ARKIR óska listunnendum og bókverkafólki um heim allan gleðilegs árs og þakka góðar viðtökur, samvinnu og samskipti á liðnum árum. Megi nýja árið verða öllu listafólki gjöfult.
Á árinu sem leið sýndu ARKIR bókverk sín víða, bæði hérlendis og erlendis. Sýningin ENDURBÓKUN, sem opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi, var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Sýningin eða hluti hennar mun ferðast víðar um landið á nýja árinu. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru öll unnin úr gömlum eða afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur. Ljósmyndir: Binni.
Síðla ársins 2015 tóku ARKIR þátt í sýningunni DRIFTING CLOUDS í Nicosia á Kýpur ásamt fjölmörgum evrópskum listamönnum. Fyrr á árinu höfðu nokkrar úr hópnum sýnt verk á norrænni bókverkasýningu í Helsinki í tilefni af 20 ára afmæli Gallery Jangva í Helsinki. Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á ERROR – sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015, en þema þríæringsins var “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin voru til sýnis í Gallery Titanikas, sem er í Listaháskólanum í Vilnius, en hluti verkanna var einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; og víðar. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR og fyrir neðan má sjá myndband frá sýningunni í Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.
ARKIR fengu líka góðar heimsóknir á árinu – þar má nefna ljóðskáldið og bókverkakonuna Nancy Campbell eins og við sögðum frá hér; sem og listakonuna Sandhya sem einnig notar ljóð og texta í sínum verkum.
Með nokkrum myndum frá liðnu ári sendum við kveðjur til vina og velunnara ARKANNA og vonum að sem flest ný og áhugaverð bókverk líti dagsins ljós á árinu 2016.
Dear friends of ARKIR, co-workers and fellow artists! We wish you all a very happy and prosperous New Year! May your lives be filled with joy and good art!
Looking back at the past year we state that ARKIR Book Arts Group had a fine year. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. We can confirm that the exhibition will travel further in the new year. All the works were created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting book art from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating a 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. Artwork on cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Inga, Ingiríður Óðinsdóttur. Photos by Binni.
In October ARKIR took part in the exhibition DRIFTING CLOUDS in Nicosia in Cyprus. Earlier in the year, ARKIR members partisipated in a Nordic Artists’ Books exhibition in Studio Gallery Jangva Studio in Helsinki, as a part of Gallery Jangva’s 20th anniversary. Works by Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg were also selected for ERROR – 7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}. The 7th triennial was opened in Gallery Titanikas, an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts. Selections were also exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; and more. For further information see the triennial’s webpage: ERROR. The video above shows moments from the show in Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.
ARKIR also had good visitors from abroad, – for instance the poet and book artist Nancy Campbell as reported here; and artist Sandhya who also uses poems and texts in her works.
With a series of photos from the year 2015, we send our best wishes and hope for a splendid year 2016!