Bókaðar í MUU! | BOOKED in MUU

🇮🇸 Um helgina opnaði bókverkasýningin BOOKED 2022 í MUU, samtímalistamiðstöðinni í Helsinki. Þar eru til sýnis yfir 300 valin listverk eftir 286 listamenn. Á meðal valinna verka eru bókverk eftir Sigurborgu Stefánsdóttur.

Norræna bókverkasafnið Bibliotek Nordica var einnig valið á sýninguna. Bibliotek Nordica er eitt af verkefnum Codex Polaris og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Sex ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.

Sýningin BOOKED stendur frá 26. nóvember til 18. desember 2022 í MUU Helsinki Contemporary Art Centre, Cable Factory, Tallberginkatu 1 C, Helsinki.

🇬🇧 This weekend the exhibition BOOKED opened 2022 in MUU, Helsinki Contemporary Art Centre, exhibiting over 300 artist’s books, limited edition publications and artworks by 286 artists. Among selected artists from open call is ARKIR member Sigurborg Stefánsdóttir.

The exhibition is devoted to books made by artists, conceptual literature and text-based artworks that is organized by MUU, Finland’s interdisciplinary art association. Included in the exhibition is Bibliotek Nordica, a book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. Six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir, are represented in the art book library. For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.

The exhibition BOOKED will run from 26 November to 18 December 2022 in MUU Helsinki Contemporary Art Centre, Cable Factory, Tallberginkatu 1 C, Helsinki.

Síðasti sýningardagur í Landsbókasafni | BIBLIOTEK NORDICA – closing of the exhibition in Reykjavík

🇮🇸 Mánudaginn 23. maí 2021 lýkur í Þjóðarbókhlöðu sýningu á bókverkum úr norræna bókverkasafninu Bibliotek Nordica, sem er eitt af verkefnum Codex Polaris, og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum og hefur verið sýnt víða um lönd. 

Næsti sýningarstaður Bibliotek Nordica er bókamessan CHART Art Fair í Kunsthal Charlottenborg við Kóngsins nýja torg í Kaupmannahöfn, dagana 26. – 29. ágúst 2021. Bibliotek Nordica verður þar hluti af sýningu Codex Polaris-hópsins.

Sex ARKIR eiga verk í Bibliotek Nordica: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Myndirnar eru frá sýningunni í Landsbókasafni Íslands, Þjóðarbókhlöðu.

🇬🇧 The exhibition of works from Bibliotek Nordica in the National Library of Iceland will close on Monday, 22 August. The book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries includes works by six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir. For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.The exhibition is open on Mon from 9 am to 5 pm. For opening hours and covid-19 restrictions see here and here.

Next destination for Bibliotek Nordica is the book fair CHART Art Fair at Charlottenborg, Copenhagen, Denmark, from the 26th to 29th August.  Codex Polaris have been invited to show at the fair and Bibliotek Nordica will be exhibited as part of the Codex Polaris collection.

 


Veggspjald – hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir.
Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Norræna bókverkasafnið | BIBLIOTEK NORDICA

 

🇮🇸 Mánudaginn 17. maí 2021 opnar í Þjóðarbókhlöðu sýning á bókverkum úr norræna bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Sex ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir, en enn fleiri íslenskir listamenn taka þátt í verkefninu. Bibliotek Nordica er eitt af verkefnum Codex Polaris og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum, en sýningareintakið hefur farið víða um lönd. Markmiðið með Bibliotek Nordica er að búa til safn norrænna bókverka sem auðvelt er að nálgast og nota til viðmiðunar í bókmenntasögu samtímans. Um leið var það markmið að skapa tengslanet milli listamanna á Norðurlöndum.

Sýningin stendur fram til sunnudagsins 22. ágúst. Opið er virka daga 9-17 og 10-14 á laugardögum. Lokað sunnudaga. Athugið opnunartíma á heimasíðu Landsbókasafns og reglur vegna covid-19. Nánar verður tilkynnt viðburði tengda sýningunni síðar.

🇬🇧 Exhibition of works from Bibliotek Nordica will open on Monday, 17 May, in the National Library of Iceland. Six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir, are represented in the book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. ​The aim for Bibliotek Nordica is to create a collection of easy-to-access Nordic artist books that can be used as a reference for contemporary book practices and also create a network between the Nordic countries. 

For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.

The last day of the exhibition is August 22nd. The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 5 pm and 10 am to 2 pm on Saturdays. Sundays closed. For opening hours and covid-19 restrictions see here and here.

 


Veggspjald – hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir.
Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Haustannir | Busy autumn

🇮🇸 ARKIR sinna nú haustverkum af fullum krafti, undirbúa sýningar næstu missera og taka þátt í ýmsum viðburðum nær og fjær. Við flytjum nánari fréttir af næstu sýningum okkar síðar. Til að tengja saman vor og haust eftir sumarhlé hér á blogginu birtum við myndir frá vatnslita-vinnustofu í júní og tæpum á ýmsum viðburðum haustsins. 

🇬🇧 Summer went by fast and ARKIR are now already busy preparing the next exhibitions and taking part in art events near and far. We will bring more news of our next book art exhibitions later. To bridge the gap between the posts from last spring and upcoming events, here are short notes on various events this summer and autumn.


ÖRNÁMSKEIÐ ARKA | ARKIR MINI-WORKSHOP

🇮🇸 ARKIR gera sér far um að miðla reynslu og þekkingu sín á milli á ýmsum sviðum lista. Á örnámskeiði á Korpúlfsstöðum í júní var viðfangsefnið vatnslitir og þar stjórnaði Svanborg Matthíasdóttir styrkri hendi, sagði frá vatnslitun almennt, kynnti mismunandi tegundir vatnslita, pappír, verkfæri og aðferðir. Arnþrúður Ösp bætti við kynningu á indigolitun og eðli þess merka litar, en á verkstæði Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum mátti prófa virkt litabað. ARKIR notuðu þessa stund til að kanna ýmsa möguleika á því að lita pappír.

🇬🇧 As a group we aim to share experience and knowledge, not only concerning the book arts but also art in general. In June Svanborg gave us a lecture on watercolor, different types of colors, paper, methods and tools. Ösp added an introduction to indigo coloring, giving a demonstration using an active vat at Korpa, the studio of the Icelandic Textile Association at Korpúlfsstaðir. ARKIR enjoyed experimenting with colors and paper. 


MOMENTO MORI Í BANDARÍKJUNUM | 8th ARTIST’S BOOK TRIENNIAL IN USA

🇮🇸 Verk þriggja ARKA, þeirra Önnu Snædísar Sigmarsdóttur, Áslaugar Jónsdóttur og Kristínar Guðbrandsdóttur, voru valin á áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. Fimm verk hlutu sérstaka heiðursviðurkenningu, þar á meðal verk Önnu Snædísar, Death or memory. Sýningin, sem ber yfirskriftina „Memento Mori“, hefur nú þegar farið víða, bæði í heild sinni og sem úrval verka af heildarsýningunni – sjá lista hér neðar. Næst heldur sýningin til New York fylkis og opnar 1. nóvember 2019 í Reed Library of the State University of New York at Fredonia, USA. Sýningin stendur til 4. desember.  

MOMENTO MORI: FYRRI SÝNINGARSTAÐIR | LIST OF PAST VENUES:
2018 March 15–18, “Leipzig Book Fair“, Germany;
2018 May 18–20, “Data”, Urbino, Italy. The 8th Triennial will be the part of the “Urbino e le Citta del Libro” Festival (“Urbino – the Town of Book”);
2018 July 19 – September 23, “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania“, Vilnius, Lithuania;
2019 February 23 – March 10, “Museo Leone”, Vercelli, Italy;
2019 March 15 – April 13, Gallery SG, “Scuola Internazionale di Grafica“, Venice, Italy;
2019 June 14 – July 8, The Plunge Municipal Clock Tower Library, Lithuania;
2019 August 23 – September 29, “Evanston Art Center“, Evanston, IL, USA.

🇬🇧 Works by three members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir and Kristín Guðbrandsdóttir, were selected for the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018 along with over 60 other international works. The jury also gave “Honourable Mention” to five artists, one of them Anna Snædís, with her artist’s book, ‘Death or memory’ (see photo above). The exhibition has been traveling around Europe and the US (see list above) and is now to open in Reed Library of the State University of New York at Fredonia, USA, on the 1st of November. The exhibition is open until the 4th of December. 


NORRÆNA BÓKAVERKASAFNIÐ Á FERÐ | BIBLIOTEK NORDICA – NEXT STOPS

🇮🇸 Sex ARKIR eiga verk í farandbókaverkasafninu Bibliotek Nordica, sem er eitt af verkefnum CODEX NORDICA, en safnið samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum, en sýniseintak hefur farið víða. Næstu sýningarstaðir eru KKV, Malmø, Svíþjóð; Kunstbokmessen Bastard í Lillehammer, Noregi; Bókamessan í Frankfurt, Þýskalandi; og GIBCA, Konstepidemia Glass Room, í Göteborg, Svíþjóð.

🇬🇧 Six members of ARKIR are represented in the book art project Bibliotek Nordica, run by CODEX NORDICA, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries (see catalog here). The artists contributed with A6 format artist books for a specially designed and produced portable library, produced in an edition of 10. Bibliotek Nordica has been exhibited in the US and UK, next to be on display at KKV, Malmø, Sweden; Kunstbokmessen Bastard, Lillehammer, Norway; Frankfurt Book Fair, Germany; and GIBCA, Konstepidemia Glass Room, Göteborg, Sweden.


TORG LISTAMESSA | TORG ART FAIR IN REYKJAVÍK

🇮🇸 Fjórar ARKIR taka þátt í TORGI listamessu sem haldin er dagana 4.-6. október á Korpúlfsstöðum. TORG er sölu- og kynningarvettvangur fyrir myndlistarmenn, skipulagður af SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Sigurborg, Anna Snædís, Helga Pálína og Arnþrúður Ösp taka þátt í messunni sem haldin er í annað sinn í tengslum við Mánuð myndlistar. Meðfylgjandi myndir eru skjáskot af umfjöllun RÚV-Menningar. en þar var m.a. rætt við þær Sigurborgu Stefánsdóttur og Önnu Snædísi Sigmarsdóttur.

🇬🇧 Four members of ARKIR participate in TORG Art Fair, held for the second time by the Association of Icelandic Visual Artists (SÍM) at Korpúlfsstaðir center of art. Sigurborg, Anna Snædís, Helga Pálína and Ösp take all part. These photos are screenshots from RÚV’s footage in the culture program Menningin where Sigurborg and Anna Snædís were interviewed.


BLEIKUR OKTÓBER | PINK OCTOBER

🇮🇸 Tuttugu og fjórir listamenn sýna verk sín hjá HANDVERKI OG HÖNNUN á Eiðistorgi á sýningunni „Bleikur október“. Þar á meðal eru ARKIRNAR Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Sigurborg Stefánsdóttir. Októbermánuður verið tileinkaður baráttu gegn krabbameini hjá konum og bleiki liturinn hefur verið einkennislitur mánaðarins. Sýningarmunir eiga það allir sameiginlegt að vera bleikir. Verkin á sýningunni eru til sölu og gefa sýnendur hluta eða allan ágóða af seldum verkum til Krabbameinsfélagsins. Sýningin stendur út október og er opin alla virka daga kl. 9 – 16.

🇬🇧 Twenty-four artists show specially selected works at HANDVERK OG HÖNNUN – CRAFTS AND DESIGN CENTER at Eiðistorg this month. The exhibition is titled Pink October (Bleikur október), as all designs are pink and dedicated to the breast cancer awareness. All works are for sale and profits will be donated to the The Icelandic Cancer Society. The exhibition is open on weekdays from 9:00 to 16:00.


Ljósmyndir | photos: @ Helga Pálína Brynjólfsdóttir, @ Anna Snædís Sigmarsdóttir – RÚV/skjáskot – Handverk og hönnun skjáskot.

Bibliotek Nordica | at the Arnolfini Gallery in Bristol UK

🇮🇸 Nokkur verk ARKA verða til sýnis í Bristol í tengslum við eitt af verkefnum CODEX NORDICA, en þar er um að ræða farandsafnið Bibliotek Nordica, sem samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna. Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum, en sex ARKIR eiga þar verk, sjá sýningarskrá hér. Bibliotek Nordica verður til sýnis í Arnolfini í Bristol, á sjöunda bókverkatvíæringnum BABE: Bristol Artists’ Book Event, dagana 30.-31. mars 2019. Sjá nánar um viðburðinn á Fb og Instagram.


🇬🇧 Coming up: The book art project Bibliotek Nordica, is on tour and will be shown next at the Arnolfini Gallery, Bristol UK, at the biennial Artists’ Book Event, on the 30th – 31st March 2019. Bibliotek Nordica represents more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries who contributed with A6 format artist books for a specially designed and produced portable library, produced in an edition of 10. Six members of ARKIR are represented in the library, see catalog here. Also, more about the event on Fb and Instagram.


Bibliotek Nordica: Listi yfir þátttakendur / ​List of Participants:
Leise Dich Abrahamsen (DK), Megan Adie (US/DK), Kristoffer Albrecht (FI), Maija Albrecht (FI), Alt Går Bra (NO/FR), Mette-Sofie D. Ambeck (DK), Märit Aronsson (SE/NO), Monica Aasprong (NO/SE), Jim Berggren (SE), Jennifer Bergkvist/Sebastian Larsson (SE), Nina Bondeson (SE), Helga Pálína Brynjólfsdóttir (IS), Thomas Bullinger (DK), Sara Elgerot (SE) Leif Elggren (SE), Carina Fihn (SE), Tina Gjerulff (DK), Camilla Gunnar (FI), Karin Hald (DK), Christel Hansson (SE), Valgerður Hauksdóttir (IS), Eva Hejdström (SE), Lisa Him-Jensen (SE/NO), Kirsti van Hoegee (NO), Andreas Vermehren Holm (DK/NO), Håkon Holm-Olsen (NO), Eeva-Liisa Isomaa (FI), Alexandra Jegerstedt (NO), Sveinn Fannar Jóhannsson (NO), Edward Johansson/Ida Sondell (AX), Áslaug Jónsdóttir (IS), Haraldur Jónsson (IS), Emmi Jormalainen (FI), Sarah Jost (SE/NO), Tero Juuti (FI), Åse Eg Jørgensen (DK), Tuukka Kaila (FI), Susanna Kajermo Törner (SE/NO), Bent Kvisgaard (DK), Maev Lenaghan (IR/SE), Jeannette Lindstedt (SE), Mathias Løvgreen (DK), Alistair MacIntyre (UK/IS), Svanborg Matthíasdóttir (IS), Hanne Matthiesen (DK), Imi Maufe (UK/NO), Karen Helga Maurstig (NO), Sakari Männistö (FI), Elisabeth Rydland Nilssen (NO), Lina Nordenström (SE), Anne Nowak (SE), Litten Nystrøm (DK/IS), Ingiríður Óðinsdóttir (IS), Vera Ohlsson (SE), Anne Marta Overaa (NO/SE), Petra Rahm (SE/NO), John Rasimus (SE), Jóna Rasmussen (FO), Barbro Ravander (SE), Katarzyna Roman (PL/NO), Ingrid Rundberg (SE/NO), Anna Sailamaa (FI), Eric Saline (US/SE), Juile Sass (DK), Anna Snædís Sigmarsdóttir (IS), Thóra Sigurdardóttir (IS), Sigurður Atli Sigurðsson (IS), Marja-leena Sillanpää (FI/SE), Sigurborg Stefánsdóttir (IS), Elisabet Alsos Strand (NO), Randi Annie Strand (NO), Svends Bibliotek: Hjördis Haack, Nina Maria Kleivan, Jesper Palm, Anne Marie Ploug, Bjarne Werner Sørensen (DK), Soffía Sæmundsdóttir (IS), Milla Toukkari (FI), Kristin Tårnesvik (NO), Yilei Wang (CH/NO), Ulla West (SE), Jessica Williams (US/NO).


For more information see: Bibliotek Nordica – a Library from the North.
For any questions please get in touch with:
Codex Polaris / Imi Maufe – email: codexpolaris[at]gmail.com
www.codexpolaris.comwww.facebook.com/codexpolaris

Á ferð og flugi | CODEX VII

🇮🇸 ARKIR gerðu góða ferð til Kaliforníu á CODEX-bókamessuna í Richmond við San Fransisco flóa. Átta ARKIR stóðu vaktina við íslenska sýningarborðið dagana 3.-6. febrúar og tóku þátt í sýningarverkefninu Codex Nordica ásamt því að eiga hlutdeild í bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Fjöldi gesta kynnti sér verk norrænu listamannanna í gömlu Ford-verksmiðjunni í Craneway-skálanum. Þar var margt um manninn og ráðslagað um sölu og sýningar bókverka af öllum toga. Listamenn og umboðsmenn þeirra komu hvaðanæva að úr heiminum og fjölbreytni verkanna var gríðarleg. Við hittum góða vini og kynntumst nýjum og munum án efa njóta ávaxta af ferðinni un langa hríð.
Næstu vikur birtum við fleiri myndir af því sem fyrir augu bar. Fylgist með!


🇬🇧 Eight members of ARKIR made an awesome trip to California and took part in the CODEX VII book fair in the beautiful old Craneway Pavilion in Richmond by the San Fransisco Bay, joining in the exhibition concept Codex Nordica and Bibliotek Nordica, along with fellow artists from the Nordic countries: Norway, Sweden, Denmark and Finland. We met good friends and made new friends and connections. It was a busy fair where sales and shows were planned by artists and agents from all over the world. 
The next weeks to come we will post more pictures from the fair, showing the wide range of the diverse book art that was exhibited. Stay tuned!


Myndir frá sýningarsvæði ARKA og norrænu listamanna í Codex Nordica.
Photos showing books by ARKIR and other artists in the Codex Nordica group.

Ljósmyndir: Áslaug J. Smellið á myndirnar til að stækka! | Photos by Áslaug. Click on the images to enlarge!

 

Á bókverkamessu í Bandaríkjunum | Next stop California: CODEX VII

🇮🇸 Undanfarnar vikur hafa ARKIR undirbúið þátttöku á CODEX bókverkasýningunni í Kaliforníu, sem fer fram dagana 3.-6. febrúar 2019, eins og áður hefur komið fram. Átta meðlimir ARKA halda til San Fransisco nú í byrjun febrúar. CODEX sýningin er haldin annað hvert ár, nú í sjöunda sinn og er ein virtasta og fjölsóttasta bókakaupstefna sinnar tegundar í heiminum. ARKIR munu sýna bókverk á sameiginlegum vettvangi norrænna bókverkalistamanna undir merkjum CODEX NORDICA. Kastljósum verður einnig beint að norrænum bókverkum á málþingi CODEX kaupstefnunnar. Eitt af verkefnunum er Bibliotek Nordica, – safn bókverka valdra listamanna, en verkin eru öll unnin sérstaklega af tilefninu. Fyrir verkefninu CODEX NORDICA fer norrænn hópur sem starfað hefur að ýmsum sýningum undir heitinu CODEX POLARIS.


🇬🇧 Past weeks ARKIR have been preparing participation in the seventh CODEX book fair in California, from Feb 3.-6, 2019. Eight members of ARKIR will travel to San Francisco and exhibit books by ARKIR. The group will be a part of the art project CODEX NORDICA that represents book artists from the Nordic countries: Norway, Denmark, Iceland, Finland and Sweden. Nordic book arts will also be in focus at the book fair’s symposium.  ARKIR are looking forward to visit and participate in “one of the top three book fairs in the world.”* The project CODEX NORDICA is organized by book artists of the artist’s network CODEX POLARIS. See also a press release below and make sure to visit the links to the websites of the Nordic art project. 

See you at CODEX VII at the Icelandic stand (Table No 126) in the Craneway Pavilion in Richmond in California!


BIBLIOTEK NORDICA – Verk í vinnslu | Works in progress:  Ingiríður Óðinsdóttir „Vefur“; Áslaug Jónsdóttir „Still growing potatoes“; Sigurborg Stefánsdóttir „Spor“; Svanborg Matthíasdóttir: „Pictures at an Exhibition II“.

This slideshow requires JavaScript.


PRESS RELEASE

CODEX NORDICA at CODEX 2019 BOOK FAIR and SYMPOSIUM SAN FRANCISCO BAY AREA, USA, 3rd to 6th February 2019

Over 120 artists from the Nordic countries represented at CODEX 2019 For the CODEX 2019 event Codex Polaris has been invited to curate a Nordic focus featuring artists’ books from Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden. CODEX, a four-day art book fair held every two years in the San Francisco Bay Area, California, is one of the world’s largest book fairs for ‘handmade book as a work of art’. Over 200 stands show works from more than 20 countries and attracts over 5,000 visitors, including collectors from world-leading art institutions and libraries.

CODEX NORDICA will be showing work on five stands, in collaboration with partners from each of the countries: Pist Protta (DK), Tatjana Bergelt (FI), ARKIR Book Arts Group (IS), Codex Polaris (NO) and Lina Nordenström / Carina Fihn (SE). In addition, BIBLIOTEK NORDICA, a collaborative project organised by Codex Polaris will be launched at CODEX 2019 in its own stand. This is a library of ‘hot of the press’ books, by 82 Nordic artists. Three speakers will be taking at the Symposium and 25 of the participating artists will be attending Codex 2019.

An exhibition of POSTED/UNPOSTED ++, another collaborative project will open at the San Francisco Center for the Book as part of the Codex Nordica program on 2nd February and Codex Polaris will be talking at the Book Club of California on 4th February.

CODEX POLARIS is an art collective based in Bergen, Norway. Over the last five years, the group has organised a series of artists’ book events, exhibitions and participated in book fairs at home and abroad. The initiative focuses on the book as an art object, the book as a sculpture or installation and the handmade multiple.

If you are planning on visiting CODEX 2019 don’t miss this opportunity to meet the Nordic artists at the fair and see a large collection Nordic artists’ books, many that will be on show in the USA for the first time. Codex 2019 is a dangerous place for book lovers, there are also another 214 stands!

For more information: www.codexpolaris.com/codex-nordica and www.facebook.com/codexpolaris

For any questions please get in touch with:
Codex Polaris / Imi Maufe codexpolaris[at]gmail.com +47 90247476

CODEX NORDICA is kindly supported by: Nordic Culture Fund and The CODEX Foundation Individual countries are supported by: Bergen Municipality, Office of Contemporary Arts Norway, The Relief Fund for Visual Artists, Norway, The Norwegian Embassy in USA, Danish Arts Foundation, Helge Ax:son Johnsons Foundation, IASPIS – Swedish Arts Grants Committee’s international programme, Finnish Cultural Foundation, Swedish Cultural Foundation in Finland, and the Arts Promotion Centre Finland. Bibliotek Nordica is supported by: Visual Artists Support Fund, Norway; Viborg Municipality and Vingaards Officin, Denmark.

Norræn bókverk á kaupstefnu | CODEX NORDICA

🇮🇸 Þessar vikur og mánuði undirbúa ARKIR þátttöku á CODEX bókverkakaupstefnunni í Kaliforníu, sem fer fram dagana 3.-6. febrúar 2019. CODEX sýningin er haldin annað hvert ár, nú í sjöunda sinn og er ein virtasta og fjölsóttasta bókakaupstefna sinnar tegundar í heiminum. ARKIR munu sýna bókverk á sameiginlegum vettvangi norrænna bókverkalistamanna undir merkjum CODEX NORDICA. Kastljósum verður einnig beint að norrænum bókverkum á málþingi CODEX kaupstefnunnar. Eitt af verkefnunum er Bibliotek Nordica, – safn bókverka valdra listamanna, en verkin eru öll unnin sérstaklega af tilefninu. Fyrir verkefninu CODEX NORDICA fer norrænn hópur sem starfað hefur að ýmsum sýningum undir heitinu CODEX POLARIS.


🇬🇧 These weeks and months ARKIR are preparing participation in the seventh CODEX book fair in California, from Feb 3.-6, 2019. ARKIR will be a part of the art project CODEX NORDICA that represents book artists from the Nordic countries: Norway, Denmark, Iceland, Finland and Sweden. Nordic book arts will also be in focus at the book fair’s symposium.  ARKIR are looking forward to visit and participate in “one of the top three book fairs in the world.”* The project CODEX NORDICA is organized by book artists of the artist’s network CODEX POLARIS


BIBLIOTEK NORDICA – Verk í vinnslu | Works in progress:  Ingiríður Óðinsdóttir „Vefur“; Áslaug Jónsdóttir „Still growing potatoes“; Sigurborg Stefánsdóttir „Spor“; Svanborg Matthíasdóttir: „Pictures at an Exhibition II“.