Á ferð og flugi | CODEX VII

🇮🇸 ARKIR gerðu góða ferð til Kaliforníu á CODEX-bókamessuna í Richmond við San Fransisco flóa. Átta ARKIR stóðu vaktina við íslenska sýningarborðið dagana 3.-6. febrúar og tóku þátt í sýningarverkefninu Codex Nordica ásamt því að eiga hlutdeild í bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Fjöldi gesta kynnti sér verk norrænu listamannanna í gömlu Ford-verksmiðjunni í Craneway-skálanum. Þar var margt um manninn og ráðslagað um sölu og sýningar bókverka af öllum toga. Listamenn og umboðsmenn þeirra komu hvaðanæva að úr heiminum og fjölbreytni verkanna var gríðarleg. Við hittum góða vini og kynntumst nýjum og munum án efa njóta ávaxta af ferðinni un langa hríð.
Næstu vikur birtum við fleiri myndir af því sem fyrir augu bar. Fylgist með!


🇬🇧 Eight members of ARKIR made an awesome trip to California and took part in the CODEX VII book fair in the beautiful old Craneway Pavilion in Richmond by the San Fransisco Bay, joining in the exhibition concept Codex Nordica and Bibliotek Nordica, along with fellow artists from the Nordic countries: Norway, Sweden, Denmark and Finland. We met good friends and made new friends and connections. It was a busy fair where sales and shows were planned by artists and agents from all over the world. 
The next weeks to come we will post more pictures from the fair, showing the wide range of the diverse book art that was exhibited. Stay tuned!


Myndir frá sýningarsvæði ARKA og norrænu listamanna í Codex Nordica.
Photos showing books by ARKIR and other artists in the Codex Nordica group.

Ljósmyndir: Áslaug J. Smellið á myndirnar til að stækka! | Photos by Áslaug. Click on the images to enlarge!

 

Húm | Dusk – Arnþrúður Ösp Karlsdóttir

Hér kynnum við eitt verkanna á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir kynnir verkið sitt „Húm“ í myndum og texta.

Húm eftir Arnþrúði Ösp Karlsdóttur

„Húm er tími dagsins þegar dimmir, sólin hverfur og birta og litir dofna í umhverfinu. Heimurinn verður gegnsær í gráum tónum, ljós og skuggar mynda ákveðna stemningu eða andrúmsloft. Í bókverkunum, sem unnin eru með svörtu bleki og vaxi á vatnslitapappír, vinn ég með gegnsæi, ljós og skugga í gráum litatónum.


We continue to introduce a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here it is Arnþrúður Ösp Karlsdóttir who presents her artwork “Dusk”.

Dusk by Arnþrúður Ösp Karlsdóttir

“Húm. Dusk, the time when day turns into night. The light from the sun fades, colors gradually disappear from around us and we are left in a world of transparent grays, the subtle atmospheric twilight of a shadowy transition into darkness. In these artist books, I am using black ink and wax on watercolor paper, achieving semi-transparency, trying to recreate the mood of ‘húm’.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Gleðilegt ár! ∼ Happy New Book Art Year 2016!

 

ARKIR-Sorpualmanak2016web

ARKIR óska listunnendum og bókverkafólki um heim allan gleðilegs árs og þakka góðar viðtökur, samvinnu og samskipti á liðnum árum. Megi nýja árið verða öllu listafólki gjöfult.

Á árinu sem leið sýndu ARKIR bókverk sín víða, bæði hérlendis og erlendis. Sýningin ENDURBÓKUN, sem opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi, var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Sýningin eða hluti hennar mun ferðast víðar um landið á nýja árinu. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru öll unnin úr gömlum eða afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur. Ljósmyndir: Binni.

Síðla ársins 2015 tóku ARKIR þátt í sýningunni DRIFTING CLOUDS í Nicosia á Kýpur ásamt fjölmörgum evrópskum listamönnum. Fyrr á árinu höfðu nokkrar úr hópnum sýnt verk á norrænni bókverkasýningu í Helsinki í tilefni af 20 ára afmæli Gallery Jangva í Helsinki. Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á ERROR – sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015, en þema þríæringsins var “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin voru til sýnis í Gallery Titanikas, sem er í Listaháskólanum í Vilnius, en hluti verkanna var einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; og víðar. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR og fyrir neðan má sjá myndband frá sýningunni í Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

 

ARKIR fengu líka góðar heimsóknir á árinu – þar má nefna ljóðskáldið og bókverkakonuna Nancy Campbell  eins og við sögðum frá hér; sem og listakonuna Sandhya sem einnig notar ljóð og texta í sínum verkum.

Með nokkrum myndum frá liðnu ári sendum við kveðjur til vina og velunnara ARKANNA og vonum að sem flest ný og áhugaverð bókverk líti dagsins ljós á árinu 2016.

Sandhya-ARKIR

Ösp, Kristín Þóra, Inga, Sandhya, Bogga, Svanborg og Anna Snædís.

Dear friends of ARKIR, co-workers and fellow artists! We wish you all a very happy and prosperous New Year! May your lives be filled with joy and good art!

Looking back at the past year we state that ARKIR Book Arts Group had a fine year. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. We can confirm that the exhibition will travel further in the new year. All the works were created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting book art from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating a 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. Artwork on cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Inga, Ingiríður Óðinsdóttur. Photos by Binni. 

In October ARKIR took part in the exhibition DRIFTING CLOUDS in Nicosia in Cyprus. Earlier in the year, ARKIR members partisipated in a Nordic Artists’ Books exhibition in Studio Gallery Jangva Studio in Helsinki, as a part of Gallery Jangva’s 20th anniversary. Works by Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg were also selected for ERROR – 7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}. The 7th triennial was opened in Gallery Titanikas, an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts. Selections were also exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; and more. For further information see the triennial’s webpage: ERROR. The video above shows moments from the show in Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

ARKIR also had good visitors from abroad, – for instance the poet and book artist Nancy Campbell as reported here; and artist Sandhya who also uses poems and texts in her works. 

With a series of photos from the year 2015, we send our best wishes and hope for a splendid year 2016!

 

 

Endurbókun í Gerðubergi – ARKIR in Gerðuberg

Endurbokun2014 0765

Sýningin ENDURBÓKUN sendur nú yfir í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýningin opnaði 1. nóvember s.l. og stendur til 11. janúar 2015. Verk á sýningunni eiga: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri.


The book art exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOKED is now ongoing in Gerðuberg Culture Center. The exhibition will remain open until 11. January 2015. Participants are: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.

Tenglar á efni um sýninguna – More about the exhibition: Gerðuberg. ARKARvefurinn: Fyrri póstar – Previous posts on ENDURBÓKUN.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
photos © Áslaug Jónsdóttir

Opnun: Endurbókun – Opening at Gerðuberg

Endurbokun2014 Titill

ARKIR opnuðu bókverkasýninguna ENDURBÓKUN í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á Degi myndlistar 2014, 1. nóvember s.l. Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir góðar viðtökur á opnuninni. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Gerðubergi – og auðvitað sýningarstjórinn okkar: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem reyndar var fjarri góðu gamni á laugardag.
Sýningin stendur til 11. janúar 2015. Myndir af verkum á sýningunni má sjá hér.


RE-BOOKED! The exhibition opening in Gerðuberg Culture Center last Saturday went well. Our guests were merry and we were certainly happy about it all. Many thanks to all the staff at Gerðuberg and of course our exhibition curator Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who sadly couldn’t join us at the opening. Below: photos from the opening. To see artwork from the exhbition click here.

The exhibition at Gerðuberg is open until 11. January 2015.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
photos © Áslaug Jónsdóttir

Endurbókun – Re-booked by ARKIR

ArkirEndurbokun bodskort

ARKIR opna bókverkasýningu í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, á morgun, laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Öll verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum. Flestar þeirra voru fengnar hjá Gerðubergssafni, en bókasöfn afskrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum.
Sjö ARKIR eiga verk á sýningunni: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri. Lesa má um sýninguna á vef Gerðubergs hér. Verið velkomin á sýningaropnun!
– – –
We are almost there! ARKIR are opening a new book art exhibition at Gerðuberg Culture Center tomorrow, Saturday November 1st, at 2 pm. All the works are created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. The title of the exhibition is “Endurbókun” or: Re-book.
Seven ARKIR-members show their works: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.
Join us tomorrow at the opening! 

Links to Gerðuberg website: here and here.

Ljósmyndir / Photos: Gerðuberg Culture Center; Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Áslaug Jónsdóttir

HEIMA – Thoughts on HOME

Níu meðlimir ARKAR-hópsins eiga verk á sýningunni HEIMA, sem stendur nú yfir í Norræna húsinu. Þegar farandsýningin var sett upp í Silkeborg á síðasta ári birtum við hér á vefnum hugleiðingar um nokkur verkanna. Nú rifjum við upp þessar kynningar. Smellið á verkin til að lesa meira um hugmyndirnar á bak við verkin og listamennina sjálfa.
Sýningin í Norræna húsinu er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12 – 17. Sýningunni lýkur 23. febrúar.
– – –
When the exhibition HOME opened in Silkeborg in Denmark last year, each one of us in ARKIR wrote a short text about the idea behind one artist’s book we had made for the exhibition. That way we made a series of blogposts on the theme: HOME. The exhibition has travelled from Denmark to Nuuk in Greenland and is now to be seen in the Nordic house in Reykjavík. Click on the images to read more about some of ARKIR works.
The exhibition in the Nordic house is open Tuesdays to Sundays from 12 to 5 pm. Open until 23. February.

SigurborgSt Zoo1    Inga HEIM1    AnnaS Scand1
Sigurborg Stefánsdóttir: Zoo  |  Ingiríður Óðinsdóttir: Home – at home  |  Anna Snædís Sigmarsdóttir: Skandinavian furniture 1960

Heima – Litur    @heima by Osp 2    BryndisBraga 20steps1
Svanborg Matthíasdóttir: Home – Color  |  Arnþrúður Ösp Karlsdóttir: @Heima  |  Bryndís Bragadóttir: 20 steps backwards from home

Friðsæl heimili - Peaceful homes by Helga Pálína      JMT RightsTo 1      AslaugJons Babel 1
Helga Pálína Brynjólfsdóttir: Peaceful homes  |  Jóhanna M. Tryggvadóttir: The Right of Return  |  Áslaug Jónsdóttir: Tower of Babel

@heima – @home by Arnþrúður Ösp

Kynning á íslenskum verkum á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Lesið einnig fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn
[5] Svanborg: Heima – Litur   [6] Bryndís: 20 skref afturábak frá heimilinu   [7] Jóhanna Margrét: Réttur til að snúa aftur   [8] Helga Pálína: Friðsæl heimili

Introduction of some of ARKIR’s works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
[5] Svanborg: Heima – Litur  [6] Bryndís: 20 Steps Backwards From Home   [7] Jóhanna Margrét: The Right of Return   [8] Helga Pálína: Peaceful homes

© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir

@heima by Osp 1

listamaður: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
titill: @heima
stærð: 22,2 x 1,8 x 33,5 cm (lokuð)
efni og aðferð: ljósrit, glærur, pappír, lím, þráður, saumaskapur, handritaður texti
ár: 2013

Á sýningunni Heim-heima er verk eftir Arnþrúði Ösp sem ber heitið @heima. Við áhorfandanum blasa gegnsæ kort og rauðar staðarmerkingar sem beinast út meðfram síðunum og til beggja handa þegar bókin er opnuð. Rauðir krossar og götukort renna saman í eitt, rétt eins og minningar þegar litið er til baka – eða hvað? Ösp er spurð út í merkingarnar, heimilisföngin og kortin:
„Heimilisföngin eru skrásetning á staðsetningu minni á afmörkuðum tímabilum í lífi mínu. Vegakort eru mér myndræn upprifjun, sem tengjast minningum um lífið og tilveruna á tilteknum stað og á því heimili.
Ég rifjaði upp heimilisföng allra heimila minna, allra þeirra staða sem ég hef búið á frá því ég man eftir mér. Þetta reyndust vera 20 heimilisföng á Íslandi og í Danmörku.“

artist: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
title: @home
size: 22,2 x 1,8 x 33,5 cm (closed)
materials and method: photocopies, transparency films, paper, glue, cardboards, needlework, thread, handwriting
year: 2013

At the exhibition Home in Silkeborg, Arnþrúður Ösp shows a book that is closely connected to the exhibition theme already by the name: @home. The viewer notes the transparent maps that together merge into one diffused map, perhaps a bit like when you search your memory for places in the past? Handwritten addresses on bright red labels point out alongside the pages and back and forth when the book is open. Arnþrúður Ösp looked back and recalled her homes:
“The addresses are registration of my location on specific periods in my life. The maps are to me a visual review connected to memories of the life I lived in that area and at that home.
I recalled addresses of all my homes, all the places I have lived in. It turned out to be 20 addresses in Iceland and in Denmark.”

Arnþrúður Ösp lauk listnámi frá textíldeild MHÍ og kennaranámi frá Håndarbejdet Fremmes Seminarium í Kaupmannahöfn. Hún vinnur textílverk og bókverk og hefur sýnt á sýningum hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Arnþrúður Ösp studied textile arts at The Icelandic College of Arts and Crafts in Reykjavík, Iceland, and took a degree as a teacher from Håndarbejdet Fremmes Seminarium in Copenhagen. She works in textile and book art, and has exhibited in Iceland and abroad. She lives and works in Reykjavík.

ArnthrudurOsp

Nánari upplýsingar um listamanninn:
Further information about the artist:
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir   www    @    pin