Undanfarnar vikur höfum við kynnt verk á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er „Nýir landnemar“ eftir Jóhönnu M. Tryggvadóttur. Hún kynnir verkið í myndum og texta hér fyrir neðan.
Nýir landnemar eftir Jóhönnu M. Tryggvadóttur
„Ég hef verið að skoða nokkra nýja landnema sem hafa sest hér að á Íslandi undanfarna áratugi. Þessir landnemar bera enga virðingu fyrir landamærum og gefa okkur ekkert annað val en að sætta okkur við lífshætti þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að nýjar aðstæður hafa skapast hér á landi á undanförnum áratugum sem gerir þeim kleift að setjast hér að. Þar má first nefna hnatthlýnun, alþjóðleg ferðalög og aukin innflutningur á vörum.
Að minnsta kosti þrír af þessum nýbúum skapa hjá okkur óttatilfinningu, eins og lúsmý, skógarmítill og spánarsnigill. Ég hef eftir fremsta megni reynt að rannsaka þessi kvikindi með forvitni og reynt að sjá fegurð í sjónrænum smáatriðunum í stað þess að einblína á þær staðreyndir hversu mikil skaðvaldur þau geta verið.
Að síðustu lá leið mín að glókolli sem einnig er nýr nýbúi. Þessi minnsti fugl Evrópu er aftur á móti velkomin í flóru okkar þar sem hann er, auk þess að vera augnayndi, hjálplegur við að eyða sitkalúsinni. Þrátt fyrir afleiðingar loftlagsbreytinga og breyttar lífsvenjur þá gefur þessi litli fugl mér von um að náttúran leitist þrátt fyrir allt við að ná jafnvægi, en við þurfum að læra að hlusta á hana.“
In the last weeks we have been posting photos and information on a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here Jóhanna M. Tryggvadóttir presents her artwork “New immigrants”.
New immigrants by Jóhanna M. Tryggvadóttir
“I have been investigating several new immigrants who have settled in Iceland over the last decades. These settlers respect no borders and we have no choice other than to accept their way of life. Studies have shown that the conditions necessary for these small animals to settle in Iceland have been created gradually through global warming, international travel and increased imports of goods.
Three of these new settlers elicit in us dread and a fear of the unknown. These are Ceratopogonidae (biting midges, no-see-ums), Ixodes ricinus (castor bean ticks) and Arion vulgaris (Spanish slug). I have studied all of these creatures with curiosity and an open mind, making an effort to see the beauty of their features and details instead of looking at the damage they can do.
Finally, there is Regulus regulus (the goldcrest ), the smallest bird in Europe, which is such a welcome addition to our bird life and which helps in the fight against green spruce aphids on the Sitka spruce. This little bird makes me hope that nature itself strives to achieve a natural balance. What we need to do is to give nature more attention and respect.“
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.