JAÐARLÖND | BORDERLANDS

LISTAMENN | ARTISTS:

Åse Eg Jørgensen
Imi Maufe
Kestutis Vasiliunas
Nancy Campbell
Rebecca Goodale
Bożka Rydlewska
Anna Snædís Sigmarsdóttir
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
Bryndís Bragadóttir
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Ingiríður Óðinsdóttir
Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Sigurborg Stefánsdóttir
Svanborg Matthíasdóttir

Smellið á nöfnin fyrir upplýsingar | Click on names for information.


Uppfært sept. 2020. | Updated Sept. 2020.

JAÐARLÖND | BORDERLANDS
01.08.-20.09.2020
í Þjóðarbókhlöðu
á Listahátíð í Reykjavík 

JAÐARLÖND var sýning á bókverkum sextán listamanna frá sjö löndum í Þjóðarbókhlöðu. Titill sýningarinnar vísar til heima á jaðri veraldar en þegar rýnt er í veraldarsöguna reynist sá jaðar síbreytilegur og kvikur. Umbrotatímar í náttúru og mannheimum eru nú fyrirsjáanlegir og öll jaðarsvæði verða þar í brennidepli. Í fjölbreyttum bókverkum sínum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Að sýningunni stóð listahópurinn ARKIR sem starfað hefur allt frá árinu 1998 og haldið fjölda bókverkasýninga hérlendis og erlendis. Að þessu sinni bauð hópurinn völdum erlendum gestum til þátttöku svo við bættust verk frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Noregi, Póllandi og Litháen.

Bókverk eru í eðli sínu marglaga og fjölbreytt en um leið aðgengileg og kunnugleg að formi til. Hver bók er heill heimur út af fyrir sig: bókverkið sem safn mynda og texta og bókverkið sem þrívítt tjáningarform. Verkin á sýningunni eru til þess fallin að vekja spurningar og forvitni, þar sem form, efni og innihald lokka áhorfandann inn í einstakan heim hvers verks fyrir sig.

Sýningin var haldin í sýningarsal Landsbókasafni Íslands, í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Opið var á opnunartímum safnsins. Sýningin var hluti af Listahátíð 2020. Dagskrá Listahátíðar 2020 má kynna sér hér.

Sýningarstjóri var Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.
ARKIR þakka Landsbókasafni Íslands og Listahátíð í Reykjavík fyrir samstarfið. 


BORDERLANDS was an exhibition of book art by 16 artists from seven countries. The title of the exhibition refers to the peripheries of the world; in the context of world history, the periphery is ever fickle and subject to change. As we head towards an era of imminent natural and human transformation, peripheral areas will be drawn into focus. In their diverse works, the artists explore various perspectives on territories and borders, text and language, nature and culture.

The exhibition was initiated by ARKIR Book Arts Group, which has operated since 1998 and held a number of book exhibitions in Iceland and overseas. The group invited a select group of international guests to join in, adding work from the UK, USA, Denmark, Norway, Poland and Lithuania.

Books are an inherently multifaceted and diverse strand of art, while at the same time accessible and familiar in form. Every book is a world in itself; the book as a collection of images and text, and the book as a three-dimensional form of expression. The work in this exhibition will raise questions and curiosity, as its form, content and creation will lure the viewer into the unique world of each and every piece.

The exhibition was held at the National and University Library of Iceland at Arngrímsgata 3, Reykjaví, and open during opening hours of the library. The exhibition was a part of Reykjavik Arts Festival 2020. See all events: Reykjavík Arts Festival 2020.

Exhibition curator: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.
Special thanks to the National and University Library of Iceland and Reykjavík Arts Festival for the collaboration. 


Ljósmyndir | Photos

Ljósmyndir | photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge.


Ljósmyndir frá opnun og síðar lokum sýningar.
Photos from the opening day and gathering at the end of the exhibition.

Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir, Ólafur Engilbertsson, Svanborg Matthíasdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge.Myndband | Video

Hér fyrir neðan: myndband frá Landsbókasafni Íslands þar sem Kristín Þóra Guðbjartsdóttir sýningarstjóri og Svanborg Matthíasdóttir segja frá verkunum á sýningunni.
Myndvinnsla: Tónlistarsafn Íslands Þjóðarbókhlöðu, Bjarki Sveinbjörnsson.

Below: video where Kristín Þóra Guðbjartsdóttir exhibition curator and Svanborg Matthíasdóttir show and talk about the exhibited books. Made by National and University Library of Iceland / Bjarki Sveinbjörnsson. In Icelandic only.


Umfjöllun | Media

Í tilefni af opnun sýningarinnar ræddi Sigurlaug M. Jónasdóttir við ARKIRNAR Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og Svanborgu Matthíasdóttur í þættinum Segðu mér á RÚV, 26. ágúst.

Interview with Helga Pálína Brynjólfsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir in the National Public Radio RÚV, 26 August.


Viðtal við sýningarstjórann, Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur, birtist í Fréttablaðinu 1. september. Smellið hér til að lesa.

Interview with Kristín Þóra Guðbjartsdóttir in Fréttablaðið newspaper. 

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge.


Bókverk og þátttakendur | Participants and exhibited works


 

Åse Eg Jørgensen

aase [at] hos-eg.dk
www.hos-eg.dk

Åse Eg Jørgensen er danskur myndlistamaður og grafískur hönnuður, búsett í Kaupmannahöfn. Síðan 1981 hefur hún verið einn af ritstjórum listaritsins Pist Protta, ásamt Jesper Fabricius and Jesper Rasmussen. Pist Protta breytir sífellt um form og snið og er bæði vettvangur rannsókna og tilrauna með prentun og efni, sem og gallerí þar sem ritstjórarnir bjóða listamönnum að „sýna“ verk sem henta miðlinum. Kompendium sería Åse (frá 2010) eru bókverk í formi smárita eða bæklinga, en nýjasta heftið er nr. 39: Tern i lækre farver / Squares in Yummy Colours. Kompendium nr. 26: Tekst og textil / Text and textile var tilnefnt til Prix Bob Calle du livre d’artiste (2017) og nr. 33: R i Rom / R in Rome var valið á úrvalslista (2019) til sömu verðlauna. Sum Kompendium-ritanna hafa leitt til listsýninga á efniviðum ritanna, svo sem: vefnaðarvöru, útsaumi, þráðum, tinnusteinum og steingervingum, með áherslu á áþreifanleika og hugsun.

Danish artist and graphic designer based in Copenhagen. Since 1981 co-editor of the art magazine Pist Protta (with Jesper Fabricius and Jesper Rasmussen). Pist Protta always changes form and format and is both a laboratory for experiments with printing processes and materials, and a gallery where the editors invite artists to ‘exhibit’ works that fit this media. The Kompendium series (started 2010) are artist’s booklets, the latest issue is no. 39: Squares in Yummy Colours. Kompendium no. 26: Text and Textile was nominated (2017) and no. 33: R in Rome shortlisted (2019) for Prix Bob Calle du livre d’artiste. Some Kompendiums have been unfolded as exhibitions showing textiles, embroideries, threads, flintstones and fossils from the booklets, emphasizing tactility and thought.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Nogle dage I foråret | A few days in spring | (Nokkrir vordagar)
2020
38.0 x 26.5 cm
Svart-hvít laserprentun, grafíkpappír og hálfgagnsær pappír, þurrkaðar plöntur. Handinnbundin. | Black & white laserprint on manifold and intaglio paper, insert with pressed plants. Handbound.
1. prentun, 6 eintök. | 1st edition, 6 copies.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Bókverkið er um ákveðið landslag, mörk lands og sjávar. Ég safnaði efni í bókina á sama tíma og faðir minn lá fyrir dauðanum, svo reynslan af landamærunum milli lífs og dauða varð hluti af verkinu. Heimsóknir mínar að dánarbeðinu voru ýmsum vandkvæðum bundnar og erfiðari vegna aðgerðanna gegn Covid-19 heimsfaraldrinum.

This book is about a particular landscape, a boundary between sea and land. I was gathering the material for this book at the time my father was dying, so the experience of the borderland between life and death has become a part of it. My visits were made more difficult by the measures introduced to fight the Covid-19 pandemic.

 


 

Imi Maufe

 bluedogtours [at] hotmail.com
www.imimaufe.com

Imi Maufe er fædd í Bretlandi en hefur haft aðsetur í Bergen í Noregi síðan 2009. Hún starfar sem myndlistamaður og vinnur með bókverk, grafík, prentlistir og innsetningar, ásamt því að skipuleggja og taka þátt í alþjóðlegum vinnustofum listamanna og samstarfsverkefnum um sýningar. Imi er stofnandi Codex Polaris, listahóps sem vinnur að kynningu á bókverkum listamanna í Noregi og á Norðurlöndunum. Hún lauk prófi frá The University of the West of England í Bristol, með meistaragráðu í grafík og prentlistum árið 2004.

Imi Maufe is a British born visual artist, based in Bergen, Norway since 2009. She works with artists’ books, print, installation, interactions and collaborations, as well as organising and participating in international residencies and exhibitions. Imi is a founder of Codex Polaris, an artist group working which promotes artists’ books in Norway and the Nordic countries. She graduated from The University of the West of England, Bristol with an MA in Multi-disciplinary Printmaking in 2004.

Verk á sýningu | exhibited works: 

MALBIK ENDAR | (Paved Road Ends)
2002 / 2020
115 cm x 165 cm, book 15 x 6 x 2 cm. Boxed 41 x 17 x 12 cm.
Verk í ösku – vegateikningar og bók. Blokkinnbundin bók með snúru: letterpress-prentun, þrykk með stimplum, vinyl á endurunninn pappír og pappa; Road Drawings: akrýllitur, laser skurður í mdf-plötur. Krossviðaraskja (fylgir ekki á sýningu). | Boxed work – Road Drawings and Book. Perfect bound book with cord: Letterpress, rubber stamp, vinyl on recycled paper and card; Road Drawings: acrylic paint, router drawings on MDF panels. Plywood box (not exhibited).
Askja með viðarspjöldum/vegateikningum: 2 eint. Bókverk: Malbik Endar: 40 eint. | Boxed Road Drawings and Book: Edition of 2. MALBIK ENDAR: edition of 40.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Árið 2000 hjólaði Imi Maufe frá Bretlandi um Orkneyjar, Hjaltland og Færeyjar til Íslands og gisti í litlu tjaldi á leið sinni. Eftir að hafa ferðast um Ísland ýmsar krókaleiðir og farið með ferjunni til Noregs og Danmerkur kom hún heim eftir 4 mánuði og yfir 9.000 km. MALBIK ENDAR sýnir skyndimyndir úr þessari ferð, með stuttum textum og einföldum línuteikningum sem fjarlægja aðrar upplýsingar og gera lesandanum / áhorfandanum kleift að búa til myndir og hugmyndir af ferðinni með eigin ímyndunarafli. Spjöldin sýna veginn í byrjun hvers dags, lesið lárétt, efst frá vinstri til hægri og neðst eru tölur sem vísa til kílómetra sem farnir voru dag hvern.
ATH: Vegna breytinga og brotthvarfs alþjóðlegra ferjuleiða milli þessara landa er ekki lengur hægt að fylgja þessari leið.

In 2000 Imi Maufe cycled from the UK via Orkney, Shetland and Faroe Islands to Iceland, sleeping in a very small tent along the way. After circling Iceland on the smallest roads possible and taking the ferry onto Norway and Denmark she arrived home after 4 months and 5600 miles. 

Malbik Endar tells snapshots of this journey, through minimal language and line, removing information allowing the reader/viewer to create images and ideas of the trip in their own imagination. The panels show the road at the start of each day, reading horizontally, from top left to bottom right with the numbers referring to the daily kilometres.


NOTE: Due to the change in and disappearance of international ferry routes between these countries this journey is no longer possible to follow.

 


 

 

Kestutis Vasiliunas

vasiliunas [at] artistsbook.lt
www.vasiliunas.artistsbook.lt

Kestutis Vasiliunas lærði myndlist við Vilnius Art Institute 1982-1988. Hann er nú prófessor við Listaháskólann í Vilníus, grafíklistadeild Vilnius Academy of Arts. Hann er forstöðumaður „Bokartas“ og sýningarstjóri alþjóðlegra bóklistasýninga. Í list sinni starfar hann að grafík- og prentlist, bókverkum, grafískri hönnun og innsetningum. Hann er meðlimur í listamannahópnum „Europe 24“ og „Scandinavia-Baltic Group“. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga, tekið þátt í samsýningum og hlotið margvíslegan heiður og verðlaun fyrir störf sín.

Kestutis Vasiliunas studied art at Vilnius Art Institute in 1982-1988. He us currently Professor in Vilnius Academy of Arts, Graphic Department and director of “Bokartas“, independent curator of the International Artist’s Book Exhibitions. His fields of creation are printmaking, artist’s book, graphic design, installation. He is a member of the artists group “Europe 24” and “Scandinavia-Baltic Group”. He has had numerous solo-exhibitions and group shows and received many honors and awards for his work.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Tea Book No. 9 – “The Full Moon” | (Te-bók númer 9 – Fullt tungl)
2019
9 x 9 x 76 cm
Skúlptúrbók, viður, tepokar, snæri. | Artist’s book object, wood, teabags, rope.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Í viðarkápu verksins skar ég út eftirfarandi texta: „I drink tea, rain falls on the leaves of trees, the full moon of the moon descended“. Hugmyndin var innblásin af fullu tungli og hljóðlátri rigningu eina fallega nótt sem ég dvaldi í húsi úti á landi. Þetta augnablik næturinnar er túlkað í gullnum, brúnum og svörtum tepokum og gömlum viði. Leikur með áferð, litbrigði og efni er ætlað að skapa þessa kyrrlátu stemmningu.

On the wooden cover of the artist‘s book I wrote (cut in the wood) my text: “I drink tea, rain falls on the leaves of trees, the full moon of the moon descended”. Creation of the book was inspired by one beautiful night with full moon and slow rain in the countryside house. It’s a moment of night impression conveyed through brown-gold-black colours of tea bags and old wood. In the artist’s book, the play of textures, colour nuances, and materials had to create a special calm mood. 

 


 

Nancy Campbell

nancy [at] nancycampbell.co.uk
http://www.nancycampbell.co.uk

Nancy Campbell er margverðlaunuð skosk skáld- og bókaverkakona. Af bókverkum hennar má m.a. nefna The Library of Ice, Disko Bay og How To Say ‘I Love You’ In Greenlandic sem bæði hafa hlotið viðurkenningar og verðlaun. Árið 2018-2019 var Nancy lárviðarskáld í Bretlandi, the UK Canal Laureate, verkefni sem er stjórnað af The Poetry Society og Canal & River Trust. Hún er nú einnig félagi Internationales Künstlerhaus Villa Concordia í Þýskalandi.

Nancy Campbell is an award-winning Scottish poet and book artist. Her books include The Library of Ice, Disko Bay (shortlisted for the Forward Prize for Best First Collection 2016 and the Michael Murphy Memorial Prize 2017) and How To Say ‘I Love You’ In Greenlandic (winner of the Birgit Skiöld Award 2013). In 2018/19 Nancy was the UK Canal Laureate, a project managed by The Poetry Society and the Canal & River Trust. She is currently a Fellow at Internationales Künstlerhaus Villa Concordia in Germany. 

Verk á sýningu | exhibited works: 

How To Say “I Love You” In Greenlandic: An Arctic Alphabet | (Hvernig á að segja: „Ég elska þig“ á grænlensku – heimskauts-stafróf)
2011
38,5 x 24 x 2 cm
Letterpress prentun á pappír (Somerset White Satin 250 g) | Printing: Letterpress and pochoir on Somerset White Satin 250 gsm.
50 númeruð eintök. Í öskju. Eitt eintak. | Edition limited to 50 signed numbered copies, in a chemise and slipcase bound in Moriki Kozo.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Grænlenska tungumálið er frægt fyrir gnægð orða yfir snjó og lýsir lífríki norðurslóða betur en nokkur loftslagsfræði. Það er ómissandi fyrir skilning okkar á umhverfinu, en UNESCO hefur lýst því yfir að grænlenska sé í útrýmingarhættu. Stafrófsbókin er kynning á þessu hugmyndaþrungna tungumáli. Hún varpar ljósi á útrýmingu lífríkis sem og tungumáls: og á norðurslóðum nútímans orsakast hvoru tveggja af hvarfi íssins. Allir 12 stafirnir eru táknaðir með orði, frá akunnagaa (það er of seint að byrja) til unnuarpoq (það er engin nótt lengur). Hverju orði og enskri skilgreiningu þess fylgir handlitað stensil-prent af ísjaka.

Hér má sjá stutt myndband um bókina, gerð var af Documentally, TippingPoint, 2012.

The Greenlandic language – famous for its many words for snow – expresses the Arctic ecosystem better than any climate scientist. It is indispensible for our understanding of the environment, yet UNESCO declares it in danger of extinction. This alphabet book is an introduction to this evocative language. The book highlights environmental as well as linguistic extinction: as in contemporary Arctic life, the denouement is caused by the disappearance of the ice. All 12 letters are represented with a word, from akunnagaa (it is too late to begin) to unnuarpoq (there is no night any longer). Each word and its English definition is accompanied by a pochoir print depicting icebergs.

Watch a film about the book made by Documentally at TippingPoint, 2012.

 


 

Rebecca Goodale

goodale [at] maine.edu
http://www.vampandtramp.com/finepress/g/rebecca-goodale.html

Undanfarin tuttugu ár hefur Rebecca Goodale hefur skapað röð bókverka um sjaldgæfar plöntur og dýr í heimafylki sínu Maine, en stundum er vinnur hún einnig bókverk út frá algengari dýrategundum eins og köngurlóm og fuglum í eigin garði. Rebecca hefur starfað með öðrum listamönnum að margvíslegum bókerkum og innsetningum. Hún kennir bókalist og hönnun við University of Southern Maine. Verk hennar er að finna í mörgum söfnum, þar á meðal Maine Women Writers Collection; Bowdoin College; Herron Art Library; og the Library of Congress.

Rebecca Goodale has been creating a series of artist’s books about Maine’s rare plants and animals for the past twenty years and occasionally she is distracted by more common species like the spiders and birds in her own backyard. Rebecca is also known for her many collaborative book projects and installations with other artists. She teaches Book Arts and Design at the University of Southern Maine. Her work is in many collections including the Maine Women Writers Collection; Bowdoin College; Herron Art Library; and the Library of Congress.

Verk á sýningu | exhibited works: 

eight – neighbors and roommates | (átta – nágrannar og herbergisfélagar)
2019
Stærð (lokuð bók) | Closed book measures: 6,5 x 6,5 x 2 cm
Þurrnál, handlituð, handþrykkt af listamanninum. Handgerður pappír, handinnbundin. Ljóð eftir listamanninn. | Dry points, some a la poupée, some hand-colored, all hand printed by the artist. Compound drum leaf assembly with a variation on a secret Belgian binding for the covers. Poem by the artist, letterpress printed by Scott Vile of Ascensius Press. Handmade paper by Bernie and Patty Vinzani and additional handmade paper by Katie MacGregor.
Átta einök. | Edition of 8.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Þessi litla bók var innblásin af köngurlóm í lífi mínu! Ég var farin að gera úttekt á köngurlóm í húsinu okkar, vinnustofunni minni og í garðinum. Margvísleg form, litir, stærðir og vefir vöktu athygli mína. Ég byrjaði að skoða og rannsaka daglegt líf þeirra og fljótlega hóf ég vinnu við ljóðið. Bókin og portrettmyndirnar fylgdu svo í kjölfarið. Ég hafði líka verið að leita að réttu tilefni til að nota ákveðna bókbandsaðferð (secret Belgian binding) og þetta verkefni var kjörið fyrir bókband þar sem saumar eru sýnilegir..

This small book was inspired by spiders in my life. I had begun to take inventory of the spiders in our house, my studio, and in the garden. The variety of forms, colors, sizes, and webs caught my attention. I began to study them and their daily lives and soon I began work on a poem for them and the book and portraits followed. I had also been searching for just the right reason to use a secret Belgian binding and this project was just right for the exposed sewing.

Archilochus colubris (Ruby-throated Hummingbird) | (Archilochus colubris – kólibrí)
2020, edition of 2 | year
Stærð (lokuð bók) | Closed book in box measures: 29 x 19 x 4 cm.
Opin | Open: 120 x 60 cm.
Dúkrista og samlímsþrykk, handinnbundin, samlokubox. Ljóð eftir Lisa Hibyl. Skrautletrun Jan Owen. | Reduction linocuts with chiné colle; 6 prints are joined together into each banner book, bound in Japanese cloth with clamshell box. Poem by Maine poet Lisa Hibyl and calligraphy by Maine artist Jan Owen.
Tvö eintök. | Edition of 2.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Vinkona mín Lisa Hibyl samdi þetta fallega ljóð og ég vildi finna leið til að nota það í einni af bókunum mínum. Ég hafði verið að búa til stór, samsett og samlímd þrykk til að búa til umfangsmikil verk sem ég kalla „veggfóður“. Ég ákvað að nota þá hugmynd fyrir þessa bók um kólibrífuglinn. Ég vissi líka frá byrjun að það þyrfti að handskrifa ljóðið, svo ég bað aðra vinkonu, Jan Owen, að skrautrita ljóðið. Lífverur eru háðar hver annarri og ég er ánægð með að í þessari bók virðist það endurspeglast í samvinnu okkar listamannanna.

My friend Lisa Hibyl made this beautiful poem and I wanted to find a way to use it in one of my books. I had been making large prints composed of an entire edition of prints glued together to make large pieces I call wall(paper). I decided to use that idea for this hummingbird book. I also knew from the start that the poem would need to be handwritten, so I asked another friend and local artist, Jan Owen, if she would do the calligraphy. Lucky for me – she agreed. I am happy about this book which seems to echo the interdependence of species with the collaborative spirit of artists.

 


 

Bożka Rydlewska

bozena.art [at] gmail.com
www.bozka.com

Bożka Rydlewska er myndlistakona og myndlýsir frá Póllandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Krakow og stundaði einnig nám við Högskolan för Design och Konsthantverk í Gautaborg í Svíþjóð. Bożka vinnur með myndlýsingar, grafík og klippimyndir. Hún rannsakar einnig möguleika sprettitækninnar og býr til bókverk með flóknum pappírsskúlptúrum. Í verkunum tengir hún m.a. áhuga sinn á súrrealisma, drauma og tengsl við náttúru, með vísun í grasafræði og bókmenntir. Bożka hefur tekið þátt í fjölda sýninga í Póllandi og erlendis, meðal annars í: Museum of Modern Art í Varsjá, Illustrative Festival í Berlín, Wanted Design Festival í New York og Landmark North í Hong Kong.

Bożka Rydlewska is an artist and illustrator from Poland, a graduate of the Academy of Fine Arts in Krakow. She also studied at Högskolan för Design och Konsthantverk in Gothenburg, Sweden. Bożka works in the fields of illustration, graphics and collage. She also explores the children’s book pop-up technique, creating art books with intricate paper sculptures. Her work stems from her fascination with surrealism, her dreams and an honest connection with the natural world and refers to botany and literature. Bożka has taken part in many exhibitions in Poland and abroad, among others at: the Museum of Modern Art in Warsaw, Illustrative Festival in Berlin, Wanted Design Festival in New York or Landmark North in Hong Kong.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Lotus | (Lótus)
2013
42 x 58 x 23 cm
Fellibók, blönduð tækni, stafræn grafík á sýrufrían pappír. | Pop-up from the book “New Botany”. Mixed media, digigraphie on archival paper.
Sýningareintak. | Exhibition display copy.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um verk til sölu. | Contact artist for art works for sale.

The Garden | (Garðurinn)
2013
26 x 43 x 30 cm
Þrívíddarbók, blönduð tækni, stafræn grafík á sýrufrían pappír. | Pop-up from the book “New Botany”. Mixed media, digigraphie on archival paper.
Sýningareintak. | Exhibition display copy.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um verk til sölu. | Contact artist for art works for sale.

Um verkin | about the artworks:

Spretti-verkin á sýningunni koma úr bókverkaseríunni „New Botany“ (Ný grasafræði). Þetta eru tilraunir með þrívídd þar sem ég reyni að skapa óvenjulega heima og bjóða áhorfandanum inn í djúp þeirra. Sem dreyminn náttúruunnandi er ég stöðugt innblásin af náttúrunni og vil deila hrifningu minni með öðrum.

The pop-ups presented at the Borderlands exhibition come from my art book “New Botany”. It is a three-dimentional experiment and my attempt to create unusual worlds and invite the viewer into their depths. As a nature lover and dreamer, I am constantly inspired by the natural world and I want to share my fascinations with others.

 


 

Anna Snædís Sigmarsdóttir

annasnedis[at]gmail.com
http://www.annasnedis.com

Anna Snædís vinnur við myndlist, hönnunarkennslu, bókverk og grafík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið einkasýningar og fjölda samsýninga á Íslandi og víða um heim svo sem Litháen, Danmörku, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Anna Snædís býr í Hafnarfirði.

Anna Snædís works with visual arts, design teaching, book art and graphics. She studied at The Icelandic School of Arts and Crafts. She has held private and joint exhibitions in Iceland and various corners of the world, such as Lithuania, Denmark, Germany, USA and Sweden. Anna Snædís lives in Hafnarfjörður.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Hálendi | Highland
2018
14 x 18 x 2,5 cm
Carborundum þrykk. Harmonikkubrot. | Carborundum print. Concertina fold.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Þegar hálendið er heimsótt tekur á móti manni áhugavert landslag sem byggir áferð og lit. Landslagið er fullt af hrauni, sandi, steinum og ýmsum gróðurtegundum. Litir landslagsins eru dempaðir og gefur að líta fjöldann allan af gráum og svörtum tónum. Landslag hálendisins er fjölbreytt og tekur breytingum eftir birtulagi og veðurfari. Í bókverkinu„Hálendi“ er ætlunin að fá fólk til þess að upplifað snertinguna við landslagið og finni um leið þá tilfinningu sem hefur að geyma dulafullar sögur um undarlegt fólk, álfa og tröll. Hið hráalandslag með daufum grátónum og svörtum litum teikningarinnar gera frásögnina spennandi þar sem endir hennar er óráðin.

Visiting the highlands, one will find various strange landscape, often not colorful but with more gray and black colors. The landscape is full of lava, sand and various stones. With this book I want people to feel the touch of the landscape. Make up some mysterious stories about strange people, elves and trolls. All the gray and black colors with powerful drawing make stories with no ending.

 

Hulinn heimur | Hidden world
2020
15,5 x22 x 2,5 cm
Jurtaþrykk og teikning. Hefðbundið bókband með kaðlasaumi. | Eco printing and drawing. Kettel stitch.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Bókverkið hefur að geyma handverk sem minnir á vatnslitun, þykkur pappírinn drekkur í sig liti jurtanna og mótar áferð og útlit þess. Verkið minnir á hulin heim sem má sjá þegar rýnt er í svörðin.

The book contains print like watercolor, thick paper absorbs the colors of the plants and forms. The book contains a hidden world that can be found in many places when we look in the ground.

 

Flöskuskeyti | Message in a Bottle
ár | year
14 x18 x 2,5 cm
Carborundum þrykk og teikning. Kaðlasaumur. | Carborundum print and drawing. Coptic stitch.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Bókverkið „Flöskuskeyti“ má líkja við dagdrauma sendandans þar sem vangaveltur hans í hugsun, orði og myndum segja til um upphafi ferðalags flöskuskeytisins. Sendandinn getur ekki ákveðið hvert skilaboðin eiga að fara, hver á að fá þau eða hvort þau nokkurn tímann komast til einhvers. Útlit bókverksins, sjúskaður pappírinn, textinn og kröftug teikninginn á að auka á tilfinningu lesandans að útbúa sína eigin frásögn um ferðalag flöskuskeytis.

It is fascinated to work with the idea about message in a bottle because there are no borders. There is something exciting about the message, it has a beginning, and nobody knows where it will end. The thoughts about the bottle are like a daydream, every day you wonder, what has happened to the bottle, does it still contain the message?

 

Saga þjóðar | The Story of a Nation
2015
14 x 21 x 2,5 cm
Endurunnin bók og blönduð tækni. Harmonikkubrot. | Upcycled book and mixed media. Concertina fold.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Saga þjóðar segir frá alls konar fólki í myndmáli og texta sem sýnir mannkynið fra upphaf til nútímans. Horft er til hegðunar mannsins og þróunar.

The story of a nation tells about all kinds of people in pictures and text showing mankind from the beginning to present times, observing both behavior and evolution.

 

 


 

Arnþrúður Ösp Karlsdóttir

arnosp[at]gmail.com
http://www.karlsdottir.com

Arnþrúður Ösp lauk listnámi frá textíldeild MHÍ og kennaranámi frá Håndarbejdet Fremmes Seminarium í Kaupmannahöfn. Hún vinnur textílverk og bókverk og hefur sýnt á sýningum hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Arnþrúður Ösp graduated from the department of textile at The Icelandic School of Arts and Crafts and as teacher from Håndarbejdet Fremmes Seminarium in Copenhagen. She works with textile and book art and has held exhibitions in Iceland and abroad. She lives and works in Reykjavík.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Húm I | Dusk I
2017
10 síður | 10 sheets 18 x12 cm
Vatnslitapappír, blek og vax. | Watercolour sheets painted with ink and wax.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Þema bókarinnar er andrúmsloft ljóss og skugga, gegnsæi og myrkur eins í húmi og rökkri síðla dags og í huga.

The theme of the book is the atmosphere of light and shadow, transparency and darkness, – as in the twilight and darkness of the late day and in the mind.

 

Þráður | Thread
2020
24 x 24 cm
Afþrykk af þræði og málað með akrýllit á pappír. | Print with akryl and thread, on paper.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Í bókverkinu má sjá afþrykk af þráðum sem teikna línur á pappír. Teikningin, litir og línur vefa sérstæð munstur.

In the artist book you can see prints of threads drawing lines on paper. The drawing, colors and lines weave a unique pattern.

 

Heklað | Crochet
2020
24 x 24 cm
Þrykk með akryllitum og hekluðum dúk á pappír. | Print with akryl and crochet on paper.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Í bókverkinu eru það afþrykk af hekluðum dúkum sem teikna og forma fínleg blúndumunstur á pappírinn.

In this artist book, there are prints of crocheted fabrics that draw and form fine lace patterns on the paper.

 

Bakvið | Behind
2018
11 x 15 cm
Málað á pappír með akrýll málningu, lími og bleki og stimplað. | Painted with acryl pant, glue, ink and stamps on paper.
Sería: 1 af 4 | Series: 1 of four.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Hver og hvað leynist á bak við gardínu þegar horft er utanfrá?

Who or what lurks behind the curtain when viewed from the outside?

 


 

Áslaug Jónsdóttir

bokverk[at]gmail.com
http://www.aslaugjonsdottir.com

Áslaug er rithöfundur, teiknari og grafískur hönnuður. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólaskóla Íslands og útskrifaðist frá Skolen for Brugskunst, nytjalistaháskólanum í Kaupmannahöfn (nú KADK). Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis. Hún býr í Reykjavík og er starfandi barnabókahöfundur og bókverkakona. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín.

Áslaug is a writer, illustrator and a graphic designer. She studied at The Icelandic School of Arts and Crafts and graduated from Skolen for Brugskunst in Copenhagen (now KADK). She has participated in numerous joint exhibitions in Iceland and abroad. She lives in Reykjavík and works as an author of children’s books and book artist. She has garnered numerous honours for her work.

Verk á sýningu | exhibited works: 

jörð | earth
2017
10,2 x 10,2 x 2,3 cm
Ljósmyndir, bleksprautuprentun, límdar síður, spjöld í kápu. Lótus-origami-harmonikubrot. | Photography, inkjet-prints on paper, folded and glued paper. Concertina / origami lotus-fold with round pages.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Einkaeign. | NFS.

Um verkið | about the artwork:

Bókin er safn hringlaga mynda: ljósmynda af yfirborði lands: jörðin eins og hún blasir við. Árstíðirnar og jarðvegurinn, möl og sandur undir fótum okkar sem við veitum kannski aldrei næga athygli.

This book is a collection of round shaped images, photographs of the surface of the land, of the ground: the earth. The seasons and the soil, the dirt under our feet, all what deserves to be valued and cherished and given time to observe.

öldur | waves – e.1 endurtekið efni – repeats
sandur | sand – e.2 endurtekið efni – repeats
tindur | peak – e.4 endurtekið efni – repeats
2019
21,0 x 14,85 x 0,4 cm
Ljósmyndir; bleksprautuprentun á teiknipappír, saumþráður; saumað hefti. | Photography; inkjet-prints on drawing paper, sewing thread, pamphlet binding.
Sería.12 eintök. | Series. Edition of 12.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Endurtekið mynda ég sömu fyrirmyndirnar aftur og aftur. Hvert hefti er safn ljósmynda, endurtekið efni sem þó er síbreytilegt.

I keep photographing the same subjects, repeatedly. Book series with numbered topics. Collection to be continued.

Í draumum mínum er ég alltaf þar  | In my dreams I’m always there
2013
15 x 28 x 1,0 cm
Ljósmyndir, bleksprautuprent á sumi-pappír, bývax. | Photography, inkjet-prints on sumi-paper, cera alba.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Einkaeign. | NFS

Um verkið | about the artwork:

Mig langaði til að skapa draumkennda sýn: hálfgegnsæjar myndir með hulu sem þekur eða afhjúpar. Ég nota oft ljósmyndir í bókverkunum mínum og deili þar með ást minni á ákveðnum stöðum. Í draumum mínum er ég oftast á sömu slóðum.

In My Dreams I’m Always There. I wanted to create an atmosphere of a dreamlike vision: layers half emerging, covering and revealing. I like using my photographs in my artist books and share my love for special places in my life.

Skuggar | Shadows
1993
14,5 x 17 x 1 cm
Einþrykk, samklippur. Samlímdar síður í harmonikkukjöl. | materials techniques
Eitt eintak. | One copy – unique.
Einkaeign. | NFS.

Um verkið | about the artwork:

Myrkur og ljós. Bókin er leikur með skugga og víddir: tvívíðar síður og þrívídd klippimynda og bókarinnar sjálfrar.

Darkness and light. A play with shadows and dimensions: two-dimensional pages and three-dimensional cutouts and the book as object. 

 

Fíflar | Dandelions
2005
7 x 7 x 2 cm
Ljósmyndagrafík, bleksprautuprentun, límdar síður, spjöld í kápu. Lótus-origamibrot. | Photographics, inkjet-prints on paper, folded and glued paper. Origami lotus-fold.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Einkaeign. | NFS.

Um verkið | about the artwork:

Óður til fíflanna. Fífillinn er oft flokkaður sem illgresi en er engu að síður blómfögur planta, ljúfur vorboði og nytjajurt.

Visual ode to the dandelion. The dandelion is often classified as a weed but is nevertheless a beautiful flower, a sweet harbinger of spring and a useful plant.

 


 

Bryndís Bragadóttir

brybrag[at]hotmail.com

Bryndís vinnur að bókverkum og kennir listgreinar. Hún stundaði nám í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskólanum í Árósum í Danmörku. Auk þess lauk hún námi í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.

Bryndís works with book art and teaches art. She studied at the textile department at The Icelandic School of Arts and Crafts and at Aarhus Art College in Denmark. She also graduated with a teaching certification from The University of Akureyri. She has participated in numerous joint exhibitions in Iceland and abroad.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Island Borders | (Mörk eyjar)
2016
30 x 18 cm
Pappi, pappír, samklippur, tauborði og viður. | Cardbord, paper, both cut out by pattern and ready made scrap. Glued, sewn with thread, textile ribbon and wood.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Þetta land er landið mitt með sín takmarkandi (hamlandi) mörk í stakstæðri einingu. Með því að safna útlínum landsins saman, sem eru líka okkar landamæri, reyndi ég að minnka tilfinninguna fyrir einangrun með því að skera þau út, safna þeim saman og raða útlínunni saman eftir mínu höfði. Ég leitaði hrynjanda, fegurðar og reyndi að sjá útlínuna sem eitthvað annað en takmörk.

The piece is made under the theme of “Land”. This land is my land, with its restrictive borders floating in a sea of isolation. By collecting the outlines of the island, which are also our borders, I tried to minimize the feeling of isolation, by cutting out the borders, collecting them and rearranging them as I liked best. I looked for rythm, beauty, and I tried to see the borders as anything other than limitations. 

Land rise | (Landris)
2017
13 x 13 x 12 cm
efni Pappír, handgerður pappír, pappírsskurður, textílborði og lakk. | Cardbord, handmade paper, cut out by pattern and ready mada scrap, textile ribbon and lack.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Verkið er unnið í þemanu „Land“. Verkið er unnið í tengslum við verkið Island Borders. Rétt eins og tilfinning fyrir takmörkunum sem geta falist í útlínunni eða landamærum eyjunnar þá eru líka lóðrétt mörk á leið okkar um landið. Þar sem er stöðug hreyfing, kalt mætir heitu, verður til hrynjandi, ris og sig. Rétt eins og fyrr beindi ég sjónum að hrynjandanum í útlínunni þar sem hún rís og hnígur.

The piece is made under the theme of “Land”. The piece is made in relation to Island Borders from 2016. Just like our feeling for the limitations that can hide in the outline or border of the Island, there are vertical borders on our way around the land. Where there is constant movement, cold meets warm, there is rythm, rising and falling. Just like before I focused on the rythm of the outline where it rises and falls.

 


 

Helga Pálína Brynjólfsdóttir

hepalina[at]gmail.com
http://www.helgapalina.is

Helga Pálína útskrifaðist úr textíldeild UIAH, Listiðnaðarháskólanum í Helsinki, Finnlandi, og hafði áður lokið B.Ed-prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis. Hún kennir textílþrykk í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík.

Helga Pálína graduated from the textile department in The University of Art and Design Helsinki in Finland. Prior to that she had graduated with a B.Ed degree from the Iceland University of Education. She works with various kinds of textile and book art and has been a part of numerous exhibitions in Iceland and abroad. She teaches textile printing at the department of design and architecture in the Iceland Academy of the Arts, and in the textile department of the Reykjavík School of Visual Art.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Landslag I | Landscape I
2017
22 x 8 x 3 cm cm
Viður og hörþráður. | Wood and linen thread.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Í Landslagi I er leitast við að skapa tilfinningu fyrir fjöllum í fjarska.

Landscape I: the atmosphere of mountains in the far. 

 

Landslag II | Landscape II
2017
18 x 8 x 3 cm
Viður og hörþráður. | Wood and linen thread.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Í Landslagi II er leitast við að skapa tilfinningu fyrir eldgosslandslagi.

Landscape II: the atmosphere of volcanic landscape. 

 

Landslag III | Landscape III
2017
20 x 8 x 3 cm
Viður og hörþráður | Wood and linen thread.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Í Landslagi III er leitast við að skapa tilfinningu fyrir snæviþöktum fjöllum.

Landscape III: the atmosphere of snowy mountains.

 

Eyjar | Islands
2015
27 x 8 cm
Pappírsskurður og pappi | Papercut and cardboard.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Einkaeign. | NFS.

Um verkið | about the artwork:

Eyjar, nær og fjær, eyjaklasar, hillingar.

Islands close and far, cluster of islands, mirage.

 

Friðsæl heimili | Peaceful homes
2013
x cm
Ljósmyndir, pappírsskurður, harmonikukjölur. | Photos, papercut and concertina spine.
Einkaeign. | NFS.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Minningamörk í Gamla kirkjugarðinum.

Gravestones in the old cemetery.

 


 

Ingiríður Óðinsdóttir

ingaodinsdottir[at]gmail.com
http://www.ingaodins.net

Ingiríður vinnur við myndlist, bókverk og textílhönnun. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Belgíu og Bandaríkjunum. Hún býr í Hafnarfirði.

Ingiríður works with visual arts, book art and textile design. She studied at The Icelandic School of Arts and Crafts. She has participated in numerous joint exhibitions in Iceland, Finland, Denmark, Belgium and USA. She lives in Hafnarfjörður.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Litaheimur | World of Color
2020
17 x 17 cm
Pappír, bómullarþráður. Saumað í pappír. | Paper, cotton thread, sewn images.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Heimur án lita væri dapur. Við tölum oft um litagleði. Í gleðinni fyrirfinnast ótal litbrygði frá hinu ljósa yfir í hið dökka, frá skæru yfir í milda tóna. Í þessu verki kanna ég samspil lita frá gulu yfir í rautt og hvernig nýir litir myndast þegar þræðirnir í verkinu mætast.

World without colors would be a sad world. Joy consists of many nuances, ranging from light to dark, from stark to mild. In this piece I explore the interaction between yellow and red and how new colors are created when different threads meet.

 

Heim – heima | (Home)
2012
32 cm x 38 x 23 cm
Pappír 170 gr, handskorinn. | Paper 170 gm, hand cut.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Eign Listasafns ASÍ | By courtesy of ASÍ Art Museum.

Um verkið | about the artwork:

Hvar á ég heima og hver eru heimkynni mín. Það er Ísland.

Where is my home and who are my home. It is Iceland.

 

Landbrot II | Erosion II
2017
13,5 x 13,5 cm
Landakort af Íslandi fellt og brotið. | Map, origami fold.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Titill bókverksins „Landbrot“ hefur tvíræða merkingu. Annars vegar vísar það í þegar sjórinn brýtur af landinu, nartar í strendur landsins svo að landið minkar. Hins vegar það að efniviðurinn í verkinu eru nokkur landakort af Íslandi sem ég brýt saman og felli í bók.

The title “Landbrot” has a double meaning in Icelandic and refers to when a piece of land breaks away due to the effects of the sea thereby decreasing the land mass. In addition to this it refers to the material that is maps of Iceland and how the books are made by folding these maps. In Icelandic we use the same word (að brotna -brot) for when the land breaks away and for when something is folded. 

 

 


 

Jóhanna Margrét Tryggvadóttir

johannamt[at]fg.is

Jóhanna stundaði nám í Kent Institute of Art and Design, England, Glasgow School of Art, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk auk þess námi í kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Hún kennir listgreinar við framhaldsskóla og vinnur að bókverkum sem hún hefur sýnt á samsýningum hérlendis og erlendis.

Jóhanna studied at the Kent Institute of Art and Design in England, Glasgow School of Art and The Icelandic School of Arts and Crafts, as well as earning her teacher’s certificate at the University of Iceland. She teaches art in upper secondary schools and works with book art and has taken part in exhibitions in Iceland and abroad.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Nýir landnemar | New Immigrants I, II, III, IV
Arion Vulgaris (spánarsnigill), Ceratopogonidae (lúsmý), Ixodes Ricinus (skógarmítill), Regulus Regulus (glókollur)

2017
11 x 11 x 4 (lokaðar/closed), 15 x 35 x 4cm (opnar/open)
Breyttar myndir, teikningar, vatnslitur og útsaumur í vél með frjálsri aðferð. | Transformed images, drawings, water colors and free-motion machine embroidery.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Ég hef verið að skoða nokkra nýja landnema sem hafa sest hér að á Íslandi undanfarna áratugi. Þessir landnemar bera enga virðingu fyrir landamærum og gefur okkur ekkert annað val en að sætta okkur við lífshætti þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að nýjar aðstæður hafa skapast hér á landi á undanförnum áratugum sem gerir þeim kleift að setjast hér að. Þar má fyrst nefna hlýnun jarðar, alþjóðleg ferðalög og aukinn innflutning á vörum. Þrír að þessum nýbúum skapa hjá okkur óttatillfinningu og má þar nefna lúsmý, skógarmítill og spánarsnigill. Ég hef eftir fremsta megni reynt að rannsaka þessi kvikindi með forvitni og reynt að sjá fegurð í sjónrænum smáatriðunum í stað þess að einblína á þær staðreyndir hverrsu mikil skaðvaldur þau geta verið. Að síðustu lá leið mín að Glókolli sem einnig er nýr nýbúi. Þessi minnsti fugl Evrópu er aftur á móti velkomin þar sem auk þess að vera augnayndi, þá hjálpar hann okkur að eyða siktalúsinni. Þrátt fyrir afleiðingar loftlagsbreytinga og breyttar lífsvenjur þá gefur þessi litli fugl mér von um að náttúran leitist þrátt fyrir allt við að ná jafnvægi. En við þurfum að læra að hlusta á hana.

I have been investigating several new “immigrants” who have settled in Iceland over the last decade/s. These settlers respect no borders and we have no choice other than to accept their way of life. Studies have shown that the conditions necessary for these small animals to settle in Iceland have been created gradually through global warming, international travel and increased imports of goods. Three of these new settlers elicit in us dread and a fear of the unknown. These are Ceratopogonidae (biting midges, no-see-ums), Ixodes ricinus (castor bean ticks) and Arion vulgaris (Spanish slug). I have studied all of these creatures with curiosity and an open mind, making an effort to see the beauty of their details instead of looking at the damage they can do. Finally, there is Regulus regulus (the goldcrest), the smallest bird in Europe, which is such a welcome addition to our bird life and which helps in the fight against green spruce aphids on the Sitka spruce. This little bird makes me hope that nature itself strives to achieve a natural balance. What we need to do is to give nature more attention and respect. 

 


 

Kristín Þóra Guðbjartsdóttir

kristin.thora.gudbjartsdottir[at]gmail.com

Kristín er með M. Art. Ed í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Hún útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundaði síðan framhaldsnám við Fachhochschule Hamburg, Fachbereich Gestaltung. Hún lauk einnig námi í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og ljósmyndun við Tækniskólann. Hún starfar við grafíska hönnun og hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnun sína. Kristín hefur sýnt bókverk á samsýningum hérlendis og erlendis. Hún býr í Reykjavík.

Kristín has an M. Art. Ed. degree in art education from Iceland Academy of Arts. She graduated from the textile department of The Icelandic College of Arts and Crafts 1984 and went on to further studies at Fachhochschule Hamburg, Fachbereich Gestaltung. She also completed studies in graphic design at The Icelandic College of Arts and Crafts, as well as in photography at The Technical College Reykjavík. Kristin works as graphic designer and has earned prizes and awards for her work. Her book art has been on display at joint exhibitions in Iceland and abroad. Kristin has been a member of the Icelandic book artist group ARKIR since 2013. She lives and works in Reykjavik, Iceland.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Jökull | Glacier
2017
23 x 16 cm (lokuð/closed), 23 x 90 cm (opin/open).
Harmóníka og pappírsbrot: pappír, hveitilím, gvass, blek. | Accordion and folding; paper, wheatpaste, gouache and ink.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Allt er í heiminum hverfult… …og fannhvítir jöklanna tindar,…

All things in the world are transient… …and the snowy white glacier peaks,…

 

Jökulurð 1 | Moraine 1
2019
14 x 20 x 4 cm (lokuð/closed), 90 x 20 cm (opin/open).
Harmóníkubók og pappírsbrot; pappír, hveitilím, gvass, vatnslitur og blek. | Accordion and folding; Paper, wheatpaste, gouache and ink.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Náttúran í sínum síbreytilegu birtingarmyndum fangar. Jökulurð, gróðurlaus, harðneskjuleg. Kyrrlát, heillandi fegurð. Saga um tíma og flæði sem var.

Nature’s everchanging appearance facinates. Glacial rocks and gravel devoid of vegetation. A rough and strangely tranquil beauty. A story of a time and flow that once was.

 

Jökulurð 2 | Moraine 2
2019
14 x 20 x 4 cm (lokuð/closed), 90 x 20 (opin/open)
Harmóníkubók og pappírsbrot; pappír, hveitilím, gvass, vatnslitur og blek. | Accordion and folding; Paper, wheatpaste, gouache and ink.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Náttúran í sínum síbreytilegu birtingarmyndum fangar. Jökulurð, gróðurlaus, harðneskjuleg. Kyrrlát, heillandi fegurð. Saga um tíma og flæði sem var.

Nature’s everchanging appearance facinates. Glacial rocks and gravel devoid of vegetation. A rough and strangely tranquil beauty. A story of a time and flow that once was.

 

Sjávarskrímsli í Haystack | Sea Monsters in Haystack
2011
20 x 20 cm (lokuð/closed), 20 x 75 cm (opin/open)
Harmóníkubók; línklæði, pappír, vatnslitur og blek. | Accordion book; cloth, paper, watercolor and ink.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Ótti við hvað leynist undir yfirborði sjávar á ókunnum slóðum.

Fear of what may lurk underneath the ocean surface in unfamiliar places.

 


 

Sigurborg Stefánsdóttir

sigurborgst[at]hotmail.com
http://www.sigurborgstefans.is

Sigurborg er listmálari, bókverkakona og grafískur hönnuður. Hún stundaði nám hjá Hans Chr. Højer listmálara í Kaupmannahöfn og útskrifaðist frá Skolen for Brugskunst, nytjalistaháskólanum í Kaupmannahöfn (nú KADK). Hún hefur tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum, Japan, Mexíkó og á Íslandi. Hún hefur haldið 19 einkasýningar á Íslandi, í Danmörku og á Ítalíu. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín. Hún býr í Reykjavík og er með vinnustofu á Grensásvegi 12A.

Sigurborg is a painter, book artist and graphic designer. She studied with the painter Hans Chr. Højer in Copenhagen and in Skolen for Brugskunst in Copenhagen (now KADK). She has taken part in seminars in USA, Japan and Iceland. She has held 15 private exhibitions in Iceland, Denmark and Italy. She has also taken part in numerous joint exhibitions around the world and received several awards and honors for her art and design. She lives in Reykjavík where she has a studio on Grensásvegur 12A.

Verk á sýningu | exhibited works: 

Litir landsins | Colors of the country
2020
32 x 15,5 cm
Pastellitir og lakk. | Pastellitir og lakk/ pastelcolours and laquer.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Þessi bók tjáir lit og ljós ýmissa staða á Íslandi á ákveðnum tíma ársins. Dulúð, kulda, myrkur, hlýju, lítillæti o.fl. má skynja í litbrigðunum.

This book expresses colour and light of several places in Iceland at different times of the year. Mystery, cold, darkness, warmth, modesty etc. can be perceived in the various shades.

 

Japan | Japan
2001
22 x 10,5 cm
Japanskar tréristur. | Japanese woodcut.
Upplag: 5 eintök. | 5 copies.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Þessi bók var búin til í Japan og sýnir abstrakt myndir af því sem fyrir augu bar. Form lótusblóms-stönguls er notað í blaðsíðutöl.

This book was made in Japan and shows an abstract vision of my experience. The form of the lotus flower stem is used in numbering pages.

 

Það er pláss fyrir okkur öll | There’s room for all of us
2018
15 x 10,5 cm
Klippimyndir, stafræn prentun. | Collage, papercut, digital printing.
Upplag: 30 eintök. | 30 copies.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Þetta verk er gert til höfuðs kynþáttahatri. Við erum öll jafn rétthá, hvernig og hvaðan sem við erum.

This work is addresses racism. We are all equal, regardless of where we are from.

 

Nokkrir Íslendingar | Some Icelanders
2019
25 x 16 cm
Tússteikningar, stafræn prentun. | Ink drawings, digital print.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Teikningar sem sýna ólíkt fólk af sama þjóðerni.

Drawings which show different people of same nationality.

 

ókönnuð lönd | unexplored countries
2017
15 x 15 cm
Tússteikningar, stafræn prentun. | Ink drawings, digital print.
Upplag. 5 eintök. | 5 copies.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Tússteikningar og einskonar ljóð um lönd sem við þekkjum ekki.

Marker pen drawings and poems about countries which are unknown to us. 

 

Borgir | Cities
2017
18 x 25,5 cm
Blönduð tækni. | Mixed media.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Hér er umfjöllunarefnið „borgin” . Þrengslin, menningin, hraðinn og allar þær andstæður sem stórborgir heimsins hafa að geyma andspænis náttúrunni og manninum.

Here the subject is cities. Crowded spaces, culture, rapid movement and all the contrasts which the big cities of the world have in opposition to nature and humans.

 

Brot: Reykjavík og Helsinki | Fragments of Reykjavik and Helsinki
2015
21 x 25 cm
Blönduð tækni, pappírsskurður | Mixed media, papercut.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Listamaðurinn veitir upplýsingar um sölu verka | Contact artist for price.

Um verkið | about the artwork:

Brot úr borgarkortum frá Reykjavík og Helsinki, sem mynda mynstur, sem skorin eru út í pappír.

Fragments of city-maps from Reykjavik and Helsinki, transformed into various patterns, cut in paper.

 


 

Svanborg Matthíasdóttir

http://www.svanborg.is
svanamatt[at]gmail.com

Svanborg nam málaralist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðan framhaldsnám við Jan Van Eyck Akademíuna í Maastricht í Hollandi. Hún vinnur að myndlist; málar, gerir bókverk og kennir málun. Svanborg hefur sýnt verk sín víða í gegnum árin, ýmisst ein eða með öðrum, hér heima og beggja vegna Atlandshafsins. Hún býr og starfar í Kópavogi.

Svanborg is a painter, book artist and teaches painting. She studied painting at The Icelandic College of Arts and Craft and then continued her studies at the Jan Van Eyck Akademie in Maastricht in the Netherlands Svanborg has displayed her work in numerous places through the years both solo and with others, in Iceland and abroad. She lives and works in Kópavogur.

Verk á sýningu | exhibited works: 

LÁÐ | (Horizont)
2020
15,5 x 19,5 cm
Hörstrigi, vatnslitur, þráður. Skorið, vatnslitað, límborið og saumað. | Linien canvas, watercolor, thread. Painted, cut, glued and sewn.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Einkaeign. | NFS.

Um verkið | about the artwork:

Hugreningtengsl. LÁÐ, lá-rétt, láréttar línur lands, landslag, ívaf.

Mental associations with horizontal lines, horizons, land …

 

AUSTUR VESTUR | (EAST WEST)
2010 – 2020
37 x 29 cm
Hörstrigi, pappír, japanskt blek, blý, þráður. Málað, teiknað, brotið og saumað. | Linien canvas, paper, Japanese ink, graphite, thread. Painted, drawn, folded and sewn.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Einkaeign. | NFS.

Um verkið | about the artwork:

Austur – vestur: japönsk dýr, íslenskur jarðargróður. Samspil lína, annars vegar með pensli og lit og hins vegar grátt blý. Dýr og gróður sem birtast, renna saman og hverfa.

East – West: Japanese fauna, Icelandic flora. A play of lines and movement. Images appear, interact, disappear.

 

BERG | (Formations)
2020
15,5 x 19,5 cm
Hahnemuhle grafík pappír, vatnslitur, þráður. Brotið, vatnslitað og saumað. | materials Hahnemuhle paper, watercolor, thread. Painted, folded and sewn.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Einkaeign. | NFS.

Um verkið | about the artwork:

Hugmyndin að verkinu kviknaði við skoðun á línum og formum í bergi sem í samspili við efni og tækni umbreyttist síðan í bókverkið BERG.

The idea of this abstraction is related to forms in rocks and mountains.

 

Ég bið að heilsa  | (Greetings)
2008
21 x 15 cm
Prentglærur, tjörupappi og vír. Prentað, brotið, saumað. | Print transparencies, tar paper and wire. Printed, folded and sewn techniques.
Eitt eintak. | One copy – unique.
Einkaeign. | NFS.

Um verkið | about the artwork:

Tungumál, orð, merking, tákn; samskiptakerfi. Sjónarhorn á ástkæra ylhýra móðurmálið og Jónas Hallgrímsson.

Language, words, meaning; systems of communication.