JAÐARLÖND | Exhibition at Reykjavík Arts Festival 2020

UPPFÆRÐ FRÉTT 6. maí 2020 | UPDATED MAY 6 2020

Vegna covid-19 heimsfaraldursins hefur sýningunni JAÐARLÖND | BORDERLANDS á Listahátíð í Reykjavík verið frestað fram á haust. Áformað er að sýningin opni föstudaginn 21. ágúst 2020 í Landsbókasafni Íslands, í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 20. september. Nánar verður tilkynnt um sýninguna síðar.

JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn. Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, breytilegur og færanlegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.


🇬🇧 Due to the covid-19 pandemic our exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS at Reykjavík Arts Festival 2020, has been postponed until August – September. We plan to open the exhibition on Friday 21st of August at the National and University Library of Iceland – Þjóðarbókhlaðan – at Arngrímsgata 3 in Reykjavík. The exhibition will stand until September 20, 2020. We will post more information about the exhibition later.

The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA.

Myndin fyrir ofan er af bókverki Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur
Image above: book art by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir


Eldri frétt | Posted on

Við kynnum fleiri sýningar framundan! ARKIR undirbúa sýninguna JAÐARLÖND í Veröld – húsi Vigdísar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og í samvinnu við Vigdísarstofnun. JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn.

Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, breytilegur og færanlegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur til 4. júlí. 


🇬🇧 ARKIR prepare an artist’s book exhibition in Reykjavík in June. The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS will be held in Veröld – House of Vigdís at Reykjavík Arts Festival 2020, opening on Saturday 6 June, closing 4 July. Full program for Reykjavík Arts Festival will be revealed in April.

The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. The exhibition is in collaboration with Vigdís International Center

ÞÁTTTAKENDUR | PARTICIPANTS: 

Åse Eg Jørgensen (Denmark), Imi Maufe (Norway), Kestutis Vasiliunas (Lithuania), Nancy Campbell (UK), Rebecca Goodale (USA), Bożka Rydlewska (Poland) – og ARKIR: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður ÓðinsdóttirKristín GuðbrandsdóttirKristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg StefánsdóttirSvanborg Matthíasdóttir.


Myndin fyrir ofan er úr bókverki Nancy Campbell | Image above from: How to Say ‘I Love You’ in Greenlandic: An Arctic Alphabet by Nancy Campbell.

Anna Snædís sýnir grafík og bókverk | Anna’s Landscapes

🇮🇸 ÖRKIN snara Anna Snædís Sigmarsdóttir opnaði nú á laugardag, 22. febrúar, sýningu á grafíkverkum í Spönginni menningarhúsi – Borgarbókasafninu í Grafarvogi. Sýningin nefnist Nútímalandslag og sækir Anna Snædís innblástur í náttúru, umhverfi og landslag. Anna Snædís sýnir líka nokkur bókverk sem unnin eru með blandaðri tækni, en í þeim má sjá grafíkþrykk, teikningar og letur og verkin vísa bæði í náttúru og samfélag.

Verkin á sýningunni eru að hluta til þau sömu og sýnd voru á Munsterland Festival í Þýskalandi 2017, en þar komu saman listamenn úr norðri og suðri, frá Íslandi og Grikklandi og sýndu grafíkmyndir.

🇬🇧 On Saturday 22 February ARKIR member Anna Snædís Sigmarsdóttir opened an exhibition of graphic prints in Spöngin Culture House, Reykjavík. The exhibition is called Modern Landscape, as Anna seeks inspiration from nature, the environment and the landscape. Anna also shows several mixed-media artist’s books that include graphic prints, drawings and typography. 

The works in the exhibition are partly the same Anna exhibited at the Munsterland Festival in Germany in 2017, where artists from the north and the south, from Iceland and Greece came together and showed graphic prints.


Ljósmyndir | photos: @ Áslaug Jónsdóttir og @ Anna Snædís Sigmarsdóttir.

SPOR | TRACES

🇮🇸 Það er tímabært að kynna eitt af mörgum sýningarverkefnum ARKA. Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES verður sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi næstkomandi sumar, en að sýningunni standa nær tveir tugir listakvenna, íslenskra og erlendra. Það eru ellefu ARKIR ásamt gestum: sjö erlendum listakonum frá sex löndum. Gestir ARKA á sýningunni hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og þekkja því vel til Heimilisiðnaðarsafnsins og dýrgripanna sem þar eru varðveittir. Verkin á sýningunni kunna því að vísa í íslenskar textílhefðir, vefnað, útsaum, jurtalitun og fleira, auk þess að vera innblásin af náttúru Íslands, menningu kvenna og sögu. Sýningin mun standa fram til vors 2021 en halda þá vestur um haf.  

🇬🇧 It is time to introduce one of ARKIR’s book art projects: an upcoming exhibition in the Textile Museum in Blönduós, North Iceland. The exhibition SPOR | TRACES is an international collaborative project of nearly two dozen female artists. The eleven members of ARKIR have teamed up with seven artists from six countries and are preparing an exhibition of textile artist’s books. All seven artists from abroad have stayed at the artist residency in the Icelandic Textile Center, also in Blönduós. Some of the works in this exhibition will therefore refer to Icelandic textile traditions, weaving, embroidery, herbal dyeing and more, but also the Icelandic landscape and the history and culture of women. The exhibition will be available in Blönduós until spring 2021 and than travel to the US. 

Sýnendur – ARKIR og gestir | ARKIR AND GUESTS: 
Anna Snædís Sigmarsdóttir
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
Bryndís Bragadóttir
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Ingiríður Óðinsdóttir
Kristín Guðbrandsdóttir
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
Sigurborg Stefánsdóttir
Svanborg Matthíasdóttir
Julia Boros (Australia)
Cornelia Theimer Gardella (Germany)
Anne Greenwood (USA)
Catherine Ferland (Canada)
Catie Palmer (UK)
Clara Pinto (Argentina)
Emily Yurkevicz (USA)


Hér neðar: nokkur eldri textílbókverk ARKA / verk í vinnslu. Smellið á myndir til að stækka.
Below: some of ARKIR’s textile/book art. Click on images to enlarge.

Ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir & ARKIRNAR. Mynd efst | Artwork at top: Sigurborg Stefánsdóttir