HEIMA. Sýningunni HEIMA í Norræna húsinu lauk sunnudaginn 23. febrúar. Á mánudagsmorgni mættu ARKIRNAR og pökkuðu niður sýningunni, hátt í hundrað bókverkum. Sýningin, sem heitir raunar fullu nafni: hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik, fer nú til Danmerkur og verður sett upp í Limfjordscentret Doverodde Købmandsgaard á Norður Jótlandi. Þar opnar sýningin 6. maí og stendur til 13. júni. Þaðan liggur leiðin til Kaupmannahafnar og frá 21. júní til 20. ágúst verða verkin til sýnis í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Christianshavn.
• • •
HOME. Sunday February 23rd was the last day of the book art exhibition HOME, hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik, in the Nordic house. And Monday morning ARKIR met up to pack and make the works ready for shipping to Denmark. Next stop is a cultural center in North Jutland: Limfjordscentret Doverodde Købmandsgaard. The travelling exhibition will open there at 6th of May, closing on June 13th. Only a week later, on June 21st, it will open in the cultural center Nordatlantens Brygge (The North Atlantic House) in Copenhagen, where the exhibition is hosted until 20th of August.
Tag Archives: Norræna húsið
Síðasta sýningarhelgi – Last days at HOME
HEIMA – Síðasta sýningarhelgi! Leiðsögn á sunnudag kl. 14.
Það er komið að lokum sýningarinnar HEIMA, – hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik í Norræna húsinu. Sýningu lýkur á sunnudag en hún er opin í dag og á morgun frá kl. 12-17. Leiðsögn verður um sýninguna á morgun, sunnudag, kl. 14. Verið velkomin! Aðgangur er ókeypis og bókaunnendum má benda á að bókasafn Norræna hússins er líka opið gestum.
– – –
HOME – book art exhibition closing soon!
Artist talk on Sunday 23. February, at 2 pm.
The exhibition HOME – hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik in the Nordic house closes on Sunday. ARKIR members guide, give artist talks on Sunday at 2 pm. In Icelandic. Free admission.
Gestir á Safnanótt 2014 – Guests on Museum Night
Á Safnanótt, föstudagskvöldið 7. febrúar, stóðu ARKIR fyrir leiðsögn og bókagerðarsmiðju í tengslum við sýninguna HEIMA í Norræna húsinu. Fjölmargir gestir nýttu sér ókeypis aðgang og óvenjulegan opnunartíma safnanna allt til miðnættis.
– – –
Art lovers enjoyed Museum Night on Friday night, February 7th, at Reykjavík Winter Lights Festival 2014. ARKIR invited guests to a guided tour around the book art exhibition HOME in the Nordic house, as well as giving a free workshop in book making.
Það var svo óvænt ánægja að hitta einn af erlendu listamönnunum sem taka þátt í sýningunni HEIMA: Julia Pars frá Grænlandi. Hún var stödd á Íslandi til að taka þátt í öðru norrænu verkefni á Safnanótt, margmiðlunarinnsetningunni „Vetrarljós“ í anddyri Þjóðminjasafnsins á vegum TURA YA MOYA listasmiðjunnar. (Sjá tengla!)
– – –
And then we got an unexpected visitor! We were delighted to meet one of the artists from Greenland: Julia Pars, who participates in the book art exhibition HOME. She was visiting Iceland for another Nordic project: an installation in the foyer of the National museum at the Reykjavík Winter Lights Festival 2014. The multimedia installation „Winter Light“ is a project of the art group TURA YA MOYA, run by Danish artist Karen Thastum. (See links!)
Fleiri myndir frá Safnanótt 2014 í Norræna húsinu:
More photos from Museum Night 2014 in the Nordic house:
Við sýningarsalina í Norræna húsinu má áfram finna leiðbeiningar að einföldum bókarbrotum, pappír og aðstöðu til bókagerðar fyrir gesti sýningarinnar. Skoðið sýninguna HEIMA og prófið bókarbrotin!
– – –
Paper and the easy-to-follow instructions are still available for guests in the Nordic house if you care to try out some simple origami book folding. See the exhibition HOME and get inspired!
Bókagerð á Safnanótt – Book making at Winter Lights Festival
ARKIRNAR minna á skemmtilegan viðburð í Norræna húsinu í kvöld!
Leiðsögn um sýninguna HEIMA og bókagerð fyrir alla fjölskylduna í Norræna húsinu á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar kl. 20:00 – 22:00. Aðgangur ókeypis! Verið velkomin!
Leiðsögn verður fyrir gesti á sýningunni HEIMA í Norræna húsinu á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar kl. 20. Á sýningunni eru sýnd bókverk yfir þrjátíu norrænna listamanna en leiðsögnin fer fram á íslensku.
Að lokinni leiðsögn verður leiðbeint í einfaldri bókagerð þar sem pappírsbrot koma í stað hefðbundins bókbands.
Viðburðurinn á vef Norræna hússins / vef Vetrarhátíðar / á Facebook.
HOME – book art exhibition: Artist talk and book making workshop on Museum Night at Reykjavík Winter Lights Festival 2014, Friday 7. February, at 8-10 pm.
ARKIR members guide, give artist talks and workshop for kids and families in the Nordic house on Museum Night next Friday. In Icelandic. Free admission.
See: The Nordic house / Winter Lights Festival / Facebook.
HEIMA – Thoughts on HOME
Níu meðlimir ARKAR-hópsins eiga verk á sýningunni HEIMA, sem stendur nú yfir í Norræna húsinu. Þegar farandsýningin var sett upp í Silkeborg á síðasta ári birtum við hér á vefnum hugleiðingar um nokkur verkanna. Nú rifjum við upp þessar kynningar. Smellið á verkin til að lesa meira um hugmyndirnar á bak við verkin og listamennina sjálfa.
Sýningin í Norræna húsinu er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12 – 17. Sýningunni lýkur 23. febrúar.
– – –
When the exhibition HOME opened in Silkeborg in Denmark last year, each one of us in ARKIR wrote a short text about the idea behind one artist’s book we had made for the exhibition. That way we made a series of blogposts on the theme: HOME. The exhibition has travelled from Denmark to Nuuk in Greenland and is now to be seen in the Nordic house in Reykjavík. Click on the images to read more about some of ARKIR works.
The exhibition in the Nordic house is open Tuesdays to Sundays from 12 to 5 pm. Open until 23. February.
Sigurborg Stefánsdóttir: Zoo | Ingiríður Óðinsdóttir: Home – at home | Anna Snædís Sigmarsdóttir: Skandinavian furniture 1960
Svanborg Matthíasdóttir: Home – Color | Arnþrúður Ösp Karlsdóttir: @Heima | Bryndís Bragadóttir: 20 steps backwards from home
Helga Pálína Brynjólfsdóttir: Peaceful homes | Jóhanna M. Tryggvadóttir: The Right of Return | Áslaug Jónsdóttir: Tower of Babel
ARKIR á Safnanótt – Winter Lights Festival 2014
Leiðsögn um sýninguna HEIMA og bókagerð fyrir alla fjölskylduna í Norræna húsinu á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar kl. 20:00 – 22:00.
Leiðsögn verður fyrir gesti á sýningunni HEIMA í Norræna húsinu á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar kl. 20. Á sýningunni eru sýnd bókverk yfir þrjátíu norrænna listamanna en leiðsögnin fer fram á íslensku.
Að lokinni leiðsögn verður leiðbeint í einfaldri bókagerð þar sem pappírsbrot koma í stað hefðbundins bókbands. Vinnustofurnar eru ætlaðar börnum á öllum aldri og er aðgangur ókeypis.
Viðburðurinn á vef Norræna hússins / vef Vetrarhátíðar / á Facebook.
– – –
HOME – book art exhibition: Artist talk and book making workshop on Museum Night at Reykjavík Winter Lights Festival 2014, Friday 7. February, at 8-10 pm.
ARKIR members guide, give artist talks and workshop for kids and families in the Nordic house on Museum Night next Friday. In Icelandic. Free admission.
See events at The Nordic house / Winter Lights Festival / Facebook.
Fleiri gestir! – More guests!
ARKARbloggið fékk sendingu af fleiri myndum frá opnun sýningarinnar HEIMA í Norræna húsinu þann 25. janúar. Við stöndumst ekki mátið og birtum þær hér á vefnum. Enn og aftur: takk fyrir komuna kæru gestir!
– – –
The ARKIR-site received more photos from the opening of the exhibition HOME in the Nordic house on Saturday 25. January. We just have to post another collection! Thank you again for coming, folks!
– – –
Ljósmyndir / Photos by Lilja Matthíasdóttir.
Smellið á myndsafnið til að sjá stærri myndir.
Click on the gallery to see larger photos.
Enn fleiri myndir frá opnun í færslunni hér á undan: Kæru gestir!
More photos from the opening in a previous post here: Dear guests!
Kæru gestir! – Dear guests!
Það var vel mætt á opnun sýningarinnar „HEIMA“ í Norræna húsinu s.l. laugardag, 25. janúar 2014. Forstjóri Norræna hússins, Max Dager, bauð gesti velkomna; Hanne Matthiesen, fyrirliði CON-TEXT hópsins, sagði frá tilurð sýningarinnar og svo söng Svavar Knútur nokkur lög af alkunnu listfengi. Gaman, gaman! Kæru gestir: takk fyrir komuna!
– – –
Last Saturday, January 25th, we celebrated the opening of our exhibition ‘HOME’ in the Nordic house. The director of the house, Max Dager, gave a short welcome speech; Hanne Matthiesen told us a bit about the idea behind the theme and the travelling exhibition; and Svavar Knútur sang some wonderful songs. We had a ball! Dear guests: Thank you for joing us!
Þið sem komust ekki á opnunina getið hlustað á Svavar Knút af spilaranum hér fyrir neðan á meðan þið skoðið myndirnar. Þetta er ljúfur ástarsöngur þrátt fyrir dramatískan textann: „While the world burns“. Smellið á örina!
– – –
For those of you who could not make it to the opening: Play one of Svavar Knútur’s songs on the player below while flicking through the photos. Despite the dramatic lyrics it’s a sweet lovesong: ‘While the world burns’. Click the arrow!
– – –
Smellið á myndsafnið til að sjá stærri myndir.
Click on the gallery to see larger photos.
Velkomin á opnun! – Exhibition opening today!
Við opnum bókverkasýninguna HEIMA – hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik í Norræna húsinu í dag kl. 16. Verið velkomin! Glöggvið ykkur á auglýsingunni á bls 46 í Fréttablaðinu í dag. Pósturinn (sjá hér fyrir neðan) er líka alveg með það á hreinu hvert á að stefna: HEIM, auðvitað!
– – –
We are opening today, in the Nordic house at 4 pm. HOME: hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik. And look! Even the Icelandic Post Company knows where to head: HEIM! Home, of course!
HEIMA: fréttaklausa – HOME: newspaper clip
Í Fréttablaði dagsins eru myndir af nokkrum bókverkum (og eins og einni ÖRK) á sýningunni HEIMA í Norræna húsinu. Að auki er smá umfjöllun um sýninguna, sem verður að teljast harla gott miðað við örstutt símaviðtal. Þar er greint frá listamannaspjalli þeirra Hanne Matthiesen og Marianne Laimer, sem verður á sunnudag kl. 13:30. Við mælum með mjög áhugaverðum og myndrænum fyrirlestrum! Sjá kynningu Norræna hússins hér.
Athugið: Sýningin opnar kl. 16, laugardaginn 25. janúar en ekki kl. 18 eins og er misritað í Fréttablaðinu.
– – –
We got a short news coverage on the exhibition HOME in Fréttablaðið newspaper. Photos and all. It also advertises Hanne Matthiesen’s and Marianne Laimer’s artists’ talks on Sunday at 1:30 pm. We highly recommend their talks! More information (in Icelandic) here.
NOTE: The exhibition opens at 4 pm Saturday 25. Jan. (not 6 pm).
Næstum HEIMA – Almost HOME
HEIMA: Þetta er allt að koma! Við erum að leggja lokahönd á sýningarundirbúninginn. Það gildir um bókverk eins og aðrar bækur að það er gaman að grúfa sig yfir þær, grúska og grufla. Þá kemur maður auga á ný smáatriði, ný sjónarhorn. Við hlökkum til að opna á laugardag í Norræna húsinu!
– – –
HOME: We are almost there! All works are in place, we only have to fix labels and lights. We look forward to open up for the guests on Saturday in the Nordic house. This is an exhibition where you can spend hours exploring details, discovering multiple visual messages all the time.
Listamannaspjall á sunnudag – Artist talk on Sunday
Þeir sem ekki geta mætt á sýningaropnun í Norræna húsinu á laugardag ættu þó ekki að láta listamannaspjallið á sunnudeginum fram hjá sér fara. Tveir norrænir listamenn segja frá verkum sínum, sýna myndir og veita leiðsögn á sýningunni klukkan 13:30 sunnudaginn 26. janúar.
Hanne Matthiesen frá Danmörku er forkólfur CON-TEXT hópsins kallar spjall sitt: Artists’ books – kunst og kommunikation. Í myndskreyttu spjalli fjallar hún vítt og breitt um áratugalanga reynslu sína og rannsóknir, um ferðalög og vinnu sem myndlistarmaður og miðlari. Hún kynnir helstu hugðar- og viðfangsefni sín á sviði listarinnar – hin eilífu og almennu tilvistarspursmál. Erindið fer fram á dönsku. Hér er heimasíða og bloggsíða Hanne: Heaven & Earth.
Marianne Laimer frá Svíþjóð nefnir sitt spjall: Sidor med berättelser som fortsätter ut i skuggorna. Marianne segir frá listsköpun sinni og hvernig hún í tvinnar saman bókverk og sagnagerð. Með handgerðum bókum, margvíslegum bókabrotum og pappírsskurði leitast hún við að rjúfa hefðbundnar hugmyndir um hvað bók eigi að vera og hvernig eigi að lesa bók. Erindið fer fram á sænsku. Hér er heimasíða og bloggsíða Marianne: Den skulpturala boken.
– – –
If you can’t make it to the exhibition opening at the Nordic house on Saturday, be sure not to miss the artist talk on Sunday, January 26th at 1:30 pm. The leader of the CON-TEXT group, Hanne Mattiesen from Denmark, and a fellow artist, Marianne Laimer from Sweden, are giving us a peak into their world of art. They will show photos and talk about their book art in the lecture hall and afterwards give a quick tour around the exhibition HEIMA – HOME.
Marianne Laimer: homepage and blog: Den skulpturala boken.
Hanne Matthiesen: homepage and blog: Heaven & Earth.
HEIMA á laugardag! – HOME on Saturday!
HEIMA: Þrjátíu og þrír norrænir listamenn opna sýningu á bókverkum í Norræna húsinu á laugardag kl. 16. Verið velkomin! Þetta er önnur sýning CON-TEXT-hópsins undir stjórn Hanne Matthiesen, en þema sýningarinnar er heimilið, heimkynni og hugtakið heima. ARKIRNAR taka þátt og sjá um uppsetningu sýningarinnar.
Fylgist með hér á blogginu, kíkið á fyrri pósta og hakið við okkur á Facebook!
– – –
HOME: Thirty-three Nordic artists open a book art exhibition in the Nordic house in Reykjavík on Saturday at 4 pm. This is the second exhibition arranged by CON-TEXT and Hanne Matthiesen, now with artworks on the theme: home. ARKIR members participate and surely do their HOMEwork! See previous posts and follow us on Facebook!
Út á borð og bekki – In the Nordic house: Day three!
Sýningarundirbúningur í Norræna húsinu gengur vel. Að mörgu er að hyggja. Verkin eru ófá og afar fjölbreytt, öllum verður að gefa sérstakan gaum í uppsetningunni. Það stefnir í forvitnilega sýningu sem opnar á laugardag!
HEIMA – Norræna húsið á laugardag 25. janúar kl. 16.
– – –
The exhibition preparations in the Nordic house are going well. We are looking forward to the opening on Saturday!
HOME – The Nordic house in Reykjavík, Sat. 25. January at 4 pm.
Above: work by Marianne Laimer, detail.
Photos by Áslaug Jónsdóttir
Upp úr kössunum – In the Nordic house: Day one
Tveir trékassar fullir af bókverkum biðu okkar í Norræna húsinu í dag. ARKIR hófust handa við að setja upp farandsýninguna „HEIMA“ ásamt dönskum og sænskum fulltrúum CONTEXT-hópsins, þeim Hanne Matthiesen og Marianne Laimer. Sýningin opnar 25. janúar.
– – –
It’s show time! ARKIR started preparations for the exhibition ‘HOME’ in the Nordic house in Reykjavík today, along with two Scandinavian participants from the CONTEXT-group: Hanne Matthiesen from Denmark and Marianne Laimer from Sweden. Exhibition opening on Saturday 25. of January! Hurray!
Photos by Áslaug Jónsdóttir
Heim: sýning í Norræna húsinu – Home: exhibition in The Nordic House
Farandsýningin HEIMA opnar í Norræna húsinu í Vatnsmýri laugardaginn 25. janúar. Á sýningunni má sjá fjölbreytt bókverk eftir 33 norræna listamenn. ARKIR taka þátt og sjá um margvíslegan undirbúning ásamt skandinavískum fulltrúum listamannanna sem koma til landsins í tilefni af opnuninni: Hanne Matthiesen frá Danmörku, forkólfur og hugmyndasmiður sýninga á vegum CONTEXT-hópsins og Marianne Laimer frá Svíþjóð. Þær munu báðar halda erindi í Norræna húsinu sunnudaginn 26. janúar. Það verður kynnt nánar síðar.
– – –
Exhibition coming up! ARKIR are preparing the opening of the travelling exhibition: HOME, – in the Nordic house in Reykjavík on Saturday 25. of January, showing book art and artists’ books by 33 Nordic artist from Iceland, Denmark, Sweden, Finnland, Faroe Islands, Greenland and Norway. This is the second exhibition of the CONTEXT-group. We are happy to inform that two Scandinavian artists are coming to join us: Hanne Matthiesen from Denmark, the leader of the show, and Marianne Laimer from Sweden. They will give talks on Sunday 26. of January in the Nordic house. More information about the event later.
Posters for a dark mood and a lighter state of mind by Áslaug Jónsdóttir.
Gleðilegt ár! – Happy New Year!
ARKIRNAR fagna nýju ári og óska velunnurum sínum, og bókverkafólki öllu, farsældar og framgangs á komandi ári! Bókablogg ARKANNA hefur verið heldur vanrækt síðasta misseri en það stendur til bóta. ARKIRNAR munu vonandi geta sagt fréttir af þátttöku í nýjum sýningum á árinu, en næst er á döfinni farandsýningin HEIM-HEIMA sem opnar í Norræna húsinu í Vatnsmýri í lok mánaðarins. Við hlökkum til að sjá ykkur! – Gleðilegt ár!
– – –
ARKIR book art group in Iceland wishes you all a very happy New Year! Thank you for staying friends, showing our artwork interest and visiting our website!
This site has been idle for a while, but ARKIR are still going strong and hopefully we can bring news about artists’ books and book art exhibitions in the year to come. Next on the agenda is setting up the travelling exhibition: HOME, – in the Nordic House in Reykjavík later this month. More about that soon! We look forward to see you! – Happy New Year!