Á Safnanótt, föstudagskvöldið 7. febrúar, stóðu ARKIR fyrir leiðsögn og bókagerðarsmiðju í tengslum við sýninguna HEIMA í Norræna húsinu. Fjölmargir gestir nýttu sér ókeypis aðgang og óvenjulegan opnunartíma safnanna allt til miðnættis.
– – –
Art lovers enjoyed Museum Night on Friday night, February 7th, at Reykjavík Winter Lights Festival 2014. ARKIR invited guests to a guided tour around the book art exhibition HOME in the Nordic house, as well as giving a free workshop in book making.
Það var svo óvænt ánægja að hitta einn af erlendu listamönnunum sem taka þátt í sýningunni HEIMA: Julia Pars frá Grænlandi. Hún var stödd á Íslandi til að taka þátt í öðru norrænu verkefni á Safnanótt, margmiðlunarinnsetningunni „Vetrarljós“ í anddyri Þjóðminjasafnsins á vegum TURA YA MOYA listasmiðjunnar. (Sjá tengla!)
– – –
And then we got an unexpected visitor! We were delighted to meet one of the artists from Greenland: Julia Pars, who participates in the book art exhibition HOME. She was visiting Iceland for another Nordic project: an installation in the foyer of the National museum at the Reykjavík Winter Lights Festival 2014. The multimedia installation „Winter Light“ is a project of the art group TURA YA MOYA, run by Danish artist Karen Thastum. (See links!)
Fleiri myndir frá Safnanótt 2014 í Norræna húsinu:
More photos from Museum Night 2014 in the Nordic house:
Við sýningarsalina í Norræna húsinu má áfram finna leiðbeiningar að einföldum bókarbrotum, pappír og aðstöðu til bókagerðar fyrir gesti sýningarinnar. Skoðið sýninguna HEIMA og prófið bókarbrotin!
– – –
Paper and the easy-to-follow instructions are still available for guests in the Nordic house if you care to try out some simple origami book folding. See the exhibition HOME and get inspired!