Í byrjun febrúar hittust ARKIR á daglöngu námskeiði hjá listakonunni og bókahönnuðinum Åse Eg Jørgensen, en þessar vikurnar stýrir hún þematengdri gestavinnustofu, „Printing Matter“, í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Þetta er í annað sinn sem Skaftfell skipuleggur vinnustofu með Åse, en þar er rýnt í prentaðferðir og bókverkagerð og gerðar tilraunir með þá miðla. Åse er ein af aðstandendum listaritsins Pist Protta og útgáfunnar Space Poetry sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn.
Við ARKIR njótum góðs af ferðum Åse til Íslands og þetta er í annað sinn sem við setjum upp litla vinnustofu í tengslum við heimsóknir hennar til landsins. Að þessu sinni gerðum við m.a. tilraunir með liti og prent úr heimafengnu grænmeti, skoðuðum endurtekningu og mynstur, samhengi og þræði, náttúruliti og tóna. Myndir frá fyrri vinnustofu sem fór fram tvo daga í janúar 2017 má sjá neðar á síðunni, en þá rýndum við í letur og leturform.
Early in February ARKIR met in a one-day-workshop with Danish book artist and designer Åse Eg Jørgensen, who is currently leading an artist residency program at Skaftfell Center for VIsual Art in Seyðisfjörður. This year’s thematic residency program in Skaftfell is “Printing Matter”, a three-week intensive program focusing on printmaking and artist book making. This is the second time Skaftfell arranges an artists book program with Åse Eg, who is one of the founders and possessor of the Danish experimental art magazine Pist Protta and Space Poetry Publishing.
ARKIR have been able to arrange short workshops with Åse in connection with her trips to Iceland, this year and in 2017. This time we did experiments with colors and prints from local vegetables, studied the notion of thread and repetition, patterns and natural colors. In January 2017 we had a two-days workshop studying letters and letterforms, see photos further below.
2018 – ARKIR workshop
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
2017 – ARKIR workshop
ARKIR á bókverkanámskeið með Åse Eg Jørgensen í janúar 2017.
Happy ARKIR in a book art workshop with Danish artist Åse Eg Jørgensen in 2017.
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
Ljósmyndir | Photos: @ Áslaug Jónsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir