrifuð bókasafnsbók uppfærð úr ritverki í myndverk.
—
A decommissioned library book upcycled from a printed object to a visual object.
Ingiríður Óðinsdóttir
ingaodinsdottir[at]gmail.com
http://www.ingaodins.net
Ingiríður vinnur við myndlist, bókverk og textílhönnun. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Belgíu og Bandaríkjunum. Hún býr í Hafnarfirði.
Ingiríður works with visual arts, book art and textile design. She studied at The Icelandic School of Arts and Crafts. She has participated in numerous joint exhibitions in Iceland, Finland, Denmark, Belgium and USA. She lives in Hafnarfjörður.
Verk á sýningu | exhibited works:
Berg | Rock
2019
14 x 14 cm
Pappír, garn. Handsaumur. | Paper, yarn. Embroidery.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Verkið er huglæg vísun í stuðlaberg. Saumað með útsaumsgarni í pappír.
—
The project is a reference to the columnar basalt. Sewn with embroidery thread in paper.
Milliverk | Inset
2020
27 x 26 cm
Þrykk á 300 gr pappír, frottage á 18 gr pappír. | Blind printing on 300 gms paper, frottage on 18 gms paper.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Milliverk er hekluð blúnda sem var saumuð í sængurver hér áður fyrr. Milliverk getur einnig haft aðra merkingu svo sem verk eða handavinna sem konur unnu á milli annara verka. Það voru ekki allar konur sem höfðu tíma til að sinna fínni handavinnu svo það voru forréttindi að geta það.
—
“Milliverk” is the name of a crocheted lace that was stitched into the bed linen in the old days. “Milliverk” can also have a different meaning: work or handicrafts that women made between other tasks. It wasn’t all women who had time to do finer handwork, so it was a privilege to be able to do it.
Steinarnir í fjörunni | The Pebbles at the Beach
2020
24,5 x 23 cm
Léreft, garn. Úsaumur. | Linen, yarn. Embroidery.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Verkið er saumað í léreft. Minningar um göngu í fjörunni þegar steinunum sleppir og sandurinn tekur við.
—
The work is sewn in cotton. Memories of walking around the beach where the stones end and the sand takes over.
Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
johannamt[at]fg.is
Jóhanna stundaði nám í Kent Institute of Art and Design, England, Glasgow School of Art, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk auk þess námi í kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Hún kennir listgreinar við framhaldsskóla og vinnur að bókverkum sem hún hefur sýnt á samsýningum hérlendis og erlendis.
Jóhanna studied at the Kent Institute of Art and Design in England, Glasgow School of Art and The Icelandic School of Arts and Crafts, as well as earning her teacher’s certificate at the University of Iceland. She teaches art in upper secondary schools and works with book art and has taken part in exhibitions in Iceland and abroad.
Verk á sýningu | exhibited works:
Undir grænni torfu | Six Feet Under
2020
Lokuð | Closed 22,5 x 26 cm. Opin | Open 22,5 x 44 cm
Samklippa í photoshop, vatnslitað, frjáls útsaumur í saumavél | Collage in photoshop, watercolored, free embroidery with sewing machine.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Hugmyndin á bak við bókina var að safna saman andlitum af þekktum látnum íslenskum einstaklingum. Sumir vegna þess að mér finnst þeir samofnir þjóðinni og eru oðrnir nokkurskonar þjóðareign, á meðan aðrir höfðu á einn eða annan hátt átt þátt í því að móta mig sem einstakling.
—
The idea behind the book was to gather faces of well-known Icelandic people, who are deceased, some because I feel they are intertwined with the nation and are some kind of national property, while others have in one way or another been involved in shaping me as an individual.
Hjartsláttur | Heartbeat
2020
lokuð | closed 11 x 11 cm, opin | open 110 x 18 cm
Photoshop og frjáls útsaumur í saumavél | Photoshop, free embroidery with sewing machine.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Vatnsberinn var gerður af Ásmundi Sveinssyni til þess að heiðra þá sem báru þungar vatnsbyrgðar. Með tækninýjungum og breyttum lífsskilyrðum losnuðum við undan þssum byrgðum. Í dag finnst mér samt spurning hvort það séu ekki komnar öðruvísi byrgðar. Við lifum í neyslusamfélagi þar sem tíðkast hömlulaust kaupæði og mikill samanburður. En þrátt fyrir það halda hjörtu okkar allra áfram að slá í einhverskonar takti.
—
The Aquarius was made by Ásmund Sveinsson to honor those who carried heavy water buckets in the old days. With technological innovations and changed living conditions, we got rid of these guards. Today, I still wonder if there are no different guarantees. We live in a consumer society where there is unrestrained purchasing and comparison. But even so, all of our hearts continue to beat at similar rate.
Sofðu rótt | Sleep Tight
2008
lokuð | closed 15 x 20 cm, opin | open 38 cm
Ljósrita yfirfærsla og frjáls útsaumur í saumavél | Photocopy transfer and free embroidery with sewing machine.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Hvítt koddaver kallar fram í huga mér hreinleika, hlýleika og öryggi, en pöddurnar mynna mig á að ekki er alltaf allt sem sýnist og hafa ekki allir möguleika að búa við öryggi inni á sínum eigin heimillum.
—
A white pillowcase brings to my mind purity, warmth and security, but the bugs remind me that everything is not always what it seems and everyone is not able to live with security in their own homes.
Kristín Guðbrandsdóttir
kristin[at]punctumpress.org
http://www.punctumpress.org
Kristín útskrifaðist með MA í Art and the Book / bóklist frá Corcoran College of Art and Design í Washington DC. Hún er einnig menntaður kennari frá KHÍ. Kristín hefur tekið þátt í samsýningum á bókverkum í Bandaríkjunum. Verk hennar er m.a. að finna í safnakosti Library of Congress og háskóla víðs vegar um Bandaríkin, þar á meðal Duke, Carnegie-Mellon, University of Miami og George Mason auk Alberta háskólans í Kanada og einkasafna. Þau má einnig sjá í bókinni 500 Handmade Books – Volume 2, frá Lark-bókaútgáfunni. Kristín býr í Belgíu.
Kristín earned a MA degree in Art and the Book at Corcoran College of Art and Design in Washington DC. She also has a teacher’s education from the Iceland University of Education. She has taken part in joint book art exhibitions in USA. Her works can be found in the collection of the Library of Congress and in various American universities, such as Duke, Carngie-Mellon, the University of Miami and George Mason, as well as the University of Alberta in Canada and numerous private collections. They can also be seen in the book 500 Handmade Books – Volume 2, published by Lark. Kristín lives in Belgium.
Verk á sýningu | exhibited works:
Söguþráður | Storyline
2020
15 x 12 x 6 cm
Trékefli, hampsnúra, silkiþráður. Handsaumaður texti í hampsnúru sem undin er upp á tvö trékefli. | Wooden spool, hemp cord, silk thread. Hand sewn text on hemp cord threaded onto two wooden spools.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Verkið er stutt hugleiðing um ástina og fjallar um eitt augnablik í tíma og rúmi þar sem allt verður skýrt. Og svo heldur lífið áfram…
—
This artwork is a brief reflection on love in space and time where the eureka moment takes place. And then life goes on …
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
kristin.thora.gudbjartsdottir[at]gmail.com
Kristín er með M. Art. Ed í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Hún útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundaði síðan framhaldsnám við Fachhochschule Hamburg, Fachbereich Gestaltung. Hún lauk einnig námi í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og ljósmyndun við Tækniskólann. Hún starfar við grafíska hönnun og hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnun sína. Kristín hefur sýnt bókverk á samsýningum hérlendis og erlendis. Hún býr í Reykjavík.
Kristín has an M. Art. Ed. degree in art education from Iceland Academy of Arts. She graduated from the textile department of The Icelandic College of Arts and Crafts 1984 and went on to further studies at Fachhochschule Hamburg, Fachbereich Gestaltung. She also completed studies in graphic design at The Icelandic College of Arts and Crafts, as well as in photography at The Technical College Reykjavík. Kristin works as graphic designer and has earned prizes and awards for her work. Her book art has been on display at joint exhibitions in Iceland and abroad. Kristin has been a member of the Icelandic book artist group ARKIR since 2013. She lives and works in Reykjavik, Iceland.
Verk á sýningu | exhibited work:
Kærleiksheitin | Vows of Love
2020
126 cm x 29,7 cm
Epson Archival mattur pappír, InDesign, harmoníku-brot, júta, hör og bómull | Epson Archival matt paper, InDesign, accordion-fold, jute, linen and cotton.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Verkið fjallar um fögur fyrirheit sem snúast upp í andhverfu sína en Kærleiksheitin voru hér á árum áður falleg fyrirheit sem brúðhjón fóru með til hvors annars við giftingarathöfnina eða prestur þuldi upp og brúðhjón síðan samþykktu.
„Heimilisofbeldi getur verið af margvíslegum toga og í hverju tilfelli er oft er um fleiri en eina tegund ofbeldis að ræða. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt og stafrænt auk ýmis konar hegðunar sem felur í sér ógn, hótun, stjórnun og/eða þvinganir. Formi og aðdraganda ofbeldisins má oft lýsa sem ákveðnum ofbeldishring, þar sem spennan í sambandinu magnast upp, endar með einhvers konar sprengingu, svo fellur allt í dúnalogn („hveitibrauðsdagarnir“) og allt er frábært. Svo byrjar spennan aftur að byggjast upp og hringurinn rúllar.“ – Texti fenginn að láni af heimasíðu Kvennaathvarfs.
—
The work is about solemn vows mutating into the antithesis of their original promise. The Vows of Love were ceremonial commitments wedding couples would pledge each other or a priest would recite and the couple subsequently promise to uphold.
“Domestic violence can be varied and in each case there is often more than one type of violence involved. The violence can be physical, psychological, sexual, financial and digital as well as various forms and types of behavior involving threats, control and/or coercion. The form and beginning of the violence can often be described as a certain circle of violence, where the tension in the relationship escalates and ends with some kind of a bomb, then come the honeymoon days and everything becomes perfect again. Then, the tension starts building up again, there is the bomb, there are the honeymoon days and the circle continues.” – Text from The Women´s Shelter.
Sigurborg Stefánsdóttir
sigurborgst[at]hotmail.com
http://www.sigurborgstefans.is
Sigurborg er listmálari, bókverkakona og grafískur hönnuður. Hún stundaði nám hjá Hans Chr. Højer listmálara í Kaupmannahöfn og útskrifaðist frá Skolen for Brugskunst, nytjalistaháskólanum í Kaupmannahöfn (nú KADK). Hún hefur tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum, Japan, Mexíkó og á Íslandi. Hún hefur haldið 19 einkasýningar á Íslandi, í Danmörku og á Ítalíu. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín. Hún býr í Reykjavík og er með vinnustofu á Grensásvegi 12A.
Sigurborg is a painter, book artist and graphic designer. She studied with the painter Hans Chr. Højer in Copenhagen and in Skolen for Brugskunst in Copenhagen (now KADK). She has taken part in seminars in USA, Japan and Iceland. She has held 15 private exhibitions in Iceland, Denmark and Italy. She has also taken part in numerous joint exhibitions around the world and received several awards and honors for her art and design. She lives in Reykjavík where she has a studio on Grensásvegur 12A.
Verk á sýningu | exhibited works:
Bútasaumur | Quilting
2015
17 x 16,5 x 4,0 cm
Endurunnar bókasíður, samklippur. Saumað, ýmist í höndum eða í saumavél. Ein örk brotin og skorin | Upcycled book pages, collage. Hand- and machine sewn. One sheet folded book.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
Kveikjan að þessari bók var sænsk handavinnubók frá 5. áratugnum, sem mér áskotnaðist frá ömmu minni. Þar er auðvitað vísað í handverk kvenna fyrr á tíðum og alla þá vinnu sem þær inntu af hendi. Ég er enda alin upp með rúmföt með milliverki og útsaumi. Mér þótti viðeigandi að hafa bókina hannaða eins og bútasaumsteppi, en ég notast við japanskt brot þar sem bókin er öll á einni örk og hægt að leggja flata, þá líkist hún teppi, með 30 ólíkum ferhyrningum.
—
The inspiration for this book was a Swedish handicraft book from the 50´s, which was handed down to me from my grandmother. This was of course referred to as women’s work back then, as was all the work that women performed. As I was growing up, even bed linens were embroidered.
I thought it would be appropriate to have the book conceived as a quilt. I use a Japanese method of folding, where the entire book is on a single sheet which is possible to lay flat. It then resembles a quilt with 30 different squares.
Hann fékk … | He got …
2020
16 x 22 x 2,5 cm
Silki, pappír, tvinni. Harmoníku-brot með kápu. | Silk, paper, tread. Accordion folding with cover.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
„Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna“. Hér er vísað í gamlan íslenskan söngtexta um jólagjafir, þar sem hlutverk kvenna var frekar að sauma út og láta verk eftir sig liggja, frekar en að lesa bók og fræðast. Það var fyrir drengi. Utan á bókinni er mynd af krosssaumi, sem er ekki gerður eftir ákveðinni forskrift. Inni í bókinni er enginn hefðbundinn útsaumur, heldur óræð form, sem líkjast engu kunnuglegu, frjáls sköpun án vísunar í hefðbundin kynjahlutverk né aðra hefð. Ef til vill er það tákn um að kynjahlutverk séu að breytast, nú má sauma á óhefðbundinn hátt á pappír, en útsaumur er enn í fulli gildi og getur verið nútímalegur og gefið mýkt og annan blæ í verkið, en ef um venjulega teikningu væri að ræða.
—
“He got a book and she got a needle and thread”. This refers to an old Icelandic song about Christmas presents, and times when traditional female duties were to sew and do housework, rather than reading and acquiring knowledge. That was for boys. On the cover is an example of cross stitching, with unspecific pattern. Inside the book traditional embroidery is not used, rather nonsensical forms which do not necessarily resemble creations in the traditional sense of masculine or feminine duties. Symbols of gender roles are gradually changing. Now it is allowed to sew on paper in an unconventional way, but embroidery is still widely used and can give both softness and another tinge to the project, than if a typical drawing is used.
Spor | Traces
2020
17 x 24,5 cm x 3,5 cm
Pappír, þráður, lím, endurunnin bók. Handsaumur. | Paper, thread, glue, upcycled book. Hand-sewn.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Í þessari bók eru leturblokkir undirlag fyrir fjölbreytt saumaspor, sem mynda ólík mynstur á síðunum. Hvítt mynstur á móti lit.
—
In this book type blocks are the base for varied stitching, resulting in different patterns on the page. White patterns on a coloured backdrop.
Svanborg Matthíasdóttir
http://www.svanborg.is
svanamatt[at]gmail.com
Svanborg nam málaralist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðan framhaldsnám við Jan Van Eyck Akademíuna í Maastricht í Hollandi. Hún vinnur að myndlist; málar, gerir bókverk og kennir málun. Svanborg hefur sýnt verk sín víða í gegnum árin, ýmisst ein eða með öðrum, hér heima og beggja vegna Atlandshafsins. Hún býr og starfar í Kópavogi.
Svanborg is a painter, book artist and teaches painting. She studied painting at The Icelandic College of Arts and Craft and then continued her studies at the Jan Van Eyck Akademie in Maastricht in the Netherlands Svanborg has displayed her work in numerous places through the years both solo and with others, in Iceland and abroad. She lives and works in Kópavogur.
Verk á sýningu | exhibited works:
BÓK BÓK | BOOK BOOK
2020
32,5 x 34 cm x 2 – in two parts
Hörstrigi, vatnslitur og bókbandslím. Ofið og límt. Japanskt stab bókband. | Linen canvas, watercolor, book binding glue. Woven and glued. Japanese stab binding.
Eitt eintak. | One copy – unique.
ETS | NFS
Um verkið | about the artwork:
Bók Bók er tilbrigði við vefnað. Kveikjuna að bókverkinu má rekja til stafla af ofnum ströngum á Heimilisiðnaðarsafninu.
—
Book Book is a variation on traditional weaving. The idea for the work came from stacks of woven textiles at the Textile Museum in Blönduós.
Julia Boros
julia.boros[at]optusnet.com.au
http://www.juliaboros.com
Julia Boros er búsett í suðurhluta Ástralíu. Hún hefur unnið í margskonar miðla eins og innsetningar, gjörninga, skúlptúra og leikhús. Hér blandar hún saman reynslu af hefðbundnum prentaðferðum við tilraunakennda textílmótun sem nú birtast í bókum.
Julia Boros is a South Australian based visual artist, whose practice incorporates the creation of site responsive installation and sculpture. Implementing her experience of traditional and experimental printing and production methods Julia explores textile manipulation. A background in theatre and film influences the performative aspects of her process. Julia has a Master of Contemporary Art from the Victorian College of the Arts, University of Melbourne (2016) and was the Inaugural Women’s Art Register Artist-In-Residence (2019).
Verk á sýningu | exhibited works:
Seismic Vibrancy Quiet Intensity
2020
22 cm x 30 cm
Bleksprautu prentun á pappír. Hefðbundið bókband, harðspjöld, handinnbundin og saumuð. | Inkjet digital print on Saxton Digital Chardonnay Cream 100 gsm paper, 30 pages, hard cover hand bound and stitched.
Eitt eintak. | One copy.
ETS | NFS.
Mounting the Air
2020
22 cm x 30 cm
Bleksprautu prentun á pappír. Hefðbundið bókband, harðspjöld, handinnbundin og saumuð. | Inkjet digital print on Saxton Digital Chardonnay Cream 100 gsm paper, 18 pages, hard cover hand bound and stitched.
Eitt eintak. | One copy.
ETS | NFS.
Um verkin | about the artworks:
Í verkinu Seismic Vibrancy Quiet Intensity og verkinu Mounting the Air er leiðinni að verkunum leitað með kolakrít, Polaroid myndum, hringlaga prjónagrind og saumavél. Bækurnar voru gerðar á Blönduósi þar sem listakonan dvaldi um hríð. Við komuna til Íslands þótti henni jörð og himinn svo víðfeðm að erfitt var að sjá það allt í einu. Þetta verk segir sögu af nýrri reynslu, nýju andrúmslofti sem listakonan reynir að fanga í verkinu.
In Seismic Vibrancy Quiet Intensity and Mounting the Air artist Julia Boros explores the theme of traces through the mediums of charcoal, Polaroid photography, circular loom knitting and machine sewing. The books were conceived in 2018 at an artist residency in North West Iceland (Textilesetur), a location that deeply affected the artist and the subsequent works that were made. Julia Boros’ first memories of her visit to Iceland are the sky and the ground. And her attempts to look at everything at once. These works tell the story of an experience of a new and seemingly expanded atmosphere and offer a reflection into the artist’s choice of mark making. Today in these altered circumstances it is possible to interpret the works in a new light.
Catherine Ferland
ferlandartiste[at]gmail.com
http://www.ferlandartiste.wixsite.com/catherineferland
Catherine Ferland er frá Kanada. Hún er textíllistakona sem vinnur í margbreytilegan vef en líka annan textíl eins og föt, með áherslu á umhverfisáhrif. Þátttaka hennar í listalífi heimabæjarins Chicoutimi, spannar bæði sýningar á listrænu handverki sem og samsýniningar listafólks úr öðrum listgreinum. Í útsaumsverkunum leggjur hún áherslu á að segja sögu líkt og frásögn á refli.
Originally from Chicoutimi (now Ville-Saguenay), Catherine Ferland arrived in Quebec in 2002, where she studied arts until 2010. In 2014, she began to study textiles, specializing in weaving and finishing her course in 2017. Winner of several prizes, she is now working as a weaver and a textile artist. The clothes and accessories she creates are inspired by many traditional techniques as well as the concept of zero waste. In her artistic work, where she also works with embroidery, she is mostly interested in the idea of narration, of telling. Since 2018 she is back in her hometown, where she continues to be involved in the artistic world, participating in several arts and craft shows and collective exhibitions.
139 582 pas – jour 1 | 139 582 skref – dagur 1
2020
34 x 107 cm
Bómull, akrýl-litur og blýantur á bómull | Cotton, acrylic paint and pencil on cotton.
Eitt eintak | One-of-a-kind.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
Verkið „139 582 skref – dagur 1“ er fyrsti hluti af fimm, innblásinn af 85 kílómetra langri göngu sem tók 5 daga síðastliðið sumar. Farið var um fjölbreytt landslag, slétt og bratt, himinn og veður ólík hvern dag. Verkið segir frá hverju skrefi/spori sem tekið var til þess að ná ákveðnu takmarki. Áhorfandi les verkið eins og sögu og sama hvort gengið er eða saumað, þá skilur gjörningurinn eftir sig spor um viðveruna.
139 582 steps – day 1 – The work presented in this exhibition is actually the first part of a five pieces story. It is inspired by a long-distance hike I did last summer, walking 84km over the course of five days. I am very interested in the image of the step, as it being a universal and profoundly human act. I want to tell the story of this experience with each step I took while doing it. After all, it is with each of these steps that I was able to reach my destination. So it shows just as much each action is necessary to reach a goal. What you see is a journal of my walk, one as universal as possible. Each stitch represents a step I took that day (once completed, this story will be told in five pieces, one for each day of walking). You can also see the terrain I crossed that day, be it mountains, hills or plains, and also have an idea of the daily weather by the color of the sky in each page of this original travel log. The tradition to tell a story through embroidery is a very ancient one. You can see it from the Bayeux tapestry in France, to the communal Njálurefill tapestry in Hvolsvöllur. Mine, of course, is more conceptual. I love colours and lines in themselves and use them to encourage your eyes to travel within this page of my walk as you read it. For you are, after all, reading it. Each stitch is a letter, each column a sentence. The time I took to make these stitches echoes the time I took to walk these steps. I like to think at this journal as uniting once again the past and the present through memory, through telling. Anywhere in the world, at anytime in our History, it is all the same: we walk, we create, we spend time doing things, as we should spend time telling about them. Here or there, walking or stitching, we leave a mark, we have something to say, we passed, we were present.
Anne Greenwood
annegreenwood.net[at]gmail.com
http://www.annegreenwood.net
Anne Greenwood Rioseco býr í Portland, Oregon. Verk hennar eru hugmyndalist og leita samhljóms í tengingum á milli hugmyndanna. Þess einfalda við það flókna, þess endingargóða við hið forgengilega, þátíðina við nútíðina. Anne hefur unnið með listafólki að margvíslegum verkefnum eins og kennsluefni og samfélagsverkefnum á veraldarvefnum.
Anne Greenwood Rioseco (b. Jamestown, North Dakota, 1967) is an interdisciplinary artist, based in Portland, Oregon. Her artistic practice navigates an infinite network of connections: narrating the simple and complex, physical and ephemeral, past and present, within the context of place, history, and transformation. Greenwood Rioseco is currently making new work for an exhibit called Science Stories w/ Lichenologist, Lalita Calabria and just finished Class Set Volume 4 (a free social justice art poster set for teachers) w/ Jessalyn Aaland from Oakland, California. She launched a new online stitching group as social practice during COVID-19 to sew the editions of her new project, The Lunar Maria – 14 digitally printed fabric oracle decks.
Verk á sýningu | exhibited works:
Lunar Maria
2020
10 x 14 cm: bók, kort, box | booklet & cards w/box; dúkur | cloth: 50 x 50 cm.
Ull, bómullarsatín, náttúruleg litarefni, pappír, bómull: þráður, poki, klútur, letterpress prentun og stafræn prentun. | Wool, cotton sateen, natural dyes, paper, cotton: thread, bag, cloth, letterpress & digital printing.
Eintök: 100 | Edition size: 100.
ETS | NFS.
Um verkið | about the artwork:
The Lunar Maria (pl.) or Mare (sing.) are large dark basaltic plains on the Earth’s Moon formed by ancient volcanic eruptions. These plains Oceanus (Oceans), Mare (Seas), Lacus (Lakes), Palus (Marshes), and Sinus (Bays) are iron-rich in composition and cover 16% of the surface of the Moon’s surface; they were named by Giovanni Battista Riccioli in 1651 after states of mind and conditions of water.
I have made three editions of cards using these 44 images. The first edition is wool originals that are hand and machine stitched and dyed in indigo, fustic and cochineal. It is a one-of-a-kind edition with a hand-made Port Orford Cedar ribbon box made by Mauricio Rioseco Milano. The deluxe edition, of which there are twelve unalike copies, is digitally reproduced and printed on organic cotton sateen fabric edged with a whipstitch of indigo dyed thread. Each deck was hand-sewn. Each deck was hand-stitched during the Covid-19 Pandemic in an online stitching group that met once per week. Participants were myself, Carol Ferris, Connor Gibson, Patrice Kelly, Nini Liedman, Lyla Rowen and Topher Sinkinson. The third edition is a paper trade edition of 100 that is printed on Titan glossy 130# cover with gloss aqueous coating. The booklet and card enclosure are made by Daniela del Mar and are handbound on Cannaletto Grana Grossa paper with indigo-dyed linen thread. The blind debossed title page is printed on a Canuck Proof Press with digitally printed interior. The card enclosure is letterpress printed on Cobalt Classic Crest. The organic cotton, indigo dyed altar cloths were made by myself, Lyla Rowen, Connor Gibson and Lucia Rioseco. The writing is mine.
Enmeshed
2021
24 x 31 cm
Pappír, shirtingur, náttúrulitað silki, letterpress prentun. | Paper, book cloth, lichen dyed silk, letterpress printing.
Edition size: Edition of 5 w/ accompanying suite of 4 broadsides & enclosure.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Enmeshed was created by Anne Greenwood Rioseco and Daniela del Mar working in conjunction with lichenologist, Lalita Calabria, for the Science Stories: a collaborative exhibit showcasing Book Artists and Scientists at the University of Puget Sound, co-curated by Lucia Harrison, Peter Wimberger, and Jane Carlin.
The structure is a flag book made of 100% recycled Gmund Heidi Soft Kraft 122# paper and the end boards are covered in Dubletta. Each flag is letterpress printed on a Canuck Proof Press and handcolored by the artists. All illustrations are by Leanne Smith-Lucero and the poem “Rhizinate” was written by Eduardo Gabrieloff for this book. The silk ribbon enclosure is hand-dyed with Letharia vulpina.
Thanks to the Oregon Arts Commission and the Ford Family Foundation for partially funding this project.
Ten percent of all sales from this book, and funds generated from the forthcoming accompanying suit of four broadsides, will be donated to Bark, Watchdog for Mt. Hood National Forest to support the return of Indigenous conservancy on stolen land. Bark works to restore the prevalence of natural processes to Mt. Hood forests as well as the public’s investment in its protection and care.
Works Cited Key
• Gabrieloff, Eduardo (2020). “Rhizinate”.
• Kimmerer, R. W. (2013). “Umbilicaria: The Belly of the World” in Braiding Sweetgrass: Indigenous Wisdom, Scientific Knowledge and the Teachings of Plants (pp. 274-275). London: Penguin Books.
• Truhlar, Holly (2019). Mainstream Psychology Can Go Fuck Itself.
• Valdez, Luis (1973). IN LAK’ECH: YOU ARE MY OTHER ME, Mayan precept, from Pensamiento Serpentino.
Illustrations
i. Usnea rubicunda, Red Beard Lichen
ii. Umbilicaria phaea var., Lipstick Lichen
iii. Lobaria oregana, Oregon Lungwort
iv. Letharia vulpina, Wolf Lichen
v. Sticta arctica, Arctic Moon Lichen
vi. Xanthoria elegans, Elegant Sunburst
vii. Bryoria bicolor, Witches Hair Lichen
viii. Cladonia prolifica, Phantom Pixie Cup Lichen
Seeing Through
[Verk á sýningu 2020 | work in exhibition 2020]
2019
30,5 x 16,5 x 12,7 cm
Handlitaður silkiþráður, bómull með vélsaumuðum texta, valhnetublek, sviðið/brennt hörléreft og Abaca-pappír. | Hand-dyed silk thread, muslin with machine stitched text, walnut ink, scorched crinoline and Abaca paper.
Edition: 12
ETS | NFS – edition sold out.
Um verkið | about the artwork:
Verkið Seeing Through er hluti af tólf ólíkum bókum sem gerðar voru í samvinnu við aðra listamenn sem allir hafa lagt áherslu á textíl.
Seeing Through is an edition of twelve unalike books made in collaboration; prompted by Kit’s poem, ‘In the Time it Takes’ and our shared obsession with textiles. The materials are hand-dyed silk thread, muslin with machine stitched text, walnut ink, scorched crinoline and Abaca paper made by Helen Hiebert. Thanks to our friends in Corvallis, Oregon, who joined us for an evening of stitching, scorching, and mending the pages of these books.
Vestiges
[Verk á sýningu 2020 | work in exhibition 2020]
2018
17,8 x 25,4 x 12,7 cm
Dúkrista prentuð á Mohawk pappír. Handsettur prenttexti, hörléreft, blek og taulitun. | Linoleum print on Mohawk Superfine 80lb. paper. Handset type: Weiss Italic printed on a Vandercook Universal I. Crinoline wrap-around cover, walnut ink brush lettering and hand-dyed fabric manipulations.
Eintakafjöldi 30 | Edition of 30.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for copies and price.
Um verkið | about the artwork:
Verkið Vestiges var unnið á Blönduósi þar sem Anne var í gestavinnustofu 2018. Verkið leitar samnefnara í landslagi Íslands og Oregon, og náttúruöflum staðanna. Annars vegar því náttúrulega og hins vegar því yfirnáttúrulega.
Vestiges was conceived at Textilsetur in Iceland where I was an artist in residency during April and May of 2018. The book explores the shared geological landforms of Iceland and Oregon and investigates connections between the natural and magical features of these two landscapes: mountain, elemental, weathering, volcanic, fluvial and coastal; layering past and present, permanent and ephemeral -the book is a tincture of the artist’s ancestral memory.
The linoleum block was hand carved by the artist and printed on Mohawk Superfine 80lb. paper. The type is handset Weiss Italic printed on a Vandercook Universal I by Diane Jacobs at Scranton Press in Portland, Oregon. The introduction is written by Mauricio Rioseco Milano, the wrap-around cover is crinoline, the script is walnut ink brush lettering and is authored by the artist, as are the hand-dyed fabric manipulations.
Vestiges was made in an edition of forty and exhibited as part of the installation Tinctureat Outer Space Gallery in the fall of 2018. The ten deluxe editions each contain a unique map made during a Shibori inspired community engagement at the gallery: wrapping and binding mementos of place. The maps are crinoline with natural dyes.
Special thanks to Jóhanna Pálmadóttir at the Icelandic Textile Center, Mauricio Rioseco, Diane Jacobs and Berlin Wagar-Kim.
Cornelia Theimer Gardella
contact[at]corneliatheimer.com
http://www.corneliatheimer.com
Cornelia Theimer Gardella, fæddist 1972 í Erfurt, Þýskalandi. Hún stundaði nám í Friedrich Shiller háskólanum í Þýskalandi og Northern New Mexico College í Bandaríkjunum. Hún býr of starfar í Erfurt/Þýskalandi.
Verk Corneliu spanna vítt svið frá vefnaði og veggteppum til ljósmyndaverka. Myndverk hennar eiga sér rætur í landsvæðum og hverfast um upplifun á eyðilegu landslagi og afskekktum byggðum. Umfram allt hefur hún áhuga á samspili ljóss, litar og rýmis, tengt árstíma. Cornelia hefur m.a. dvalið í eyðimörkum suðvestur Ameríku sem og dvalið í gestavinnustofu Textílsetursins á Blönduósi og verið og aðstoðarmaður við rannsóknir þar. Cornelia hefur sýnt verk sín í Þýskalandi, Bandaríkjnum, Póllandi, Íslandi og Svíþjóð.
Cornelia Theimer Gardella, born 1972 in Erfurt (Germany), studied at Friedrich Schiller University (Germany) and Northern New Mexico College (USA). She lives and works in Erfurt/Germany. Cornelia Theimer Gardella’s practice ranges from tapestry weaving to working with photographic processes. Her work is rooted in place and revolves around experiencing sparse landscapes and remote locations. She is particularly interested in the interaction of light, color and space, recorded at specific times of the year. Besides spending time in the deserts of the American Southwest, she has been working as an artist in residence and research assistant at the Icelandic Textile Center in Blönduós. Cornelia Theimer Gardella’s work has been shown in exhibitions in Germany, the USA, Poland, Iceland and Sweden.
Verk á sýningu | exhibited works:
sjóndeildarhringur – the horizon is a circle
2020
10,5 cm x 294 cm – í fullri lengd | fully expanded.
Handgerð bók, harmoniku-brot (stafrænar ljósmyndir prentaðar á Hahnemuhle Fine Art pappír, blek og sýrufrír pappír. | Handmade book, leporello binding (digital photographs printed on Hahnemühle Fine Art paper using archival pigment inks, mounted on acid-free art paper).
Edition: 3 + 2 AP
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for copies and price.
Um verkið | about the artwork:
Verkið „sjóndeildarhringur“ er hringur, samsettur úr 25 ljósmyndum, sem voru teknar á Blönduósi á 24 stunda tímabili (ein ljósmynd á hverjum klukkutíma). Myndatakan fór fram á sumarsólstöðum, 21. Júní, 2015. Á þessum degi voru sólstöðurnar kl. 4.38. Fyrsta myndin var tekin 12 stundum áður, kl. 4.38, og sú síðasta nákvæmlega 12 stundum síðar, daginn eftir. Sjónarrönd er endurtekið þema í verkum mínum og það kom mér á óvart að íslenska orðið „sjóndeildarhringur“, sé í raun: „sjónar deildur hringur“. Ég hafði alltaf talið að sjóndeildarhringur væri bein lína, en það er augljóst að tungumál móta skoðanir okkar. Ég komst að því að uppruni enska orðsins ”horisont” merkir „skiptur/deildur hringur“ og síðan datt ég um hið sjaldgæfa orð úr mínu eigin tungumáli, þýsku: „Gesichtskreis“, sem þýða má sem „sjón hringur“.
The piece sjóndeildarhringur – the horizon is a circle is a collection of 25 photographs taken in Blönduós, Iceland over the course of 24 hours (one photo per hour) on the day of the summer solstice 2015. The exact time of the solstice that year was 4.38 pm on June 21. The first photo was taken exactly 12 hours earlier, at 4.38 am, and the last photo exactly 12 hours later the next day.
The line of the horizon is a recurring theme in my artwork and I was intrigued to learn that the Icelandic word for horizon – “sjóndeildarhringur” – translates as “vision dividing circle”. I had always thought of the horizon as a straight line and asked myself how language affects our perceptions. I researched the origin of the English word – “horizon” – and found that it means “separating circle”. I then came across a nowadays rarely used word in my native German – “Gesichtskreis” – which translates as “vision circle”.
Emily Yurkevicz
emily.yurkevicz[at]gmail.com
http://www.emilyyurkevicz.com
Emily Yurkevicz er texíllistakona sem leggur áherslu á vinnuferlið, leiðina að útkomunni. Það gerir hún með náttúrulegum efnum, endurtekningunni, mynstrum og skipulagi. Hún vinnur í ólík efni hverju sinni, allt frá þráðum til viðar og blandar stundum slíku saman.
Emily dvaldi á Íslandi um tíma og eru verk hennar innblásin af þeirri dvöl.
Emily Yurkevicz is a multi-disciplinary artist with an interest in process, natural materials, repetitive labor, pattern and order. Her work ranges across a variety of mediums from traditional fibers to sculptural casting and woodworking; and often a combination. She is anticipated to receive her MFA from the School of Art, Architecture + Design, Indiana University, Bloomington (May 2021), and received her Bachelors of Fine Art with Honors in Fibers from Massachusetts College of Art and Design (May 2012). She has held artist residencies in the United States and Europe and exhibited her work nationally and internationally; most recently at the San Jose Museum of Quilts (2020) and Grunwald Gallery (2020).
Verk á sýningu | exhibited works:
Landscape Studies | Landslagsrannsóknir
2020
10,2 cm | 4″ (series)
Handlitað silki, bómullardúkur, bómullarstrigi, silki slör, bómullar þráður | Hand dyed silk, cotton broadcloth, cotton canvas, silk organza, cotton thread.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Verkið Landscape Studies er rannsókn á óhlutbundnum fyrirbærum í náttúrunni. Þau eru blanda af geometrískum og náttúrulegum formum sem víða finnast og geta jafnvel verið manngerð.
—
These pieces are an exploration in abstracted aerial landscapes. Inspired by my time spent in Iceland, they are geometric and organic representations of landscape; both manmade and natural.
Red Squares | Rauðir reitir
2020
12,7 cm | 5″ (series)
Handlitað silki, bómullarvatt, bómullarstrigi, útsaumur, glerperlur | Hand dyed silk, cotton batting, cotton canvas, embroidery floss, glass beads.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.
Um verkið | about the artwork:
Verkið Red Squares eru rannsóknir með nálsporum á því sem við sjáum ekki. Með því að nota einungis einn lit býður það áhorfandanum að hægja á sér og eyða tíma með verkinu í núvitund. Taka eftir því sem er til staðar og því sem er fjarri.
—
These pieces act as stitched explorations to what we cannot see. By utilizing a monotone color palette they invite the viewer to slow down and spend time with the work; notice the intricacies of what is present and what is absent.