🇮🇸 Sýningin LAND opnar á Skriðuklaustri í Fljótsdal laugardaginn 2. apríl kl 14.00. Opið er 11 -17 alla daga meðan sýningin stendur yfir. Sýningarlok eru sunnudaginn 1. maí klukkan 17.00.
Verkin á sýningunni hafa mörg hver verið sýnd víða um heim en að þessu sinni hafa verkin verið valin sérstaklega með sýningarrými Skriðuklausturs í huga. Heiti sýningarinnar, LAND, hefur víða og fjölþætta skírskotun sem snertir hvert mannsbarn. Ef til vill eru fá orð merkingarþrungnari, nú þegar við blasa umbrotatímar í náttúru og mannheimum. Landið er grundvöllur lífsins, jörðin sem við ræktum og höfum undir fótum, landið er fósturjörð og fjarlæg lönd, undirstaða sjálfsmyndar einstaklinga og þjóða.
🇬🇧 LAND – book art exhibition. Opening on April 2nd at 2 pm in Skriðuklaustur, Centre of Culture and History, Fljótsdalur, East Iceland.
Bókverk á veggspjaldi | book art by: Svanborg Matthíasdóttir.
Hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir