🇮🇸 Á dögunum héldu fjórar ARKIR austur í Fljótsdal með bókverkasýningu í farteskinu. Sýningin LAND opnaði svo á Skriðuklaustri laugardaginn 2. apríl 2022. Ingiríður, Anna Snædís, Sigurborg og Svanborg önnuðust uppsetningu og sýningarstjórn og nutu aðstoðar og gestrisni starfsfólks Skriðuklausturs. Sýninguna er að finna í tveimur sýningarrýmum í húsinu: „Stásstofunni“ og „Gallerí Klaustur“. Opið er 11 -17 alla daga meðan sýningin stendur yfir. Sýningarlok eru sunnudaginn 1. maí klukkan 17.00.
🇬🇧 On April 2nd ARKIR opened the book art exhibition LAND at Skriðuklaustur, Centre of Culture and History, Fljótsdalur, East Iceland. Four ARKIR members: Ingiríður, Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg took care of the exhibition curation and installation and enjoyed the help and hospitality of Skriðuklaustur’s staff. The art works are installed in two exhibition spaces in the building: “Stásstofan” and “Galleri Klaustur”. The centre is open 11 -17 every day during the exhibition. The exhibition ends on Sunday 1 May at 17.00.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on images for larger view.
Ljósmyndir: Svanborg Matthíasdóttir
🇮🇸 Verkin á sýningunni hafa mörg hver verið sýnd víða um heim en að þessu sinni hafa verkin verið valin sérstaklega með sýningarrými Skriðuklausturs í huga. Heiti sýningarinnar, LAND, hefur víða og fjölþætta skírskotun sem snertir hvert mannsbarn. Ef til vill eru fá orð merkingarþrungnari, nú þegar við blasa umbrotatímar í náttúru og mannheimum. Landið er grundvöllur lífsins, jörðin sem við ræktum og höfum undir fótum, landið er fósturjörð og fjarlæg lönd, undirstaða sjálfsmyndar einstaklinga og þjóða.
🇬🇧 Many of the works have been exhibited previously in Iceland and abroad around the world, but this time the works have been selected especially with Skriðuklaustur’s exhibition spaces in mind, but new works are also exhibited here for the first time. The name of the exhibition, LAND, has a wide reference that every human being can relate to. Perhaps few words are more relevant and important now that we are facing times of upheaval both in nature and communities of men. The land is the basis of life, the land we cultivate and have under our feet, the land is a homeland and far-away lands, the basis of the identity of individuals and nations.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on images for larger view.
Ljósmyndir: Svanborg Matthíasdóttir
🇮🇸 Hér fyrir ofan: einstakar, handgerðar skissu- og minnisbækur í safnverslun Skriðuklausturs.
🇬🇧 Above: One-of-a-kind handmade sketchbooks in the museum shop at Skriðuklaustur.
Ljósmyndir: Svanborg Matthíasdóttir og Sigurborg Stefánsdóttir