Þessa dagana kynnum við nokkur íslensku verkanna á sýningunni hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka: [1] Zoo.
In the weeks to come we will introduce some of the works by the Icelandic artist in the exhibition hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the second post. Read also: [1] Zoo.
© ljósmyndir / photos: Áslaug Jónsdóttir, Lilja Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Giuli Larsen

listamaður: Áslaug Jónsdóttir
titill: Babel
stærð: 43 x 36 x 36 cm.
efni og aðferð: hvítur pappír, transparent pappír, pappírsskurður, laserprentun
ár: 2013
Áslaug segir um verkið: „Pappírsverkið Babel er eins konar bókrolla sem myndar turn. Samkvæmt Biblíunni var Babelturninn samkomuhús og félagsheimili alls mannkyns um hríð eða þar til Guði þótti nóg komið af þessu metnaðarfulla sambýli og sundraði mannskapnum. Sem hefur ekki talað saman af fullu viti síðan. Heimili er auðvitað ekki aðeins hús heldur líka samverustaður þeirrar einingar sem telur fjölskyldu. Heimkynni eru ekki aðeins landsvæði heldur líka menning og samfélag. Það sem tengir fólkið saman er tungan. Tungumálið býr í okkur og við í tungumálinu. Þar erum við heima. Í bókverkinu fossar biblíutextinn um Babelturninn, á fjölda tungumála, en hann er sundraður í óskiljanlega flækju.“
Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms. Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“ Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt. Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“ Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. Af þeim sökum heitir hún Babel að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina. – – – Fyrsta Mósebók 11. 1-9.
artist: Áslaug Jónsdóttir
title: Babel
size: 43 x 36 x 36 cm.
materials and method: white paper roll, transparent paper, paper-cutting, laser print
year: 2013
Áslaug on her artwork: “Babel is book scroll or a paper sculpture forming a tower. According to the Bible, The Tower of Babel was what one could call a home and a rendezvous of all mankind, until God Almighty decided that this ambitious commune was no good and wrecked the party: scattered the people all over the earth and confused their language. There we lost our chance of one common home. Home is such a wide concept. It’s not just a building, but a place of union, an assembly of those who call themselves family. Home is not just a tract of land, but also a community, home of culture. The language connects us together. We belong to the language and the language belongs to us. It markes and makes our home. In this piece I quote the biblical text in many languages, and it is flowing out of the tower. But it’s all messed up in a confusing babble. Alas.”
Now the whole earth had one language and the same words. And as they migrated from the east, they came upon a plain in the land of Shinar and settled there. And they said to one another, “Come, let us make bricks, and burn them thoroughly.” And they had brick for stone, and bitumen for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, and a tower with its top in the heavens, and let us make a name for ourselves; otherwise we shall be scattered abroad upon the face of the whole earth.” The Lord came down to see the city and the tower, which mortals had built. And the Lordsaid, “Look, they are one people, and they have all one language; and this is only the beginning of what they will do; nothing that they propose to do will now be impossible for them. Come, let us go down, and confuse their language there, so that they will not understand one another’s speech.” So the Lord scattered them abroad from there over the face of all the earth, and they left off building the city. Therefore it was called Babel, because there the Lord confused the language of all the earth; and from there the Lord scattered them abroad over the face of all the earth. – – – Genesis 11. 1-9.
-
-
Babel – Áslaug Jónsdóttir
-
-
Babel – Áslaug Jónsdóttir
-
-
work in process – Áslaug Jónsdóttir
-
-
Babel – Áslaug Jónsdóttir
-
-
Babel (detail) – Áslaug Jónsdóttir
-
-
Babelturninn – Áslaug Jónsdóttir
-
-
Babel – Áslaug Jónsdóttir
-
-
The Tower of Babel – Áslaug Jónsdóttir
Áslaug er rithöfundur, teiknari og grafískur hönnuður. Hún stundaði nám Myndlistaskóla Íslands og Skolen for Brugskunst, nytjalistaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur enn fremur tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum, Svíþjóð og á Íslandi. Hún býr í Reykjavík og er starfandi barnabókahöfundur og bókverkakona.
Áslaug is a writer, illustrator and graphic designer. She studied art at The Icelandic College of Arts and Crafts and at Denmark’s School of Design, Copenhagen, Denmark. She has attended art courses in USA, Japan and Iceland. She lives in Reykjavík and is an active childrens’s books writer and book artist.
Nánari upplýsingar um listamanninn / Further information about the artist:
Áslaug Jónsdóttir www www www fb
Hafa samband / Contact: @ fb twitter

Like this:
Like Loading...