Nýir landnemar | New immigrants – Jóhanna M. Tryggvadóttir

Undanfarnar vikur höfum við kynnt verk á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er „Nýir landnemar“ eftir Jóhönnu M. Tryggvadóttur. Hún kynnir verkið í myndum og texta hér fyrir neðan.

Nýir landnemar eftir Jóhönnu M. Tryggvadóttur

„Ég hef verið að skoða nokkra nýja landnema sem hafa sest hér að á Íslandi undanfarna áratugi. Þessir landnemar bera enga virðingu fyrir landamærum og gefa okkur ekkert annað val en að sætta okkur við lífshætti þeirra. 
Rannsóknir hafa sýnt að nýjar aðstæður hafa skapast hér á landi á undanförnum áratugum sem gerir þeim kleift að setjast hér að. Þar má first nefna hnatthlýnun, alþjóðleg ferðalög og aukin innflutningur á vörum.


Að minnsta kosti þrír af þessum nýbúum skapa hjá okkur óttatilfinningu, eins og lúsmý, skógarmítill og spánarsnigill. Ég hef eftir fremsta megni reynt að rannsaka þessi kvikindi með forvitni og reynt að sjá fegurð í sjónrænum smáatriðunum í stað þess að einblína á þær staðreyndir hversu mikil skaðvaldur þau geta verið.


Að síðustu lá leið mín að glókolli sem einnig er nýr nýbúi. Þessi minnsti fugl Evrópu er aftur á móti velkomin í flóru okkar þar sem hann er, auk þess að vera augnayndi, hjálplegur við að eyða sitkalúsinni.
 Þrátt fyrir afleiðingar loftlagsbreytinga og breyttar lífsvenjur þá gefur þessi litli fugl mér von um að náttúran leitist þrátt fyrir allt við að ná jafnvægi, en við þurfum að læra að hlusta á hana.


In the last weeks we have been posting photos and information on a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here Jóhanna M. Tryggvadóttir presents her artwork “New immigrants”.

New immigrants by Jóhanna M. Tryggvadóttir

“I have been investigating several new immigrants who have settled in Iceland over the last decades. These settlers respect no borders and we have no choice other than to accept their way of life. Studies have shown that the conditions necessary for these small animals to settle in Iceland have been created gradually through global warming, international travel and increased imports of goods.

Three of these new settlers elicit in us dread and a fear of the unknown. These are Ceratopogonidae (biting midges, no-see-ums), Ixodes ricinus (castor bean ticks) and Arion vulgaris (Spanish slug). I have studied all of these creatures with curiosity and an open mind, making an effort to see the beauty of their features and details instead of looking at the damage they can do.

Finally, there is Regulus regulus (the goldcrest ), the smallest bird in Europe, which is such a welcome addition to our bird life and which helps in the fight against green spruce aphids on the Sitka spruce. This little bird makes me hope that nature itself strives to achieve a natural balance. What we need to do is to give nature more attention and respect.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

HEIMA – Thoughts on HOME

Níu meðlimir ARKAR-hópsins eiga verk á sýningunni HEIMA, sem stendur nú yfir í Norræna húsinu. Þegar farandsýningin var sett upp í Silkeborg á síðasta ári birtum við hér á vefnum hugleiðingar um nokkur verkanna. Nú rifjum við upp þessar kynningar. Smellið á verkin til að lesa meira um hugmyndirnar á bak við verkin og listamennina sjálfa.
Sýningin í Norræna húsinu er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12 – 17. Sýningunni lýkur 23. febrúar.
– – –
When the exhibition HOME opened in Silkeborg in Denmark last year, each one of us in ARKIR wrote a short text about the idea behind one artist’s book we had made for the exhibition. That way we made a series of blogposts on the theme: HOME. The exhibition has travelled from Denmark to Nuuk in Greenland and is now to be seen in the Nordic house in Reykjavík. Click on the images to read more about some of ARKIR works.
The exhibition in the Nordic house is open Tuesdays to Sundays from 12 to 5 pm. Open until 23. February.

SigurborgSt Zoo1    Inga HEIM1    AnnaS Scand1
Sigurborg Stefánsdóttir: Zoo  |  Ingiríður Óðinsdóttir: Home – at home  |  Anna Snædís Sigmarsdóttir: Skandinavian furniture 1960

Heima – Litur    @heima by Osp 2    BryndisBraga 20steps1
Svanborg Matthíasdóttir: Home – Color  |  Arnþrúður Ösp Karlsdóttir: @Heima  |  Bryndís Bragadóttir: 20 steps backwards from home

Friðsæl heimili - Peaceful homes by Helga Pálína      JMT RightsTo 1      AslaugJons Babel 1
Helga Pálína Brynjólfsdóttir: Peaceful homes  |  Jóhanna M. Tryggvadóttir: The Right of Return  |  Áslaug Jónsdóttir: Tower of Babel

Réttur til að snúa aftur heim – The Right of Return by Jóhanna

Kynning á íslenskum verk á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn
[5] Svanborg: Heima – Litur   [6] Bryndís: 20 skref afturábak frá heimilinu   

Introduction of some of ARKIR’s works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
[5] Svanborg: Heima – Litur  [6] 20 Steps Backwards From Home   

© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir

JMT RightsTo 1

listamaður: Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
titill: Réttur til að flytja ; Réttur til að snúa aftur ; Engin réttindi
stærðir: 30,5 x 11,5  /  22 x 14  /  25,5 x17
efni og aðferð: Blönduð tækni, endurunnar gamlar bækur með resin og býflugnavaxi, hefðbundin bókagerð.
ár: 2013

Á sýningunni Heim : heima sýnir Jóhanna Margrét meðal annars þrjár bækur í fagurrauðu bandi. Saman mynda þær eitt verk sem hún lýsir svo:
„Fyrsta hugmyndin mín var að fá vini og fjölskyldumeðlimi til þess að skrifa niður öll heimilisföng þeirra staða sem þeir höfðu búið á frá því þeir fæddust og til þessa dags. Allir tóku mjög vel í þá bón og það gladdi mig hve skemmtilegt þeim fannst þetta verkefni. Allir fóru að rifja upp fortíðina og vildu vera mjög nákvæmir, ekki gleyma neinum stað. Í gegnum þessa upprifjun spunnust margar skemmtilegar sögur sem nær undantekningarlaust voru góðar og hlýjar minningar. Þá fór ég að hugsa um hve misjöfn örlög okkar eru, eftir því hvar á jarðarkringlunni við fæðumst. Í því samhengi hugsaði ég til Palestínsku þjóðarinnar og ákvað að vinna eina bók sem vísaði til þeirra Palestínumanna sem flæmdir voru burt frá heimilum sínum 1948 og rétt þeirra til þess að snúa aftur heim. Síðustu bókina nefni ég svo Gaza. Það svæði er nokkru minna að flatarmáli en Reykjavík og Kópavogur, höfuðborgarsvæði frjálsrar þjóðar sem telur um 322.000 manns. Á Gaza er 1,4 milljónum manna haldið föngnum í örbirgð, öryggisleysi, þjáningu og niðurlægingu, – réttlausum.“ 

artist: Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
titles: The Right to Move ; The Right of Return ; No Rights
sizes: 30,5 x 11,5  /  22 x 14  /  25,5 x17
materials and method: Mixed media, recycled books with resin and beeswax, traditional bookmaking.
year: 2013

In the exhibition Home, Jóhanna Margrét exhibits three books in bright red covers. Although they differ in form and sizes, together the three books form a whole. Jóhanna explains the concept:My first idea was to get friends and family to write down all the addresses of the places they have lived at since they were born and to this day. Everyone was very keen to do it and started to review their past and wanted to be very accurate, not forgetting a single address. Through those lists many stories popped up which included almost invariably good and warm memories. Then I started thinking about how very different fortunes are, depending on where we are born in the world.
In that context, I thought of Palestine and decided to make a book that refers to the Palestinian people who were forced from their home in 1948 and their right to return back home. The last book has a hole where it says: Gaza. The Gaza Strip is just fairly larger than Reykjavík, the capitol of a free nation counting about 322.000 people. In Gaza 1.4 million people are held prisoners in extreme poverty, insecurity and humiliation – with no rights.“ 

Jóhanna stundaði nám í Kent Institute of Art and Design, England, Glasgow school of art, The Icelandic College of Arts and Crafts og lauk auk þess námi í kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Hún kennir listgreinar við framhaldsskóla og vinnur að bókverkum sem hún hefur sýnt á samsýningum hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar á Íslandi.

Jóhanna studied art at Kent Institute of Art and Design, England, Glasgow school of art, The Icelandic College of Arts and Crafts and finished teaching ecucation at the University of Iceland. She lives and works in Iceland, teaches arts, makes artbooks and takes part in group exhibitions in Iceland and abroad. 

Jóhanna M. Tryggvadóttir

Nánari upplýsingar um listamanninn:
For further information about the artist contact:
Jóhanna M. Tryggvadóttir    @    fb