Viðburðir í vændum – Upcoming events

Næstu helgi verður mikið um dýrðir fyrir unnendur pappírs- og bókverka. Námskeið og sýningar tengd bókverkum og origami verða haldin bæði í Breiðholtinu og Garðabænum.

Origami – Brot í brot. Sýning og námskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Artwork: Dave and Assia Brill From www. gerduberg.is

Artwork: Dave and Assia Brill
From www. gerduberg.is

Nú á fimmtudag 24. janúar opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á pappírverkum eftir Dave og Assia Brill. Í kynningu um sýninguna segir:

„Á sýningunni eru einstök og heillandi pappírslistaverk eftir hjónin Dave og Assiu Brill. Þau hafa hannað fjölda bréfbrota, gefið út bækur, fengist við kennslu og sýnt verk sín víða um heim. Verk þeirra voru flutt sérstaklega til landsins fyrir sýninguna í Gerðubergi og verða þau viðstödd opnunina.“ 

Föstudag og laugardag 26. – 27. janúar leiðbeina þau síðan á origami-námskeiði fyrir hönnuði, lista- og handverksfólk. ARKIR munu fjölmenna á námskeiðið og vonandi má fregna af því síðar.

Sjá nánar á heimasíðu Gerðubergs – Menningarmiðstöðvar.
Heimasíða Dave Brill.

Klippt og skorið. Skapandi bókverk og einfalt bókband í Hönnunarsafni Íslands.

Svo er það okkar eigin ÖRK, Sigurborg Stefánsdóttir, sem verður með fyrirlestur og vinnusmiðju í Hönnunarsafni Íslands föstudaginn 25. janúar 2013, frá kl. 9:00 -15:00. Eins og segir í kynningu:

Þann 25. janúar 2013 standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu þar sem viðfangsefnið verður skapandi bókverk og einfalt bókband. Fyrirlesari og kennari verður Sigurborg Stefánsdóttir grafískur hönnuður og forsprakki ,,Arkanna”, félagsskapar sem staðið hefur fyrir spennandi bókverkasýningum hér heima og erlendis. Sigurborg hefur einnig starfað sem kennari m.a. við Myndlista- og handíðaskólann / Listaháskólann og kennt grafíska hönnun og
Fyrri hluti, fyrirlestur. Klippt og skorið, fyrirlestur um skapandi bókverk og einfalt bókband. Kynntar verða til sögunnar fjölmargar aðferðir við að búa til bókverk, mismunandi bókarbrot og skapandi bókverk hönnuða skoðuð.
Síðari hluti, vinnusmiðja. Þátttakendur búa til bókverk og velta fyrir sér með tilraunum  breytilegu formi bókarinnar og möguleikum hennar. Á staðnum verða gamlar bækur sem þátttakendur geta notað sem efnivið í tilraunirnar.

Sjá nánar á heimasíðu Hönnunarsafns Íslands.
Heimasíða Sigurborgar.
– – –

Workshops, lectures, courses and exhibitions!

We are looking forward to next weekends events: workshops, courses and exhibitions of book art and origami! What a treat for paper and book art lovers!

Origami Art: Exhibition and to-days workshop in Gerðuberg Art Center

In Gerðuberg Art Center origami-artists Dave and Assia Brill show their work in an exhibition which opens Thursday January 24. And on Friday and Saturday 25.-26. of January they teach in a course for designers, artists and craftsmen.

See GERÐUBERG ART CENTER.
Dave Brill’s homepage.

Creative bookmaking: Lecture and workshop in Museum of Design 

In Museum of Design and Applied Art in Garðabær, Sigurborg Stefánsdóttir, visual artist and member of ARKIR will be giving lecture and workshop next Friday, January 25, from 9 am to 3 pm.

See MUSEUM OF DESIGN AND APPLIED ART.
Sigurborg Stefánsdóttir homepage.

See you there folks!

Bókverk - Sigurborg

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s