Námskeið með Åse Eg | ARKIR book art workshop

Í byrjun febrúar hittust ARKIR á daglöngu námskeiði hjá listakonunni og bókahönnuðinum Åse Eg Jørgensen, en þessar vikurnar stýrir hún þematengdri gestavinnustofu, „Printing Matter“, í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Þetta er í annað sinn sem Skaftfell skipuleggur vinnustofu með Åse, en þar er rýnt í prentaðferðir og bókverkagerð og gerðar tilraunir með þá miðla. Åse er ein af aðstandendum listaritsins Pist Protta og útgáfunnar Space Poetry sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn.

Við ARKIR njótum góðs af ferðum Åse til Íslands og þetta er í annað sinn sem við setjum upp litla vinnustofu í tengslum við heimsóknir hennar til landsins. Að þessu sinni gerðum við m.a. tilraunir með liti og prent úr heimafengnu grænmeti, skoðuðum endurtekningu og mynstur, samhengi og þræði, náttúruliti og tóna. Myndir frá fyrri vinnustofu sem fór fram tvo daga í janúar 2017 má sjá neðar á síðunni, en þá rýndum við í letur og leturform.


Early in February ARKIR met in a one-day-workshop with Danish book artist and designer Åse Eg Jørgensen, who is currently leading an artist residency program at Skaftfell Center for VIsual Art in Seyðisfjörður. This year’s thematic residency program in Skaftfell is “Printing Matter”, a three-week intensive program focusing on printmaking and artist book making. This is the second time Skaftfell arranges an artists book program with Åse Eg, who is one of the founders and possessor of the Danish experimental art magazine Pist Protta and Space Poetry Publishing.

ARKIR have been able to arrange short workshops with Åse in connection with her trips to Iceland, this year and in 2017. This time we did experiments with colors and prints from local vegetables, studied the notion of thread and repetition, patterns and natural colors. In January 2017 we had a two-days workshop studying letters and letterforms, see photos further below.



2018 – ARKIR workshop

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 


2017 – ARKIR workshop

ARKIR á bókverkanámskeið með Åse Eg Jørgensen í janúar 2017.
Happy ARKIR in a book art workshop with Danish artist Åse Eg Jørgensen in 2017. 

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ljósmyndir | Photos: @ Áslaug Jónsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir

ARKIR á bókverkaþríæringi | Selected artists at the International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018

Á dögunum var tilkynnt um val dómnefndar á verkum sem verða til sýnis á Áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. Þrjár listakonur úr hópi ARKA munu sýna þar verk sín, þær Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir. Sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna en að auki hlutu fimm verk sérstaka heiðursviðurkenningu, þar á meðal verk Önnu Snædísar, Death or memory, sem má sjá á myndinni hér fyrir ofan.

Að þessu sinni ber sýningin yfirskriftina „Memento Mori“. Sex manna dómnefnd valdi verk á sýninguna sem fer víðsvegar um heiminn, bæði í heild sinni og sem úrval verka af heildarsýningunni. Listi yfir sýningarstaði 2018-2019 má sjá neðar í póstinum.


The selected artists for the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018 have now been announced. Three artists from the ARKIR group are amongst exhibitors: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir.

Also, for the first time the jury decided to give “Honourable Mention” to five artists, and one of them is ARKIR member Anna Snædís Sigmarsdóttir, with her artist’s book, ‘Death or memory’ (see photo above). Congratulations to Anna Snædís!

International jury members were: Dr. Michael Braunsteiner – Art Director, Contemporary Art Museum Admont, Austria; Mag. Barbara Eisner-B. – Initiator & Guest Curator, Contemporary Art Museum Admont, Austria; Prof. Martin Gredler – Werbe Design Akademie, Salzburg, Austria; Roberta Vaigeltaite-V. – Artist, Artist’s Book Creator, Lithuania; Evaldas Mikalauskis – Artist, Artist’s Book Creator, Lithuania; and Prof. Kestutis Vasiliunas – Vilnius Academy of Arts, Lithuania.

The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. See list of scheduled exhibitions below.



Listi yfir sýningarstaði 2018-2019:
Schedule of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018,
further information and dates to be updated:

2018: March 15–18, “Leipzig Book Fair”, Germany.
2018: May 14–20, “Data”, Urbino, Italy. The 8th Triennial will be the part of the “Urbino e le Citta del Libro” Festival (“Urbino – the Town of Book”).
2018: August-September – “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania”, Vilnius, Lithuania.
2019: Spring – “Museo Leone”, Vercelli, Italy.
2019: “Complesso Monumentale Guglielmo II”, Monreale, Sicilia, Italy.
2019: 8 March – 13 April, “Scuola Internazionale di Grafica”, Venice, Italy.
2019: Gallery “Tryk2”, Bornholm, Denmark.
2019: Summer, “Evanston Art Center”, Evanston, IL, USA.
2019: November, Fredonia State University, USA.