Nýverið lögðu nokkrar ARKIR af stað út á land með bókverk í farteskinu. Ferðinni var heitið að Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Þar opnar í júní lítil sýning sem ber heitið land/brot.
Á sýningunni land/brot má sjá brot af verkum úr smiðju ARKANNA, en flest tengjast þau á einhvern hátt landi eða löndum í breiðum skilningi: landi sem jörð og náttúru, eða landi sem afmörkuðu svæði á jarðarkringlunni eins og það er skilgreint með landamærum og nafngiftum. Sýningin land/brot verður þáttur í stærra verkefni eða röð sýninga, en með sýningunni á Hala vilja ARKIR leggja land undir fót og hefja nýja ferð um margbrotnar lendur bókverkanna.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá undirbúningi og nokkur verkanna á sýningunni.
• • •
ARKIR are opening a small book art exhibition at Þórbergur Center and Country Hotel at Hali Suðursveit, in the South East of Iceland. The title of the exhibition is “land/brot” referring to the theme “land” in the broadest sense of the term as well as “brot” that has many meanings in Icelandic: “a fraction”, “a piece”, “a crease”, “a format”. “Landbrot” also means erosion from the sea, “the breaking of the land”. Little “land/brot” will be a part of a bigger exhibition or series of smaller exhibitions ARKIR are planning. There are both new works and older works at Hali, although just a fragment of ARKIR works, all referring to the theme LAND.
Below: Photos from preparations and exhibition work.
Ljósmyndir: / Photos by: Svanborg, Áslaug and Ösp.
Utställningen ser mycket spännande ut 😀
Tak, Marianne! 🙂 Den er lille men den blev fin!
Pingback: Land/brot – Book art exhibition | ARKIR – bókverkablogg