ARKIR kíkja í Gullkistuna | ARKIR at ‘Book Iceland’ seminar

🇮🇸 ARKIRNAR Helga Pálína og Svanborg mættu á dögunum í listamiðstöðina Gullkistuna að Laugarvatni og kynntu þar verk og starfsemi ARKA. Í Gullkistunni fór fram námskeiðið „Book Iceland“ með bandarísku listakonunni Brooke Holve sem leiðbeindi listamönnum í gestavinnustofu tileinkaðri bókverkum. Sýning á afrakstri námskeiðsins opnar í dag, 27. júní 2018 klukkan 16-18 í Gullkistunni, sjá nánar á Fb.

Mynd efst: Svanborg Matthíasdóttir kynnir verk ARKA á bókverkanámskeiði í Gullkistunni.
Mynd hér fyrir neðan: Brooke Holve (tv) leiðbeinir á námskeiðinu Book Iceland.

🇬🇧 ARKIR members and delegates Helga Pálína and Svanborg visited Gullkistan Art Center at Laugarvatn the other day, and gave an introduction of the activity and art of ARKIR Book Arts Group. Current at Gullkistan Art Center was the book arts seminar Book Iceland with artist Brooke Holve from California, who instructed artists at the residency. An exhibition of book art, at the end of the seminar, opens today June 27 2018, at 4-6 pm, at Gullkistan, see Fb-event.

Photo at top: Svanborg Matthíasdóttir giving a talk on works by ARKIR at Gullkistan book arts seminar.
Photo above: Brooke Holve (left) instructing artist at the book arts seminar at Gullkistan.

Ljósmyndir | photos: © Helga Pálína Brynjólfsdóttir

Námskeið með Åse Eg | ARKIR book art workshop

Í byrjun febrúar hittust ARKIR á daglöngu námskeiði hjá listakonunni og bókahönnuðinum Åse Eg Jørgensen, en þessar vikurnar stýrir hún þematengdri gestavinnustofu, „Printing Matter“, í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Þetta er í annað sinn sem Skaftfell skipuleggur vinnustofu með Åse, en þar er rýnt í prentaðferðir og bókverkagerð og gerðar tilraunir með þá miðla. Åse er ein af aðstandendum listaritsins Pist Protta og útgáfunnar Space Poetry sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn.

Við ARKIR njótum góðs af ferðum Åse til Íslands og þetta er í annað sinn sem við setjum upp litla vinnustofu í tengslum við heimsóknir hennar til landsins. Að þessu sinni gerðum við m.a. tilraunir með liti og prent úr heimafengnu grænmeti, skoðuðum endurtekningu og mynstur, samhengi og þræði, náttúruliti og tóna. Myndir frá fyrri vinnustofu sem fór fram tvo daga í janúar 2017 má sjá neðar á síðunni, en þá rýndum við í letur og leturform.


Early in February ARKIR met in a one-day-workshop with Danish book artist and designer Åse Eg Jørgensen, who is currently leading an artist residency program at Skaftfell Center for VIsual Art in Seyðisfjörður. This year’s thematic residency program in Skaftfell is “Printing Matter”, a three-week intensive program focusing on printmaking and artist book making. This is the second time Skaftfell arranges an artists book program with Åse Eg, who is one of the founders and possessor of the Danish experimental art magazine Pist Protta and Space Poetry Publishing.

ARKIR have been able to arrange short workshops with Åse in connection with her trips to Iceland, this year and in 2017. This time we did experiments with colors and prints from local vegetables, studied the notion of thread and repetition, patterns and natural colors. In January 2017 we had a two-days workshop studying letters and letterforms, see photos further below.



2018 – ARKIR workshop

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 


2017 – ARKIR workshop

ARKIR á bókverkanámskeið með Åse Eg Jørgensen í janúar 2017.
Happy ARKIR in a book art workshop with Danish artist Åse Eg Jørgensen in 2017. 

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ljósmyndir | Photos: @ Áslaug Jónsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir

Gestir á Safnanótt 2014 – Guests on Museum Night

ARKIRsafnanott 1-1

Arnþrúður Ösp guiding at Museum Night 2014

Á Safnanótt, föstudagskvöldið 7. febrúar, stóðu ARKIR fyrir leiðsögn og bókagerðarsmiðju í tengslum við sýninguna HEIMA í Norræna húsinu. Fjölmargir gestir nýttu sér ókeypis aðgang og óvenjulegan opnunartíma safnanna allt til miðnættis.
– – –
Art lovers enjoyed Museum Night on Friday night, February 7th, at Reykjavík Winter Lights Festival 2014. ARKIR invited guests to a guided tour around the book art exhibition HOME in the Nordic house, as well as giving a free workshop in book making. 

ARKIRsafnanott-2b

Anna Snædís teaching the tricks of simple origami book making

ARKIRsafnanott-2

Helga Pálína giving lessons at the book making workshop

Það var svo óvænt ánægja að hitta einn af erlendu listamönnunum sem taka þátt í sýningunni HEIMA: Julia Pars frá Grænlandi. Hún var stödd á Íslandi til að taka þátt í öðru norrænu verkefni á Safnanótt, margmiðlunarinnsetningunni Vetrarljós í anddyri Þjóðminjasafnsins á vegum TURA YA MOYA listasmiðjunnar. (Sjá tengla!)
– – –

Julia Pars and her book HOME

Julia Pars and her book HOME

And then we got an unexpected visitor! We were delighted to meet one of the artists from Greenland: Julia Pars, who participates in the book art exhibition HOME. She was visiting Iceland for another Nordic project: an installation in the foyer of the National museum at the Reykjavík Winter Lights Festival 2014. The multimedia installation „Winter Light“ is a project of the art group TURA YA MOYA, run by Danish artist Karen Thastum. (See links!) 

ARKIRsafnanott-27

Karen Thastum, founder of Tura Ya Moya, and Julia Pars

Fleiri myndir frá Safnanótt 2014 í Norræna húsinu:
More photos from Museum Night 2014 in the Nordic house:

Við sýningarsalina í Norræna húsinu má áfram finna leiðbeiningar að einföldum bókarbrotum, pappír og aðstöðu til bókagerðar fyrir gesti sýningarinnar. Skoðið sýninguna HEIMA og prófið bókarbrotin!
– – –
Paper and the easy-to-follow instructions are still available for guests in the Nordic house if you care to try out some simple origami book folding. See the exhibition HOME and get inspired!

Viðburðir í vændum – Upcoming events

Næstu helgi verður mikið um dýrðir fyrir unnendur pappírs- og bókverka. Námskeið og sýningar tengd bókverkum og origami verða haldin bæði í Breiðholtinu og Garðabænum.

Origami – Brot í brot. Sýning og námskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Artwork: Dave and Assia Brill From www. gerduberg.is

Artwork: Dave and Assia Brill
From www. gerduberg.is

Nú á fimmtudag 24. janúar opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á pappírverkum eftir Dave og Assia Brill. Í kynningu um sýninguna segir:

„Á sýningunni eru einstök og heillandi pappírslistaverk eftir hjónin Dave og Assiu Brill. Þau hafa hannað fjölda bréfbrota, gefið út bækur, fengist við kennslu og sýnt verk sín víða um heim. Verk þeirra voru flutt sérstaklega til landsins fyrir sýninguna í Gerðubergi og verða þau viðstödd opnunina.“ 

Föstudag og laugardag 26. – 27. janúar leiðbeina þau síðan á origami-námskeiði fyrir hönnuði, lista- og handverksfólk. ARKIR munu fjölmenna á námskeiðið og vonandi má fregna af því síðar.

Sjá nánar á heimasíðu Gerðubergs – Menningarmiðstöðvar.
Heimasíða Dave Brill.

Klippt og skorið. Skapandi bókverk og einfalt bókband í Hönnunarsafni Íslands.

Svo er það okkar eigin ÖRK, Sigurborg Stefánsdóttir, sem verður með fyrirlestur og vinnusmiðju í Hönnunarsafni Íslands föstudaginn 25. janúar 2013, frá kl. 9:00 -15:00. Eins og segir í kynningu:

Þann 25. janúar 2013 standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu þar sem viðfangsefnið verður skapandi bókverk og einfalt bókband. Fyrirlesari og kennari verður Sigurborg Stefánsdóttir grafískur hönnuður og forsprakki ,,Arkanna”, félagsskapar sem staðið hefur fyrir spennandi bókverkasýningum hér heima og erlendis. Sigurborg hefur einnig starfað sem kennari m.a. við Myndlista- og handíðaskólann / Listaháskólann og kennt grafíska hönnun og
Fyrri hluti, fyrirlestur. Klippt og skorið, fyrirlestur um skapandi bókverk og einfalt bókband. Kynntar verða til sögunnar fjölmargar aðferðir við að búa til bókverk, mismunandi bókarbrot og skapandi bókverk hönnuða skoðuð.
Síðari hluti, vinnusmiðja. Þátttakendur búa til bókverk og velta fyrir sér með tilraunum  breytilegu formi bókarinnar og möguleikum hennar. Á staðnum verða gamlar bækur sem þátttakendur geta notað sem efnivið í tilraunirnar.

Sjá nánar á heimasíðu Hönnunarsafns Íslands.
Heimasíða Sigurborgar.
– – –

Workshops, lectures, courses and exhibitions!

We are looking forward to next weekends events: workshops, courses and exhibitions of book art and origami! What a treat for paper and book art lovers!

Origami Art: Exhibition and to-days workshop in Gerðuberg Art Center

In Gerðuberg Art Center origami-artists Dave and Assia Brill show their work in an exhibition which opens Thursday January 24. And on Friday and Saturday 25.-26. of January they teach in a course for designers, artists and craftsmen.

See GERÐUBERG ART CENTER.
Dave Brill’s homepage.

Creative bookmaking: Lecture and workshop in Museum of Design 

In Museum of Design and Applied Art in Garðabær, Sigurborg Stefánsdóttir, visual artist and member of ARKIR will be giving lecture and workshop next Friday, January 25, from 9 am to 3 pm.

See MUSEUM OF DESIGN AND APPLIED ART.
Sigurborg Stefánsdóttir homepage.

See you there folks!

Bókverk - Sigurborg

Að loknu námskeiði – Book arts workshop

Önnum kafnar ARKIR hafa ekki birt tíðindi á bókablogginu um langa hríð. Það er ekki þar með sagt að bækur hafi ekki verið á dagskránni. ARKIRNAR hafa sinnt bókum af öllu tagi, á bókasýningum og bókamessum, við bókagerð, bóklestur, bókaútgáfu, bókaskrif …

Í síðustu frétt greindum við frá bókverkanámskeiði sem þá var í vændum í Gerðubergi. Rebecca Goodale sýndi bókverk og hélt námskeið í lok ágúst. ARKIRNAR Inga og Sigurborg tóku þátt í vinnustofunni og hér fyrir neðan má sjá dæmi um bækur sem þær unnu á námskeiðinu. Einnig má sjá ljósmyndir frá námskeiðinu á heimasíðu Gerðubergs eða heimasíðu ljósmyndarans.

– – –

Dear readers! You have been missing news about ARKIR’s book art, haven’t you? Now, where were we …?

As our last post was to let you all know about Rebecca Goodale’s workshop and exhibition in Gerðuberg Culture Center in August, it’s only proper to give an update on the event. Busy as we all are, only two of ARKIR members made it to Goodale’s course in book art. Inga and Sigurborg enjoyed the workshop and tried out different type of book forms and bindings. See photos below. There are also very nice photos from the workshop at Gerðuberg’s website or at the photographer’s website.

Námskeið í bókverkagerð – Book art course in August

Rebecca Goodale verður með þriggja daga námskeið í bókverkagerð í Gerðubergi 24.-26. ágúst 2012. Lesið meira um námskeiðið hér. Á sama tíma verður hún með sýningu á verkum sínum. Gullið tækifæri fyrir bókaverkafólk til að kynnast nýjum aðferðum! Hér er einnig stutt myndband.

Rebecca Goodale gives book art course in Gerðuberg Culture Center, Reykjavík, 24.-26. of August 2012 and exhibits her work same place. (Further reading in Icelandic here and a short video here.) Something to look forward to! 

Vorannir – Spring fever

Sem fyrr eru ARKIRNAR úti um allar trissur að sinna vorverkum: taka þátt í uppákomum, leggja útland undir fót, útskrifa nemendur úr lista- og handíðaskólum. Þrátt fyrir annir eru fundir nokkuð reglulegir og undanfarna mánuði hefur dagskráin hljóðað upp á margvísleg örnámskeið. Meira um örnámskeið ARKANNA síðar.

Spring fever is hitting us ARKIR! Not that there is much sight of summer in Iceland… Minus 5-8 °C at night, cold wind blowing at daytime. Otherwise we are busy working and traveling, taking part in all kinds of events, graduating art students from various schools of art and craft. Still we manage to meet regularly and have had great fun refreshing our book making with our own micro-courses. More on that later.

NÁMSKEIÐ Í BÓKAGERÐ – COURSES ON BOOK ART 

Það ber reyndar svo vel í veiði fyrir þá sem vilja kynna sér bókband og bókverkagerð að í haust standa til boða námskeið hjá Endurmenntunarskóla Tækniskólans. Í október 2012 hefst námskeið í Bókbandi fyrir byrjendur og í haust verður sjálf örkin Anna Snædís með námskeiðið: Bókagerð/Handgerðar bækur. Allar upplýsingar fást hjá Tækniskólanum.

Looking for courses on book art in Reykjavik? At The Technical College in Reykjavik there are two courses next autumn (2012). Bookbinding for beginners and our own ARKIR member Anna Snædís gives a course in book art: Book art / Handmade books. Check out the links!

(Ljósmynd/photo © Anna Snædís Sigmarsdóttir)

HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSINU – ARTS AND CRAFTS FAIR IN THE CITY HALL

HANDVERK OG HÖNNUN stóð fyrir sölusýningu nytjalistamanna í byrjun maí í Ráðhúsi Reykjavíkur, en næsta sýning verður í nóvember. Örkin Sigurborg stóð vaktina frá 3. til 7. maí og sýndi textíla og handgerð og prentuð kort eins og sjá má í kynningu á vef Handverks og hönnunar. Myndir frá sýningunni má skoða á Fésbókarsíðu H&H.

Contemporary ARTS AND CRAFTS FAIR was held in Reykjavik City Hall in May where artist working in textile, ceramics, glass, jewellery, horn and bone, wood, leather and fish skin exhibited and sold their works. One member of ARKIR, Sigurborg, made her way to the show, exhibiting printed textiles and handmade cards. Read more about HANDVERK OG HÖNNUN – CRAFTS AND ART and take a look at photos from the event by using the links.

(left: Ljósmynd/photo © Sigurborg Stefánsdóttir.
Below: Ljósmynd/photo © GI Handverk og hönnun – birt með leyfi)

Sigurborg í sölubásnum – Áslaug í innkaupaleiðangri.

SKRÍMSLAÞING – GATHERING OF MONSTERS

Barnabókahöfundurinn og leikskáldið í ARKAR-hópnum brá sér á skrímslaþing í Melasveitinni á dögunum. Áslaug var þar með vinnustofu ásamt meðhöfundum sínum að bókunum um skrímslin tvö, þeim Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sömu helgi var síðasta sýning á leikriti Áslaugar um skrímslin, sem frumsýnt var í desember í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Á þinginu voru því mikilir fagnaðarfundir. Eins og sagt er frá á vef Forlagsins þá er von á nýrri bók um skrímslin í haust.

Áslaug, the children’s book author and playwright in ARKIR, has been spending time with monsters. Her co-authors of the monster-series, the swedish author Kalle Güettler and faroese Rakel Helmsdal came to Iceland for a workshop and a happy gathering of monsters. At the same time it was the last performance of Áslaug’s children’s play about the two monsters, staged at Kúlan in the National Theater with premiere in December 2011. All the Nordic monsters had a ball and according to Forlagið publishing, a new monster book is to be released in the fall.

(Ljósmynd/photo © VS & Áslaug Jónsdóttir)