🇮🇸 Í haust var það eitt af fyrstu verkum ARKA að heimsækja Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og skoða þar ýmsa dýrgripi, sem og aðstæður til sýningahalds. Forstöðumaður safnsins, Elín S. Sigurðardóttir, tók vel á móti okkur þennan svala septemberdag. Við munum segja frá áformum okkar og verkefnum tengdum textílum síðar.
Í ferðinni heimsóttum við einnig Brimslóð Atelier og nutum góðra veitinga að hætti húsbænda þar. Við mælum heilshugar með áhugaverðu safni og fyrirtaks veitingastað á Blönduósi.
🇬🇧 On a cold day in mid-September ARKIR made a trip to the northern parts of Iceland and visited the Textile Museum in Blönduós. We had a meeting with the knowledgeable director of the museum, Elín S. Sigurðardóttir, and had the opportunity to get inspired by the many unique and exquisite textiles and handcrafts that are exhibited at the museum. We will bring more news on the subject of textiles and book art later on.
We also visited the charming Brimslóð Atelier for a good lunch. Both to be recommended: an interesting museum and a nice restaurant in the village of Blönduós.
Ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir © Helga Pálína Brynjólfsdóttir © Arnþrúður Ösp Karlsdóttir.