ARKIR opna bókverkasýningu í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, á morgun, laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Öll verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum. Flestar þeirra voru fengnar hjá Gerðubergssafni, en bókasöfn afskrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum.
Sjö ARKIR eiga verk á sýningunni: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri. Lesa má um sýninguna á vef Gerðubergs hér. Verið velkomin á sýningaropnun!
– – –
We are almost there! ARKIR are opening a new book art exhibition at Gerðuberg Culture Center tomorrow, Saturday November 1st, at 2 pm. All the works are created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. The title of the exhibition is “Endurbókun” or: Re-book.
Seven ARKIR-members show their works: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.
Join us tomorrow at the opening!
Links to Gerðuberg website: here and here.
Ljósmyndir / Photos: Gerðuberg Culture Center; Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Áslaug Jónsdóttir