Gleðilegt ár! Happy New Year!

Snjókoma (2009) eftir Ingiríði Óðinsdóttur / ljósmynd: Hanne M. 

ARKIRNAR óska blogglesendum og bókaverkaunnendum gleðilegs árs og friðar! Það er ærlegt vetrarríki á Íslandi um þessar mundir og sumir væru kannski til í að pakka fjúki og hríð niður í tösku og senda burt með fyrsta flugi. En fátt bítur á ÖRKUNUM og nú hækkar sól á lofti. Við munum sem fyrr kanna bókarformið frá ýmsum sjónarhornum og stefna á nýjar sýningar hérlendis og erlendis á komandi ári. Afrakstur vinnufunda og sýningaráform verða tíunduð í myndum og máli eftir föngum.

Í nóvember s.l. sendu tvær ARKANNA inn verk til þátttöku í bókaverkaþríæringnum í Vilnius: The 6th International Artist’s Book Triennial í Vilnius 2012. Verk Önnu Snædísar og Sigurborgar voru valin úr miklum fjölda innsendra verka en þátttakendur eru listamenn frá öllum heimshornum. Sýningin fer að sama skapi vítt um veröldina:

  • 2. febrúar – 3. mars 2012, Scuola Internazionale di Grafica, Feneyjum, Ítalíu;
  • 15. mars – 18. mars 2012, Leipzig Book Fair, Þýskalandi;
  • April 2012, Gallery Titanikas, Vilnius, Litháen;
  • 22. september – 22. október 2012, Kloster Bentlage, Rheine, Þýskalandi;
  • Þá eru í bígerð sýningar í Frakklandi, Bangladesh og Kína.

ARKIR wish you blog-readers and book-art lovers a happy new year! It’s snowing and blowing with bitter winds in Iceland so Inga’s “snow-book” is very appropriate for the season. If winter just came in such a nice and handy suitcase. Just to be shipped off… 

But ARKIR stay warm and are eager to keep on exploring the book-art form and plan new exhibitions. Already two ARKIR members are exhibiting new works in The 6th International Artist’s Book Triennial í Vilnius 2012. Anna Snædís and Sigurborg works were selected for the exhibition that will take place in several countries

  • 2 February – 3 March 2012, “Scuola Internazionale di Grafica”, Venice, Italy;
  • 15 March – 18 March 2012, Leipzig Book Fair, Germany;
  • April 2012, Gallery “Titanikas”, Vilnius, Lithuania;
  • 22 September – 22 October 2012, Kloster Bentlage, Rheine, Germany;
  • The exhibition plans for France, Bengladesh and China for 2012-2013 are also under the way.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s