SPOR | TRACES

🇮🇸 Það er tímabært að kynna eitt af mörgum sýningarverkefnum ARKA. Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES verður sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi næstkomandi sumar, en að sýningunni standa nær tveir tugir listakvenna, íslenskra og erlendra. Það eru ellefu ARKIR ásamt gestum: sjö erlendum listakonum frá sex löndum. Gestir ARKA á sýningunni hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og þekkja því vel til Heimilisiðnaðarsafnsins og dýrgripanna sem þar eru varðveittir. Verkin á sýningunni kunna því að vísa í íslenskar textílhefðir, vefnað, útsaum, jurtalitun og fleira, auk þess að vera innblásin af náttúru Íslands, menningu kvenna og sögu. Sýningin mun standa fram til vors 2021 en halda þá vestur um haf.  

🇬🇧 It is time to introduce one of ARKIR’s book art projects: an upcoming exhibition in the Textile Museum in Blönduós, North Iceland. The exhibition SPOR | TRACES is an international collaborative project of nearly two dozen female artists. The eleven members of ARKIR have teamed up with seven artists from six countries and are preparing an exhibition of textile artist’s books. All seven artists from abroad have stayed at the artist residency in the Icelandic Textile Center, also in Blönduós. Some of the works in this exhibition will therefore refer to Icelandic textile traditions, weaving, embroidery, herbal dyeing and more, but also the Icelandic landscape and the history and culture of women. The exhibition will be available in Blönduós until spring 2021 and than travel to the US. 

Sýnendur – ARKIR og gestir | ARKIR AND GUESTS: 
Anna Snædís Sigmarsdóttir
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
Bryndís Bragadóttir
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Ingiríður Óðinsdóttir
Kristín Guðbrandsdóttir
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
Sigurborg Stefánsdóttir
Svanborg Matthíasdóttir
Julia Boros (Australia)
Cornelia Theimer Gardella (Germany)
Anne Greenwood (USA)
Catherine Ferland (Canada)
Catie Palmer (UK)
Clara Pinto (Argentina)
Emily Yurkevicz (USA)


Hér neðar: nokkur eldri textílbókverk ARKA / verk í vinnslu. Smellið á myndir til að stækka.
Below: some of ARKIR’s textile/book art. Click on images to enlarge.

Ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir & ARKIRNAR. Mynd efst | Artwork at top: Sigurborg Stefánsdóttir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s