UPPFÆRÐ FRÉTT 6. maí 2020 | UPDATED MAY 6 2020
Vegna covid-19 heimsfaraldursins hefur sýningunni JAÐARLÖND | BORDERLANDS á Listahátíð í Reykjavík verið frestað fram á haust. Áformað er að sýningin opni föstudaginn 21. ágúst 2020 í Landsbókasafni Íslands, í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 20. september. Nánar verður tilkynnt um sýninguna síðar.
JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn. Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, breytilegur og færanlegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.
Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.
🇬🇧 Due to the covid-19 pandemic our exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS at Reykjavík Arts Festival 2020, has been postponed until August – September. We plan to open the exhibition on Friday 21st of August at the National and University Library of Iceland – Þjóðarbókhlaðan – at Arngrímsgata 3 in Reykjavík. The exhibition will stand until September 20, 2020. We will post more information about the exhibition later.
The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.
The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA.
Myndin fyrir ofan er af bókverki Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur
Image above: book art by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Eldri frétt | Posted on
Við kynnum fleiri sýningar framundan! ARKIR undirbúa sýninguna JAÐARLÖND í Veröld – húsi Vigdísar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og í samvinnu við Vigdísarstofnun. JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn.
Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, breytilegur og færanlegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.
Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur til 4. júlí.
🇬🇧 ARKIR prepare an artist’s book exhibition in Reykjavík in June. The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS will be held in Veröld – House of Vigdís at Reykjavík Arts Festival 2020, opening on Saturday 6 June, closing 4 July. Full program for Reykjavík Arts Festival will be revealed in April.
The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.
The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. The exhibition is in collaboration with Vigdís International Center.
ÞÁTTTAKENDUR | PARTICIPANTS:
Åse Eg Jørgensen (Denmark), Imi Maufe (Norway), Kestutis Vasiliunas (Lithuania), Nancy Campbell (UK), Rebecca Goodale (USA), Bożka Rydlewska (Poland) – og ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét Tryggvadóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir.
Myndin fyrir ofan er úr bókverki Nancy Campbell | Image above from: How to Say ‘I Love You’ in Greenlandic: An Arctic Alphabet by Nancy Campbell.