Skandinavísk húsgögn 1960 – Scandinavian Furniture 1960 by Anna Snædís

Hér kynnum við áfram íslensk verk á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima
We continue to introduce some of our works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the fourth post. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima 
© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir.

AnnaS Scand1

listamaður: Anna Snædís Sigmarsdóttir
titill: Skandinavísk húsgögn 1960
stærð: 25 x 26 x 40 cm.
efni og aðferð: endurunnið hönnunartímarit, saumþráður, vaxlitur; pappír og litir hitameðhöndlaðir, bókasaumur.
ár: 2013

„Skandinavísk húsgögn 1960“ er eitt af verkum Önnu Snædísar á norrænu sýningunni í Silkeborg Bad. Um verkið segir hún: „Fjölbreytt efnisnotkun og efnisáferð hefur alltaf verið sterkur þáttur í bókverkum mínum. Fegurðin í ljótleikanum, grófleiki línunnar og samspil lita og forma eru útgangspunktarnir í tjáningunni. Til þess að gera þá frásögn lifandi urðu einþrykk (mónóþrykk) og blönduð tækni fyrir valinu. Fegurðin í gömlum tímaritunum og innihaldi þeirra sem byggir á híbýla-kúltúr skandinavískrar menningar frá 1960 pössuðu mjög vel sem verk á sýninguna.“ Og Anna Snædís heldur áfram: „Til þess að finna samsvörun við þeirri hugmyndafræði datt mér í hug að vinna með íslensk eyðibýli sem hafa sterka tilfinningalega frásögn. Þau hafa oft að geyma upprunalega hluti s.s. húsgögn, potta, bolla, fatnað og ýmsa persónulega hluti. En þegar horft er til samfélagsins þá blasa við mér híbýli útigangsfólksins sem einnig er vert að skoða.“

artist: Anna Snædís Sigmarsdóttir
title: Scandinavian Furniture 1960
size: 25 x 26 x 40 cm.
materials and method: Recycled design magazine, tread, vax colors; sewing, colors and paper treated with heat.
year: 2013

“Scandinavian Furniture 1960” is one of the artist’s books by Anna Snædís in the Nordic exhibition in Silkeborg Bad. She explains: “The diversity of materials, texture and the physical presence has always played an important part of my book art and the story they tell. The beauty in ugliness, coarseness of the line and the interplay of color and form are the focal points. To make the story alive I chose mono print and mixed media. I found the beauty of old magazines and their content showing the culture of Scandinavian homes in 1960 an appropriate material for this exhibition.“ About her other works in the exhibition, Anna Snædís adds: “As a match to this concept I decided to use abandoned farms that have a strong emotional narrative. They often keep things such as the original furniture, pots, cups, clothing and various personal items. But then again, when looking at modern society we can also see the dwellings of the homeless, places which are worth looking into.”

Anna Snædís vinnur við myndlist, hönnunarkennslu, bókverk og grafík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið einkasýningar og fjölda samsýninga á Íslandi og víða um heim s.s. Litháen, Danmörku, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Hún býr í Hafnarfirði.

Anna Snædís works on various art forms such as book art and printmaking and she is a teacher of a art, crafts and design. She studied at The Icelandic College of Arts and Crafts and has participated in numerous group exhibitions in Iceland and Sweden, Finland, Denmark, Belgium and the USA. Anna Snædís lives in Hafnarfjörður.

anna

Nánari upplýsingar um listamanninn:
Further information about the artist:
Anna Snædís Sigmarsdóttir   www
Hafa samband / Contact: @    fb

Heim : heima – Home : at home by Inga

Við kynnum áfram nokkur íslensku verkanna á sýningunni hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri kynningar: [1] Zoo og [2] Babel.
In the weeks to come we will introduce some of the works by the Icelandic artist in the exhibition  hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the third post. Read also: [1] Zoo and [2] Babel.
© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir

Inga HEIM1

listamaður: Ingiríður Óðinsdóttir
titill: Heim – heima
stærð: 32 x 23 x 38 cm.
efni og aðferð: pappír, saumþráður, pappírsskurður
ár: 2013

Inga sýnir fjögur verk á sýningunni sem nú stendur yfir í Silkeborg Bad í Danmörku en þau hverfast öll um Ísland. Um verkin segir Inga: „Þegar ég fór í hugmyndavinnu fyrir sýninguna kom fyrst upp í huga minn þau hús sem ég hafði búið í hér og hvar, en það leiddi mig að spurningunni: hvar á ég heima og hver eru heimkynni mín? Það er auðvitað Ísland. Ég bjó í Svíþjóð um nokkurra ára bil og flaug oft á milli Íslands og Svíþjóðar. Þá var svo notalegt þegar flugvélin var lent og flugfreyjurnar sögðu „velkomin heim“. Þá var ég svo sannarlega komin heim. Út frá þessum hugleiðingum fór ég að vinna með Ísland, útlínur þess og form á ýmsa vegu.“

artist: Ingiríður Óðinsdóttir
title: Heim – heima
size: 32 x 23 x 38 cm.
materials and method: paper, tread, paper-cutting
year: 2013

Inga has four new works at the exhibition “HOME” in Silkeborg Bad in Denmark, and they are all connected in the same theme: Iceland. In Inga’s words: “When I started to reflect upon the concept for the exhibition, the first thing that came to my mind were the various houses I had lived in. But later on I asked myself: Where has my home always been? The answer was Iceland. I lived in Sweden for several years and often flew to Iceland. I was always so pleased when the aircraft had landed and the stewardess announced: “welcome home”. Then I was truly home. From these thoughts, I began to work with my ideas of my home country, the contours and shapes in a variety of ways.”

Ingiríður vinnur við myndlist, bókverk og textílhönnun. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Belgíu og Bandaríkjunum. Hún býr í Hafnarfirði.

Ingiríður works on her art, artist books and textile design in her studio in Garðabær. She studied at The Icelandic College of Arts and Crafts. She has participated in numerous group exhibitions in Iceland and Sweden, Finland, Denmark, Belgium and the USA. She lives in Hafnarfjörður.

IngiridurOdins

Nánari upplýsingar um listamanninn / Further information about the artist:
Ingiríður Óðinsdóttir    www    www    fb
Hafa samband / Contact:    @    fb

Babelturninn – Babel by Áslaug

Þessa dagana kynnum við nokkur íslensku verkanna á sýningunni hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka: [1] Zoo.
In the weeks to come we will introduce some of the works by the Icelandic artist in the exhibition  hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the second post. Read also: [1] Zoo.
© ljósmyndir / photos: Áslaug Jónsdóttir, Lilja Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Giuli Larsen

AslaugJons Babel 1

listamaður: Áslaug Jónsdóttir
titill: Babel
stærð: 43 x 36 x 36 cm.
efni og aðferð: hvítur pappír, transparent pappír, pappírsskurður, laserprentun
ár: 2013

Áslaug segir um verkið: „Pappírsverkið Babel er eins konar bókrolla sem myndar turn. Samkvæmt Biblíunni var Babelturninn samkomuhús og félagsheimili alls mannkyns um hríð eða þar til Guði þótti nóg komið af þessu metnaðarfulla sambýli og sundraði mannskapnum. Sem hefur ekki talað saman af fullu viti síðan. Heimili er auðvitað ekki aðeins hús heldur líka samverustaður þeirrar einingar sem telur fjölskyldu. Heimkynni eru ekki aðeins landsvæði heldur líka menning og samfélag. Það sem tengir fólkið saman er tungan. Tungumálið býr í okkur og við í tungumálinu. Þar erum við heima. Í bókverkinu fossar biblíutextinn um Babelturninn, á fjölda tungumála, en hann er sundraður í óskiljanlega flækju.“

Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms. Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“  Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt. Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“  Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. Af þeim sökum heitir hún Babel að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina. – – –  Fyrsta Mósebók 11. 1-9.

artist: Áslaug Jónsdóttir
title: Babel
size: 43 x 36 x 36 cm.
materials and method: white paper roll, transparent paper, paper-cutting, laser print
year: 2013

Áslaug on her artwork: “Babel is book scroll or a paper sculpture forming a tower. According to the Bible, The Tower of Babel was what one could call a home and a rendezvous of all mankind, until God Almighty decided that this ambitious commune was no good and wrecked the party: scattered the people all over the earth and confused their language. There we lost our chance of one common home. Home is such a wide concept. It’s not just a building, but a place of union, an assembly of those who call themselves family. Home is not just a tract of land, but also a community, home of culture. The language connects us together. We belong to the language and the language belongs to us. It markes and makes our home. In this piece I quote the biblical text in many languages, and it is flowing out of the tower. But it’s all messed up in a confusing babble. Alas.” 

Now the whole earth had one language and the same words. And as they migrated from the east, they came upon a plain in the land of Shinar and settled there. And they said to one another, “Come, let us make bricks, and burn them thoroughly.” And they had brick for stone, and bitumen for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, and a tower with its top in the heavens, and let us make a name for ourselves; otherwise we shall be scattered abroad upon the face of the whole earth.” The Lord came down to see the city and the tower, which mortals had built. And the Lordsaid, “Look, they are one people, and they have all one language; and this is only the beginning of what they will do; nothing that they propose to do will now be impossible for them. Come, let us go down, and confuse their language there, so that they will not understand one another’s speech.”  So the Lord scattered them abroad from there over the face of all the earth, and they left off building the city. Therefore it was called Babel, because there the Lord confused the language of all the earth; and from there the Lord scattered them abroad over the face of all the earth.  – – –  Genesis 11. 1-9.

Áslaug er rithöfundur, teiknari og grafískur hönnuður. Hún stundaði nám Myndlistaskóla Íslands og Skolen for Brugskunst, nytjalistaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur enn fremur tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum, Svíþjóð og á Íslandi. Hún býr í Reykjavík og er starfandi barnabókahöfundur og bókverkakona.

Áslaug is a writer, illustrator and graphic designer. She studied art at The Icelandic College of Arts and Crafts and at Denmark’s School of Design, Copenhagen, Denmark. She has attended art courses in USA, Japan and Iceland. She lives in Reykjavík and is an active childrens’s books writer and book artist.

Nánari upplýsingar um listamanninn / Further information about the artist:
Áslaug Jónsdóttir   www    www    www  fb
Hafa samband / Contact:    @   fb    twitter

DSCF9236_2

Dýragarður – Zoo by Sigurborg

Næstu vikur kynnum við nokkur íslensku verkanna á sýningunni hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum.
In the weeks to come we will introduce some of the works by the Icelandic artist in the exhibition  hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the first post.
© ljósmyndir / photos: Áslaug Jónsdóttir og Lilja Matthíasdóttir.

SigurborgSt Zoo1

listamaður: Sigurborg Stefánsdóttir
titill: Zoo
stærð: 19 x 25,5 cm.
efni og aðferð: litaður pappír, pappírsklippur, hringekjubrot, saumur
ár: 2013

Um bókina segir Sigurborg: „Dýragarðsbók: Þetta bókverk er dæmi um heimili innan rimla. Dýrin eru föst í búri, „húsi“ sem þau hafa ekki valið sér sjálf og frelsi er víðs fjærri. Þeim er ætlað að vera sýningargripir og öðrum en sjálfum sér til ánægju. Litir eru hafðir sterkir til að auka sjónrænan áhrifamátt. Bókarbrotið er svokallað „hringekjuform“, þar sem nokkur lög af pappír, misstór eru sett saman og skorið úr, svo horfa megi í gegn.“

artist: Sigurborg Stefánsdóttir
title: Zoo
size: 19 x 25,5 cm.
materials and method: colored paper, paper-cutting, carousel-folding, sewing
year: 2013

Sigurborg on the book: “This artist book is an example of a home behind bars. The animals are caged, a “home” which they have not chosen, and from which freedom is out of reach. They are exhibited for others to enjoy. Colors are usually bright to try to enhance the visual experience. The book design is in the so-called “carousel” folding, which consists of several layers of different sized paper, and cutout, so that it is possible to see through them.”

Sigurborg er listmálari, bókverkakona og grafískur hönnuður. Hún stundaði nám hjá Hans Chr. Højer í Kaupmannahöfn og síðar í Skolen for Brugskunst, nytjalistaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi. Hún býr í Reykjavík og er með vinnustofu á Grensásvegi 12A.

Sigurborg is a painter, book artist and graphic designer. She studied art with artist Hans Chr. Højer and at Denmark’s School of Design, Copenhagen, Denmark. She has attended art courses in USA, Japan and Iceland. She lives in Reykjavík and has a studio at Grensásvegur in Reykjavik.

Nánari upplýsingar um listamanninn / Further information about the artist:
Sigurborg Stefánsdóttir:  www    www
Hafa samband / Contact:   @    fb

SigurborgSt

Sýningaropnun í Silkeborg Bad – Exhibition opening in Jutland

SilkeborgHjemWeb

Í dag, 6. apríl 2013, opnaði sýningin: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad á Jótlandi. Þrjátíu og þrír norrænir listamenn sýna þar bókverk undir þemanu: heima, heimili eða heimkynni. Níu ARKIR eiga verk á sýningunni, sem er skipulögð af forkólfum CONTEXT-hópsins í Danmörku. ARKIRNAR eru því miður illa fjarri góðu gamni í Silkeborg, en fylgjast má með framvindu sýningarinnar á heimasíðu CONTEXT-hópsins, sem og opinni FBsíðu hópsins. Sýningin heldur í ferðalag um Norðurlönd og er væntanleg til Íslands í byrjun næsta árs.

Á næstu vikum kynnum við nokkur íslensku verkanna á sýningunni. Fylgist með!

Today, April 6th, 2013, the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik opened in Silkeborg Bad in Jutland, Denmark. Thirty-three Nordic artist exhibit artist’s books with the theme: HOME. Nine members of the ARKIR group participate in the exhibition which is organized by the Danish members of the Nordic artist group CONTEXT. Unfortunately ARKIR couldn’t make it to the opening, but one can follow the news, events and remarks at the CONTEXT homepage, as well as the group’s Facebook PageThe exhibition will travel around the Nordic countries and hopefully turn up in Iceland in January 2013. 

We will introduce some of the works by the Icelandic artist on the ARKIR book arts blog, one every week the coming months. So stay tuned!

Listamenn sem eiga verk á sýningunni – Exhibiting artist:
Anna Lindgren, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Anne Bjørn, Arnannguaq Høegh, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdottir, Bente Elisabeth Endresen, Beinta av Reyni, Bodil Rosenberg,  Bryndis Bragadóttir, Dorthe Bøtker, Erika Tysse, Giuli/Gulla R. Larsen, Gunilla Åsberg, Göta Friedeborg Svensson, Hanne Matthiesen, Helga Pálina Brynjólfsdottir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jessie Kleemann, Joe Ingvartsen, Jóhanna Margrét Tryggvadóttir, Juha Juro, Julia Pars, Lis Rejnert Jensen, Marianne Laimer, Pia Fonnesbech, Raija Jokinen, Rita Marhaug,  Sigurborg Stefánsdóttir, Susanne Helweg, Svanborg Matthíasdóttir, Synnöve Dickhoff og Tina Gjerulff.