Kynning á íslenskum verk á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo [2] Áslaug: Babel [3] Inga: Heim-heima [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn
[5] Svanborg: Heima – Litur
Introduction of some of ARKIR’s works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo [2] Áslaug: Babel [3] Inga: Heim-heima [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
[5] Svanborg: Heima – Litur
© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir
listamaður: Bryndís Bragadóttir
titill: 20 SKREF AFTURÁBAK FRÁ HEIMILINU
stærð: –
efni og aðferð: Blönduð tækni, samklipp. Ljósmyndir, stafrænt prent, pappír af ýmsum toga, litir, lím, límband, tau, þráður o.fl. Japanskt bókaband.
ár: 2013
Bókverk Bryndísar á sýningunni “HEIM – HEIMA“ í Silkeborg hefur að geyma ljósmyndir, liti, teikningar og textabrot. Um verkið segir Bryndís:
„Allt byrjar með skrefinu litla. Dagurinn, vikan, lífið. Mér hefur fundist ég taka skrefin áfram, líka þegar ég flutti af landsbyggðinni til borgarinnar. Svo kom hrunið og ég fékk á tilfinninguna að þetta heimili yrði ekki lengi mitt. Heimilið sem átti að verða það lengi. Kannski þyrfti ég að taka skref afturábak í þetta sinn. Ég ákvað að gera minningarbók sem átti að fylgja mér ef ég þyrfti að flytja. Mesta verðmætið var falið í náttúrunni umhverfis heimilið, svo ég tók 20 skref afturábak frá heimilinu mínu og myndaði jörðina, skráði hvað ég fann allt frá plöntum til golfbolta. Þessari bók fylgja sólskinsstundir, fuglasöngur og ró sem ekki er víst að finnist allsstaðar.
Ég á eftir að komast að því.
artist: Bryndís Bragadóttir
title: 20 STEPS BACKWARDS FROM HOME
size: –
materials and method: Mixed media, collage. Digital photos and prints, paper of different kind, colors, glue, tape, fabrics, thread. Japanese stab binding.
year: 2013
Bryndís made a book for the exhibition in Silkeborg Bad that is clearly connected to the theme: HOME. In her words: “Everything starts with a little step. The day, week or life. I felt that I had taken the steps forward, also when I moved from the countryside to the city. Then the finance crises hit us and I felt underneath that this home would not always be mine. The home that was supposed to be mine for long. Maybe I would have to make a step backwards this time. I wanted to make at book of memories to take with me if I had to move. The greatest value was in the nature all around the house so I took 20 steps backwards from home and documented what I found in my backyard, from plants to a golfball. The book is full of memories about sunshine, birds singing and peace that you may not find everywhere.
I will find out.“
- artwork by: Bryndís
- 20 Steps backwards from home – Bryndís Bragadóttir
- 20 Steps backwards from home – Bryndís Bragadóttir
- 20 Steps backwards from home – Bryndís Bragadóttir
- 20 Steps backwards from home – Bryndís Bragadóttir
Bryndís vinnur að bókverkum og kennir listgreinar. Hún stundaði nám í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskólanum í Árósum í Danmörku. Auk þess lauk hún námi í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.
Bryndís makes artbooks and teaches arts and crafts. She studied at The Icelandic College of Arts and Crafts in Reykjavik, Aarhus Art Academy in Aarhus Denmark and Akureyri University in Akureyri, Iceland. She has participated in group exhibitions in Iceland and abroad. She lives and works in Iceland.
Nánari upplýsingar um listamanninn:
For further information about the artist contact:
Bryndís Bragadóttir www @
Pingback: Réttur til að snúa aftur heim – The Right of Return by Jóhanna | ARKIR – bókverkablogg
Pingback: ARKIR – heima no6 / ARKIR home no6 | CON-TEXT
Pingback: ARKIR – heima no7 / ARKIR home no7 | CON-TEXT
Pingback: Friðsæl heimili – Peaceful homes by Helga Pálína | ARKIR – bókverkablogg
Pingback: ARKIR – heima no8 / ARKIR home no8 | CON-TEXT
Pingback: @heima – @home by Arnþrúður Ösp | ARKIR – bókverkablogg
Pingback: ARKIR heima no9 / ARKIR home no9 | CON-TEXT
Pingback: HEIMA – Thoughts on HOME | ARKIR – bókverkablogg