Opnun! | Exhibition opening!

🇮🇸 Það voru glaðar ARKIR sem mættu í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi sunnudaginn 13. júní 2021. Þá var eftir langa bið loks haldin formleg opnun bókverkasýningarinnar SPOR, sem hefur nú sitt annað sýningarár í safninu. Það þarf auðvitað ekki að tíunda ástæður þess að samkoman frestaðist svo fram úr hófi.

Það var því sérstaklega hátíðleg stemming með ræðum og söng í salarkynnum safnsins. Elín S. Sigurðardóttir forstöðukona kynnti sýninguna og bauð gesti velkomna og bæjarstjóri Blönduóss, Valdimar O. Hermannsson, opnaði sýninguna. Okkar eigin ÖRK, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir söng af hjartans list og fjallaði um bókverkin og leiðir listamannanna að sköpuninni.

ARKIR voru að endingu leystar út með góðum gjöfum frá safninu, með riti Halldóru Bjarnadóttur: Vefnaður á Íslenzkum heimilum, sem gefið var út í vandaðri endurgerð árið 2009, á vegum Heimilisiðnaðarsafnsins.

Tenglar:
SPOR | TRACES – síða með upplýsingum um sýninguna, verkin og listamennina.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi.
Frétt í Feyki um opnunina.

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge.
Ljósmyndir | photos: © Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir

🇬🇧 On Sunday June 13, 2021, our exhibition SPOR | TRACES finally had a formal opening in the Textile Museum in Blönduós – with just over a year’s delay! (We all know why!) The exhibition has now been extended for one more year and we were truly happy to come together with guests at Blönduós.

The atmosphere was festive, with speeches and singing in the exhibition room. Elín S. Sigurðardóttir, director, presented the exhibition and welcomed guests, and the mayor of Blönduós, Valdimar O. Hermannsson, formally opened the exhibition. Our own ARKIR-member, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir introduced the artists and their paths to creation and art, – and graced the ceremony with songs of spring by poets from the area. Altogether a fine day at the Museum and happy gathering after a long time of social distancing.

Links:
SPOR | TRACES:
Photos and information about the exhibition, the artists and the art works.
The Textile Museum in Blönduós.
News on the local news site Feykir about the opening.

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge.
Ljósmyndir | photos: © Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir

SPOR | TRACES 2021-2022 Exhibition extended

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES var sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi 2020 og fær nú að njóta annars sumars á Blöndubökkum. Safnið opnar dyr fyrir gestum í dag, 1. júní 2021, en bókverkin verða til sýnis á safninu allt næsta sýningarár. Lesa má um verkin og skapara þeirra á síðunni hér: SPOR | TRACES. Við mælum auðvitað með heimsókn á Blönduós!


🇬🇧 Our textile book art exhibition SPOR | TRACES was the summer exhibition in the Textile Museum in Blönduós last year – and is now ready for another summer at this lovely museum on the banks of river Blanda. The exhibition has been extended for a whole year – which will hopefully be less restrained by the pandemic. The museum will open today, 1st June 2021, and of course we recommend a visit to Blönduós!

Photos and information on the exhibited works and their creators available on this page: SPOR | TRACES.

Ljósmyndir | photos: © listamennirnir | the artists

Smellið á myndir til að stækka. Click on images to enlarge.
© ljósmyndir: listamennirnir | © photos: the artists