Myndir frá opnun SPOR EFTIR SPOR | Photos from opening

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR EFTIR SPOR opnaði 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi og ARKIR fögnuðum með gestum sínum.

Smellið á myndirnar til að stækka. Click on images to enlarge.

Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES. 

Sýningin er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.

🇬🇧 ARKIR’s textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”, opened October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. ARKIR celebrated with friends and guests.

The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Ljósmyndir: Svanborg Matthíasdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

SPOR EFTIR SPOR | Exhibition opening soon!

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR EFTIR SPOR opnar á fimmtudag, 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi. Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES. 

Sýningin er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.


🇬🇧 ARKIR’s textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”, opens on Thursday, October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Bókverk á kynningarmynd: | Book art by Bryndís Bragadóttir
Veggspjald hönnun: | Poster design: Áslaug Jónsdóttir

Haustannir | Busy autumn

🇮🇸 ARKIR sinna nú haustverkum af fullum krafti, undirbúa sýningar næstu missera og taka þátt í ýmsum viðburðum nær og fjær. Við flytjum nánari fréttir af næstu sýningum okkar síðar. Til að tengja saman vor og haust eftir sumarhlé hér á blogginu birtum við myndir frá vatnslita-vinnustofu í júní og tæpum á ýmsum viðburðum haustsins. 

🇬🇧 Summer went by fast and ARKIR are now already busy preparing the next exhibitions and taking part in art events near and far. We will bring more news of our next book art exhibitions later. To bridge the gap between the posts from last spring and upcoming events, here are short notes on various events this summer and autumn.


ÖRNÁMSKEIÐ ARKA | ARKIR MINI-WORKSHOP

🇮🇸 ARKIR gera sér far um að miðla reynslu og þekkingu sín á milli á ýmsum sviðum lista. Á örnámskeiði á Korpúlfsstöðum í júní var viðfangsefnið vatnslitir og þar stjórnaði Svanborg Matthíasdóttir styrkri hendi, sagði frá vatnslitun almennt, kynnti mismunandi tegundir vatnslita, pappír, verkfæri og aðferðir. Arnþrúður Ösp bætti við kynningu á indigolitun og eðli þess merka litar, en á verkstæði Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum mátti prófa virkt litabað. ARKIR notuðu þessa stund til að kanna ýmsa möguleika á því að lita pappír.

🇬🇧 As a group we aim to share experience and knowledge, not only concerning the book arts but also art in general. In June Svanborg gave us a lecture on watercolor, different types of colors, paper, methods and tools. Ösp added an introduction to indigo coloring, giving a demonstration using an active vat at Korpa, the studio of the Icelandic Textile Association at Korpúlfsstaðir. ARKIR enjoyed experimenting with colors and paper. 


MOMENTO MORI Í BANDARÍKJUNUM | 8th ARTIST’S BOOK TRIENNIAL IN USA

🇮🇸 Verk þriggja ARKA, þeirra Önnu Snædísar Sigmarsdóttur, Áslaugar Jónsdóttur og Kristínar Guðbrandsdóttur, voru valin á áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. Fimm verk hlutu sérstaka heiðursviðurkenningu, þar á meðal verk Önnu Snædísar, Death or memory. Sýningin, sem ber yfirskriftina „Memento Mori“, hefur nú þegar farið víða, bæði í heild sinni og sem úrval verka af heildarsýningunni – sjá lista hér neðar. Næst heldur sýningin til New York fylkis og opnar 1. nóvember 2019 í Reed Library of the State University of New York at Fredonia, USA. Sýningin stendur til 4. desember.  

MOMENTO MORI: FYRRI SÝNINGARSTAÐIR | LIST OF PAST VENUES:
2018 March 15–18, “Leipzig Book Fair“, Germany;
2018 May 18–20, “Data”, Urbino, Italy. The 8th Triennial will be the part of the “Urbino e le Citta del Libro” Festival (“Urbino – the Town of Book”);
2018 July 19 – September 23, “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania“, Vilnius, Lithuania;
2019 February 23 – March 10, “Museo Leone”, Vercelli, Italy;
2019 March 15 – April 13, Gallery SG, “Scuola Internazionale di Grafica“, Venice, Italy;
2019 June 14 – July 8, The Plunge Municipal Clock Tower Library, Lithuania;
2019 August 23 – September 29, “Evanston Art Center“, Evanston, IL, USA.

🇬🇧 Works by three members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir and Kristín Guðbrandsdóttir, were selected for the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018 along with over 60 other international works. The jury also gave “Honourable Mention” to five artists, one of them Anna Snædís, with her artist’s book, ‘Death or memory’ (see photo above). The exhibition has been traveling around Europe and the US (see list above) and is now to open in Reed Library of the State University of New York at Fredonia, USA, on the 1st of November. The exhibition is open until the 4th of December. 


NORRÆNA BÓKAVERKASAFNIÐ Á FERÐ | BIBLIOTEK NORDICA – NEXT STOPS

🇮🇸 Sex ARKIR eiga verk í farandbókaverkasafninu Bibliotek Nordica, sem er eitt af verkefnum CODEX NORDICA, en safnið samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum, en sýniseintak hefur farið víða. Næstu sýningarstaðir eru KKV, Malmø, Svíþjóð; Kunstbokmessen Bastard í Lillehammer, Noregi; Bókamessan í Frankfurt, Þýskalandi; og GIBCA, Konstepidemia Glass Room, í Göteborg, Svíþjóð.

🇬🇧 Six members of ARKIR are represented in the book art project Bibliotek Nordica, run by CODEX NORDICA, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries (see catalog here). The artists contributed with A6 format artist books for a specially designed and produced portable library, produced in an edition of 10. Bibliotek Nordica has been exhibited in the US and UK, next to be on display at KKV, Malmø, Sweden; Kunstbokmessen Bastard, Lillehammer, Norway; Frankfurt Book Fair, Germany; and GIBCA, Konstepidemia Glass Room, Göteborg, Sweden.


TORG LISTAMESSA | TORG ART FAIR IN REYKJAVÍK

🇮🇸 Fjórar ARKIR taka þátt í TORGI listamessu sem haldin er dagana 4.-6. október á Korpúlfsstöðum. TORG er sölu- og kynningarvettvangur fyrir myndlistarmenn, skipulagður af SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Sigurborg, Anna Snædís, Helga Pálína og Arnþrúður Ösp taka þátt í messunni sem haldin er í annað sinn í tengslum við Mánuð myndlistar. Meðfylgjandi myndir eru skjáskot af umfjöllun RÚV-Menningar. en þar var m.a. rætt við þær Sigurborgu Stefánsdóttur og Önnu Snædísi Sigmarsdóttur.

🇬🇧 Four members of ARKIR participate in TORG Art Fair, held for the second time by the Association of Icelandic Visual Artists (SÍM) at Korpúlfsstaðir center of art. Sigurborg, Anna Snædís, Helga Pálína and Ösp take all part. These photos are screenshots from RÚV’s footage in the culture program Menningin where Sigurborg and Anna Snædís were interviewed.


BLEIKUR OKTÓBER | PINK OCTOBER

🇮🇸 Tuttugu og fjórir listamenn sýna verk sín hjá HANDVERKI OG HÖNNUN á Eiðistorgi á sýningunni „Bleikur október“. Þar á meðal eru ARKIRNAR Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Sigurborg Stefánsdóttir. Októbermánuður verið tileinkaður baráttu gegn krabbameini hjá konum og bleiki liturinn hefur verið einkennislitur mánaðarins. Sýningarmunir eiga það allir sameiginlegt að vera bleikir. Verkin á sýningunni eru til sölu og gefa sýnendur hluta eða allan ágóða af seldum verkum til Krabbameinsfélagsins. Sýningin stendur út október og er opin alla virka daga kl. 9 – 16.

🇬🇧 Twenty-four artists show specially selected works at HANDVERK OG HÖNNUN – CRAFTS AND DESIGN CENTER at Eiðistorg this month. The exhibition is titled Pink October (Bleikur október), as all designs are pink and dedicated to the breast cancer awareness. All works are for sale and profits will be donated to the The Icelandic Cancer Society. The exhibition is open on weekdays from 9:00 to 16:00.


Ljósmyndir | photos: @ Helga Pálína Brynjólfsdóttir, @ Anna Snædís Sigmarsdóttir – RÚV/skjáskot – Handverk og hönnun skjáskot.

Bogga í Bændablaðinu – Farmers News likes Arts and Crafts Fair

Bændablaðið var að koma inn úr dyrunum. Og hver er ekki þar í fullum skrúða nema yfirörkin Sigurborg í Ráðhúsinu! Fín grein um Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Farmers News just came through the door. And guess who’s smiling big from the pages: Sigurborg with her fabulous cushions at the Arts and Crafts Fair in Reykjavik City Hall! 

Vorannir – Spring fever

Sem fyrr eru ARKIRNAR úti um allar trissur að sinna vorverkum: taka þátt í uppákomum, leggja útland undir fót, útskrifa nemendur úr lista- og handíðaskólum. Þrátt fyrir annir eru fundir nokkuð reglulegir og undanfarna mánuði hefur dagskráin hljóðað upp á margvísleg örnámskeið. Meira um örnámskeið ARKANNA síðar.

Spring fever is hitting us ARKIR! Not that there is much sight of summer in Iceland… Minus 5-8 °C at night, cold wind blowing at daytime. Otherwise we are busy working and traveling, taking part in all kinds of events, graduating art students from various schools of art and craft. Still we manage to meet regularly and have had great fun refreshing our book making with our own micro-courses. More on that later.

NÁMSKEIÐ Í BÓKAGERÐ – COURSES ON BOOK ART 

Það ber reyndar svo vel í veiði fyrir þá sem vilja kynna sér bókband og bókverkagerð að í haust standa til boða námskeið hjá Endurmenntunarskóla Tækniskólans. Í október 2012 hefst námskeið í Bókbandi fyrir byrjendur og í haust verður sjálf örkin Anna Snædís með námskeiðið: Bókagerð/Handgerðar bækur. Allar upplýsingar fást hjá Tækniskólanum.

Looking for courses on book art in Reykjavik? At The Technical College in Reykjavik there are two courses next autumn (2012). Bookbinding for beginners and our own ARKIR member Anna Snædís gives a course in book art: Book art / Handmade books. Check out the links!

(Ljósmynd/photo © Anna Snædís Sigmarsdóttir)

HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSINU – ARTS AND CRAFTS FAIR IN THE CITY HALL

HANDVERK OG HÖNNUN stóð fyrir sölusýningu nytjalistamanna í byrjun maí í Ráðhúsi Reykjavíkur, en næsta sýning verður í nóvember. Örkin Sigurborg stóð vaktina frá 3. til 7. maí og sýndi textíla og handgerð og prentuð kort eins og sjá má í kynningu á vef Handverks og hönnunar. Myndir frá sýningunni má skoða á Fésbókarsíðu H&H.

Contemporary ARTS AND CRAFTS FAIR was held in Reykjavik City Hall in May where artist working in textile, ceramics, glass, jewellery, horn and bone, wood, leather and fish skin exhibited and sold their works. One member of ARKIR, Sigurborg, made her way to the show, exhibiting printed textiles and handmade cards. Read more about HANDVERK OG HÖNNUN – CRAFTS AND ART and take a look at photos from the event by using the links.

(left: Ljósmynd/photo © Sigurborg Stefánsdóttir.
Below: Ljósmynd/photo © GI Handverk og hönnun – birt með leyfi)

Sigurborg í sölubásnum – Áslaug í innkaupaleiðangri.

SKRÍMSLAÞING – GATHERING OF MONSTERS

Barnabókahöfundurinn og leikskáldið í ARKAR-hópnum brá sér á skrímslaþing í Melasveitinni á dögunum. Áslaug var þar með vinnustofu ásamt meðhöfundum sínum að bókunum um skrímslin tvö, þeim Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sömu helgi var síðasta sýning á leikriti Áslaugar um skrímslin, sem frumsýnt var í desember í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Á þinginu voru því mikilir fagnaðarfundir. Eins og sagt er frá á vef Forlagsins þá er von á nýrri bók um skrímslin í haust.

Áslaug, the children’s book author and playwright in ARKIR, has been spending time with monsters. Her co-authors of the monster-series, the swedish author Kalle Güettler and faroese Rakel Helmsdal came to Iceland for a workshop and a happy gathering of monsters. At the same time it was the last performance of Áslaug’s children’s play about the two monsters, staged at Kúlan in the National Theater with premiere in December 2011. All the Nordic monsters had a ball and according to Forlagið publishing, a new monster book is to be released in the fall.

(Ljósmynd/photo © VS & Áslaug Jónsdóttir)