Gengið frá HEIMA – Packing, home sweet home …

Arkir24022014 1

Can it all fit in there?

HEIMA. Sýningunni HEIMA í Norræna húsinu lauk sunnudaginn 23. febrúar. Á mánudagsmorgni mættu ARKIRNAR og pökkuðu niður sýningunni, hátt í hundrað bókverkum. Sýningin, sem heitir raunar fullu nafni: hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik, fer nú til Danmerkur og verður sett upp í Limfjordscentret Doverodde Købmandsgaard á Norður Jótlandi. Þar opnar sýningin 6. maí og stendur til 13. júni. Þaðan liggur leiðin til Kaupmannahafnar og frá 21. júní til 20. ágúst verða verkin til sýnis í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Christianshavn.
• • •
HOME. Sunday February 23rd was the last day of the book art exhibition HOME, hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafikin the Nordic house. And Monday morning ARKIR met up to pack and make the works ready for shipping to Denmark. Next stop is a cultural center in North Jutland: Limfjordscentret Doverodde Købmandsgaard. The travelling exhibition will open there at 6th of May, closing on June 13th. Only a week later, on June 21st, it will open in the cultural center Nordatlantens Brygge (The North Atlantic House) in Copenhagen, where the exhibition is hosted until 20th of August.

Arkir24022014 2

Arkir24022014 3

Síðasta sýningarhelgi – Last days at HOME

HEIMA Auglysing LeidsSynLok lwr

HEIMA – Síðasta sýningarhelgi! Leiðsögn á sunnudag kl. 14. 

Það er komið að lokum sýningarinnar HEIMA, – hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik í Norræna húsinu. Sýningu lýkur á sunnudag en hún er opin í dag og á morgun frá kl. 12-17. Leiðsögn verður um sýninguna á morgun, sunnudag, kl. 14. Verið velkomin! Aðgangur er ókeypis og bókaunnendum má benda á að bókasafn Norræna hússins er líka opið gestum.
– – –
HOME – book art exhibition closing soon!
Artist talk on Sunday 23. February, at 2 pm.

The exhibition HOME – hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik in the Nordic house closes on Sunday. ARKIR members guide, give artist talks on Sunday at 2 pm. In Icelandic. Free admission.

Gestir á Safnanótt 2014 – Guests on Museum Night

ARKIRsafnanott 1-1

Arnþrúður Ösp guiding at Museum Night 2014

Á Safnanótt, föstudagskvöldið 7. febrúar, stóðu ARKIR fyrir leiðsögn og bókagerðarsmiðju í tengslum við sýninguna HEIMA í Norræna húsinu. Fjölmargir gestir nýttu sér ókeypis aðgang og óvenjulegan opnunartíma safnanna allt til miðnættis.
– – –
Art lovers enjoyed Museum Night on Friday night, February 7th, at Reykjavík Winter Lights Festival 2014. ARKIR invited guests to a guided tour around the book art exhibition HOME in the Nordic house, as well as giving a free workshop in book making. 

ARKIRsafnanott-2b

Anna Snædís teaching the tricks of simple origami book making

ARKIRsafnanott-2

Helga Pálína giving lessons at the book making workshop

Það var svo óvænt ánægja að hitta einn af erlendu listamönnunum sem taka þátt í sýningunni HEIMA: Julia Pars frá Grænlandi. Hún var stödd á Íslandi til að taka þátt í öðru norrænu verkefni á Safnanótt, margmiðlunarinnsetningunni Vetrarljós í anddyri Þjóðminjasafnsins á vegum TURA YA MOYA listasmiðjunnar. (Sjá tengla!)
– – –

Julia Pars and her book HOME

Julia Pars and her book HOME

And then we got an unexpected visitor! We were delighted to meet one of the artists from Greenland: Julia Pars, who participates in the book art exhibition HOME. She was visiting Iceland for another Nordic project: an installation in the foyer of the National museum at the Reykjavík Winter Lights Festival 2014. The multimedia installation „Winter Light“ is a project of the art group TURA YA MOYA, run by Danish artist Karen Thastum. (See links!) 

ARKIRsafnanott-27

Karen Thastum, founder of Tura Ya Moya, and Julia Pars

Fleiri myndir frá Safnanótt 2014 í Norræna húsinu:
More photos from Museum Night 2014 in the Nordic house:

Við sýningarsalina í Norræna húsinu má áfram finna leiðbeiningar að einföldum bókarbrotum, pappír og aðstöðu til bókagerðar fyrir gesti sýningarinnar. Skoðið sýninguna HEIMA og prófið bókarbrotin!
– – –
Paper and the easy-to-follow instructions are still available for guests in the Nordic house if you care to try out some simple origami book folding. See the exhibition HOME and get inspired!

Bókagerð á Safnanótt – Book making at Winter Lights Festival

HEIMA-Auglysing-Safnanottweb

ARKIRNAR minna á skemmtilegan viðburð í Norræna húsinu í kvöld!

Leiðsögn um sýninguna HEIMA og bókagerð fyrir alla fjölskylduna í Norræna húsinu á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar kl. 20:00 – 22:00. Aðgangur ókeypis! Verið velkomin!

Leiðsögn verður fyrir gesti á sýningunni HEIMA í Norræna húsinu á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar kl. 20. Á sýningunni eru sýnd bókverk yfir þrjátíu norrænna listamanna en leiðsögnin fer fram á íslensku.
Að lokinni leiðsögn verður leiðbeint í einfaldri bókagerð þar sem pappírsbrot koma í stað hefðbundins bókbands.
Viðburðurinn á vef Norræna hússins / vef Vetrarhátíðar / á Facebook.

– – – ARKIR-bókagerd-web

HOME – book art exhibition: Artist talk and book making workshop on Museum Night at Reykjavík Winter Lights Festival 2014, Friday 7. February, at 8-10 pm.

ARKIR members guide, give artist talks and workshop for kids and families in the Nordic house on Museum Night next Friday. In Icelandic. Free admission.
See: The Nordic house / Winter Lights Festival / Facebook.

HEIMA – Thoughts on HOME

Níu meðlimir ARKAR-hópsins eiga verk á sýningunni HEIMA, sem stendur nú yfir í Norræna húsinu. Þegar farandsýningin var sett upp í Silkeborg á síðasta ári birtum við hér á vefnum hugleiðingar um nokkur verkanna. Nú rifjum við upp þessar kynningar. Smellið á verkin til að lesa meira um hugmyndirnar á bak við verkin og listamennina sjálfa.
Sýningin í Norræna húsinu er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12 – 17. Sýningunni lýkur 23. febrúar.
– – –
When the exhibition HOME opened in Silkeborg in Denmark last year, each one of us in ARKIR wrote a short text about the idea behind one artist’s book we had made for the exhibition. That way we made a series of blogposts on the theme: HOME. The exhibition has travelled from Denmark to Nuuk in Greenland and is now to be seen in the Nordic house in Reykjavík. Click on the images to read more about some of ARKIR works.
The exhibition in the Nordic house is open Tuesdays to Sundays from 12 to 5 pm. Open until 23. February.

SigurborgSt Zoo1    Inga HEIM1    AnnaS Scand1
Sigurborg Stefánsdóttir: Zoo  |  Ingiríður Óðinsdóttir: Home – at home  |  Anna Snædís Sigmarsdóttir: Skandinavian furniture 1960

Heima – Litur    @heima by Osp 2    BryndisBraga 20steps1
Svanborg Matthíasdóttir: Home – Color  |  Arnþrúður Ösp Karlsdóttir: @Heima  |  Bryndís Bragadóttir: 20 steps backwards from home

Friðsæl heimili - Peaceful homes by Helga Pálína      JMT RightsTo 1      AslaugJons Babel 1
Helga Pálína Brynjólfsdóttir: Peaceful homes  |  Jóhanna M. Tryggvadóttir: The Right of Return  |  Áslaug Jónsdóttir: Tower of Babel

ARKIR á Safnanótt – Winter Lights Festival 2014

ARKIR-bókagerd-web

Leiðsögn um sýninguna HEIMA og bókagerð fyrir alla fjölskylduna í Norræna húsinu á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar kl. 20:00 – 22:00. 

Leiðsögn verður fyrir gesti á sýningunni HEIMA í Norræna húsinu á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar kl. 20. Á sýningunni eru sýnd bókverk yfir þrjátíu norrænna listamanna en leiðsögnin fer fram á íslensku.
Að lokinni leiðsögn verður leiðbeint í einfaldri bókagerð þar sem pappírsbrot koma í stað hefðbundins bókbands. Vinnustofurnar eru ætlaðar börnum á öllum aldri og er aðgangur ókeypis.
Viðburðurinn á vef Norræna hússins / vef Vetrarhátíðar / á Facebook.

– – –

HOME – book art exhibition: Artist talk and book making workshop on Museum Night at Reykjavík Winter Lights Festival 2014, Friday 7. February, at 8-10 pm.

ARKIR members guide, give artist talks and workshop for kids and families in the Nordic house on Museum Night next Friday. In Icelandic. Free admission.
See events at The Nordic house / Winter Lights Festival / Facebook.

Fleiri gestir! – More guests!

1HEIMAopnun06849

ARKARbloggið fékk sendingu af fleiri myndum frá opnun sýningarinnar HEIMA í Norræna húsinu þann 25. janúar. Við stöndumst ekki mátið og birtum þær hér á vefnum. Enn og aftur: takk fyrir komuna kæru gestir!
– – –
The ARKIR-site received more photos from the opening of the exhibition HOME in the Nordic house on Saturday 25. January. We just have to post another collection! Thank you again for coming, folks! 

– – –
Ljósmyndir / Photos by Lilja Matthíasdóttir.
Smellið á myndsafnið til að sjá stærri myndir.
Click on the gallery to see larger photos.

Enn fleiri myndir frá opnun í færslunni hér á undan: Kæru gestir!
More photos from the opening in a previous post here: Dear guests!