Bókaðar í MUU! | BOOKED in MUU

🇮🇸 Um helgina opnaði bókverkasýningin BOOKED 2022 í MUU, samtímalistamiðstöðinni í Helsinki. Þar eru til sýnis yfir 300 valin listverk eftir 286 listamenn. Á meðal valinna verka eru bókverk eftir Sigurborgu Stefánsdóttur.

Norræna bókverkasafnið Bibliotek Nordica var einnig valið á sýninguna. Bibliotek Nordica er eitt af verkefnum Codex Polaris og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Sex ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.

Sýningin BOOKED stendur frá 26. nóvember til 18. desember 2022 í MUU Helsinki Contemporary Art Centre, Cable Factory, Tallberginkatu 1 C, Helsinki.

🇬🇧 This weekend the exhibition BOOKED opened 2022 in MUU, Helsinki Contemporary Art Centre, exhibiting over 300 artist’s books, limited edition publications and artworks by 286 artists. Among selected artists from open call is ARKIR member Sigurborg Stefánsdóttir.

The exhibition is devoted to books made by artists, conceptual literature and text-based artworks that is organized by MUU, Finland’s interdisciplinary art association. Included in the exhibition is Bibliotek Nordica, a book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. Six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir, are represented in the art book library. For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.

The exhibition BOOKED will run from 26 November to 18 December 2022 in MUU Helsinki Contemporary Art Centre, Cable Factory, Tallberginkatu 1 C, Helsinki.

Sýningaropnun í Bergen | SIGLA BINDA

🇮🇸 ARKIR halda nú til Bergen á opnun sýningarinnar SIGLA BINDA í galleríinu ENTRÉE. Þar eru til sýnis bókverk eftir tíu listamenn, norska og íslenska. Fimm ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir, en norsku listamennirnir eru Nanna Gunhild Amstrup, Solveig Landa, Rita Marhaug, Imi Maufe og Randi Annie Strand – og eru þær flestar í listahópnum Codex Polaris sem fer fyrir verkefninu í Noregi. 

Nánar má lesa um verkefnið hér á sýningarsíðu Codex Polaris og hjá gallerí ENTRÉE. Sýningin opnar laugardaginn 27. nóvember 2021 og henni lýkur 23. janúar 2022.

Mynd ofar | above: Svanborg Matthíasdóttir: Haf
Mynd neðar | below: Rita Marhaug: Stella Polaris

🇬🇧 We are happy to announce that five members of ARKIR are taking the trip to Bergen Norway (which is no easy task in the times of a pandemic!) to take part in the opening of the exhibition SIGLA BINDA, a joint exhibition project by ARKIR and the Norwegian artist group Codex Polaris. The exhibition, that consists of works by ten artists, five Icelandic and five Norwegian, opens on Saturday 27, 2021 in gallery ENTRÉE in Bergen. The exhibition ends January 23, 2022.

“SIGLA – BINDA is a cross-border collaboration rooted in the love of artist’s books, with ambitions to create art that touches both the mind and the eye. … SAILING – BINDING. The terms binda and sigla – which we have chosen as the title for our project, are two of many common words between Norwegian and Icelandic. They have both concrete and abstract meanings related to our existence , to the sea that binds us together, to our artistic practice between tradition and innovation and to the historical ties between our nations.”

For more information about the project see websites: exhibition page SIGLA BINDA at the site of Codex Polaris and the gallery in Bergen: ENTRÉE.

Síðasti sýningardagur í Landsbókasafni | BIBLIOTEK NORDICA – closing of the exhibition in Reykjavík

🇮🇸 Mánudaginn 23. maí 2021 lýkur í Þjóðarbókhlöðu sýningu á bókverkum úr norræna bókverkasafninu Bibliotek Nordica, sem er eitt af verkefnum Codex Polaris, og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum og hefur verið sýnt víða um lönd. 

Næsti sýningarstaður Bibliotek Nordica er bókamessan CHART Art Fair í Kunsthal Charlottenborg við Kóngsins nýja torg í Kaupmannahöfn, dagana 26. – 29. ágúst 2021. Bibliotek Nordica verður þar hluti af sýningu Codex Polaris-hópsins.

Sex ARKIR eiga verk í Bibliotek Nordica: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Myndirnar eru frá sýningunni í Landsbókasafni Íslands, Þjóðarbókhlöðu.

🇬🇧 The exhibition of works from Bibliotek Nordica in the National Library of Iceland will close on Monday, 22 August. The book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries includes works by six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir. For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.The exhibition is open on Mon from 9 am to 5 pm. For opening hours and covid-19 restrictions see here and here.

Next destination for Bibliotek Nordica is the book fair CHART Art Fair at Charlottenborg, Copenhagen, Denmark, from the 26th to 29th August.  Codex Polaris have been invited to show at the fair and Bibliotek Nordica will be exhibited as part of the Codex Polaris collection.

 


Veggspjald – hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir.
Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Norræna bókverkasafnið | BIBLIOTEK NORDICA

 

🇮🇸 Mánudaginn 17. maí 2021 opnar í Þjóðarbókhlöðu sýning á bókverkum úr norræna bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Sex ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir, en enn fleiri íslenskir listamenn taka þátt í verkefninu. Bibliotek Nordica er eitt af verkefnum Codex Polaris og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum, en sýningareintakið hefur farið víða um lönd. Markmiðið með Bibliotek Nordica er að búa til safn norrænna bókverka sem auðvelt er að nálgast og nota til viðmiðunar í bókmenntasögu samtímans. Um leið var það markmið að skapa tengslanet milli listamanna á Norðurlöndum.

Sýningin stendur fram til sunnudagsins 22. ágúst. Opið er virka daga 9-17 og 10-14 á laugardögum. Lokað sunnudaga. Athugið opnunartíma á heimasíðu Landsbókasafns og reglur vegna covid-19. Nánar verður tilkynnt viðburði tengda sýningunni síðar.

🇬🇧 Exhibition of works from Bibliotek Nordica will open on Monday, 17 May, in the National Library of Iceland. Six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir, are represented in the book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. ​The aim for Bibliotek Nordica is to create a collection of easy-to-access Nordic artist books that can be used as a reference for contemporary book practices and also create a network between the Nordic countries. 

For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.

The last day of the exhibition is August 22nd. The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 5 pm and 10 am to 2 pm on Saturdays. Sundays closed. For opening hours and covid-19 restrictions see here and here.

 


Veggspjald – hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir.
Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Anna Snædís sýnir grafík og bókverk | Anna’s Landscapes

🇮🇸 ÖRKIN snara Anna Snædís Sigmarsdóttir opnaði nú á laugardag, 22. febrúar, sýningu á grafíkverkum í Spönginni menningarhúsi – Borgarbókasafninu í Grafarvogi. Sýningin nefnist Nútímalandslag og sækir Anna Snædís innblástur í náttúru, umhverfi og landslag. Anna Snædís sýnir líka nokkur bókverk sem unnin eru með blandaðri tækni, en í þeim má sjá grafíkþrykk, teikningar og letur og verkin vísa bæði í náttúru og samfélag.

Verkin á sýningunni eru að hluta til þau sömu og sýnd voru á Munsterland Festival í Þýskalandi 2017, en þar komu saman listamenn úr norðri og suðri, frá Íslandi og Grikklandi og sýndu grafíkmyndir.

🇬🇧 On Saturday 22 February ARKIR member Anna Snædís Sigmarsdóttir opened an exhibition of graphic prints in Spöngin Culture House, Reykjavík. The exhibition is called Modern Landscape, as Anna seeks inspiration from nature, the environment and the landscape. Anna also shows several mixed-media artist’s books that include graphic prints, drawings and typography. 

The works in the exhibition are partly the same Anna exhibited at the Munsterland Festival in Germany in 2017, where artists from the north and the south, from Iceland and Greece came together and showed graphic prints.


Ljósmyndir | photos: @ Áslaug Jónsdóttir og @ Anna Snædís Sigmarsdóttir.

Á ferð og flugi | CODEX VII

🇮🇸 ARKIR gerðu góða ferð til Kaliforníu á CODEX-bókamessuna í Richmond við San Fransisco flóa. Átta ARKIR stóðu vaktina við íslenska sýningarborðið dagana 3.-6. febrúar og tóku þátt í sýningarverkefninu Codex Nordica ásamt því að eiga hlutdeild í bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Fjöldi gesta kynnti sér verk norrænu listamannanna í gömlu Ford-verksmiðjunni í Craneway-skálanum. Þar var margt um manninn og ráðslagað um sölu og sýningar bókverka af öllum toga. Listamenn og umboðsmenn þeirra komu hvaðanæva að úr heiminum og fjölbreytni verkanna var gríðarleg. Við hittum góða vini og kynntumst nýjum og munum án efa njóta ávaxta af ferðinni un langa hríð.
Næstu vikur birtum við fleiri myndir af því sem fyrir augu bar. Fylgist með!


🇬🇧 Eight members of ARKIR made an awesome trip to California and took part in the CODEX VII book fair in the beautiful old Craneway Pavilion in Richmond by the San Fransisco Bay, joining in the exhibition concept Codex Nordica and Bibliotek Nordica, along with fellow artists from the Nordic countries: Norway, Sweden, Denmark and Finland. We met good friends and made new friends and connections. It was a busy fair where sales and shows were planned by artists and agents from all over the world. 
The next weeks to come we will post more pictures from the fair, showing the wide range of the diverse book art that was exhibited. Stay tuned!


Myndir frá sýningarsvæði ARKA og norrænu listamanna í Codex Nordica.
Photos showing books by ARKIR and other artists in the Codex Nordica group.

Ljósmyndir: Áslaug J. Smellið á myndirnar til að stækka! | Photos by Áslaug. Click on the images to enlarge!

 

Flöskuskeyti | Message in a bottle – Anna Snædís Sigmarsdóttir

Næstu vikur birtum við myndir af verkum á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem stendur nú yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er „Flöskuskeyti“ eftir Önnu Snædísi Sigmarsdóttur. Hún segir frá verkinu hér fyrir neðan.

Flöskuskeyti eftir Önnu Snædísi Sigmarsdóttur

„Það eitthvað heillandi að vinna með hugmyndina um skilaboð í flösku þar sem ferðalagið og endastöðin er óráðin. Í upphafi ferðar getur sendandinn ekki ákveðið hvert skilaboðin eiga að fara, hver á að fá þau eða hvort þau ná nokkurn tíma landi. Það eru margir áhrifaþættir sem stjórna ferðum flöskuskeytisins, sem gerir hugmyndafræðina opna og spennandi.

Bókverkinu „Flöskuskeyti“ má líkja við dagdrauma og ímyndanir sendandans og vangaveltur í hugsun, orði og myndum um upphaf ferðalags flöskuskeytisins. Útlit bókverksins, sjúskaður pappírinn, textinn og kröftug teikningin, á að ýta undir það að lesandinn búa til sína eigin ímynduðu frásögn um ferðalag flöskuskeytisins. 

Í bókverkinu er unnið með carborundum-þrykk (kísilkolaþrykk), þurrnál og teikningu á endurunninn pappír.“

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


In the weeks to come we will post photos and information on some of the works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here we present “Message in a bottle” by Anna Snædís Sigmarsdóttir. She introduces her work thus: 

Message in a bottle by Anna Snædís Sigmarsdóttir

“It is fascinating to work with the idea about message in a bottle because it travels beyond borders. There is something exciting about the message, it has a starting point, but nobody knows where it will end. The thoughts about the bottle resemble a daydream, every day you wonder what has happened to the bottle, if it is still on the way, still contain the message?

For the book I made carborundum printed structure with black/brown color and some dry points strokes. I used old (recycled) paper to print on to get the real feeling of an old damaged paper.”

ARKIR á bókverkaþríæringi | Selected artists at the International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018

Á dögunum var tilkynnt um val dómnefndar á verkum sem verða til sýnis á Áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. Þrjár listakonur úr hópi ARKA munu sýna þar verk sín, þær Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir. Sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna en að auki hlutu fimm verk sérstaka heiðursviðurkenningu, þar á meðal verk Önnu Snædísar, Death or memory, sem má sjá á myndinni hér fyrir ofan.

Að þessu sinni ber sýningin yfirskriftina „Memento Mori“. Sex manna dómnefnd valdi verk á sýninguna sem fer víðsvegar um heiminn, bæði í heild sinni og sem úrval verka af heildarsýningunni. Listi yfir sýningarstaði 2018-2019 má sjá neðar í póstinum.


The selected artists for the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018 have now been announced. Three artists from the ARKIR group are amongst exhibitors: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir.

Also, for the first time the jury decided to give “Honourable Mention” to five artists, and one of them is ARKIR member Anna Snædís Sigmarsdóttir, with her artist’s book, ‘Death or memory’ (see photo above). Congratulations to Anna Snædís!

International jury members were: Dr. Michael Braunsteiner – Art Director, Contemporary Art Museum Admont, Austria; Mag. Barbara Eisner-B. – Initiator & Guest Curator, Contemporary Art Museum Admont, Austria; Prof. Martin Gredler – Werbe Design Akademie, Salzburg, Austria; Roberta Vaigeltaite-V. – Artist, Artist’s Book Creator, Lithuania; Evaldas Mikalauskis – Artist, Artist’s Book Creator, Lithuania; and Prof. Kestutis Vasiliunas – Vilnius Academy of Arts, Lithuania.

The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. See list of scheduled exhibitions below.



Listi yfir sýningarstaði 2018-2019:
Schedule of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018,
further information and dates to be updated:

2018: March 15–18, “Leipzig Book Fair”, Germany.
2018: May 14–20, “Data”, Urbino, Italy. The 8th Triennial will be the part of the “Urbino e le Citta del Libro” Festival (“Urbino – the Town of Book”).
2018: August-September – “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania”, Vilnius, Lithuania.
2019: Spring – “Museo Leone”, Vercelli, Italy.
2019: “Complesso Monumentale Guglielmo II”, Monreale, Sicilia, Italy.
2019: 8 March – 13 April, “Scuola Internazionale di Grafica”, Venice, Italy.
2019: Gallery “Tryk2”, Bornholm, Denmark.
2019: Summer, “Evanston Art Center”, Evanston, IL, USA.
2019: November, Fredonia State University, USA.

Gleðilegt ár! ∼ Happy New Book Art Year 2016!

 

ARKIR-Sorpualmanak2016web

ARKIR óska listunnendum og bókverkafólki um heim allan gleðilegs árs og þakka góðar viðtökur, samvinnu og samskipti á liðnum árum. Megi nýja árið verða öllu listafólki gjöfult.

Á árinu sem leið sýndu ARKIR bókverk sín víða, bæði hérlendis og erlendis. Sýningin ENDURBÓKUN, sem opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi, var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Sýningin eða hluti hennar mun ferðast víðar um landið á nýja árinu. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru öll unnin úr gömlum eða afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur. Ljósmyndir: Binni.

Síðla ársins 2015 tóku ARKIR þátt í sýningunni DRIFTING CLOUDS í Nicosia á Kýpur ásamt fjölmörgum evrópskum listamönnum. Fyrr á árinu höfðu nokkrar úr hópnum sýnt verk á norrænni bókverkasýningu í Helsinki í tilefni af 20 ára afmæli Gallery Jangva í Helsinki. Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á ERROR – sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015, en þema þríæringsins var “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin voru til sýnis í Gallery Titanikas, sem er í Listaháskólanum í Vilnius, en hluti verkanna var einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; og víðar. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR og fyrir neðan má sjá myndband frá sýningunni í Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

 

ARKIR fengu líka góðar heimsóknir á árinu – þar má nefna ljóðskáldið og bókverkakonuna Nancy Campbell  eins og við sögðum frá hér; sem og listakonuna Sandhya sem einnig notar ljóð og texta í sínum verkum.

Með nokkrum myndum frá liðnu ári sendum við kveðjur til vina og velunnara ARKANNA og vonum að sem flest ný og áhugaverð bókverk líti dagsins ljós á árinu 2016.

Sandhya-ARKIR

Ösp, Kristín Þóra, Inga, Sandhya, Bogga, Svanborg og Anna Snædís.

Dear friends of ARKIR, co-workers and fellow artists! We wish you all a very happy and prosperous New Year! May your lives be filled with joy and good art!

Looking back at the past year we state that ARKIR Book Arts Group had a fine year. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. We can confirm that the exhibition will travel further in the new year. All the works were created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting book art from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating a 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. Artwork on cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Inga, Ingiríður Óðinsdóttur. Photos by Binni. 

In October ARKIR took part in the exhibition DRIFTING CLOUDS in Nicosia in Cyprus. Earlier in the year, ARKIR members partisipated in a Nordic Artists’ Books exhibition in Studio Gallery Jangva Studio in Helsinki, as a part of Gallery Jangva’s 20th anniversary. Works by Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg were also selected for ERROR – 7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}. The 7th triennial was opened in Gallery Titanikas, an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts. Selections were also exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; and more. For further information see the triennial’s webpage: ERROR. The video above shows moments from the show in Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

ARKIR also had good visitors from abroad, – for instance the poet and book artist Nancy Campbell as reported here; and artist Sandhya who also uses poems and texts in her works. 

With a series of photos from the year 2015, we send our best wishes and hope for a splendid year 2016!

 

 

Sýningar á döfinni – ARKIR: book art exhibitions

Anna Snædís SIgmarsdóttir: Bókverk I - Paradís skotið á frest

Meðlimir ARKA hafa oft tekið þátt í samsýningum erlendis og hérlendis og næstar á döfinni eru tvær sýningar sem þær Anna Snædís Sigmarsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir taka þátt í. Fleiri sýningar eru einnig framundan og verður sagt frá þeim síðar.

Norræn bókverk í Gallery Jangva í Helsinki

Listamaðurinn Olof Kangas er sýningarstjóri Norrænnar bókverkasýningar sem er í röð sýninga sem haldnar eru í tilefni 20 ára afmælis Gallerí Jangva í Helsinki. Sigurborg, Anna Snædís og Svanborg eiga verk á afmælissýningunni, en hún opnar 2. april og stendur til 26. april 2015. Nánari upplýsingar: Gallery Jangva, Uudenmaankatu 4-6, courtyard, 00120 Helsinki.

Mistök í Gallery Titanikas í Vilnius

Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á „Sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015“, en þema þríæringsins er “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin verða til sýnis frá 22. október til 21. nóvember 2015, í Gallery Titanikas, Maironio st. 3, í Vilnius í Litháen, en galleríið tilheyrir Listaháskólanum í Vilnius. Hluti verkanna verður einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; í Austurríki; í Nacogdoches, Texas, og einnig í Ástralíu. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR.

Svanborg Matthíasdóttir: p. 245-153


ARKIR are busy as always! Three members from the group are taking part in exhibitions in Vilnius and Helsinki:

Nordic Artists’ Books in Helsinki

jangva2Jangva gallery invited artist Olof Kangas as a curator to organize Nordic Artists’ Books exhibition at Gallery Jangva Studio. This exhibition is part of Gallery Jangva’s 20th anniversary invitational exhibitions. Anna Snædís Sigmarsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir were invited to take part as the Icelandic representatives.

The exhibition opens April 2. and continues on view through April 26. 2015 in Gallery Jangva, Uudenmaankatu 4-6, courtyard, 00120 Helsinki. For further information see link.

Error in Vilnius

7th_LogoAnna Snædís Sigmarsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir were also selected for the “7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}.

The book art exhibition ERROR will be open from October 22. through November 21. 2015 in Gallery Titanikas, Maironio st. 3, Vilnius, Lithuania. Titanikas is an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts, the largest and oldest art university in the Baltics. It focuses on modern art, design and graphics. Several of the selected works will also be exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; Nacogdoches, Texas, USA, as well as in Australia. For further information see the triennial’s webpage: ERROR.

Ljósmyndir / photos: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir.

Sigurborg Stefánsdóttir:  Undraland / Wonderland

Endurbókun í Gerðubergi – ARKIR in Gerðuberg

Endurbokun2014 0765

Sýningin ENDURBÓKUN sendur nú yfir í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýningin opnaði 1. nóvember s.l. og stendur til 11. janúar 2015. Verk á sýningunni eiga: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri.


The book art exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOKED is now ongoing in Gerðuberg Culture Center. The exhibition will remain open until 11. January 2015. Participants are: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.

Tenglar á efni um sýninguna – More about the exhibition: Gerðuberg. ARKARvefurinn: Fyrri póstar – Previous posts on ENDURBÓKUN.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
photos © Áslaug Jónsdóttir

Opnun: Endurbókun – Opening at Gerðuberg

Endurbokun2014 Titill

ARKIR opnuðu bókverkasýninguna ENDURBÓKUN í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á Degi myndlistar 2014, 1. nóvember s.l. Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir góðar viðtökur á opnuninni. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Gerðubergi – og auðvitað sýningarstjórinn okkar: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem reyndar var fjarri góðu gamni á laugardag.
Sýningin stendur til 11. janúar 2015. Myndir af verkum á sýningunni má sjá hér.


RE-BOOKED! The exhibition opening in Gerðuberg Culture Center last Saturday went well. Our guests were merry and we were certainly happy about it all. Many thanks to all the staff at Gerðuberg and of course our exhibition curator Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who sadly couldn’t join us at the opening. Below: photos from the opening. To see artwork from the exhbition click here.

The exhibition at Gerðuberg is open until 11. January 2015.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
photos © Áslaug Jónsdóttir

Endurbókun – Re-booked by ARKIR

ArkirEndurbokun bodskort

ARKIR opna bókverkasýningu í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, á morgun, laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Öll verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum. Flestar þeirra voru fengnar hjá Gerðubergssafni, en bókasöfn afskrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum.
Sjö ARKIR eiga verk á sýningunni: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri. Lesa má um sýninguna á vef Gerðubergs hér. Verið velkomin á sýningaropnun!
– – –
We are almost there! ARKIR are opening a new book art exhibition at Gerðuberg Culture Center tomorrow, Saturday November 1st, at 2 pm. All the works are created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. The title of the exhibition is “Endurbókun” or: Re-book.
Seven ARKIR-members show their works: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.
Join us tomorrow at the opening! 

Links to Gerðuberg website: here and here.

Ljósmyndir / Photos: Gerðuberg Culture Center; Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Áslaug Jónsdóttir

HEIMA – Thoughts on HOME

Níu meðlimir ARKAR-hópsins eiga verk á sýningunni HEIMA, sem stendur nú yfir í Norræna húsinu. Þegar farandsýningin var sett upp í Silkeborg á síðasta ári birtum við hér á vefnum hugleiðingar um nokkur verkanna. Nú rifjum við upp þessar kynningar. Smellið á verkin til að lesa meira um hugmyndirnar á bak við verkin og listamennina sjálfa.
Sýningin í Norræna húsinu er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12 – 17. Sýningunni lýkur 23. febrúar.
– – –
When the exhibition HOME opened in Silkeborg in Denmark last year, each one of us in ARKIR wrote a short text about the idea behind one artist’s book we had made for the exhibition. That way we made a series of blogposts on the theme: HOME. The exhibition has travelled from Denmark to Nuuk in Greenland and is now to be seen in the Nordic house in Reykjavík. Click on the images to read more about some of ARKIR works.
The exhibition in the Nordic house is open Tuesdays to Sundays from 12 to 5 pm. Open until 23. February.

SigurborgSt Zoo1    Inga HEIM1    AnnaS Scand1
Sigurborg Stefánsdóttir: Zoo  |  Ingiríður Óðinsdóttir: Home – at home  |  Anna Snædís Sigmarsdóttir: Skandinavian furniture 1960

Heima – Litur    @heima by Osp 2    BryndisBraga 20steps1
Svanborg Matthíasdóttir: Home – Color  |  Arnþrúður Ösp Karlsdóttir: @Heima  |  Bryndís Bragadóttir: 20 steps backwards from home

Friðsæl heimili - Peaceful homes by Helga Pálína      JMT RightsTo 1      AslaugJons Babel 1
Helga Pálína Brynjólfsdóttir: Peaceful homes  |  Jóhanna M. Tryggvadóttir: The Right of Return  |  Áslaug Jónsdóttir: Tower of Babel

Skandinavísk húsgögn 1960 – Scandinavian Furniture 1960 by Anna Snædís

Hér kynnum við áfram íslensk verk á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima
We continue to introduce some of our works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the fourth post. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima 
© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir.

AnnaS Scand1

listamaður: Anna Snædís Sigmarsdóttir
titill: Skandinavísk húsgögn 1960
stærð: 25 x 26 x 40 cm.
efni og aðferð: endurunnið hönnunartímarit, saumþráður, vaxlitur; pappír og litir hitameðhöndlaðir, bókasaumur.
ár: 2013

„Skandinavísk húsgögn 1960“ er eitt af verkum Önnu Snædísar á norrænu sýningunni í Silkeborg Bad. Um verkið segir hún: „Fjölbreytt efnisnotkun og efnisáferð hefur alltaf verið sterkur þáttur í bókverkum mínum. Fegurðin í ljótleikanum, grófleiki línunnar og samspil lita og forma eru útgangspunktarnir í tjáningunni. Til þess að gera þá frásögn lifandi urðu einþrykk (mónóþrykk) og blönduð tækni fyrir valinu. Fegurðin í gömlum tímaritunum og innihaldi þeirra sem byggir á híbýla-kúltúr skandinavískrar menningar frá 1960 pössuðu mjög vel sem verk á sýninguna.“ Og Anna Snædís heldur áfram: „Til þess að finna samsvörun við þeirri hugmyndafræði datt mér í hug að vinna með íslensk eyðibýli sem hafa sterka tilfinningalega frásögn. Þau hafa oft að geyma upprunalega hluti s.s. húsgögn, potta, bolla, fatnað og ýmsa persónulega hluti. En þegar horft er til samfélagsins þá blasa við mér híbýli útigangsfólksins sem einnig er vert að skoða.“

artist: Anna Snædís Sigmarsdóttir
title: Scandinavian Furniture 1960
size: 25 x 26 x 40 cm.
materials and method: Recycled design magazine, tread, vax colors; sewing, colors and paper treated with heat.
year: 2013

“Scandinavian Furniture 1960” is one of the artist’s books by Anna Snædís in the Nordic exhibition in Silkeborg Bad. She explains: “The diversity of materials, texture and the physical presence has always played an important part of my book art and the story they tell. The beauty in ugliness, coarseness of the line and the interplay of color and form are the focal points. To make the story alive I chose mono print and mixed media. I found the beauty of old magazines and their content showing the culture of Scandinavian homes in 1960 an appropriate material for this exhibition.“ About her other works in the exhibition, Anna Snædís adds: “As a match to this concept I decided to use abandoned farms that have a strong emotional narrative. They often keep things such as the original furniture, pots, cups, clothing and various personal items. But then again, when looking at modern society we can also see the dwellings of the homeless, places which are worth looking into.”

Anna Snædís vinnur við myndlist, hönnunarkennslu, bókverk og grafík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið einkasýningar og fjölda samsýninga á Íslandi og víða um heim s.s. Litháen, Danmörku, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Hún býr í Hafnarfirði.

Anna Snædís works on various art forms such as book art and printmaking and she is a teacher of a art, crafts and design. She studied at The Icelandic College of Arts and Crafts and has participated in numerous group exhibitions in Iceland and Sweden, Finland, Denmark, Belgium and the USA. Anna Snædís lives in Hafnarfjörður.

anna

Nánari upplýsingar um listamanninn:
Further information about the artist:
Anna Snædís Sigmarsdóttir   www
Hafa samband / Contact: @    fb