Arkir í HönnunarMars – Celebrating DesignMarch

Hvaða, hvaða, ekkert blogg síðan í janúar!? Bókaspjall bíður um sinn á meðan ARKIRNAR hafa í ýmsu að snúast. Þessa dagana taka ARKIR m.a. þátt í sýningum víðsvegar um borgina á árlegri hátíð hönnunar.

Skoðið dagskrá HönnunarMars. Borgin er uppfull af skapandi og skemmtilegum viðburðum! Og hér sýna ARKIR:

ARKIR are busy as usual. Group members are participating in art- and design exhibitions in connection with the annual design festival, DesignMarch. Four days feast of Icelandic and international design! Read the festival blog and check out the program, go and gobble! To see what ARKIR are up to, we recommend these exhibitions:

FÉLAGASÝNING TEXTÍLFÉLAGSINS – THE ICELANDIC TEXTILE GUILD

Textílfélagið opnaði stóra og glæsilega sýningu á Korpúlfsstöðum í byrjun mars, en sýningin var áður sett upp á Listasumri 2011 á Akureyri. Sýningunni lýkur á sunnudag, 25. mars. Opið frá kl. 14-18, fim-sun. Þarna sýna Ösp, Helga Pálína og Inga. Ljósmyndir á Fbók.

The Icelandic Textile Guild restages a large exhibition held by the Guild at the Summer Festival of the Arts 2011 in Akureyri. Now at Korpúlfsstaðir Art Center. A unique opportunity to view works by 40 Icelandic textile designers – among them ÖspHelga Pálína and Inga. Ends Sun. 25.03. Open Thu-Sun 14:00-18:00. Photos on Fbook

photo: Flétta / Helga Pálína

FLÉTTA – BRAID

Textílfélagið og Leirlistafélag Íslands standa að sýningu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17. Þar fléttar textíl- og leirlistarfólk saman hugmyndir sínar og skapar ný verk. Tólf verkefni voru valin inn á sýninguna. Verk ARKARINNAR Helgu Pálínu má skoða hér: Dúkur á dúk. Sýningin opnar fimmtudaginn 22. mars kl. 18 og henni lýkur sunnudaginn 25. mars. Opin fös-sun frá kl. 10-20.

The Icelandic Textile Guild and the Icelandic Association of Ceramic Artists join forces to collaborate. The 12 projects exhibited braid ideas together to create new and fresh products. Helga Pálína is one of the artist with Cloth on cloth. Opening on tomorrow, March 22. at 18:00. Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art museum, Hafnarhús, Tryggvagata 17, Reykjavík. Open Fri-Sun 10:00-20:00.


FÆLNI – PHOBOPHOBIA

Í gær, 20. mars, opnaði ofsahræðslusýningin Phobophobia í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54. Þar sýna rúmlega þrjátíu teiknarar veggspjöld og túlka fælni af ýmsum toga. Á meðal þeirra fengu ARKIRNAR Áslaug og Sigurborg útrás fyrir ógn og skelfingu. Sýningin er opin frá kl. 14-23 og stendur til 30. mars. Á heimasíðu og viðburðasíðu Phobophobíu má kynna sér sýninguna og umfjöllun RÚV hér og þar og í Kastljósi. Þeir sem mæta í Bíó Paradís og komast yfir sýningarskrá geta tekið þátt í skemmtilegum klippimyndaleik, unnið veggspjald og hvað eina! Veggspjöldin eru annars til sölu hjá Muses vefgallerí og 20BÉ á Laugavegi 20b, (Klapparstígsmegin). Lítið á Sciophobia og Zoophobia og fleiri verk eftir áhugaverða teiknara. Um sýninguna hjá Músum og öll veggspjöldin á Fbók.

Yesterday illustrators kicked off DesignMarch with an exhibition of posters in Bíó Paradís Hverfisgata 54, Reykjavík. With illustrations of more than 30 phobias, in varied styles and techniques, this exhibition is a hair-raising event! ARKIR members Áslaug and Sigurborg faced their fears and participated. Read more about it all on Phobohobia’s homepage and event and in an interview with illustrator Erla María on the Snoop-around blog. Posters are for sale in Muses online art gallery. More info here. Overcome Sciophobia and Zoophobia! See all the posters in Bíó Paradís or here on Fbook. Nice café and bar – and good films! Open 14:00-23:00 until March 30.

Nóg að sjá. Veðrið að skána meira að segja. Allir upp úr sófunum að skoða myndlist og hönnun þessa helgi!

Off you go! Art and design for everyone!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s