Helga Pálína sýnir í Pálshúsi | ARKIR in 2021 – art exhibitions

🇮🇸 ARKIR sinna fjölbreyttri listsköpun og sýna verk sín víða. Nú stendur yfir sýning Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur í safna- og menningarfræðisetrinu Pálshúsi í Ólafsfirði. Sýningin nefnist Tengingar og stendur frá 31. júlí – 10. september 2021. Hér má lesa um sýninguna en í sýningarskrá segir m.a.:
Textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir hefur nú um árabil gert tilraunir með að sauma í kletta, litglæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka spýtur, nýjar og gamlar. Hún rillar og vefur, holar aftan og stingur framan til að laða fram skúlptúr, línur og horn.
Á sýningunni í Pálshúsi kallar Helga Pálína með þráðum sínum fram nýjar tengingar í spýtum og steinum, hyllir náttúruna og söguna, umbreytir henni og víkkar sýn með indíánskri litadýrð og fíngerðu bróderíi. Fortíðin og framtíðin, hið harða og hið mjúka, hið kvenlæga og hið karllæga, djúp jarðar og húrrandi nútímatækni stíga hér leikandi dans.“ – Texti: Jórunn Sigurðardóttir.

Frá árinu 1989 hefur Helga Pálína kennt textílþrykk í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, við Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og í Textíldeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands.

🇬🇧 All members of ARKIR work in various branches of the arts and exhibit their works widely. ARKIR member Helga Pálína Brynjólfsdóttir is currently showing her art at Pálshús Museum and Cultural Center in Ólafsfjörður. The exhibition is called Tengingar (Connections) and runs from 31 July – 10 September 2021.

From the exhibition catalog:
“Textile artist Helga Pálína Brynjólfsdóttir has for years been experimenting with sewing into rocks, the colorful gray-brown nuances of the tuff, but also pieces of wood, new and old. She carves and weaves, makes holes in back and front to call forth sculpture, lines and angles.
At the exhibition in Pálshús, Helga Pálína, evokes new connections in wood and stones with her threads, pays homage to nature and history, transforms it and broadens our vision with color splendor and delicate embroidery. The past and the future, the hard and the soft, the feminine and the masculine, the depth of the earth and the hurling of modern technology, all unite in a playful dance.” – Text by Jórunn Sigurðardóttir.

Since 1989, Helga Pálína has taught textile art and textile printing at the Design and Architecture Department of the Iceland University of the Arts, at the Textile Department of The Reykjavík School of Visual Arts and at the Textile Department of the Icelandic School of Arts and Crafts.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

Síðasti sýningardagur í Landsbókasafni | BIBLIOTEK NORDICA – closing of the exhibition in Reykjavík

🇮🇸 Mánudaginn 23. maí 2021 lýkur í Þjóðarbókhlöðu sýningu á bókverkum úr norræna bókverkasafninu Bibliotek Nordica, sem er eitt af verkefnum Codex Polaris, og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum og hefur verið sýnt víða um lönd. 

Næsti sýningarstaður Bibliotek Nordica er bókamessan CHART Art Fair í Kunsthal Charlottenborg við Kóngsins nýja torg í Kaupmannahöfn, dagana 26. – 29. ágúst 2021. Bibliotek Nordica verður þar hluti af sýningu Codex Polaris-hópsins.

Sex ARKIR eiga verk í Bibliotek Nordica: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Myndirnar eru frá sýningunni í Landsbókasafni Íslands, Þjóðarbókhlöðu.

🇬🇧 The exhibition of works from Bibliotek Nordica in the National Library of Iceland will close on Monday, 22 August. The book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries includes works by six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir. For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.The exhibition is open on Mon from 9 am to 5 pm. For opening hours and covid-19 restrictions see here and here.

Next destination for Bibliotek Nordica is the book fair CHART Art Fair at Charlottenborg, Copenhagen, Denmark, from the 26th to 29th August.  Codex Polaris have been invited to show at the fair and Bibliotek Nordica will be exhibited as part of the Codex Polaris collection.

 


Veggspjald – hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir.
Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.