Réttur til að snúa aftur heim – The Right of Return by Jóhanna

Kynning á íslenskum verk á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn
[5] Svanborg: Heima – Litur   [6] Bryndís: 20 skref afturábak frá heimilinu   

Introduction of some of ARKIR’s works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
[5] Svanborg: Heima – Litur  [6] 20 Steps Backwards From Home   

© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir

JMT RightsTo 1

listamaður: Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
titill: Réttur til að flytja ; Réttur til að snúa aftur ; Engin réttindi
stærðir: 30,5 x 11,5  /  22 x 14  /  25,5 x17
efni og aðferð: Blönduð tækni, endurunnar gamlar bækur með resin og býflugnavaxi, hefðbundin bókagerð.
ár: 2013

Á sýningunni Heim : heima sýnir Jóhanna Margrét meðal annars þrjár bækur í fagurrauðu bandi. Saman mynda þær eitt verk sem hún lýsir svo:
„Fyrsta hugmyndin mín var að fá vini og fjölskyldumeðlimi til þess að skrifa niður öll heimilisföng þeirra staða sem þeir höfðu búið á frá því þeir fæddust og til þessa dags. Allir tóku mjög vel í þá bón og það gladdi mig hve skemmtilegt þeim fannst þetta verkefni. Allir fóru að rifja upp fortíðina og vildu vera mjög nákvæmir, ekki gleyma neinum stað. Í gegnum þessa upprifjun spunnust margar skemmtilegar sögur sem nær undantekningarlaust voru góðar og hlýjar minningar. Þá fór ég að hugsa um hve misjöfn örlög okkar eru, eftir því hvar á jarðarkringlunni við fæðumst. Í því samhengi hugsaði ég til Palestínsku þjóðarinnar og ákvað að vinna eina bók sem vísaði til þeirra Palestínumanna sem flæmdir voru burt frá heimilum sínum 1948 og rétt þeirra til þess að snúa aftur heim. Síðustu bókina nefni ég svo Gaza. Það svæði er nokkru minna að flatarmáli en Reykjavík og Kópavogur, höfuðborgarsvæði frjálsrar þjóðar sem telur um 322.000 manns. Á Gaza er 1,4 milljónum manna haldið föngnum í örbirgð, öryggisleysi, þjáningu og niðurlægingu, – réttlausum.“ 

artist: Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
titles: The Right to Move ; The Right of Return ; No Rights
sizes: 30,5 x 11,5  /  22 x 14  /  25,5 x17
materials and method: Mixed media, recycled books with resin and beeswax, traditional bookmaking.
year: 2013

In the exhibition Home, Jóhanna Margrét exhibits three books in bright red covers. Although they differ in form and sizes, together the three books form a whole. Jóhanna explains the concept:My first idea was to get friends and family to write down all the addresses of the places they have lived at since they were born and to this day. Everyone was very keen to do it and started to review their past and wanted to be very accurate, not forgetting a single address. Through those lists many stories popped up which included almost invariably good and warm memories. Then I started thinking about how very different fortunes are, depending on where we are born in the world.
In that context, I thought of Palestine and decided to make a book that refers to the Palestinian people who were forced from their home in 1948 and their right to return back home. The last book has a hole where it says: Gaza. The Gaza Strip is just fairly larger than Reykjavík, the capitol of a free nation counting about 322.000 people. In Gaza 1.4 million people are held prisoners in extreme poverty, insecurity and humiliation – with no rights.“ 

Jóhanna stundaði nám í Kent Institute of Art and Design, England, Glasgow school of art, The Icelandic College of Arts and Crafts og lauk auk þess námi í kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Hún kennir listgreinar við framhaldsskóla og vinnur að bókverkum sem hún hefur sýnt á samsýningum hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar á Íslandi.

Jóhanna studied art at Kent Institute of Art and Design, England, Glasgow school of art, The Icelandic College of Arts and Crafts and finished teaching ecucation at the University of Iceland. She lives and works in Iceland, teaches arts, makes artbooks and takes part in group exhibitions in Iceland and abroad. 

Jóhanna M. Tryggvadóttir

Nánari upplýsingar um listamanninn:
For further information about the artist contact:
Jóhanna M. Tryggvadóttir    @    fb

20 skref | 20 steps backwards from home by Bryndís

Kynning á íslenskum verk á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn
[5] Svanborg: Heima – Litur   

Introduction of some of ARKIR’s works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
[5] Svanborg: Heima – Litur  

© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir

BryndisBraga 20steps1

listamaður: Bryndís Bragadóttir
titill: 20 SKREF AFTURÁBAK FRÁ HEIMILINU
stærð:
efni og aðferð: Blönduð tækni, samklipp. Ljósmyndir, stafrænt prent, pappír af ýmsum toga, litir, lím, límband, tau, þráður o.fl. Japanskt bókaband.
ár: 2013

Bókverk Bryndísar á sýningunni “HEIM – HEIMA“ í Silkeborg hefur að geyma ljósmyndir, liti, teikningar og textabrot. Um verkið segir Bryndís:
Allt byrjar með skrefinu litla. Dagurinn, vikan, lífið. Mér hefur fundist ég taka skrefin áfram, líka þegar ég flutti af landsbyggðinni til borgarinnar. Svo kom hrunið og ég fékk á tilfinninguna að þetta heimili yrði ekki lengi mitt. Heimilið sem átti að verða það lengi. Kannski þyrfti ég að taka skref afturábak í þetta sinn. Ég ákvað að gera minningarbók sem átti að fylgja mér ef ég þyrfti að flytja. Mesta verðmætið var falið í náttúrunni umhverfis heimilið, svo ég tók 20 skref afturábak frá heimilinu mínu og myndaði jörðina, skráði hvað ég fann allt frá plöntum til golfbolta. Þessari bók fylgja sólskinsstundir, fuglasöngur og ró sem ekki er víst að finnist allsstaðar.
Ég á eftir að komast að því.

artist: Bryndís Bragadóttir
title: 20 STEPS BACKWARDS FROM HOME
size: 
materials and method: Mixed media, collage. Digital photos and prints, paper of different kind, colors, glue, tape, fabrics, thread. Japanese stab binding.
year: 2013

Bryndís made a book for the exhibition in Silkeborg Bad that is clearly connected to the theme: HOME. In her words: Everything starts with a little step. The day, week or life. I felt that I had taken the steps forward, also when I moved from the countryside to the city. Then the finance crises hit us and I felt underneath that this home would not always be mine. The home that was supposed to be mine for long. Maybe I would have to make a step backwards this time. I wanted to make at book of memories to take with me if I had to move. The greatest value was in the nature all around the house so I took 20 steps backwards from home and documented what I found in my backyard, from plants to a golfball. The book is full of memories about sunshine, birds singing and peace that you may not find everywhere.
I will find out.

Bryndís vinnur að bókverkum og kennir listgreinar. Hún stundaði nám í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskólanum í Árósum í Danmörku. Auk þess lauk hún námi í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.

Bryndís makes artbooks and teaches arts and crafts. She studied at The Icelandic College of Arts and Crafts in Reykjavik, Aarhus Art Academy in Aarhus Denmark and Akureyri University in Akureyri, Iceland. She has participated in group exhibitions in Iceland and abroad. She lives and works in Iceland.

Bryndís Bragadóttir

Nánari upplýsingar um listamanninn:
For further information about the artist contact:
Bryndís Bragadóttir   www    @

Heima – Litur / Home – Color by Svanborg

Hér kynnum við íslensk verk á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn   
We continue to introduce some of our works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the fifth post. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Lars Svanholm.

SvanborgHeimaLitur

SvanborgHeimaLitur2

listamaður: Svanborg Matthíasdóttir
titill: Heima – Litur
stærð: 27,5 x 27,5 cm.
efni og aðferð: grafíkpappír, arkitektapappír, vatnslitur, þráður;
saumur, málun og brot.
ár: 2013

Svanborg sýnir nokkur verk á sýningunni í Silkeborg Bad. Um eitt þeirra, verkið: Heima – Litur, segir Svanborg:
„Litir hafa mikil áhrif á mig. Litir vekja með mér löngun til að skapa. Litir eru mér minnisstæðir vegna „andrúmsloftsins“ sem þeir skapa.“
Og Svanborg heldur áfram: „Stundum hef ég sjálf verið í aðstöðu til að velja þá liti sem ég bý við en stundum hafa þeir verið valdir af öðrum að hluta til eða alveg. Í bókinni  skráset ég liti og litasamsetningar sem ég man frá sjö af heimilum mínum, frá barnæsku til dagsins í dag. Mér fannst athyglivert að skoða heimilin frá þessu sjónarhorni.“

artist: Svanborg Matthíasdóttir
title: Home – Color
size: 27,5 x 27,5 cm.
materials and method: printmaking paper, transparent paper, water color, thread;
sewing, watercoloring and folding.
year: 2013

Svanborg is exhibiting several works in Silkeborg Bad. She comments on her book “Home – Color”:
“Colors affect me strongly. Colors make me want to create. I remember colors because of the “atmosphere” they create.”
And Svanborg explains: Sometimes I have been able to choose the colors of my home but often I have lived with the colors that someone else has chosen. This book is a documentation of the colors of seven of my homes, from childhood to present day. I found it interesting to “revisit“ my homes from this point of view”

Svanborg vinnur að myndlist; málar, gerir bókverk og kennir málun. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðan framhaldsnám í málaralist við Jan Van Eyck Akademíuna í Maastricht, Hollandi. Hún hefur sýnt, ein og með öðrum, bæði hér heima og erlendis.

Svanborg paints, makes artbooks and teaches painting. She studied painting at The Icelandic College of Arts and Crafts and the Jan Van Eyck Akademie in Maastricht, Holland. She has participated in numerous solo and group exhibitions in Iceland and abroad. She lives and works in Iceland.

Svanborg Matthíasdóttir

Nánari upplýsingar um listamanninn:
Further information about the artist:
Svanborg Matthíasdóttir
Hafa samband / Contact:   @    fb