Sýningaropnun í Flórída | Opening: Elemental Iceland

🇮🇸 Sýningin ELEMENTAL ICELAND opnar í dag í Florida State University Museum of Fine Arts í Tallahassee, Florída, í Bandaríkjunum. ARKIR sýna þar valin bókverk úr sýningunni BORDERLAND. Sýning stendur frá 14. október til 7. desember 2019.

🇬🇧 Opening today! The art exhibition ELEMENTAL ICELAND opens in MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts, Tallahassee, Florida, USA today, October 14th. ARKIR exhibit selected works from our exhibition BORDERLAND that travelled in the US in 2018. The exhibition is open from October 14 to December 7, 2019.

Ljósmyndir | photos: © MOFA.

Bókverkasýning ARKA í MOFA, USA | Elemental Iceland

🇮🇸 Í vor barst ÖRKUM tilboð um að sýna verk í Florida State University Museum of Fine Arts í Tallahassee, Florída, í Bandaríkjunum. Sýnd eru valin bókverk úr sýningunni BORDERLAND sem meðal annars var sett upp í tveimur sýningarsölum í Bandaríkjunum á árinu 2018. Sýningin í MOFA nefnist Elemental Iceland og stendur frá 14. október til 7. desember 2019. Sýningarstjóri að hálfu ARKA er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. Á sýningunni Elemental Iceland eru einnig verk eftir Valgerði Hauksdóttur, Elvu Hreiðarsdóttur, Soffíu Sæmundsdóttur, Rósu Sigrúnu, Önnu Gunnarsdóttur, Önnu Þóru, Nicole Pietrantoni og Jóhann Eyfells.

🇬🇧 ARKIR are happy to announce an upcoming exhibition in the US as they take part in the art exhibition Elemental Iceland in MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts, Tallahassee, Florida, USA. The invitation to take part was appreciated and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir served as ARKIR’s curator, selecting works from our exhibition BORDERLAND that travelled in the US in 2018.

The exhibition is introduced thus: “Contemporary graphic, textile, and sculptural works from Iceland addressing the island nation’s unique landscapes, geology, and cultural history rooted in materials derived from the earth and sea. Featured artists: Valgerdur Hauksdóttir, Elva Hreidarsdottir, Soffia Sæmundsdóttir, Rosa Sigrun, Anna Gunnarsdottir, Anna Thóra, Nicole Pietrantoni, Johann Eyfells, and members of the ARKIR Book Arts Group.”

The exhibition is open from October 14 to December 7, 2019.

Ljósmyndir | photos: © MOFA.

Leiðangur á Blönduós | A visit to the Textile Museum

🇮🇸 Í haust var það eitt af fyrstu verkum ARKA að heimsækja Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og skoða þar ýmsa dýrgripi, sem og aðstæður til sýningahalds. Forstöðumaður safnsins, Elín S. Sigurðardóttir, tók vel á móti okkur þennan svala septemberdag. Við munum segja frá áformum okkar og verkefnum tengdum textílum síðar.

Í ferðinni heimsóttum við einnig Brimslóð Atelier og nutum góðra veitinga að hætti húsbænda þar. Við mælum heilshugar með áhugaverðu safni og fyrirtaks veitingastað á Blönduósi.  

🇬🇧 On a cold day in mid-September ARKIR made a trip to the northern parts of Iceland and visited the Textile Museum in Blönduós. We had a meeting with the knowledgeable director of the museum, Elín S. Sigurðardóttir, and had the opportunity to get inspired by the many unique and exquisite textiles and handcrafts that are exhibited at the museum. We will bring more news on the subject of textiles and book art later on. 

We also visited the charming Brimslóð Atelier for a good lunch. Both to be recommended: an interesting museum and a nice restaurant in the village of Blönduós


Ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir © Helga Pálína Brynjólfsdóttir © Arnþrúður Ösp Karlsdóttir.

Haustannir | Busy autumn

🇮🇸 ARKIR sinna nú haustverkum af fullum krafti, undirbúa sýningar næstu missera og taka þátt í ýmsum viðburðum nær og fjær. Við flytjum nánari fréttir af næstu sýningum okkar síðar. Til að tengja saman vor og haust eftir sumarhlé hér á blogginu birtum við myndir frá vatnslita-vinnustofu í júní og tæpum á ýmsum viðburðum haustsins. 

🇬🇧 Summer went by fast and ARKIR are now already busy preparing the next exhibitions and taking part in art events near and far. We will bring more news of our next book art exhibitions later. To bridge the gap between the posts from last spring and upcoming events, here are short notes on various events this summer and autumn.


ÖRNÁMSKEIÐ ARKA | ARKIR MINI-WORKSHOP

🇮🇸 ARKIR gera sér far um að miðla reynslu og þekkingu sín á milli á ýmsum sviðum lista. Á örnámskeiði á Korpúlfsstöðum í júní var viðfangsefnið vatnslitir og þar stjórnaði Svanborg Matthíasdóttir styrkri hendi, sagði frá vatnslitun almennt, kynnti mismunandi tegundir vatnslita, pappír, verkfæri og aðferðir. Arnþrúður Ösp bætti við kynningu á indigolitun og eðli þess merka litar, en á verkstæði Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum mátti prófa virkt litabað. ARKIR notuðu þessa stund til að kanna ýmsa möguleika á því að lita pappír.

🇬🇧 As a group we aim to share experience and knowledge, not only concerning the book arts but also art in general. In June Svanborg gave us a lecture on watercolor, different types of colors, paper, methods and tools. Ösp added an introduction to indigo coloring, giving a demonstration using an active vat at Korpa, the studio of the Icelandic Textile Association at Korpúlfsstaðir. ARKIR enjoyed experimenting with colors and paper. 


MOMENTO MORI Í BANDARÍKJUNUM | 8th ARTIST’S BOOK TRIENNIAL IN USA

🇮🇸 Verk þriggja ARKA, þeirra Önnu Snædísar Sigmarsdóttur, Áslaugar Jónsdóttur og Kristínar Guðbrandsdóttur, voru valin á áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. Fimm verk hlutu sérstaka heiðursviðurkenningu, þar á meðal verk Önnu Snædísar, Death or memory. Sýningin, sem ber yfirskriftina „Memento Mori“, hefur nú þegar farið víða, bæði í heild sinni og sem úrval verka af heildarsýningunni – sjá lista hér neðar. Næst heldur sýningin til New York fylkis og opnar 1. nóvember 2019 í Reed Library of the State University of New York at Fredonia, USA. Sýningin stendur til 4. desember.  

MOMENTO MORI: FYRRI SÝNINGARSTAÐIR | LIST OF PAST VENUES:
2018 March 15–18, “Leipzig Book Fair“, Germany;
2018 May 18–20, “Data”, Urbino, Italy. The 8th Triennial will be the part of the “Urbino e le Citta del Libro” Festival (“Urbino – the Town of Book”);
2018 July 19 – September 23, “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania“, Vilnius, Lithuania;
2019 February 23 – March 10, “Museo Leone”, Vercelli, Italy;
2019 March 15 – April 13, Gallery SG, “Scuola Internazionale di Grafica“, Venice, Italy;
2019 June 14 – July 8, The Plunge Municipal Clock Tower Library, Lithuania;
2019 August 23 – September 29, “Evanston Art Center“, Evanston, IL, USA.

🇬🇧 Works by three members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir and Kristín Guðbrandsdóttir, were selected for the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018 along with over 60 other international works. The jury also gave “Honourable Mention” to five artists, one of them Anna Snædís, with her artist’s book, ‘Death or memory’ (see photo above). The exhibition has been traveling around Europe and the US (see list above) and is now to open in Reed Library of the State University of New York at Fredonia, USA, on the 1st of November. The exhibition is open until the 4th of December. 


NORRÆNA BÓKAVERKASAFNIÐ Á FERÐ | BIBLIOTEK NORDICA – NEXT STOPS

🇮🇸 Sex ARKIR eiga verk í farandbókaverkasafninu Bibliotek Nordica, sem er eitt af verkefnum CODEX NORDICA, en safnið samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum, en sýniseintak hefur farið víða. Næstu sýningarstaðir eru KKV, Malmø, Svíþjóð; Kunstbokmessen Bastard í Lillehammer, Noregi; Bókamessan í Frankfurt, Þýskalandi; og GIBCA, Konstepidemia Glass Room, í Göteborg, Svíþjóð.

🇬🇧 Six members of ARKIR are represented in the book art project Bibliotek Nordica, run by CODEX NORDICA, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries (see catalog here). The artists contributed with A6 format artist books for a specially designed and produced portable library, produced in an edition of 10. Bibliotek Nordica has been exhibited in the US and UK, next to be on display at KKV, Malmø, Sweden; Kunstbokmessen Bastard, Lillehammer, Norway; Frankfurt Book Fair, Germany; and GIBCA, Konstepidemia Glass Room, Göteborg, Sweden.


TORG LISTAMESSA | TORG ART FAIR IN REYKJAVÍK

🇮🇸 Fjórar ARKIR taka þátt í TORGI listamessu sem haldin er dagana 4.-6. október á Korpúlfsstöðum. TORG er sölu- og kynningarvettvangur fyrir myndlistarmenn, skipulagður af SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Sigurborg, Anna Snædís, Helga Pálína og Arnþrúður Ösp taka þátt í messunni sem haldin er í annað sinn í tengslum við Mánuð myndlistar. Meðfylgjandi myndir eru skjáskot af umfjöllun RÚV-Menningar. en þar var m.a. rætt við þær Sigurborgu Stefánsdóttur og Önnu Snædísi Sigmarsdóttur.

🇬🇧 Four members of ARKIR participate in TORG Art Fair, held for the second time by the Association of Icelandic Visual Artists (SÍM) at Korpúlfsstaðir center of art. Sigurborg, Anna Snædís, Helga Pálína and Ösp take all part. These photos are screenshots from RÚV’s footage in the culture program Menningin where Sigurborg and Anna Snædís were interviewed.


BLEIKUR OKTÓBER | PINK OCTOBER

🇮🇸 Tuttugu og fjórir listamenn sýna verk sín hjá HANDVERKI OG HÖNNUN á Eiðistorgi á sýningunni „Bleikur október“. Þar á meðal eru ARKIRNAR Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Sigurborg Stefánsdóttir. Októbermánuður verið tileinkaður baráttu gegn krabbameini hjá konum og bleiki liturinn hefur verið einkennislitur mánaðarins. Sýningarmunir eiga það allir sameiginlegt að vera bleikir. Verkin á sýningunni eru til sölu og gefa sýnendur hluta eða allan ágóða af seldum verkum til Krabbameinsfélagsins. Sýningin stendur út október og er opin alla virka daga kl. 9 – 16.

🇬🇧 Twenty-four artists show specially selected works at HANDVERK OG HÖNNUN – CRAFTS AND DESIGN CENTER at Eiðistorg this month. The exhibition is titled Pink October (Bleikur október), as all designs are pink and dedicated to the breast cancer awareness. All works are for sale and profits will be donated to the The Icelandic Cancer Society. The exhibition is open on weekdays from 9:00 to 16:00.


Ljósmyndir | photos: @ Helga Pálína Brynjólfsdóttir, @ Anna Snædís Sigmarsdóttir – RÚV/skjáskot – Handverk og hönnun skjáskot.