Sýning okkar ARKA, ENDURBÓKUN verður nú sett upp í Safnahúsinu á Eyrartúni á Ísafirði. Sýningarstjórn og uppsetning er í höndum Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur, Svanborgar Matthíasdóttur og Ingiríðar Óðinsdóttur. Verkin eru, eins og fyrr hefur verið sagt frá, flest unnin úr afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Við hvetjum Vestfirðinga og gesti þeirra til að líta við í Safnahúsinu og sjá sýninguna sem opnar kl. 14 n.k. sunnudag, 28. ágúst. Sýningin er opin virka daga frá kl. 13-18 og laugardaga frá kl 13-16. Sýningunni lýkur 29. október.
ARKIR have already travelled a couple of times with the exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK and now in September and October we will show our works in Ísafjörður in the Westfjords of Iceland. As in the previous exhibitions of same name, most of the works are made from discarded library books. If in Ísafjörður make sure you don’t miss the exhibition in Safnahúsið – the Old Hospital The exhibition opens on Sunday, August 28th at 2 pm Opening hours during weekdays: 1-6 pm and 1-4 pm on Saturdays. The exhibition ends on October 29th.