ARKIRNAR undirbúa nú verk fyrir næstu sýningu sem opnuð verður í Gerðubergi 1. nóvember og ber nafnið Endurbókun. Vorið 2013 höfðum við samband við bókasafnið í Gerðubergi og snemma sumars fengum frá þeim efnivið í sýninguna: bækur sem afskrifaðar hafa verið til frekari útlána. Við sögðum frá því í pósti hér. Meðfylgjandi myndir sýna brot og smáatriði úr verkum sem ARKIR eru að vinna að fyrir sýninguna. Smellið á myndirnar til að stækka!
– – –
ARKIR are working on a new exhibition that will open in Gerðuberg Culture Center in November. The earliest preparations started already in the spring 2013 when we received a stack of boxes and big bags full of discarded library books from the City Library in the center. We wrote about it in a blog post here. Since then we have had other projects and exhibitions to attend to but now we are focusing on “Endurbókun”or: Rebook. The photos show details and fragments from the works that are under process. Click on the images for larger view!
Vá stelpur það virðist vera rífandi gangur síðan ég hitti ykkur síðast. Hlakka til að sjá myndir frá ykkur.
Við skulum segja það! 🙂 En ekki laust við að það eigi eftir að ganga frá ýmsum endum…