Arkirnar sléttar og felldar – Enjoying Origami

OrigamiAssiaBrill2013

ARKIRNAR fjórar sem mættu á námskeið hjá origami-listamönnunum Dave og Assia Brill  í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi verða nú að játa á sig æði mörg brot. Námskeiðið var tveggja daga öflugt grunnnámskeið þar sem nemendur sátu einbeittir frá morgni til kvölds við að brjóta pappírinn rétt og rækilega. Kennararnir voru engir aukvisar í faginu: þau hjónin hafa stundað origami listina í árafjöld, með ótal sýningar og viðurkenningar að baki.

Í Gerðubergi stendur yfir stórgóð sýning á verkum þeirra og einnig nokkurra félaga í Origami Ísland. Sýningin stendur til 24. mars.
– – –
The four of us ARKIR who were lucky enough to take part in a two-days intensive Origami course at Gerðuberg Culture Center last weekend had a great time folding paper and learning to understand the art of origami. Teachers Dave and Assia Brill were admirably patient and thorough in their instructions as they lectured us in basic origami folding.

An ongoing exhibition at Gerðuberg gives a view on their art: beautiful and clever designs and amazing sculptures. Go see their art and also origami by members of Origami Iceland at Gerðuberg Culture Center! Exhibition’s last date: March 24. 

OrigamiDaveBrill2

Tenglar – Links:
Um sýninguna í Gerðubergi / More information on the exhibition at Gerðuberg‘s website.
Heimasíða: Dave and Assia Brill – homepage.
Mbl-Sjónvarp: Heimsklassa origami í Gerðubergi / Morgunblaðið Newspaper video from the exhibition, stating: “World-class origami in Gerðuberg”.

Origami – part of the weekend’s pupils work – by Áslaug

More Origami links shared by Assia and Dave Brill:
History:
Origami Resource Center – History of Origami
British Origami Society – David Lister – The Lister List
Senbazuru Orikata – the first known origami book (1797)
Symbols and bases:
Yoshizawa–Randlett system
Organisations:
British Origami Society
Origami USA
Supplies:
Viereck Verlag
Nicolas Terry’s shop
Origami USA catalog
Private sites:
Robert Lang
Michael LaFosse
Satoshi Kamiya
Akira Yoshizawa

Viðburðir í vændum – Upcoming events

Næstu helgi verður mikið um dýrðir fyrir unnendur pappírs- og bókverka. Námskeið og sýningar tengd bókverkum og origami verða haldin bæði í Breiðholtinu og Garðabænum.

Origami – Brot í brot. Sýning og námskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Artwork: Dave and Assia Brill From www. gerduberg.is

Artwork: Dave and Assia Brill
From www. gerduberg.is

Nú á fimmtudag 24. janúar opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á pappírverkum eftir Dave og Assia Brill. Í kynningu um sýninguna segir:

„Á sýningunni eru einstök og heillandi pappírslistaverk eftir hjónin Dave og Assiu Brill. Þau hafa hannað fjölda bréfbrota, gefið út bækur, fengist við kennslu og sýnt verk sín víða um heim. Verk þeirra voru flutt sérstaklega til landsins fyrir sýninguna í Gerðubergi og verða þau viðstödd opnunina.“ 

Föstudag og laugardag 26. – 27. janúar leiðbeina þau síðan á origami-námskeiði fyrir hönnuði, lista- og handverksfólk. ARKIR munu fjölmenna á námskeiðið og vonandi má fregna af því síðar.

Sjá nánar á heimasíðu Gerðubergs – Menningarmiðstöðvar.
Heimasíða Dave Brill.

Klippt og skorið. Skapandi bókverk og einfalt bókband í Hönnunarsafni Íslands.

Svo er það okkar eigin ÖRK, Sigurborg Stefánsdóttir, sem verður með fyrirlestur og vinnusmiðju í Hönnunarsafni Íslands föstudaginn 25. janúar 2013, frá kl. 9:00 -15:00. Eins og segir í kynningu:

Þann 25. janúar 2013 standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu þar sem viðfangsefnið verður skapandi bókverk og einfalt bókband. Fyrirlesari og kennari verður Sigurborg Stefánsdóttir grafískur hönnuður og forsprakki ,,Arkanna”, félagsskapar sem staðið hefur fyrir spennandi bókverkasýningum hér heima og erlendis. Sigurborg hefur einnig starfað sem kennari m.a. við Myndlista- og handíðaskólann / Listaháskólann og kennt grafíska hönnun og
Fyrri hluti, fyrirlestur. Klippt og skorið, fyrirlestur um skapandi bókverk og einfalt bókband. Kynntar verða til sögunnar fjölmargar aðferðir við að búa til bókverk, mismunandi bókarbrot og skapandi bókverk hönnuða skoðuð.
Síðari hluti, vinnusmiðja. Þátttakendur búa til bókverk og velta fyrir sér með tilraunum  breytilegu formi bókarinnar og möguleikum hennar. Á staðnum verða gamlar bækur sem þátttakendur geta notað sem efnivið í tilraunirnar.

Sjá nánar á heimasíðu Hönnunarsafns Íslands.
Heimasíða Sigurborgar.
– – –

Workshops, lectures, courses and exhibitions!

We are looking forward to next weekends events: workshops, courses and exhibitions of book art and origami! What a treat for paper and book art lovers!

Origami Art: Exhibition and to-days workshop in Gerðuberg Art Center

In Gerðuberg Art Center origami-artists Dave and Assia Brill show their work in an exhibition which opens Thursday January 24. And on Friday and Saturday 25.-26. of January they teach in a course for designers, artists and craftsmen.

See GERÐUBERG ART CENTER.
Dave Brill’s homepage.

Creative bookmaking: Lecture and workshop in Museum of Design 

In Museum of Design and Applied Art in Garðabær, Sigurborg Stefánsdóttir, visual artist and member of ARKIR will be giving lecture and workshop next Friday, January 25, from 9 am to 3 pm.

See MUSEUM OF DESIGN AND APPLIED ART.
Sigurborg Stefánsdóttir homepage.

See you there folks!

Bókverk - Sigurborg

Austurlenskar arkir – Origami books

Origamibooks2

ARKIRNAR hittust yfir sushi og bókabrotum í síðustu viku – skylduverkefnið var ein eldsnögg origami-bók fyrir matinn. Og svo var haldið áfram með HEIMA-verkefnið. Sumum miðar betur en öðrum. Engin spurning að engifer og wasabi höfðu góð áhrif á vinnu kvöldsins.

Arkir og origami

IF YOU DON’T MAKE YOUR BOOK YOU CAN’T HAVE ANY SUSHI! We needed to spice up our meetings so we went for sushi and origami book-making last week. Everyone made a small origami book in a snap. And then some are making more progress than others in “HOMEmaking”: making books for next CONTEXT exhibition with the theme: HOME.

Heimili, hrollvekjur og innblástur – Homes, horror and inspiration

Við höldum áfram að stúdera hús, heimili og híbýli í bókum. Myndin hér að ofan sýnir opnu úr bókinni „Light Houses – A pop-up Gallery of Americas Most Beloved Beacons“. Fletti-sprettibók með vitum. (Bókin er í eigu ónefndrar ARKAR með vita-blæti).

Hrekkjavakan var í gær. Fellibylurinn Sandy gerði mikið meira en grikk og alls ekkert gott. Hundruðir manna standa heimilislausir. Í New York eru mörg hús og heimili í rúst eins og sjá má í þessari ljósmyndaseríu í NYT. Heimili og heimur: veröldin hefur kannski ekki hrunið, en sennilega eru margir litlir „heimar“ glataðir. Vonandi rísa húsin aftur á ný, rétt eins og pappírshús Daisy Lew: NY pop-up.

Tengd hrekkjavökunni er þessi umfjöllun á It’s Nice Thatum sýningu á kirigami-verkum eftir Marc Hagan-Guirey. Það eru pappírsverk sem sýna hús úr hinum ýmsu hryllingsmyndum: Horrorgami.

Hér eru fleiri kirigami hús:
Houses made of paper
Architectural Origami Inspiration

Það má svo toppa netvafrið með því að kíkja á fallega bókverkið hans Ólafs Elíassonar: YOUR HOUSE.

Áfram með HEIMAvinnuna!

– – –

We keep on studying homes and houses in books. The photo shows a spread from “Light Houses – A pop-up Gallery of Americas Most Beloved Beacons”. A fine pop-up book.

Yesterday was Halloween, celebrated in number of countries, not so much here in the Iceland where ghosts and such walk about everyday. In New York there wasn’t much celebration, but real horror. Devastated homes, damaged houses. (See Photos in NYT). So many people have lost their homes, possessions… – a big part of their lives? We hope the best for NYC. Rise and shine like Daisy Lew’s pop-ups:  NY pop-up.

Halloween activities are all about fictional horror. I came pass an article on It’s Nice That about kirigami sculptures by Marc Hagan-Guirey. They are paper sculptures of houses from famous horror movies like The Shining, The Addams Family, Psycho and more. See his Horrorgami.

If you hungry for more kirigami: 
Houses made of paper
Architectural Origami Inspiration

But as to end with a great piece of art, there is this beautiful book by Ólafur Elíasson: YOUR HOUSE.

Happy HOMEwork!