Sigurborg sýnir 50 bókverk | ARKIR in 2021 – art exhibitions

🇮🇸 Föstudaginn 27. ágúst 2021 opnaði Sigurborg Stefánsdóttir sýninguna „Borðlagðar bækur“ í  Smiðsbúðinni, Geirsgötu 5a, Reykjavík. Á sýningunni eru 50 bókverk og 3 málverk. Sýningin stendur til 22. september. Í kynningu um sýninguna segir:

„Sigurborg Stefánsdóttir nam myndlist við Skolen for Brugskunst – Danmarks designskole í Kaupmannahöfn á árunum 1982-7 og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Á sýningunni í Smiðsbúðinni sýnir Sigurborg bókverk, ásamt nokkrum málverkum. Bókverk Sigurborgar eru af ýmsum toga, smáverk sem hvert og eitt inniheldur stuttar frásagnir ólíkar í formi og efni, sögur sem við könnumst við, stutt myndljóð.“

Sigurborg starfaði um árabil sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, auk þess að starfa að myndlist og grafískri hönnun. Hún vinnur nú fyrst og fremst að eigin mynd- og bókverkum og er með vinnustofu á Grensásvegi 12A í Reykjavík.

Sjá meira um verk Sigurborgar hér á vef ARKA eða á heimasíðu Sigurborgar og instagram.

🇬🇧 BOOK ART EXHIBITION! On Friday 27 August 2021, Sigurborg Stefánsdóttir opened her exhibition „Borðlagðar bækur“ (Books on the Table) in the goldsmith studio Smiðsbúðin, downtown Reykjavík at Geirsgata 5a. The exhibition includes 50 artist’s books and 3 painting and will be open till 22 September.

From an introduction of the exhibition: “Sigurborg Stefánsdóttir studied art at Skolen for Brugskunst – Danish Design School in Copenhagen in the years 1982-7 and has held a number of solo exhibitions and participated in numerous group exhibitions both in Iceland and abroad. At the exhibition in Smiðsbúðin, Sigurborg exhibits books, along with few paintings. Sigurborg’s books are of various kinds, small-scale works, each of which contains short tales that differ in form and content, stories that we are familiar with, short visual poems.”

Sigurborg worked for many years as a teacher at the Icelandic School of Arts and Crafts and the Iceland Academy of the Arts, in addition to working with visual art and graphic design. She now works primarily on her own art works and has a studio on Grensásvegur 12A in Reykjavík.

For more see Sigurborgs page on this site, her personal website and instagram.

Helga Pálína sýnir í Pálshúsi | ARKIR in 2021 – art exhibitions

🇮🇸 ARKIR sinna fjölbreyttri listsköpun og sýna verk sín víða. Nú stendur yfir sýning Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur í safna- og menningarfræðisetrinu Pálshúsi í Ólafsfirði. Sýningin nefnist Tengingar og stendur frá 31. júlí – 10. september 2021. Hér má lesa um sýninguna en í sýningarskrá segir m.a.:
Textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir hefur nú um árabil gert tilraunir með að sauma í kletta, litglæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka spýtur, nýjar og gamlar. Hún rillar og vefur, holar aftan og stingur framan til að laða fram skúlptúr, línur og horn.
Á sýningunni í Pálshúsi kallar Helga Pálína með þráðum sínum fram nýjar tengingar í spýtum og steinum, hyllir náttúruna og söguna, umbreytir henni og víkkar sýn með indíánskri litadýrð og fíngerðu bróderíi. Fortíðin og framtíðin, hið harða og hið mjúka, hið kvenlæga og hið karllæga, djúp jarðar og húrrandi nútímatækni stíga hér leikandi dans.“ – Texti: Jórunn Sigurðardóttir.

Frá árinu 1989 hefur Helga Pálína kennt textílþrykk í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, við Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og í Textíldeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands.

🇬🇧 All members of ARKIR work in various branches of the arts and exhibit their works widely. ARKIR member Helga Pálína Brynjólfsdóttir is currently showing her art at Pálshús Museum and Cultural Center in Ólafsfjörður. The exhibition is called Tengingar (Connections) and runs from 31 July – 10 September 2021.

From the exhibition catalog:
“Textile artist Helga Pálína Brynjólfsdóttir has for years been experimenting with sewing into rocks, the colorful gray-brown nuances of the tuff, but also pieces of wood, new and old. She carves and weaves, makes holes in back and front to call forth sculpture, lines and angles.
At the exhibition in Pálshús, Helga Pálína, evokes new connections in wood and stones with her threads, pays homage to nature and history, transforms it and broadens our vision with color splendor and delicate embroidery. The past and the future, the hard and the soft, the feminine and the masculine, the depth of the earth and the hurling of modern technology, all unite in a playful dance.” – Text by Jórunn Sigurðardóttir.

Since 1989, Helga Pálína has taught textile art and textile printing at the Design and Architecture Department of the Iceland University of the Arts, at the Textile Department of The Reykjavík School of Visual Arts and at the Textile Department of the Icelandic School of Arts and Crafts.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.