Sýningaropnun í Bergen | SIGLA BINDA

🇮🇸 ARKIR halda nú til Bergen á opnun sýningarinnar SIGLA BINDA í galleríinu ENTRÉE. Þar eru til sýnis bókverk eftir tíu listamenn, norska og íslenska. Fimm ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir, en norsku listamennirnir eru Nanna Gunhild Amstrup, Solveig Landa, Rita Marhaug, Imi Maufe og Randi Annie Strand – og eru þær flestar í listahópnum Codex Polaris sem fer fyrir verkefninu í Noregi. 

Nánar má lesa um verkefnið hér á sýningarsíðu Codex Polaris og hjá gallerí ENTRÉE. Sýningin opnar laugardaginn 27. nóvember 2021 og henni lýkur 23. janúar 2022.

Mynd ofar | above: Svanborg Matthíasdóttir: Haf
Mynd neðar | below: Rita Marhaug: Stella Polaris

🇬🇧 We are happy to announce that five members of ARKIR are taking the trip to Bergen Norway (which is no easy task in the times of a pandemic!) to take part in the opening of the exhibition SIGLA BINDA, a joint exhibition project by ARKIR and the Norwegian artist group Codex Polaris. The exhibition, that consists of works by ten artists, five Icelandic and five Norwegian, opens on Saturday 27, 2021 in gallery ENTRÉE in Bergen. The exhibition ends January 23, 2022.

“SIGLA – BINDA is a cross-border collaboration rooted in the love of artist’s books, with ambitions to create art that touches both the mind and the eye. … SAILING – BINDING. The terms binda and sigla – which we have chosen as the title for our project, are two of many common words between Norwegian and Icelandic. They have both concrete and abstract meanings related to our existence , to the sea that binds us together, to our artistic practice between tradition and innovation and to the historical ties between our nations.”

For more information about the project see websites: exhibition page SIGLA BINDA at the site of Codex Polaris and the gallery in Bergen: ENTRÉE.

Sýningarlok: JAÐARLÖND | BORDERLANDS

🇮🇸 Sýningunni JAÐARLÖND | BORDERLANDS í Þjóðarbókhlöðu lauk nú s.l. sunnudag, 20. september. Sýningin var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2020 og við ARKIR erum þakklátar starfsfólki Landsbóksafns Íslands og Listahátíðar fyrir að styðja okkur og hvetja, því í miðjum heimsfaraldri er ekki sjálfsagt að halda listviðburði af neinu tagi. Vegna smithættu varð lítið úr hefðbundinni opnun og minna um leiðsagnir og vinnustofur. Listamannaspjall héldum við þó síðdegis nokkrar helgar og aðsókn var dreifð og góð yfir allan sýningartímann. Við þökkum gestum okkar fyrir uppörvandi umsagnir og ætlum að næstu sýningar okkar bíði betri og bjartari tíma, lausum við farsóttir.

Allar upplýsingar um sýninguna og fleiri myndir er að finna hér á síðunni:
JAÐARLÖND | BORDERLANDS.

↑ Aðstandendur sýningarinnar fögnuðu sýningarlokum.


🇬🇧 The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS in the National Library of Iceland ended last Sunday, September 20th. The exhibition was part of Reykjavík Arts Festival 2020 and ARKIR are grateful to the staff at the National Library and the Art Festival for supporting and encouraging us: holding an art event of any kind is not obvious or easy to do in the middle of a pandemic. Only few people could be invited to the opening and later festive gathering, and guided tours and artist talks were performed with care. Yet, all in all the attendance was very good throughout the exhibition time. We thank our guests for the compliments and kind reviews and hope that our next exhibition will be held at a better and brighter time, free from epidemics.

All further information about the exhibition and more photos can be found here on this page:
JAÐARLÖND | BORDERLANDS

Ljósmyndir | photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Ólafur Engilbertsson.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Sýning í fullum gangi: JAÐARLÖND | BORDERLANDS

🇮🇸 Sýningin okkar JAÐARLÖND | BORDERLANDS á Listahátíð í Reykjavík opnaði án boðsgesta í Þjóðarbókhlöðu föstudaginn 21. ágúst 2020, en vegna heimsfaraldursins og tiheyrandi sóttvarna var ekki boðað til almennrar sýningaropnunar eins og venja er. Við ARKIR glöddumst þó yfir góðum áfanga ásamt fulltrúum frá Landsbókasafni og Listahátíð í Reykjavík. Hér neðar eru nokkrar myndir frá fyrsta sýningardeginum.

↑ Sex af sextán listamönnum sem eiga verk á sýningunni, frá vinstri: Sigurborg Stefánsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir sýningarstjóri, Svanborg Matthíasdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir og Helga Pálína Brynjólfsdóttir.

Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2020 og stendur til sunnudagsins 20. september. Sýninguna er að finna í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Hún er opin á mán-fim frá 8.15-22, frá 8.15 -19 á föstudögum, 10-17 á laugardögum og 11-17 á sunnudögum. Gestir beðnir um að gæta vel að sóttvörnum og almennum nálægðartakmörkunum vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Þess má geta að allar helgar taka listakonur úr ARKA-hópnum á móti gestum sýningarinnar á milli kl 15.00 og 17.00.

JAÐARLÖND er samsýning sextán listamanna frá sjö löndum. Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA, og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningarstjóri er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. 

Um alla þátttakendur og verk þeirra á sýningunni má lesa á sérstakri síðu hér: JAÐARLÖND | BORDERLANDS

Í tilefni af opnun sýningarinnar ræddi Sigurlaug M. Jónasdóttir við ARKIRNAR Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og Svanborgu Matthíasdóttur í þættinum Segðu mér á RÚV, 26. ágúst.

Viðtal við sýningarstjórann, Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur, birtist svo í Fréttablaðinu 1. september. Smellið hér til að lesa.


🇬🇧 The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS had a quiet and controlled opening on Friday August 21st – without the usual invitations due to covid19-restrictions. But six of the exhibiting artists, few guests and representatives from the Reykjavík Art Festival and the National Library had a happy afternoon at the National Library. 

Our exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS – a part of Reykjavík Arts Festival 2020, is held at the National and University Library of Iceland – Þjóðarbókhlaðan, Arngrímsgata 3, in Reykjavík. The exhibition will stand until September 20, 2020 and is open Mondays to Thursdays from 8:15 am to 10 pm; on Fridays from 8:15 am to 7 pm; on Saturdays from 10 am to 5 pm and Sundays from 11 am to 5 pm. We kindly ask all our guests to keep in mind safety precautions and social distancing due to the Covid-19 pandemic.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. Exhibition curator is Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. Read about all the participants and their works on a special page here: JAÐARLÖND | BORDERLANDS

Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir, Ólafur Engilbertsson, Svanborg Matthíasdóttir.


ÞÁTTTAKENDUR | PARTICIPANTS: 

Åse Eg Jørgensen (Denmark), Imi Maufe (Norway), Kestutis Vasiliunas (Lithuania), Nancy Campbell (UK), Rebecca Goodale (USA), Bożka Rydlewska (Poland) – og ARKIR: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg StefánsdóttirSvanborg Matthíasdóttir.

Ljósmyndir frá opnun – smellið á myndirnar til að stækka.
Photos from the opening day – click on the images to enlarge.

JAÐARLÖND | BORDERLANDS – Reykjavík Arts Festival 2020

Bókverkasýningin JAÐARLÖND | BORDERLANDS í Landsbókasafni Íslands er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2020 og verður opin gestum frá föstudeginum 21. ágúst 2020 til sunnudagsins 20. september. Sýninguna er að finna í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Nánar verður tilkynnt um viðburði tengda sýningunni síðar.

JAÐARLÖND er samsýning sextán listamanna frá sjö löndum: þar sýna tíu ARKIR og sex erlendir listamenn. Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, síbreytilegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA, og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Gestir beðnir um að gæta vel að sóttvörnum og almennum nálægðartakmörkunum vegna Covid-19 heimsfaraldursins.


🇬🇧 Our exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS – a part of Reykjavík Arts Festival 2020, –will be open from Friday 21st of August at the National and University Library of Iceland – Þjóðarbókhlaðan, Arngrímsgata 3, in Reykjavík. The exhibition will stand until September 20, 2020. We will post more information about possible events later.

The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA.

We kindly ask all our guests to keep in mind safety precautions and social distancing due to the Covid-19 pandemic.

Veggspjald: | Poster by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir


ÞÁTTTAKENDUR | PARTICIPANTS: 

Åse Eg Jørgensen (Denmark), Imi Maufe (Norway), Kestutis Vasiliunas (Lithuania), Nancy Campbell (UK), Rebecca Goodale (USA), Bożka Rydlewska (Poland) – og ARKIR: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg StefánsdóttirSvanborg Matthíasdóttir.

JAÐARLÖND | Exhibition at Reykjavík Arts Festival 2020

UPPFÆRÐ FRÉTT 6. maí 2020 | UPDATED MAY 6 2020

Vegna covid-19 heimsfaraldursins hefur sýningunni JAÐARLÖND | BORDERLANDS á Listahátíð í Reykjavík verið frestað fram á haust. Áformað er að sýningin opni föstudaginn 21. ágúst 2020 í Landsbókasafni Íslands, í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 20. september. Nánar verður tilkynnt um sýninguna síðar.

JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn. Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, breytilegur og færanlegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.


🇬🇧 Due to the covid-19 pandemic our exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS at Reykjavík Arts Festival 2020, has been postponed until August – September. We plan to open the exhibition on Friday 21st of August at the National and University Library of Iceland – Þjóðarbókhlaðan – at Arngrímsgata 3 in Reykjavík. The exhibition will stand until September 20, 2020. We will post more information about the exhibition later.

The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA.

Myndin fyrir ofan er af bókverki Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur
Image above: book art by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir


Eldri frétt | Posted on

Við kynnum fleiri sýningar framundan! ARKIR undirbúa sýninguna JAÐARLÖND í Veröld – húsi Vigdísar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og í samvinnu við Vigdísarstofnun. JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn.

Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, breytilegur og færanlegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur til 4. júlí. 


🇬🇧 ARKIR prepare an artist’s book exhibition in Reykjavík in June. The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS will be held in Veröld – House of Vigdís at Reykjavík Arts Festival 2020, opening on Saturday 6 June, closing 4 July. Full program for Reykjavík Arts Festival will be revealed in April.

The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. The exhibition is in collaboration with Vigdís International Center

ÞÁTTTAKENDUR | PARTICIPANTS: 

Åse Eg Jørgensen (Denmark), Imi Maufe (Norway), Kestutis Vasiliunas (Lithuania), Nancy Campbell (UK), Rebecca Goodale (USA), Bożka Rydlewska (Poland) – og ARKIR: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður ÓðinsdóttirKristín GuðbrandsdóttirKristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg StefánsdóttirSvanborg Matthíasdóttir.


Myndin fyrir ofan er úr bókverki Nancy Campbell | Image above from: How to Say ‘I Love You’ in Greenlandic: An Arctic Alphabet by Nancy Campbell.