ARKIR á nýju ári | New art projects in 2023


Bókverk á mynd: | Artwork in image: Sigurborg Stefánsdóttir.

🇮🇸 Á árinu 2023 eru 25 ár liðin síðan fyrstu meðlimir ARKA-hópsins komu saman og hófu margvíslegt samstarf um bókverkalist: listsýningar, fræðslu og sköpun. ARKIR stefna ótrauðar áfram og nú þegar er þátttaka ARKA í tveimur nýjum sýningum í fullum undirbúningi.

THREADS | ÞRÆÐIR SPOR – Intertwined in Iceland: Textiles and Book Arts opnar í norræna húsinu Nordia House í Portland, Oregon í Bandaríkjunum, þann 8. júlí og stendur til 5. nóvember 2023. Átta ARKIR sýna þar ásamt fjórum erlendum listakonum sem allar hafa starfað að list sinni í vinnustofum á Íslandi í lengri eða skemmri tíma.

Þátttakendur: Anne Greenwood, Cornelia Theimer Gardella, Lyla Rown, Loo Bain og ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.

KUNSTNERBOKEN – ​unik og mangfoldig í Kristiansand Kunsthall í Noregi er yfirlitssýning á norrænum bókverkum með þátttöku listamanna frá öllum Norðurlöndunum. Sýningin er einkum tileinkuð einstökum bókverkum sem falla utan hefðbundinna fjölfaldaðra bókverka. Sýningarstjórn er í höndum Codex Polaris í samvinnu við Kristiansand Kunsthall and Kristiansand folkebibliotek. Sýningin opnar 2. september og stendur til 29. október 2023.

Þátttakendur: ARKIR Book Art Group (IS) (Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jóhanna M. Tryggvadóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir), Susanna Autio (FI), Michal Czinege (SK/FI), Olle Essvik (SE), Carina Fihn (SE), Duncan Higgins & Johan Sandberg (UK/NO), Karin Hald (DK), Halden Bookworks (NO), Eeva-Liisa Isomaa (FI), Thomas Iversen (NO), Kurt Johannessen (NO), Sarah Jost (SE/NO), Kamilla Jørgensen (DK), Ane Thon Knutsen (NO), Margrethe Kühle (DK), Hans Ragnar Mathisen (NO), Terje Nicolaisen (NO), Lina Nordenström (SE), Magnús Pálsson (IS), Karen Pettersen (NO), Pist Protta (DK), Vibeke Luther O’Rourke (NO), Kimmo Schroderus (FI), Marja-Leena Sillanpää (SE), Emilia Tanner (FI), Richard Årlin (SE).

Eins og gefur að skilja funda ARKIR stíft vegna undirbúnings og þátttöku í þessum sýningum. Við eigum spennandi ár í vændum!


🇬🇧 In the year 2023, 25 years have passed since the first members of ARKIR Book Arts Group came together and began collaborations on book art: art exhibitions, education and art creation. ARKIR is steadily heading into its 25th year of operation, and two exhibitions are already in full preparation.

THREADS | ÞRÆÐIR SPOR – Intertwined in Iceland: Textiles and Book Arts opens in Nordic Northwest Nordia House í Portland, Oregon, USA on July 8, – open until November 5, 2023. Eight ARKIR members will exhibit works together with four artists (from USA and Germany) who have all worked on their art in artist residencies in Iceland for a longer or shorter time.

PARTICIPANTS: Anne Greenwood, Cornelia Theimer Gardella, Lyla Rown, Loo Bain and ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.

‘KUNSTNERBOKEN – ​unik og mangfoldig’ i Kristiansand Kunsthall, Norway, is a retrospective exhibition of Nordic artist book with the participation of artists from all the Nordic countries. The exhibition is mainly dedicated to unique book art that fall outside the traditional multiple works. The exhibition is curated by Codex Polaris in collaboration with Kristiansand Kunsthall and Kristiansand folkebibliotek. The exhibition opens September 2, and runs until October 29, 2023.

Participating Artists and Artists groups: ARKIR Book Art Group (IS), Susanna Autio (FI), Michal Czinege (SK/FI), Olle Essvik (SE), Carina Fihn (SE), Duncan Higgins & Johan Sandberg (UK/NO), Karin Hald (DK), Halden Bookworks (NO), Eeva-Liisa Isomaa (FI), Thomas Iversen (NO), Kurt Johannessen (NO), Sarah Jost (SE/NO), Kamilla Jørgensen (DK), Ane Thon Knutsen (NO), Margrethe Kühle (DK), Hans Ragnar Mathisen (NO), Terje Nicolaisen (NO), Lina Nordenström (SE), Magnús Pálsson (IS), Karen Pettersen (NO), Pist Protta (DK), Vibeke Luther O’Rourke (NO), Kimmo Schroderus (FI), Marja-Leena Sillanpää (SE), Emilia Tanner (FI), Richard Årlin (SE).

Hence, ARKIR are busy preparing art works, shipping and travels. We have an exciting year ahead!

Myndir frá opnun SPOR EFTIR SPOR | Photos from opening

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR EFTIR SPOR opnaði 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi og ARKIR fögnuðum með gestum sínum.

Smellið á myndirnar til að stækka. Click on images to enlarge.

Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES. 

Sýningin er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.

🇬🇧 ARKIR’s textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”, opened October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. ARKIR celebrated with friends and guests.

The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Ljósmyndir: Svanborg Matthíasdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

SPOR EFTIR SPOR | Exhibition opening soon!

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR EFTIR SPOR opnar á fimmtudag, 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi. Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES. 

Sýningin er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.


🇬🇧 ARKIR’s textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”, opens on Thursday, October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Bókverk á kynningarmynd: | Book art by Bryndís Bragadóttir
Veggspjald hönnun: | Poster design: Áslaug Jónsdóttir

Sýningarlok á Blönduósi – SPOR | TRACES – Exhibition comes to an end

🇮🇸  Sýningunni okkar, SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, lauk nú í byrjun apríl eftir tveggja ára sýningartímabil. Sýningartíminn var framlengdur vegna heimsfaraldursins, en við stöndum aldeilis ekki í sömu sporum og þá. Verkin munu verða sýnd víðar og við birtum fréttir um það síðar.

Fjórar ARKIR sinntu niðurtökunni fyrir norðan, en nutu góðrar aðstoðar Anne Greenwood, Cornelia Theimer Gardella og fleiri listamanna, en þær tvær áttu einnig verk á sýningunni og dvelja nú á Textíllistamiðstöðinni Ós. 

Elínu S. Sigurðardóttur safnstjóra þökkum við samstarfið og góðar mótttökur fyrr og síðar. Upplýsingar um sýninguna, verkin og skapara þeirra má áfram finna á síðunni hér: SPOR | TRACES. 

🇬🇧 Our exhibition SPOR | TRACES at the Textile Museum in Blönduós came to an end in April when we packed all objects and artworks after an exhibition period of two years – prolonged due to the pandemic. Many thanks to museum director Elín and all participants. Special thanks to Anne, Cornelia, Lyla and Loo who helped with packing!

Photos and information on the exhibited works and their creators are still available on this page: SPOR | TRACES.

Ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Anne Greenwood | the artists

Opnun! | Exhibition opening!

🇮🇸 Það voru glaðar ARKIR sem mættu í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi sunnudaginn 13. júní 2021. Þá var eftir langa bið loks haldin formleg opnun bókverkasýningarinnar SPOR, sem hefur nú sitt annað sýningarár í safninu. Það þarf auðvitað ekki að tíunda ástæður þess að samkoman frestaðist svo fram úr hófi.

Það var því sérstaklega hátíðleg stemming með ræðum og söng í salarkynnum safnsins. Elín S. Sigurðardóttir forstöðukona kynnti sýninguna og bauð gesti velkomna og bæjarstjóri Blönduóss, Valdimar O. Hermannsson, opnaði sýninguna. Okkar eigin ÖRK, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir söng af hjartans list og fjallaði um bókverkin og leiðir listamannanna að sköpuninni.

ARKIR voru að endingu leystar út með góðum gjöfum frá safninu, með riti Halldóru Bjarnadóttur: Vefnaður á Íslenzkum heimilum, sem gefið var út í vandaðri endurgerð árið 2009, á vegum Heimilisiðnaðarsafnsins.

Tenglar:
SPOR | TRACES – síða með upplýsingum um sýninguna, verkin og listamennina.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi.
Frétt í Feyki um opnunina.

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge.
Ljósmyndir | photos: © Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir

🇬🇧 On Sunday June 13, 2021, our exhibition SPOR | TRACES finally had a formal opening in the Textile Museum in Blönduós – with just over a year’s delay! (We all know why!) The exhibition has now been extended for one more year and we were truly happy to come together with guests at Blönduós.

The atmosphere was festive, with speeches and singing in the exhibition room. Elín S. Sigurðardóttir, director, presented the exhibition and welcomed guests, and the mayor of Blönduós, Valdimar O. Hermannsson, formally opened the exhibition. Our own ARKIR-member, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir introduced the artists and their paths to creation and art, – and graced the ceremony with songs of spring by poets from the area. Altogether a fine day at the Museum and happy gathering after a long time of social distancing.

Links:
SPOR | TRACES:
Photos and information about the exhibition, the artists and the art works.
The Textile Museum in Blönduós.
News on the local news site Feykir about the opening.

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge.
Ljósmyndir | photos: © Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir

SPOR | TRACES 2021-2022 Exhibition extended

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES var sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi 2020 og fær nú að njóta annars sumars á Blöndubökkum. Safnið opnar dyr fyrir gestum í dag, 1. júní 2021, en bókverkin verða til sýnis á safninu allt næsta sýningarár. Lesa má um verkin og skapara þeirra á síðunni hér: SPOR | TRACES. Við mælum auðvitað með heimsókn á Blönduós!


🇬🇧 Our textile book art exhibition SPOR | TRACES was the summer exhibition in the Textile Museum in Blönduós last year – and is now ready for another summer at this lovely museum on the banks of river Blanda. The exhibition has been extended for a whole year – which will hopefully be less restrained by the pandemic. The museum will open today, 1st June 2021, and of course we recommend a visit to Blönduós!

Photos and information on the exhibited works and their creators available on this page: SPOR | TRACES.

Ljósmyndir | photos: © listamennirnir | the artists

Smellið á myndir til að stækka. Click on images to enlarge.
© ljósmyndir: listamennirnir | © photos: the artists

Fréttir af ÖRKUM | ARKIR in 2021

🇮🇸 Þrátt fyrir heimsfaraldur og samkomutakmarkanir hafa ARKIR undirbúið ýmis sýningarverkefni og sinnt listum og bókverkasköpun eins og færi hafa gefist. Í næstu póstum greinum við nánar frá helstu tíðinum en hér fyrir neðan er listi yfir verkefni síðustu mánuða.

🇬🇧 ARKIR have been working on various book art projects despite social restrictions due to the pandemic. Below is a list of current exhibitions and main projects but we will soon report in more details on openings and events.


NORRÆNA BÓKAVERKASAFNIÐ | BIBLIOTEK NORDICA

🇮🇸 ARKIR nýlokið við að setja upp sýningu á verkum úr bókaverkasafninu Bibliotek Nordica í sýningarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Sex ARKIR eiga verk í farandbókaverkasafninu sem er eitt af verkefnum Codex Polaris, en safnið samanstendur af bókverkum yfir 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna. Nánari upplýsingar síðar!

🇬🇧 ARKIR have just finished installation of works from Bibliotek Nordica in the National Library of Iceland. Six members of ARKIR are represented in the book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. More information soon!


BÓKVERK Í BRISTOL | BABE 2021

🇮🇸 ARKIR tóku þátt í Bristol Artist’s Book Event, BABE, sem fór að mestu fram rafrænt að þessu sinni vegna heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. Framlag ARKA var hluti af myndbandshátíðinni The Lost Weekend, sem var viðburður á vegum Arnolfini, International Centre for Contemporary Arts í Bristol. Við munum birta myndbandið hér fljótlega.

🇬🇧 ARKIR participated in Bristol Artist’s Book Event, BABE, which took place mostly online this year, due to the dreaded pandemic and travel restrictions. ARKIR had their part in the video festival The Lost Weekend, arranged by Arnolfini, International Center for Contemporary Arts in Bristol. The video will be posted on our site soon.


SPOR | TRACES

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi hefur verið framlengd um heilt ár eða til vors 2022. Sýningin er opin á venjulegum sýningartíma safnsins yfir sumarið eða til 31. ágúst 2021, en svo eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar síðar.

🇬🇧 The textile book art exhibition SPOR | TRACES at the Textile Museum in Blönduós has been extended for an entire year or until spring 2022. The exhibition is open during the museum’s regular exhibition hours during the summer or until 31 August 2021, then by appointment. More information soon!


NORRÆNT SÝNINGARVERKEFNI | SIGLA – BINDA

🇮🇸 ARKIR taka þátt í sýningarverkefninu Sigla – Binda ásamt CODEX POLARIS hópnum. Fulltrúar ARKA í verkefninu eru Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Sýningar verða m.a. haldnar í heimalöndu hópanna, í Noregi og á Íslandi.

🇬🇧 ARKIR participate in the exhibition project Sigla – Binda together with the book arts group CODEX POLARIS. ARKIR’s representatives in the project are Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir. Exhibitions will be held in the groups’ home countries, in Norway and in Iceland.

Sýningin SPOR | TRACES Exhibition 2020

Smellið á myndir til að stækka. Click on images to enlarge.
© ljósmyndir: listamennirnir | © photos: the artists

🇮🇸 Við höfum opnað sérstaka síðu fyrir textílbókverkasýninguna SPOR | TRACES sem er sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi. Njótið!


🇬🇧 We have opened a special page for our textile book art exhibition SPOR | TRACES, that’s now open to the public in the Textile Museum in Blönduós! Enjoy!

Ljósmyndir | photos: © listamennirnir | the artists

Sýningarvinna | Installation work – SPOR | TRACES 2020

🇮🇸 ARKIR hafa undirbúið sýninguna SPOR | TRACES af kappi síðustu vikur og mánuði, en sýningin á sér þó enn lengri aðdraganda. Upphaflega voru þátttakendur um 20 listamenn, erlendir og íslenskir, en listsköpun í textíl og bókverkum sameinaði hópinn. Vegna ýmissa vandkvæða í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn fækkaði mjög í hópi erlendu gestanna og enn bíða listaverk í gámum og pakkhúsum flugvalla og hafna – verk sem unnin voru með textílbókverkasýninguna á Blönduósi í huga, en komast hvorki lönd né strönd vegna faraldursins.

Svanborg, Helga Pálína, Inga og Jóhanna héldu hinsvegar ótrauðar norður á Blönduós með sýningu í farteskinu og luku uppsetningu um síðustu helgi. Formlegri opnun er frestað fram á sumar, en Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi opnar 2. júní n.k. og er sýningin þá öllum gestum opin. SPOR | TRACES er sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

Hér fylgja með nokkrar myndir frá vinnunni á Blönduósi, en sérstök síða um sýninguna, verkin og listmennina opnar hér einnig fljótlega.

Smellið á myndir til að stækka. Click on images to enlarge.


🇬🇧 For the last weeks and months ARKIR have been preparing the exhibition SPOR | TRACES, but the whole project has been in process for a much longer time. Initially, the participants were about 20 artists, from Iceland and abroad, but common interest in textile art and book art united the group. Due to all sorts of problems in connection with the COVID-19 pandemic, the number of our foreign guests has sadly been reduced and artworks still wait in containers and warehouses of airports and docks around the world for the next trip to Iceland. Still, an exhibition of textile book art is on and soon to be revealed in the Textile Museum in Blönduós!

Svanborg, Helga Pálína, Inga and Jóhanna headed north with an exhibition in the trunks of their trucks and completed the installation last weekend. A formal opening will be delayed until later this summer, but the Textile Museum opens as usual – on June 2nd.

We post a few photos from the installation work at Blönduós, but a special webpage about the exhibition, the artworks and the artists will also open at this site soon.

Ljósmyndir | photos: ©Helga Pálína Brynjólfsdóttir ©Svanborg Matthíasdóttir ©Jóhanna M. Tryggvadóttir.

JAÐARLÖND | Exhibition at Reykjavík Arts Festival 2020

UPPFÆRÐ FRÉTT 6. maí 2020 | UPDATED MAY 6 2020

Vegna covid-19 heimsfaraldursins hefur sýningunni JAÐARLÖND | BORDERLANDS á Listahátíð í Reykjavík verið frestað fram á haust. Áformað er að sýningin opni föstudaginn 21. ágúst 2020 í Landsbókasafni Íslands, í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 20. september. Nánar verður tilkynnt um sýninguna síðar.

JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn. Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, breytilegur og færanlegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.


🇬🇧 Due to the covid-19 pandemic our exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS at Reykjavík Arts Festival 2020, has been postponed until August – September. We plan to open the exhibition on Friday 21st of August at the National and University Library of Iceland – Þjóðarbókhlaðan – at Arngrímsgata 3 in Reykjavík. The exhibition will stand until September 20, 2020. We will post more information about the exhibition later.

The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA.

Myndin fyrir ofan er af bókverki Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur
Image above: book art by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir


Eldri frétt | Posted on

Við kynnum fleiri sýningar framundan! ARKIR undirbúa sýninguna JAÐARLÖND í Veröld – húsi Vigdísar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og í samvinnu við Vigdísarstofnun. JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn.

Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, breytilegur og færanlegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur til 4. júlí. 


🇬🇧 ARKIR prepare an artist’s book exhibition in Reykjavík in June. The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS will be held in Veröld – House of Vigdís at Reykjavík Arts Festival 2020, opening on Saturday 6 June, closing 4 July. Full program for Reykjavík Arts Festival will be revealed in April.

The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. The exhibition is in collaboration with Vigdís International Center

ÞÁTTTAKENDUR | PARTICIPANTS: 

Åse Eg Jørgensen (Denmark), Imi Maufe (Norway), Kestutis Vasiliunas (Lithuania), Nancy Campbell (UK), Rebecca Goodale (USA), Bożka Rydlewska (Poland) – og ARKIR: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður ÓðinsdóttirKristín GuðbrandsdóttirKristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg StefánsdóttirSvanborg Matthíasdóttir.


Myndin fyrir ofan er úr bókverki Nancy Campbell | Image above from: How to Say ‘I Love You’ in Greenlandic: An Arctic Alphabet by Nancy Campbell.

SPOR | TRACES

🇮🇸 Það er tímabært að kynna eitt af mörgum sýningarverkefnum ARKA. Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES verður sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi næstkomandi sumar, en að sýningunni standa nær tveir tugir listakvenna, íslenskra og erlendra. Það eru ellefu ARKIR ásamt gestum: sjö erlendum listakonum frá sex löndum. Gestir ARKA á sýningunni hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og þekkja því vel til Heimilisiðnaðarsafnsins og dýrgripanna sem þar eru varðveittir. Verkin á sýningunni kunna því að vísa í íslenskar textílhefðir, vefnað, útsaum, jurtalitun og fleira, auk þess að vera innblásin af náttúru Íslands, menningu kvenna og sögu. Sýningin mun standa fram til vors 2021 en halda þá vestur um haf.  

🇬🇧 It is time to introduce one of ARKIR’s book art projects: an upcoming exhibition in the Textile Museum in Blönduós, North Iceland. The exhibition SPOR | TRACES is an international collaborative project of nearly two dozen female artists. The eleven members of ARKIR have teamed up with seven artists from six countries and are preparing an exhibition of textile artist’s books. All seven artists from abroad have stayed at the artist residency in the Icelandic Textile Center, also in Blönduós. Some of the works in this exhibition will therefore refer to Icelandic textile traditions, weaving, embroidery, herbal dyeing and more, but also the Icelandic landscape and the history and culture of women. The exhibition will be available in Blönduós until spring 2021 and than travel to the US. 

Sýnendur – ARKIR og gestir | ARKIR AND GUESTS: 
Anna Snædís Sigmarsdóttir
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
Bryndís Bragadóttir
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Ingiríður Óðinsdóttir
Kristín Guðbrandsdóttir
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
Sigurborg Stefánsdóttir
Svanborg Matthíasdóttir
Julia Boros (Australia)
Cornelia Theimer Gardella (Germany)
Anne Greenwood (USA)
Catherine Ferland (Canada)
Catie Palmer (UK)
Clara Pinto (Argentina)
Emily Yurkevicz (USA)


Hér neðar: nokkur eldri textílbókverk ARKA / verk í vinnslu. Smellið á myndir til að stækka.
Below: some of ARKIR’s textile/book art. Click on images to enlarge.

Ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir & ARKIRNAR. Mynd efst | Artwork at top: Sigurborg Stefánsdóttir

Góð heimsókn | Visiting book artist: Anne Greenwood

🇮🇸 ARKIR fengu góða heimsókn á vordögum þegar bandaríska listakonan Anne Greenwood sótti okkur heim. Hún dvaldi í gestavinnustofu Textílsetursins á Blönduósi í apríl og maí, en hún vinnur verk sín í fjölbreytt efni, þar á meðal textíl. Það gildir líka um bókverkin hennar, eins og t.d. verkið Tapestry of Hours sem var unnið út frá ljóðabók Hazel Hall (1886-1924), Needlework Poems. Tapestry of Hours er unnin með margvíslegri tækni þar sem notað er krínólín, vélsaumur, náttúruleg litarefni, þrykk, vélsaumaður texti, handunninn útsaumur, laser prent o.fl. Fundir okkar og samræður leiddu til þess að ARKIR eru nú í samstarfi við Anne Greenwood og við stefnum að nýrri bókverkasýningu öðrum hvorum megin Atlantshafsins – ef ekki beggja vegna!


🇬🇧 This spring ARKIR were happy to meet Oregon based book and textile artist Anne Greenwood and learn more about her works of art. Anne was at a visiting artist at the residency at The Icelandic Textile Center in Blönduós for two months. Anne works in various media, textile and prints often a favored technique. She showed us the exquisite book art Tapestry of Hours inspired by Needlework Poems by Hazel Hall (1886-1924). The book is made using crinoline, machine sewing, natural dyes, pressure-printing, machine-stitched text, hand-embroidery, laser printing and pouchier. Our talks and exchanging of ideas has led to a collaboration with Anne and we will be working on a new exhibition to be held on either side of the Atlantic Ocean – hopefully both!