Land/brot – Book art exhibition

ARKIRlandBROT2014web

ARKIRNAR Ösp og Helga Pálína höfðu hraðar hendur þegar þær gengu frá sýningarskrá og veggspjaldi fyrir bókverkasýninguna land/brot í Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Sýningin stendur til 30. ágúst. Lesið fyrri póst um sýninguna “land/brot” hér.

Hönnun veggspjalda og sýningarskrár: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.
Ljósmyndir hér fyrir neðan: Helga Pálína.

• • •

Catalog and poster printed and sent to Hali! With skilled hands ARKIR members Helga Pálína and Ösp folded a stack of catalogs for ARKIR’s book art exhibition: “land/brot”, at Þórbergur Center and Country Hotel at Hali Suðursveit.
Read also previous post about the title and exhibition land/brot here

Poster and catalog design by ARKIR member Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.
Photos below: Helga Pálína.

landbrotHP1515 landbrotHP1516 landbrotHP1517

 

ARKIR brjóta land – ARKIR working the land

Hali1Osp

 

Nýverið lögðu nokkrar ARKIR af stað út á land með bókverk í farteskinu. Ferðinni var heitið að Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Þar opnar í júní lítil sýning sem ber heitið land/brot.

Á sýningunni land/brot má sjá brot af verkum úr smiðju ARKANNA, en flest tengjast þau á einhvern hátt landi eða löndum í breiðum skilningi: landi sem jörð og náttúru, eða landi sem afmörkuðu svæði á jarðarkringlunni eins og það er skilgreint með landamærum og nafngiftum. Sýningin land/brot verður þáttur í stærra verkefni eða röð sýninga, en með sýningunni á Hala vilja ARKIR leggja land undir fót og hefja nýja ferð um margbrotnar lendur bókverkanna.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá undirbúningi og nokkur verkanna á sýningunni.

• • •

ARKIR are opening a small book art exhibition at Þórbergur Center and Country Hotel at Hali Suðursveit, in the South East of Iceland. The title of the exhibition is “land/brot” referring to the theme “land” in the broadest sense of the term as well as “brot” that has many meanings in Icelandic: “a fraction”, “a piece”, “a crease”, “a format”. “Landbrot” also means erosion from the sea, “the breaking of the land”. Little “land/brot” will be a part of a bigger exhibition or series of smaller exhibitions ARKIR are planning. There are both new works and older works at Hali, although just a fragment of ARKIR works, all referring to the theme LAND. 

Below: Photos from preparations and exhibition work.
Ljósmyndir: / Photos by: Svanborg, Áslaug and Ösp.

HaliAslaug 0391_2

Steinarnir tala – Anna Snædís Sigmarsdóttir

 

Hali1Svanborg

 

 

 

HEIMA og heiman – HOME in Denmark

Velkomin heim - Ingiríður Óðinsdóttir

Velkomin heim – Ingiríður Óðinsdóttir

Farandsýningin HEIMA, hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik, er til sýnis í Doverodde Købmandsgaard á Norður Jótlandi til 13. júní, en þá heldur hún áfram til Kaupmannahafnar og verður til sýnis í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge frá 21. júní til 25. ágúst. Já, í Köben, kóngsins Köbenhöfn

Hér er blogg-færsla um bókverkin með myndum hjá Doverodde Book Arts og hér eru enn fleiri myndir á Flickr-síðu þeirra.

• • •

The travelling exhibition: HOME, hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik, can be viewed in Doverodde Købmandsgaard in Jutland until June 13th. It will then be exhibited in the cultural center Nordatlantens Brygge (The North Atlantic House) in Copenhagen, where the exhibition is hosted from June 21st until 25th of August. 

Here is Doverodde Book Arts’ blog with an article about the exhibition (in Danish) and here are more photos on their Flickr-page.  

ARKIR 1 20.1.2014

book art by Marianne Laimer