Bókaðar í MUU! | BOOKED in MUU

🇮🇸 Um helgina opnaði bókverkasýningin BOOKED 2022 í MUU, samtímalistamiðstöðinni í Helsinki. Þar eru til sýnis yfir 300 valin listverk eftir 286 listamenn. Á meðal valinna verka eru bókverk eftir Sigurborgu Stefánsdóttur.

Norræna bókverkasafnið Bibliotek Nordica var einnig valið á sýninguna. Bibliotek Nordica er eitt af verkefnum Codex Polaris og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Sex ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.

Sýningin BOOKED stendur frá 26. nóvember til 18. desember 2022 í MUU Helsinki Contemporary Art Centre, Cable Factory, Tallberginkatu 1 C, Helsinki.

🇬🇧 This weekend the exhibition BOOKED opened 2022 in MUU, Helsinki Contemporary Art Centre, exhibiting over 300 artist’s books, limited edition publications and artworks by 286 artists. Among selected artists from open call is ARKIR member Sigurborg Stefánsdóttir.

The exhibition is devoted to books made by artists, conceptual literature and text-based artworks that is organized by MUU, Finland’s interdisciplinary art association. Included in the exhibition is Bibliotek Nordica, a book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. Six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir, are represented in the art book library. For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.

The exhibition BOOKED will run from 26 November to 18 December 2022 in MUU Helsinki Contemporary Art Centre, Cable Factory, Tallberginkatu 1 C, Helsinki.

Síðasti sýningardagur í Landsbókasafni | BIBLIOTEK NORDICA – closing of the exhibition in Reykjavík

🇮🇸 Mánudaginn 23. maí 2021 lýkur í Þjóðarbókhlöðu sýningu á bókverkum úr norræna bókverkasafninu Bibliotek Nordica, sem er eitt af verkefnum Codex Polaris, og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum og hefur verið sýnt víða um lönd. 

Næsti sýningarstaður Bibliotek Nordica er bókamessan CHART Art Fair í Kunsthal Charlottenborg við Kóngsins nýja torg í Kaupmannahöfn, dagana 26. – 29. ágúst 2021. Bibliotek Nordica verður þar hluti af sýningu Codex Polaris-hópsins.

Sex ARKIR eiga verk í Bibliotek Nordica: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Myndirnar eru frá sýningunni í Landsbókasafni Íslands, Þjóðarbókhlöðu.

🇬🇧 The exhibition of works from Bibliotek Nordica in the National Library of Iceland will close on Monday, 22 August. The book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries includes works by six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir. For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.The exhibition is open on Mon from 9 am to 5 pm. For opening hours and covid-19 restrictions see here and here.

Next destination for Bibliotek Nordica is the book fair CHART Art Fair at Charlottenborg, Copenhagen, Denmark, from the 26th to 29th August.  Codex Polaris have been invited to show at the fair and Bibliotek Nordica will be exhibited as part of the Codex Polaris collection.

 


Veggspjald – hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir.
Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Norræna bókverkasafnið | BIBLIOTEK NORDICA

 

🇮🇸 Mánudaginn 17. maí 2021 opnar í Þjóðarbókhlöðu sýning á bókverkum úr norræna bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Sex ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir, en enn fleiri íslenskir listamenn taka þátt í verkefninu. Bibliotek Nordica er eitt af verkefnum Codex Polaris og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum, en sýningareintakið hefur farið víða um lönd. Markmiðið með Bibliotek Nordica er að búa til safn norrænna bókverka sem auðvelt er að nálgast og nota til viðmiðunar í bókmenntasögu samtímans. Um leið var það markmið að skapa tengslanet milli listamanna á Norðurlöndum.

Sýningin stendur fram til sunnudagsins 22. ágúst. Opið er virka daga 9-17 og 10-14 á laugardögum. Lokað sunnudaga. Athugið opnunartíma á heimasíðu Landsbókasafns og reglur vegna covid-19. Nánar verður tilkynnt viðburði tengda sýningunni síðar.

🇬🇧 Exhibition of works from Bibliotek Nordica will open on Monday, 17 May, in the National Library of Iceland. Six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir, are represented in the book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. ​The aim for Bibliotek Nordica is to create a collection of easy-to-access Nordic artist books that can be used as a reference for contemporary book practices and also create a network between the Nordic countries. 

For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.

The last day of the exhibition is August 22nd. The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 5 pm and 10 am to 2 pm on Saturdays. Sundays closed. For opening hours and covid-19 restrictions see here and here.

 


Veggspjald – hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir.
Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Á ferð og flugi | CODEX VII

🇮🇸 ARKIR gerðu góða ferð til Kaliforníu á CODEX-bókamessuna í Richmond við San Fransisco flóa. Átta ARKIR stóðu vaktina við íslenska sýningarborðið dagana 3.-6. febrúar og tóku þátt í sýningarverkefninu Codex Nordica ásamt því að eiga hlutdeild í bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Fjöldi gesta kynnti sér verk norrænu listamannanna í gömlu Ford-verksmiðjunni í Craneway-skálanum. Þar var margt um manninn og ráðslagað um sölu og sýningar bókverka af öllum toga. Listamenn og umboðsmenn þeirra komu hvaðanæva að úr heiminum og fjölbreytni verkanna var gríðarleg. Við hittum góða vini og kynntumst nýjum og munum án efa njóta ávaxta af ferðinni un langa hríð.
Næstu vikur birtum við fleiri myndir af því sem fyrir augu bar. Fylgist með!


🇬🇧 Eight members of ARKIR made an awesome trip to California and took part in the CODEX VII book fair in the beautiful old Craneway Pavilion in Richmond by the San Fransisco Bay, joining in the exhibition concept Codex Nordica and Bibliotek Nordica, along with fellow artists from the Nordic countries: Norway, Sweden, Denmark and Finland. We met good friends and made new friends and connections. It was a busy fair where sales and shows were planned by artists and agents from all over the world. 
The next weeks to come we will post more pictures from the fair, showing the wide range of the diverse book art that was exhibited. Stay tuned!


Myndir frá sýningarsvæði ARKA og norrænu listamanna í Codex Nordica.
Photos showing books by ARKIR and other artists in the Codex Nordica group.

Ljósmyndir: Áslaug J. Smellið á myndirnar til að stækka! | Photos by Áslaug. Click on the images to enlarge!

 

Jörð | Earth – Áslaug Jónsdóttir

Nú líður senn að lokum sýningarinnar JAÐARLAND / BORDERLAND sem opnaði í janúar í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum.  Sýningin stendur til 30. apríl. „Jörð | Earth“ heitir eitt verkanna á sýningunni og er eftir Áslaugu Jónsdóttur. Hún kynnir hér verkið í myndum og texta.

Jörð | Earth eftir Áslaugu Jónsdóttur

„Hringlaga opnurnar eru eins og sjálfstæð hvel eða jarðarkringlur, en lokuð er bókin fjórðungur úr hring og opnuð getur hún myndað hálfkúlu. Í verkinu eru ljósmyndir af fjölbreytilegu yfirborði jarðar, gjarnan þar sem vindar, frost og snjór, flóð eða þurrkar hafa reynt á þolmörk svarðar og jarðar. Líklega er okkur eðlislægt að leita í gróskumikla, frjósama og blómlega náttúru, en þessi jaðarsvæði eru ekki síður heillandi því þar opinberast oft undraverður sigur lífmagnsins. Orðið „jörð“ hefur margar merkingar sem tengjast órjúfanlega: reikistjarnan jörð, heimkynni okkar, yfirborð jarðar, haglendi, bújörð, jarðvegurinn … – lítið orð með ofurmerkingu.


ARKIR’s book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA, is soon to end, it closes April 30. But we continue to post photos and information on a selection of works from the exhibition. This time it is Áslaug Jónsdóttir who presents her artwork “Jörð | Earth”.

Jörð | Earth by Áslaug Jónsdóttir

“This book is a collection of round shaped images, each one like an orb of its own. Half-open the book forms a hemisphere, closed the form is a quarter of a circle. The photographs show various surfaces of the land, of the ground: the earth. The seasons and the soil, the dirt under our feet, all what deserves to be valued and cherished and given time to observe. We tend instinctively to seek the green, fertile and flourishing nature, but the peripheral areas of the earth: the land where wind and rain, frost and snow, flood and draught make it just about habitable, are no less fascinating, as they so often reveal the amazing victory of life. The word „earth“ has many meanings that are closely linked, indeed a small word with a huge significance!

ARKIR á bókverkaþríæringi | Selected artists at the International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018

Á dögunum var tilkynnt um val dómnefndar á verkum sem verða til sýnis á Áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. Þrjár listakonur úr hópi ARKA munu sýna þar verk sín, þær Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir. Sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna en að auki hlutu fimm verk sérstaka heiðursviðurkenningu, þar á meðal verk Önnu Snædísar, Death or memory, sem má sjá á myndinni hér fyrir ofan.

Að þessu sinni ber sýningin yfirskriftina „Memento Mori“. Sex manna dómnefnd valdi verk á sýninguna sem fer víðsvegar um heiminn, bæði í heild sinni og sem úrval verka af heildarsýningunni. Listi yfir sýningarstaði 2018-2019 má sjá neðar í póstinum.


The selected artists for the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018 have now been announced. Three artists from the ARKIR group are amongst exhibitors: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir.

Also, for the first time the jury decided to give “Honourable Mention” to five artists, and one of them is ARKIR member Anna Snædís Sigmarsdóttir, with her artist’s book, ‘Death or memory’ (see photo above). Congratulations to Anna Snædís!

International jury members were: Dr. Michael Braunsteiner – Art Director, Contemporary Art Museum Admont, Austria; Mag. Barbara Eisner-B. – Initiator & Guest Curator, Contemporary Art Museum Admont, Austria; Prof. Martin Gredler – Werbe Design Akademie, Salzburg, Austria; Roberta Vaigeltaite-V. – Artist, Artist’s Book Creator, Lithuania; Evaldas Mikalauskis – Artist, Artist’s Book Creator, Lithuania; and Prof. Kestutis Vasiliunas – Vilnius Academy of Arts, Lithuania.

The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. See list of scheduled exhibitions below.



Listi yfir sýningarstaði 2018-2019:
Schedule of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018,
further information and dates to be updated:

2018: March 15–18, “Leipzig Book Fair”, Germany.
2018: May 14–20, “Data”, Urbino, Italy. The 8th Triennial will be the part of the “Urbino e le Citta del Libro” Festival (“Urbino – the Town of Book”).
2018: August-September – “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania”, Vilnius, Lithuania.
2019: Spring – “Museo Leone”, Vercelli, Italy.
2019: “Complesso Monumentale Guglielmo II”, Monreale, Sicilia, Italy.
2019: 8 March – 13 April, “Scuola Internazionale di Grafica”, Venice, Italy.
2019: Gallery “Tryk2”, Bornholm, Denmark.
2019: Summer, “Evanston Art Center”, Evanston, IL, USA.
2019: November, Fredonia State University, USA.

Gleðilegt ár! ∼ Happy New Book Art Year 2016!

 

ARKIR-Sorpualmanak2016web

ARKIR óska listunnendum og bókverkafólki um heim allan gleðilegs árs og þakka góðar viðtökur, samvinnu og samskipti á liðnum árum. Megi nýja árið verða öllu listafólki gjöfult.

Á árinu sem leið sýndu ARKIR bókverk sín víða, bæði hérlendis og erlendis. Sýningin ENDURBÓKUN, sem opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi, var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Sýningin eða hluti hennar mun ferðast víðar um landið á nýja árinu. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru öll unnin úr gömlum eða afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur. Ljósmyndir: Binni.

Síðla ársins 2015 tóku ARKIR þátt í sýningunni DRIFTING CLOUDS í Nicosia á Kýpur ásamt fjölmörgum evrópskum listamönnum. Fyrr á árinu höfðu nokkrar úr hópnum sýnt verk á norrænni bókverkasýningu í Helsinki í tilefni af 20 ára afmæli Gallery Jangva í Helsinki. Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á ERROR – sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015, en þema þríæringsins var “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin voru til sýnis í Gallery Titanikas, sem er í Listaháskólanum í Vilnius, en hluti verkanna var einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; og víðar. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR og fyrir neðan má sjá myndband frá sýningunni í Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

 

ARKIR fengu líka góðar heimsóknir á árinu – þar má nefna ljóðskáldið og bókverkakonuna Nancy Campbell  eins og við sögðum frá hér; sem og listakonuna Sandhya sem einnig notar ljóð og texta í sínum verkum.

Með nokkrum myndum frá liðnu ári sendum við kveðjur til vina og velunnara ARKANNA og vonum að sem flest ný og áhugaverð bókverk líti dagsins ljós á árinu 2016.

Sandhya-ARKIR

Ösp, Kristín Þóra, Inga, Sandhya, Bogga, Svanborg og Anna Snædís.

Dear friends of ARKIR, co-workers and fellow artists! We wish you all a very happy and prosperous New Year! May your lives be filled with joy and good art!

Looking back at the past year we state that ARKIR Book Arts Group had a fine year. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. We can confirm that the exhibition will travel further in the new year. All the works were created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting book art from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating a 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. Artwork on cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Inga, Ingiríður Óðinsdóttur. Photos by Binni. 

In October ARKIR took part in the exhibition DRIFTING CLOUDS in Nicosia in Cyprus. Earlier in the year, ARKIR members partisipated in a Nordic Artists’ Books exhibition in Studio Gallery Jangva Studio in Helsinki, as a part of Gallery Jangva’s 20th anniversary. Works by Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg were also selected for ERROR – 7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}. The 7th triennial was opened in Gallery Titanikas, an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts. Selections were also exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; and more. For further information see the triennial’s webpage: ERROR. The video above shows moments from the show in Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

ARKIR also had good visitors from abroad, – for instance the poet and book artist Nancy Campbell as reported here; and artist Sandhya who also uses poems and texts in her works. 

With a series of photos from the year 2015, we send our best wishes and hope for a splendid year 2016!

 

 

Gestapistill – On Fruit and Paper

Lara Wilhelmine Hoffmann:

On Fruit and Paper 

Thoughts on Icelandic Book Art I

A week ago, I stumbled upon the question ‘Hvað er Bók?’ (What is a book?), raised by Ómar Stefánsson in the anthology Bók um bók og fleira (1980). These three Icelandic words indicate redefining the book as an element of modern Icelandic book culture and ARKIR’s new exhibition titled ‘Endurbókun’ (Rebook) shows that reshaping and rethinking the book are ongoing processes in Iceland despite, or perhaps because of, the tremendous number of traditional Icelandic illuminated manuscripts. Just as ARKIR transform old books, theories can transform our perception of the book. Hence, to start my journey into the realm of Iceland’s book culture, I decided to import three theories that I am familiar with from other places into the context of Icelandic book art and to jot down some of my own thoughts.

Clive Phillpot book diagram. Source link.

Clive Phillpot’s diagram from Booktrek. Source link.

Systematization can be a valuable tool. However, more often than not, systems embody only one of many forms of perception. This is why I admire the fruits in this diagram by Clive Phillpot. Even though the illustration suggests that the fields of art and books can be subdivided and that there are discernible boundaries between book objects, book objects, book art and literature, the fruit imply that none of these definitions are set in stone. Phillpot, former director at the library of the MoMA, New York, played an important role in putting the artists’ book on the map. His starting point was the simple question of how to shelve and catalogue artist’ books in libraries since these books are neither exhibition catalogues nor literature or photography books.

Sigurður Guðmundsson: Situations, Event. Source link.

Sigurður Guðmundsson: Extension. (1974) Source link.

According to Phillpot, artists’ books are made by artists, or rather; the creator’s intention is to create art. Furthermore, artists’ books are not simply carriers of ideas or pictures. The medium of the book is chosen intentionally: The book as an idea is an essential part of the work itself. Thus, works that discuss the idea of the book, even when artists abandon the traditional shape of the codex, theoretically also fall into the category of book art. An historical example: Can Sigurður Guðmundsson’s photograph ‘Extension’ (1974) be considered book art? And what about ‘Orðaflaumur’ by ARKIR-member Ingiríður Óðinsdóttir?

IngiridurOdinsdottir

Ingiríður Óðinsdóttir: Orðaflaumur (2014)

Is this work book art and / or a book? Intention and content are two ways to approach book art; contextualisation is another. Art historian Lucy Lippard emphasises the importance of context, for instance, in the anthology Six Years: The Dematerialization of the Art Object from 1966 to 1972 (1973). Lippard is the co-founder of Printed Matter, a bookshop in New York City centred around artists’ books, but her writing covers a variety of topics. Concerning the contextualization of artists’ books, Lippard once wrote that a book shown in the art context cannot be called anything other than art. This sentence does not imply that the only relevant aspect for categorizing artists’ books is the context but, rather, Lippard’s attempt to enable artists who make books or write to call their works art even though the traditional notion of art when Lippard wrote her text did not include books and writing.

From Ulises Carrión's Source link.

From Ulises Carrión’s The New Art of Making Books. Source link.

However, portability is an important aspect of the book and many artists’ books could be hidden in a bookshelf and still be perceived as artist’s books, unlike a ready-made that needs a specific surrounding. Intention, content and context are aspects that must be considered in distinguishing between book art and other books. The importance of these three aspects differs from book to book. The last piece of writing that I will mention in this text is Ulises Carrión’s The New Art of Making Books (1975). This text is a great read because Carrión manages to combine the derivation of terms with poetry. Carrión points out the difference between a written text and a book, and defines the book as a space-time sequence. Thus, according to Carrión, performance, movement and interaction are important aspects of the book. This idea leads to an interesting question: Is it necessary to touch a book and flip through it in order to experience it fully? What happens if we aren’t able to open a book anymore because the pages are glued together, for instance the work ‘Helgimyndir’ by Áslaug Jónsdóttir?

Helgimyndir: Trú, von – og sönn ást - Áslaug Jónsdóttir

Áslaug Jónsdóttir: Helgimyndir: Trú, von – og sönn ást / Ikons: Faith, Hope – and True Love. (2014)

The place where you stumble upon a book, the surrounding objects, the books you have read or looked at right before you found this one, the conversations you have had before or have while looking at an object, the reason you are looking at this particular book at this particular moment create your perception. These preconceptions are often, sometimes intentionally, not considered by those who write and think about art and books. Just as fluency can be an important aspect of the book—for instance, the movement of pages or the eyes scanning the page, and those small experiences blend into each other and create a story, experience or something else—the perception of a single copy is influenced by our overall perception of book culture as well. Looking at the various photographs available on this blog or visiting the exhibition, you will see how differently the members of ARKIR deal with the medium of a book, even though in the case of ‘Endurbókun’ they all started by using old books, mostly from Gerðuberg Library, and how the traditional shape of the book is sometimes intentionally replaced by something else and construction and de-construction go hand in hand.

Theories are great and playing with words and definitions is an interesting aspect of book art. Nevertheless, the best approach to artists’ books might be: Find out for yourself, create your own image of the book and let yourself be surprised. Open books, read them, see them, experience them!


Hér á vefsíðu ARKANNA hefur okkur lengi langað til að birta greinar um bókverk og bókalist, en skrif okkar hafa hingað til einkennst af stuttum fréttapistlum og myndbirtingum af störfum hópsins. Þegar ARKIR komust nýverið í kynni við bókafræðinginn Lara Wilhelmine Hoffmann vildum við gjarnan að fleiri mættu njóta þekkingar hennar og hugmynda um bókverk. Við birtum nú fyrsta pistilinn frá henni. Lara á rætur að rekja til Kölnar i Þýskalandi en hún nam bókafræði og listasögu í Mainz, vöggu bókaprentlistarinnar, hvar Jóhannes Gutenberg starfaði og gerði sínar merku uppfinningar.
Við birtum gjarnan góðar greinar um bókverk! Hafið samband með netpósti á: bokverk[hjá]gmail.com.
———
We have a guest blogger! We welcome Lara Wilhelmine Hoffmann and her thoughts on Icelandic book art. Lara Wilhelmine Hoffmann was born and raised in Cologne, Germany, and studied Book Studies and Art History in Mainz, the city where mechanical movable type printing was invented by Johannes Gutenberg. Her research interest lies at the intersection of contemporary book culture, language and art. She is currently based in Reykjavík pursuing her interest in arctic dwarf birches and writing both fiction and nonfiction.

Endurbókun í Gerðubergi – ARKIR in Gerðuberg

Endurbokun2014 0765

Sýningin ENDURBÓKUN sendur nú yfir í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýningin opnaði 1. nóvember s.l. og stendur til 11. janúar 2015. Verk á sýningunni eiga: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri.


The book art exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOKED is now ongoing in Gerðuberg Culture Center. The exhibition will remain open until 11. January 2015. Participants are: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.

Tenglar á efni um sýninguna – More about the exhibition: Gerðuberg. ARKARvefurinn: Fyrri póstar – Previous posts on ENDURBÓKUN.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
photos © Áslaug Jónsdóttir

Opnun: Endurbókun – Opening at Gerðuberg

Endurbokun2014 Titill

ARKIR opnuðu bókverkasýninguna ENDURBÓKUN í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á Degi myndlistar 2014, 1. nóvember s.l. Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir góðar viðtökur á opnuninni. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Gerðubergi – og auðvitað sýningarstjórinn okkar: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem reyndar var fjarri góðu gamni á laugardag.
Sýningin stendur til 11. janúar 2015. Myndir af verkum á sýningunni má sjá hér.


RE-BOOKED! The exhibition opening in Gerðuberg Culture Center last Saturday went well. Our guests were merry and we were certainly happy about it all. Many thanks to all the staff at Gerðuberg and of course our exhibition curator Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who sadly couldn’t join us at the opening. Below: photos from the opening. To see artwork from the exhbition click here.

The exhibition at Gerðuberg is open until 11. January 2015.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
photos © Áslaug Jónsdóttir

Endurbókun – Re-booked by ARKIR

ArkirEndurbokun bodskort

ARKIR opna bókverkasýningu í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, á morgun, laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Öll verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum. Flestar þeirra voru fengnar hjá Gerðubergssafni, en bókasöfn afskrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum.
Sjö ARKIR eiga verk á sýningunni: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri. Lesa má um sýninguna á vef Gerðubergs hér. Verið velkomin á sýningaropnun!
– – –
We are almost there! ARKIR are opening a new book art exhibition at Gerðuberg Culture Center tomorrow, Saturday November 1st, at 2 pm. All the works are created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. The title of the exhibition is “Endurbókun” or: Re-book.
Seven ARKIR-members show their works: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.
Join us tomorrow at the opening! 

Links to Gerðuberg website: here and here.

Ljósmyndir / Photos: Gerðuberg Culture Center; Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Áslaug Jónsdóttir

HEIMA – Thoughts on HOME

Níu meðlimir ARKAR-hópsins eiga verk á sýningunni HEIMA, sem stendur nú yfir í Norræna húsinu. Þegar farandsýningin var sett upp í Silkeborg á síðasta ári birtum við hér á vefnum hugleiðingar um nokkur verkanna. Nú rifjum við upp þessar kynningar. Smellið á verkin til að lesa meira um hugmyndirnar á bak við verkin og listamennina sjálfa.
Sýningin í Norræna húsinu er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12 – 17. Sýningunni lýkur 23. febrúar.
– – –
When the exhibition HOME opened in Silkeborg in Denmark last year, each one of us in ARKIR wrote a short text about the idea behind one artist’s book we had made for the exhibition. That way we made a series of blogposts on the theme: HOME. The exhibition has travelled from Denmark to Nuuk in Greenland and is now to be seen in the Nordic house in Reykjavík. Click on the images to read more about some of ARKIR works.
The exhibition in the Nordic house is open Tuesdays to Sundays from 12 to 5 pm. Open until 23. February.

SigurborgSt Zoo1    Inga HEIM1    AnnaS Scand1
Sigurborg Stefánsdóttir: Zoo  |  Ingiríður Óðinsdóttir: Home – at home  |  Anna Snædís Sigmarsdóttir: Skandinavian furniture 1960

Heima – Litur    @heima by Osp 2    BryndisBraga 20steps1
Svanborg Matthíasdóttir: Home – Color  |  Arnþrúður Ösp Karlsdóttir: @Heima  |  Bryndís Bragadóttir: 20 steps backwards from home

Friðsæl heimili - Peaceful homes by Helga Pálína      JMT RightsTo 1      AslaugJons Babel 1
Helga Pálína Brynjólfsdóttir: Peaceful homes  |  Jóhanna M. Tryggvadóttir: The Right of Return  |  Áslaug Jónsdóttir: Tower of Babel

Babelturninn – Babel by Áslaug

Þessa dagana kynnum við nokkur íslensku verkanna á sýningunni hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka: [1] Zoo.
In the weeks to come we will introduce some of the works by the Icelandic artist in the exhibition  hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the second post. Read also: [1] Zoo.
© ljósmyndir / photos: Áslaug Jónsdóttir, Lilja Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Giuli Larsen

AslaugJons Babel 1

listamaður: Áslaug Jónsdóttir
titill: Babel
stærð: 43 x 36 x 36 cm.
efni og aðferð: hvítur pappír, transparent pappír, pappírsskurður, laserprentun
ár: 2013

Áslaug segir um verkið: „Pappírsverkið Babel er eins konar bókrolla sem myndar turn. Samkvæmt Biblíunni var Babelturninn samkomuhús og félagsheimili alls mannkyns um hríð eða þar til Guði þótti nóg komið af þessu metnaðarfulla sambýli og sundraði mannskapnum. Sem hefur ekki talað saman af fullu viti síðan. Heimili er auðvitað ekki aðeins hús heldur líka samverustaður þeirrar einingar sem telur fjölskyldu. Heimkynni eru ekki aðeins landsvæði heldur líka menning og samfélag. Það sem tengir fólkið saman er tungan. Tungumálið býr í okkur og við í tungumálinu. Þar erum við heima. Í bókverkinu fossar biblíutextinn um Babelturninn, á fjölda tungumála, en hann er sundraður í óskiljanlega flækju.“

Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms. Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“  Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt. Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“  Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. Af þeim sökum heitir hún Babel að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina. – – –  Fyrsta Mósebók 11. 1-9.

artist: Áslaug Jónsdóttir
title: Babel
size: 43 x 36 x 36 cm.
materials and method: white paper roll, transparent paper, paper-cutting, laser print
year: 2013

Áslaug on her artwork: “Babel is book scroll or a paper sculpture forming a tower. According to the Bible, The Tower of Babel was what one could call a home and a rendezvous of all mankind, until God Almighty decided that this ambitious commune was no good and wrecked the party: scattered the people all over the earth and confused their language. There we lost our chance of one common home. Home is such a wide concept. It’s not just a building, but a place of union, an assembly of those who call themselves family. Home is not just a tract of land, but also a community, home of culture. The language connects us together. We belong to the language and the language belongs to us. It markes and makes our home. In this piece I quote the biblical text in many languages, and it is flowing out of the tower. But it’s all messed up in a confusing babble. Alas.” 

Now the whole earth had one language and the same words. And as they migrated from the east, they came upon a plain in the land of Shinar and settled there. And they said to one another, “Come, let us make bricks, and burn them thoroughly.” And they had brick for stone, and bitumen for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, and a tower with its top in the heavens, and let us make a name for ourselves; otherwise we shall be scattered abroad upon the face of the whole earth.” The Lord came down to see the city and the tower, which mortals had built. And the Lordsaid, “Look, they are one people, and they have all one language; and this is only the beginning of what they will do; nothing that they propose to do will now be impossible for them. Come, let us go down, and confuse their language there, so that they will not understand one another’s speech.”  So the Lord scattered them abroad from there over the face of all the earth, and they left off building the city. Therefore it was called Babel, because there the Lord confused the language of all the earth; and from there the Lord scattered them abroad over the face of all the earth.  – – –  Genesis 11. 1-9.

Áslaug er rithöfundur, teiknari og grafískur hönnuður. Hún stundaði nám Myndlistaskóla Íslands og Skolen for Brugskunst, nytjalistaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur enn fremur tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum, Svíþjóð og á Íslandi. Hún býr í Reykjavík og er starfandi barnabókahöfundur og bókverkakona.

Áslaug is a writer, illustrator and graphic designer. She studied art at The Icelandic College of Arts and Crafts and at Denmark’s School of Design, Copenhagen, Denmark. She has attended art courses in USA, Japan and Iceland. She lives in Reykjavík and is an active childrens’s books writer and book artist.

Nánari upplýsingar um listamanninn / Further information about the artist:
Áslaug Jónsdóttir   www    www    www  fb
Hafa samband / Contact:    @   fb    twitter

DSCF9236_2