Sjónvarpsstöðin N4 tók viðtal við Bryndísi Bragadóttur vegna bókverkasýningarinnar ENDURBÓKUN sem ARKIR settu upp í Amtsbókasafninu á Akureyri. Síðasti dagur sýningarinnar á Akureyri er á morgun, 30. júní.
The local TV-station in Akureyri, N4, did a short interview with one of ARKIR members, Bryndís Bragadóttir, about our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK in Amtsbókasafnið, Akureyri City Library. Last day of the exhibition is tomorrow, June 30th.
ARKIR óska listunnendum og bókverkafólki um heim allan gleðilegs árs og þakka góðar viðtökur, samvinnu og samskipti á liðnum árum. Megi nýja árið verða öllu listafólki gjöfult.
Á árinu sem leið sýndu ARKIR bókverk sín víða, bæði hérlendis og erlendis. Sýningin ENDURBÓKUN, sem opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi, var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Sýningin eða hluti hennar mun ferðast víðar um landið á nýja árinu. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru öll unnin úr gömlum eða afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur. Ljósmyndir: Binni.
Síðla ársins 2015 tóku ARKIR þátt í sýningunni DRIFTING CLOUDS í Nicosia á Kýpur ásamt fjölmörgum evrópskum listamönnum. Fyrr á árinu höfðu nokkrar úr hópnum sýnt verk á norrænni bókverkasýningu í Helsinki í tilefni af 20 ára afmæli Gallery Jangva í Helsinki. Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á ERROR – sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015, en þema þríæringsins var “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin voru til sýnis í Gallery Titanikas, sem er í Listaháskólanum í Vilnius, en hluti verkanna var einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; og víðar. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR og fyrir neðan má sjá myndband frá sýningunni í Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.
ARKIR fengu líka góðar heimsóknir á árinu – þar má nefna ljóðskáldið og bókverkakonuna Nancy Campbell eins og við sögðum frá hér; sem og listakonuna Sandhya sem einnig notar ljóð og texta í sínum verkum.
Með nokkrum myndum frá liðnu ári sendum við kveðjur til vina og velunnara ARKANNA og vonum að sem flest ný og áhugaverð bókverk líti dagsins ljós á árinu 2016.
Ösp, Kristín Þóra, Inga, Sandhya, Bogga, Svanborg og Anna Snædís.
Dear friends of ARKIR, co-workers and fellow artists! We wish you all a very happy and prosperous New Year! May your lives be filled with joy and good art!
Looking back at the past year we state that ARKIR Book Arts Group had a fine year. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. We can confirm that the exhibition will travel further in the new year. All the works were created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting book art from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating a 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. Artwork on cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Inga, Ingiríður Óðinsdóttur. Photos by Binni.
In October ARKIR took part in the exhibition DRIFTING CLOUDS in Nicosia in Cyprus. Earlier in the year, ARKIR members partisipated in a Nordic Artists’ Books exhibition in Studio Gallery Jangva Studio in Helsinki, as a part of Gallery Jangva’s 20th anniversary. Works by Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg were also selected for ERROR – 7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}. The 7th triennial was opened in Gallery Titanikas, an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts. Selections were also exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; and more. For further information see the triennial’s webpage: ERROR. The video above shows moments from the show in Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.
ARKIR also had good visitors from abroad, – for instance the poet and book artist Nancy Campbell as reported here; and artist Sandhya who also uses poems and texts in her works.
With a series of photos from the year 2015, we send our best wishes and hope for a splendid year 2016!
Svanborg, Inga, Sigurborg, Áslaug, Anna Snædís, Ösp
Níu meðlimir ARKAR-hópsins eiga verk á sýningunni HEIMA, sem stendur nú yfir í Norræna húsinu. Þegar farandsýningin var sett upp í Silkeborg á síðasta ári birtum við hér á vefnum hugleiðingar um nokkur verkanna. Nú rifjum við upp þessar kynningar. Smellið á verkin til að lesa meira um hugmyndirnar á bak við verkin og listamennina sjálfa.
Sýningin í Norræna húsinu er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12 – 17. Sýningunni lýkur 23. febrúar.
– – – When the exhibition HOME opened in Silkeborg in Denmark last year, each one of us in ARKIR wrote a short text about the idea behind one artist’s book we had made for the exhibition. That way we made a series of blogposts on the theme: HOME. The exhibition has travelled from Denmark to Nuuk in Greenland and is now to be seen in the Nordic house in Reykjavík. Click on the images to read more about some of ARKIR works.
The exhibition in the Nordic house is open Tuesdays to Sundays from 12 to 5 pm. Open until 23. February.
listamaður: Bryndís Bragadóttir titill:20 SKREF AFTURÁBAK FRÁ HEIMILINU stærð: – efni og aðferð: Blönduð tækni, samklipp. Ljósmyndir, stafrænt prent, pappír af ýmsum toga, litir, lím, límband, tau, þráður o.fl. Japanskt bókaband. ár: 2013
Bókverk Bryndísar á sýningunni “HEIM – HEIMA“ í Silkeborg hefur að geyma ljósmyndir, liti, teikningar og textabrot. Um verkið segir Bryndís: „Allt byrjar með skrefinu litla. Dagurinn, vikan, lífið. Mér hefur fundist ég taka skrefin áfram, líka þegar ég flutti af landsbyggðinni til borgarinnar. Svo kom hrunið og ég fékk á tilfinninguna að þetta heimili yrði ekki lengi mitt. Heimilið sem átti að verða það lengi. Kannski þyrfti ég að taka skref afturábak í þetta sinn. Ég ákvað að gera minningarbók sem átti að fylgja mér ef ég þyrfti að flytja. Mesta verðmætið var falið í náttúrunni umhverfis heimilið, svo ég tók 20 skref afturábak frá heimilinu mínu og myndaði jörðina, skráði hvað ég fann allt frá plöntum til golfbolta. Þessari bók fylgja sólskinsstundir, fuglasöngur og ró sem ekki er víst að finnist allsstaðar.
Ég á eftir að komast að því.
artist: Bryndís Bragadóttir title: 20 STEPS BACKWARDS FROM HOME size: – materials and method: Mixed media, collage. Digital photos and prints, paper of different kind, colors, glue, tape, fabrics, thread. Japanese stab binding. year: 2013
Bryndís made a book for the exhibition in Silkeborg Bad that is clearly connected to the theme: HOME. In her words: “Everything starts with a little step. The day, week or life. I felt that I had taken the steps forward, also when I moved from the countryside to the city. Then the finance crises hit us and I felt underneath that this home would not always be mine. The home that was supposed to be mine for long. Maybe I would have to make a step backwards this time. I wanted to make at book of memories to take with me if I had to move. The greatest value was in the nature all around the house so I took 20 steps backwards from home and documented what I found in my backyard, from plants to a golfball. The book is full of memories about sunshine, birds singing and peace that you may not find everywhere.
I will find out.“
artwork by: Bryndís
20 Steps backwards from home – Bryndís Bragadóttir
20 Steps backwards from home – Bryndís Bragadóttir
20 Steps backwards from home – Bryndís Bragadóttir
20 Steps backwards from home – Bryndís Bragadóttir
Bryndís vinnur að bókverkum og kennir listgreinar. Hún stundaði nám í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskólanum í Árósum í Danmörku. Auk þess lauk hún námi í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.
Bryndís makes artbooks and teaches arts and crafts. She studied at The Icelandic College of Arts and Crafts in Reykjavik,Aarhus Art Academy in Aarhus Denmark and Akureyri University in Akureyri, Iceland. She has participated in group exhibitions in Iceland and abroad. She lives and works in Iceland.
Nánari upplýsingar um listamanninn: For further information about the artist contact:
Bryndís Bragadóttir www@