LAND á Skriðuklaustri | Book Art at Skriðuklaustur Centre for Culture & History

🇮🇸 Sýningin LAND opnar á Skriðuklaustri í Fljótsdal laugardaginn 2. apríl kl 14.00. Opið er 11 -17 alla daga meðan sýningin stendur yfir. Sýningarlok eru sunnudaginn 1. maí klukkan 17.00.

Verkin á sýningunni hafa mörg hver verið sýnd víða um heim en að þessu sinni hafa verkin verið valin sérstaklega með sýningarrými Skriðuklausturs í huga. Heiti sýningarinnar, LAND, hefur víða og fjölþætta skírskotun sem snertir hvert mannsbarn. Ef til vill eru fá orð merkingarþrungnari, nú þegar við blasa umbrotatímar í náttúru og mannheimum. Landið er grundvöllur lífsins, jörðin sem við ræktum og höfum undir fótum, landið er fósturjörð og fjarlæg lönd, undirstaða sjálfsmyndar einstaklinga og þjóða.

🇬🇧 LAND – book art exhibition. Opening on April 2nd at 2 pm in Skriðuklaustur, Centre of Culture and History, Fljótsdalur, East Iceland.

Bókverk á veggspjaldi | book art by: Svanborg Matthíasdóttir.
Hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir

Sýningar í undirbúningi | Exhibitions 2022

🇮🇸 Þessa dagana vinna ARKIR ötullega að undirbúningi á margvíslegum bókverkasýningum. Í byrjun næsta mánuðar opnar sýning á Skriðuklaustri í Fljótsdal og 23.-24. apríl taka ARKIR þátt í BABE, bókverkamessunni í Bristol. Þá eru sýningar fyrirhugaðar í Reykjavík í sumar og haust og á næsta ári þiggjum við boð um að sýna í Portland, Oregon. Allt krefst undirbúnings og áætlana svo það er í mörgu að snúast!

🇬🇧 ARKIR are currently working on various book art exhibitions. At the beginning of next month, an exhibition opens in Skriðuklaustur, Centre of Culture and History in East Iceland and ARKIR will also take part in BABE, Bristol Artist’s Book Event, April 23rd-24th. Exhibitions are also planned in Reykjavík this summer and fall and we have accept invitation to exhibit in Portland, Oregon in 2023. All events require preparation and planning so ARKIR have their hands full at the moment!

Verk á myndum eftir: | Images: art works by: Sigurborg Stefánsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir,
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.