Sýningaropnun í Bergen | SIGLA BINDA

🇮🇸 ARKIR halda nú til Bergen á opnun sýningarinnar SIGLA BINDA í galleríinu ENTRÉE. Þar eru til sýnis bókverk eftir tíu listamenn, norska og íslenska. Fimm ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir, en norsku listamennirnir eru Nanna Gunhild Amstrup, Solveig Landa, Rita Marhaug, Imi Maufe og Randi Annie Strand – og eru þær flestar í listahópnum Codex Polaris sem fer fyrir verkefninu í Noregi. 

Nánar má lesa um verkefnið hér á sýningarsíðu Codex Polaris og hjá gallerí ENTRÉE. Sýningin opnar laugardaginn 27. nóvember 2021 og henni lýkur 23. janúar 2022.

Mynd ofar | above: Svanborg Matthíasdóttir: Haf
Mynd neðar | below: Rita Marhaug: Stella Polaris

🇬🇧 We are happy to announce that five members of ARKIR are taking the trip to Bergen Norway (which is no easy task in the times of a pandemic!) to take part in the opening of the exhibition SIGLA BINDA, a joint exhibition project by ARKIR and the Norwegian artist group Codex Polaris. The exhibition, that consists of works by ten artists, five Icelandic and five Norwegian, opens on Saturday 27, 2021 in gallery ENTRÉE in Bergen. The exhibition ends January 23, 2022.

“SIGLA – BINDA is a cross-border collaboration rooted in the love of artist’s books, with ambitions to create art that touches both the mind and the eye. … SAILING – BINDING. The terms binda and sigla – which we have chosen as the title for our project, are two of many common words between Norwegian and Icelandic. They have both concrete and abstract meanings related to our existence , to the sea that binds us together, to our artistic practice between tradition and innovation and to the historical ties between our nations.”

For more information about the project see websites: exhibition page SIGLA BINDA at the site of Codex Polaris and the gallery in Bergen: ENTRÉE.

Bókverkamessan í Reykjavík | Reykjavík Art Book Fair 2021

🇮🇸  ARKIR tóku þátt í bókverkamessunni í Reykjavík: Reykjavík Art Book Fair 2021 í Ásmundarsal dagana 12.-14. nóvember 2021. Vegna heimsfaraldursins voru í gildi samkomutakmarkanir og grímuskylda, og gestir og þátttakendur gættu því sóttvarna í hvívetna. Jafn og stöðugur straumur var af fólki sem sýndi fjölbreyttum verkum áhuga.

Vaktina í Ásmundarsal stóðu ARKIRNAR Arþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.


🇬🇧  Reykjavík Art Book Fair 2021 was held 12.-14. November in Ásmundarsalur. ARKIR took part along with Icelandic art book publishers, artists and galleries represented by FOSS press, Grazie! press, i8 gallery, Kling & Bang, Listasafn ASÍ, Loaboratorium, Nýlistasafnið, Print & friends, Reykjavík Dance Festival, Þrjár hendur, ‘uns, Iceland University of the Arts, Krot & Krass, Arnar&Arnar and IYFAC (Inspirational Young Female Artist Club).

All in all a fine event despite restrictions due to COVID-19.


Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.


Ljósmyndir | photos: © Svanborg Matthíasdóttir / Sigurborg Stefánsdóttir /
Áslaug Jónsdóttir / Arnþrúður Ösp Karlsdóttir / Ingiríður Óðinsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.