Námskeið í bókverkagerð – Book art course in August

Rebecca Goodale verður með þriggja daga námskeið í bókverkagerð í Gerðubergi 24.-26. ágúst 2012. Lesið meira um námskeiðið hér. Á sama tíma verður hún með sýningu á verkum sínum. Gullið tækifæri fyrir bókaverkafólk til að kynnast nýjum aðferðum! Hér er einnig stutt myndband.

Rebecca Goodale gives book art course in Gerðuberg Culture Center, Reykjavík, 24.-26. of August 2012 and exhibits her work same place. (Further reading in Icelandic here and a short video here.) Something to look forward to! 

Bókverk í fréttum – Book art in the news

Myndlist í sjónvarpsfréttum er greinilega yfirleitt ætluð til slökunar eftir allar vondu fréttirnar. (Nema hægt sé að flokka listviðburðinn undir umdeildan skandal). Myndlistarfréttir koma í lok frétta eins og myndir af sólarlaginu, fuglum á hreiðri, sauðburði og hundasýningum. Nú á þriðjudag var lokaskotið frá bókverkasýningunni Netverk bókverka í Norræna húsinu sem ARKARbloggið fjallaði um hér. Það hentaði sjónvarpsmönnum greinilega ekki að sýna djásnin í glerkössunum, en þess í stað var blaðað í bókunum sem eru í raun dálítið utan sýningar. Þar á meðal nokkrum bókum eftir fulltrúa ARKANNA. Skotið kemur í lok frétta, eftir íþróttir, að sjálfsögðu. Sjá hér, ljósmyndirnar eru skjámyndir.

Our book art in the Nordic house made the news! Yeahhh! Ok, it was the cute little shot in the end of the news program. Usually it’s the sunset, children playing in the extra good weather (good weather always makes the news in Iceland), the first newborn lambs, dog shows, a bird nesting in someones shoes … but occasionally art makes its way. So you can see a glimpse of three books by Sigurborg and one by Áslaug. For the whole clip (all the precious seconds) see here, at the end of the program, after sports (íþróttir), these photos are merely stills. More about the exhibition here and on our blog here.