Sigurborg sýnir 50 bókverk | ARKIR in 2021 – art exhibitions

🇮🇸 Föstudaginn 27. ágúst 2021 opnaði Sigurborg Stefánsdóttir sýninguna „Borðlagðar bækur“ í  Smiðsbúðinni, Geirsgötu 5a, Reykjavík. Á sýningunni eru 50 bókverk og 3 málverk. Sýningin stendur til 22. september. Í kynningu um sýninguna segir:

„Sigurborg Stefánsdóttir nam myndlist við Skolen for Brugskunst – Danmarks designskole í Kaupmannahöfn á árunum 1982-7 og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Á sýningunni í Smiðsbúðinni sýnir Sigurborg bókverk, ásamt nokkrum málverkum. Bókverk Sigurborgar eru af ýmsum toga, smáverk sem hvert og eitt inniheldur stuttar frásagnir ólíkar í formi og efni, sögur sem við könnumst við, stutt myndljóð.“

Sigurborg starfaði um árabil sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, auk þess að starfa að myndlist og grafískri hönnun. Hún vinnur nú fyrst og fremst að eigin mynd- og bókverkum og er með vinnustofu á Grensásvegi 12A í Reykjavík.

Sjá meira um verk Sigurborgar hér á vef ARKA eða á heimasíðu Sigurborgar og instagram.

🇬🇧 BOOK ART EXHIBITION! On Friday 27 August 2021, Sigurborg Stefánsdóttir opened her exhibition „Borðlagðar bækur“ (Books on the Table) in the goldsmith studio Smiðsbúðin, downtown Reykjavík at Geirsgata 5a. The exhibition includes 50 artist’s books and 3 painting and will be open till 22 September.

From an introduction of the exhibition: “Sigurborg Stefánsdóttir studied art at Skolen for Brugskunst – Danish Design School in Copenhagen in the years 1982-7 and has held a number of solo exhibitions and participated in numerous group exhibitions both in Iceland and abroad. At the exhibition in Smiðsbúðin, Sigurborg exhibits books, along with few paintings. Sigurborg’s books are of various kinds, small-scale works, each of which contains short tales that differ in form and content, stories that we are familiar with, short visual poems.”

Sigurborg worked for many years as a teacher at the Icelandic School of Arts and Crafts and the Iceland Academy of the Arts, in addition to working with visual art and graphic design. She now works primarily on her own art works and has a studio on Grensásvegur 12A in Reykjavík.

For more see Sigurborgs page on this site, her personal website and instagram.

Heim : heima – Home : at home by Inga

Við kynnum áfram nokkur íslensku verkanna á sýningunni hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri kynningar: [1] Zoo og [2] Babel.
In the weeks to come we will introduce some of the works by the Icelandic artist in the exhibition  hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the third post. Read also: [1] Zoo and [2] Babel.
© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir

Inga HEIM1

listamaður: Ingiríður Óðinsdóttir
titill: Heim – heima
stærð: 32 x 23 x 38 cm.
efni og aðferð: pappír, saumþráður, pappírsskurður
ár: 2013

Inga sýnir fjögur verk á sýningunni sem nú stendur yfir í Silkeborg Bad í Danmörku en þau hverfast öll um Ísland. Um verkin segir Inga: „Þegar ég fór í hugmyndavinnu fyrir sýninguna kom fyrst upp í huga minn þau hús sem ég hafði búið í hér og hvar, en það leiddi mig að spurningunni: hvar á ég heima og hver eru heimkynni mín? Það er auðvitað Ísland. Ég bjó í Svíþjóð um nokkurra ára bil og flaug oft á milli Íslands og Svíþjóðar. Þá var svo notalegt þegar flugvélin var lent og flugfreyjurnar sögðu „velkomin heim“. Þá var ég svo sannarlega komin heim. Út frá þessum hugleiðingum fór ég að vinna með Ísland, útlínur þess og form á ýmsa vegu.“

artist: Ingiríður Óðinsdóttir
title: Heim – heima
size: 32 x 23 x 38 cm.
materials and method: paper, tread, paper-cutting
year: 2013

Inga has four new works at the exhibition “HOME” in Silkeborg Bad in Denmark, and they are all connected in the same theme: Iceland. In Inga’s words: “When I started to reflect upon the concept for the exhibition, the first thing that came to my mind were the various houses I had lived in. But later on I asked myself: Where has my home always been? The answer was Iceland. I lived in Sweden for several years and often flew to Iceland. I was always so pleased when the aircraft had landed and the stewardess announced: “welcome home”. Then I was truly home. From these thoughts, I began to work with my ideas of my home country, the contours and shapes in a variety of ways.”

Ingiríður vinnur við myndlist, bókverk og textílhönnun. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Belgíu og Bandaríkjunum. Hún býr í Hafnarfirði.

Ingiríður works on her art, artist books and textile design in her studio in Garðabær. She studied at The Icelandic College of Arts and Crafts. She has participated in numerous group exhibitions in Iceland and Sweden, Finland, Denmark, Belgium and the USA. She lives in Hafnarfjörður.

IngiridurOdins

Nánari upplýsingar um listamanninn / Further information about the artist:
Ingiríður Óðinsdóttir    www    www    fb
Hafa samband / Contact:    @    fb

Babelturninn – Babel by Áslaug

Þessa dagana kynnum við nokkur íslensku verkanna á sýningunni hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka: [1] Zoo.
In the weeks to come we will introduce some of the works by the Icelandic artist in the exhibition  hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the second post. Read also: [1] Zoo.
© ljósmyndir / photos: Áslaug Jónsdóttir, Lilja Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Giuli Larsen

AslaugJons Babel 1

listamaður: Áslaug Jónsdóttir
titill: Babel
stærð: 43 x 36 x 36 cm.
efni og aðferð: hvítur pappír, transparent pappír, pappírsskurður, laserprentun
ár: 2013

Áslaug segir um verkið: „Pappírsverkið Babel er eins konar bókrolla sem myndar turn. Samkvæmt Biblíunni var Babelturninn samkomuhús og félagsheimili alls mannkyns um hríð eða þar til Guði þótti nóg komið af þessu metnaðarfulla sambýli og sundraði mannskapnum. Sem hefur ekki talað saman af fullu viti síðan. Heimili er auðvitað ekki aðeins hús heldur líka samverustaður þeirrar einingar sem telur fjölskyldu. Heimkynni eru ekki aðeins landsvæði heldur líka menning og samfélag. Það sem tengir fólkið saman er tungan. Tungumálið býr í okkur og við í tungumálinu. Þar erum við heima. Í bókverkinu fossar biblíutextinn um Babelturninn, á fjölda tungumála, en hann er sundraður í óskiljanlega flækju.“

Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms. Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“  Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt. Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“  Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. Af þeim sökum heitir hún Babel að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina. – – –  Fyrsta Mósebók 11. 1-9.

artist: Áslaug Jónsdóttir
title: Babel
size: 43 x 36 x 36 cm.
materials and method: white paper roll, transparent paper, paper-cutting, laser print
year: 2013

Áslaug on her artwork: “Babel is book scroll or a paper sculpture forming a tower. According to the Bible, The Tower of Babel was what one could call a home and a rendezvous of all mankind, until God Almighty decided that this ambitious commune was no good and wrecked the party: scattered the people all over the earth and confused their language. There we lost our chance of one common home. Home is such a wide concept. It’s not just a building, but a place of union, an assembly of those who call themselves family. Home is not just a tract of land, but also a community, home of culture. The language connects us together. We belong to the language and the language belongs to us. It markes and makes our home. In this piece I quote the biblical text in many languages, and it is flowing out of the tower. But it’s all messed up in a confusing babble. Alas.” 

Now the whole earth had one language and the same words. And as they migrated from the east, they came upon a plain in the land of Shinar and settled there. And they said to one another, “Come, let us make bricks, and burn them thoroughly.” And they had brick for stone, and bitumen for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, and a tower with its top in the heavens, and let us make a name for ourselves; otherwise we shall be scattered abroad upon the face of the whole earth.” The Lord came down to see the city and the tower, which mortals had built. And the Lordsaid, “Look, they are one people, and they have all one language; and this is only the beginning of what they will do; nothing that they propose to do will now be impossible for them. Come, let us go down, and confuse their language there, so that they will not understand one another’s speech.”  So the Lord scattered them abroad from there over the face of all the earth, and they left off building the city. Therefore it was called Babel, because there the Lord confused the language of all the earth; and from there the Lord scattered them abroad over the face of all the earth.  – – –  Genesis 11. 1-9.

Áslaug er rithöfundur, teiknari og grafískur hönnuður. Hún stundaði nám Myndlistaskóla Íslands og Skolen for Brugskunst, nytjalistaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur enn fremur tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum, Svíþjóð og á Íslandi. Hún býr í Reykjavík og er starfandi barnabókahöfundur og bókverkakona.

Áslaug is a writer, illustrator and graphic designer. She studied art at The Icelandic College of Arts and Crafts and at Denmark’s School of Design, Copenhagen, Denmark. She has attended art courses in USA, Japan and Iceland. She lives in Reykjavík and is an active childrens’s books writer and book artist.

Nánari upplýsingar um listamanninn / Further information about the artist:
Áslaug Jónsdóttir   www    www    www  fb
Hafa samband / Contact:    @   fb    twitter

DSCF9236_2

Arkirnar sléttar og felldar – Enjoying Origami

OrigamiAssiaBrill2013

ARKIRNAR fjórar sem mættu á námskeið hjá origami-listamönnunum Dave og Assia Brill  í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi verða nú að játa á sig æði mörg brot. Námskeiðið var tveggja daga öflugt grunnnámskeið þar sem nemendur sátu einbeittir frá morgni til kvölds við að brjóta pappírinn rétt og rækilega. Kennararnir voru engir aukvisar í faginu: þau hjónin hafa stundað origami listina í árafjöld, með ótal sýningar og viðurkenningar að baki.

Í Gerðubergi stendur yfir stórgóð sýning á verkum þeirra og einnig nokkurra félaga í Origami Ísland. Sýningin stendur til 24. mars.
– – –
The four of us ARKIR who were lucky enough to take part in a two-days intensive Origami course at Gerðuberg Culture Center last weekend had a great time folding paper and learning to understand the art of origami. Teachers Dave and Assia Brill were admirably patient and thorough in their instructions as they lectured us in basic origami folding.

An ongoing exhibition at Gerðuberg gives a view on their art: beautiful and clever designs and amazing sculptures. Go see their art and also origami by members of Origami Iceland at Gerðuberg Culture Center! Exhibition’s last date: March 24. 

OrigamiDaveBrill2

Tenglar – Links:
Um sýninguna í Gerðubergi / More information on the exhibition at Gerðuberg‘s website.
Heimasíða: Dave and Assia Brill – homepage.
Mbl-Sjónvarp: Heimsklassa origami í Gerðubergi / Morgunblaðið Newspaper video from the exhibition, stating: “World-class origami in Gerðuberg”.

Origami – part of the weekend’s pupils work – by Áslaug

More Origami links shared by Assia and Dave Brill:
History:
Origami Resource Center – History of Origami
British Origami Society – David Lister – The Lister List
Senbazuru Orikata – the first known origami book (1797)
Symbols and bases:
Yoshizawa–Randlett system
Organisations:
British Origami Society
Origami USA
Supplies:
Viereck Verlag
Nicolas Terry’s shop
Origami USA catalog
Private sites:
Robert Lang
Michael LaFosse
Satoshi Kamiya
Akira Yoshizawa

Listabókahelgi Crymogeu – Market of art books

Undraforlagið Crymogea, sem svo gjarna gefur út firnavandaðar, hnausþykkar og fagrar myndabækur, stendur fyrir listabókamarkaði dagana 1., 2. og 3. febrúar 2013 frá kl 11-17. Þetta er í annað sinn sem Crymogea stendur fyrir markaði af þessu tagi. Listafínar bækur eftir bókverkafólk úr ýmsum greinum sjónlista verða á boðstólum í húsakynnum Crymogeu að Barónstíg 27, ofan við Laugaveg. Ekki missa af besta bókamarkaði ársins!
– – –
Crymogea, publisher of rare and beautiful books, holds a market of art books next weekend from Friday to Sunday, February 1. 2. and 3. from 11 am to 5 pm. Art books and artist’s books, all sorts of awesome books by various visual artists will be sold at Crymogea’s market, at Barónstígur 27, just by Laugavegur. Don’t miss Reykjavik’s best book market!

ListabókahelgiCrymo

ARKIR í ati – ARKIR at it …

Bookart AnnaS1

ARKIRNAR hittast nær vikulega um þessar mundir. Það þykir ekki verra að byrja fundi með málsverði enda ekki vanþörf á þegar halda þarf dampi á köldum vetrarkvöldum. Í þetta sinn var það austurlensk lambakjötssúpa og nýbakað brauð. Að því loknu var hægt að hefjast handa enda mörg verk í smíðum og heilabrotin í það minnsta jafn flókin og bókabrotin.
– – –
ARKIR are at it! We try to get together every week now, keeping spirit high in preparations for the exhibition HOME. Starting every meeting with a solid meal – like tonight’s fresh-baked bread and spicy soup of lamb meat and vegetables – helps everybody going on a cold winter evening. 

BookArt Inga 1

Viðburðir í vændum – Upcoming events

Næstu helgi verður mikið um dýrðir fyrir unnendur pappírs- og bókverka. Námskeið og sýningar tengd bókverkum og origami verða haldin bæði í Breiðholtinu og Garðabænum.

Origami – Brot í brot. Sýning og námskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Artwork: Dave and Assia Brill From www. gerduberg.is

Artwork: Dave and Assia Brill
From www. gerduberg.is

Nú á fimmtudag 24. janúar opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á pappírverkum eftir Dave og Assia Brill. Í kynningu um sýninguna segir:

„Á sýningunni eru einstök og heillandi pappírslistaverk eftir hjónin Dave og Assiu Brill. Þau hafa hannað fjölda bréfbrota, gefið út bækur, fengist við kennslu og sýnt verk sín víða um heim. Verk þeirra voru flutt sérstaklega til landsins fyrir sýninguna í Gerðubergi og verða þau viðstödd opnunina.“ 

Föstudag og laugardag 26. – 27. janúar leiðbeina þau síðan á origami-námskeiði fyrir hönnuði, lista- og handverksfólk. ARKIR munu fjölmenna á námskeiðið og vonandi má fregna af því síðar.

Sjá nánar á heimasíðu Gerðubergs – Menningarmiðstöðvar.
Heimasíða Dave Brill.

Klippt og skorið. Skapandi bókverk og einfalt bókband í Hönnunarsafni Íslands.

Svo er það okkar eigin ÖRK, Sigurborg Stefánsdóttir, sem verður með fyrirlestur og vinnusmiðju í Hönnunarsafni Íslands föstudaginn 25. janúar 2013, frá kl. 9:00 -15:00. Eins og segir í kynningu:

Þann 25. janúar 2013 standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu þar sem viðfangsefnið verður skapandi bókverk og einfalt bókband. Fyrirlesari og kennari verður Sigurborg Stefánsdóttir grafískur hönnuður og forsprakki ,,Arkanna”, félagsskapar sem staðið hefur fyrir spennandi bókverkasýningum hér heima og erlendis. Sigurborg hefur einnig starfað sem kennari m.a. við Myndlista- og handíðaskólann / Listaháskólann og kennt grafíska hönnun og
Fyrri hluti, fyrirlestur. Klippt og skorið, fyrirlestur um skapandi bókverk og einfalt bókband. Kynntar verða til sögunnar fjölmargar aðferðir við að búa til bókverk, mismunandi bókarbrot og skapandi bókverk hönnuða skoðuð.
Síðari hluti, vinnusmiðja. Þátttakendur búa til bókverk og velta fyrir sér með tilraunum  breytilegu formi bókarinnar og möguleikum hennar. Á staðnum verða gamlar bækur sem þátttakendur geta notað sem efnivið í tilraunirnar.

Sjá nánar á heimasíðu Hönnunarsafns Íslands.
Heimasíða Sigurborgar.
– – –

Workshops, lectures, courses and exhibitions!

We are looking forward to next weekends events: workshops, courses and exhibitions of book art and origami! What a treat for paper and book art lovers!

Origami Art: Exhibition and to-days workshop in Gerðuberg Art Center

In Gerðuberg Art Center origami-artists Dave and Assia Brill show their work in an exhibition which opens Thursday January 24. And on Friday and Saturday 25.-26. of January they teach in a course for designers, artists and craftsmen.

See GERÐUBERG ART CENTER.
Dave Brill’s homepage.

Creative bookmaking: Lecture and workshop in Museum of Design 

In Museum of Design and Applied Art in Garðabær, Sigurborg Stefánsdóttir, visual artist and member of ARKIR will be giving lecture and workshop next Friday, January 25, from 9 am to 3 pm.

See MUSEUM OF DESIGN AND APPLIED ART.
Sigurborg Stefánsdóttir homepage.

See you there folks!

Bókverk - Sigurborg

Bókverk í smíðum – Works in process

BokverkBogga2

ARKIR undirbúa þátttöku í samsýningu sem opnar í Silkeborg í byrjun apríl. Sýningin: „hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“ er kynnt nánar á sameiginlegum vef þátttakenda: CON-TEXT. Það rær hver og slær með sínu lagi og enn eru margir lausir endar og óskrifuð blöð. Allra handa bókverk eru þó að taka á sig mynd.
– – –
ARKIR are working on books for the Nordic exhibition “HOME” (hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik) that opens in Denmark in early April for later to travel to the other Nordic countries. There are still many loose ends and uncut sheets, but some interesting works are starting to unfold. Read more about the exhibition on the blog of CON-TEXT.

(update/correction: we are surely making progress but “Works in process” is the right word for it 😉 – sorry folks!)