Í vor heimsóttu Arkirnar Reykjavík Letterpress, galdrasmiðju þeirra Hildar Sigurðardóttur og Ólafar Birnu Garðarsdóttur. Tilgangurinn var að skoða ýmsa möguleika klisjuprentunar í bókagerð. Hildur og Ólöf reka þessa einstöku prent- og hönnunarstofu á Lindargötu 50, en þar drjúpa gæðin af hverri prentörk. Fallegur pappír, litir og áferð, hönnun og handbragð, allt ber að sama brunni. Hildur og Ólöf endurguldu svo heimsóknina nokkrum vikum síðar og litu inn á fund hjá Örkunum. Hver veit nema vænta megi samstarfs í framtíðinni! Takk fyrir okkur!
– – –
Earlier this year we visited Reykjavík Letterpress, a design studio and letterpress print shop in Lindargata, run by Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir. We were eager to learn more about this old technique and its modern twists. It was truly inspiring to see samples of Hildur’s and Ólöf Birna’s quality design and craftmanship in the studio. Couple of weeks later we had Hildur and Ólöf on visit for further talks about book art and printing. Who knows, perhaps we can look forward to collaboration in the art of book making!
Tenglar / Links:
Reykjavík Letterpress
Reykjavík Letterpress on Facebook