CON-TEXT sýningaropnun – Opening in Reykjavík

Sturlugata 27. febrúar kl. 16:50. Það gekk á með slydduéljum í Reykjavík, en áhugasamir boðsgestir létu sig ekki vanta í Norræna húsið. Takk fyrir komuna!

Exhibition opening in the Nordic House: The weather wasn’t favorable at all! Nevertheless a lot of people showed up. Thank you all for your interest!

Velkomin á sýningaropnun!

CON-TEXT – norræn bókverk

Hugmyndin að sýningunni CON-TEXT, sem nú má sjá í Norræna húsinu, kviknaði hjá hópi danskra listakvenna sem starfa m.a. að gerð bókverka. Hópurinn tengdist bókverkafólki vítt og breitt um Norðurlönd í kjölfar þátttöku á Alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius, en nokkrir íslensku listamanna sem hér sýna hafa tekið þátt í honum.

Verk af þríæringnum í Vilnius 2009 fóru víða og var sýningin m.a. sett upp í KunstCentret Silkeborg Bad í Danmörku í september 2009. Yfirskrift fimmta þríæringsins var TEXT og var hún kveikjan að sýningunni CON-TEXT sem opnuð var á sama tíma í Kulturspinderiet í Silkeborg. Þar sýndu tuttugu og fjórir norrænir listamenn verk sín. Að lokinni þeirri sýningu var hluti verkanna til sýnis á Háskólabókasafninu í Umeå í Svíþjóð og nú eru flest verkin frá sýningunni í Silkiborg hingað komin.

Listamennirnir tuttugu og fjórir höfðu frjálsar hendur um hvernig þeir unnu með þema sýningarinnar, CON-TEXT, en áhorfandanum er látið eftir að túlka samhengið. Enska orðið context, eða samhengi, er dregið af latnesku orðunum con = saman og textere = að vefa. Hér vefa ólíkir listamenn saman þræði sína og sameinast í áhuga á bókverkinu sem tjáningarformi.

Auk þess að tengja verkin ákveðnu þema var hverjum listamanni send lítil pappataska sem breyta átti í bókverk. Auðveldlega má líta á töskuna sem táknmynd fyrir ferðalagið sem verkin hafa hafið frá smiðju listamannanna. Eins má skoða sköpunina sem einskonar ferðalag: farangurinn er margvíslegur og innihaldið opinberast aðeins þeim sem lýkur upp hirslunni.

Bókverk er samheiti yfir myndverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki. Mikil fjölbreytni liggur í nálgun hvers listamanns til formsins. Flest verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera einstæð, aðeins til í einu eintaki, með augljósu yfirbragði handverksins. Þar er að finna skúlptúra sem draga dám af bókinni sem þrívíðu formi; myndlistarverk sem hafa að grunni byggingu bókarinnar: blaðsíður, kápu og band; pappírsverk sem tengjast efniviði bóka, trefjum, skinni og textíl; og bókverk sem byggjast á eiginleikum pappírs sem forma má með brotum og skurði. Allar aðferðir myndlistar nýtast í bókverkagerð: málun, teikning, klippitækni, ljósmyndun og þrykkaðferðir ýmiskonar, textílaðferðir, mótun og svo mætti lengi telja.

Skilgreining á bókverki verður seint einföld eða tæmandi enda ekki æskilegt að marka listformi þröngan bás. Myndir og tákn voru áður fyrr klöppuð í stein og dregin upp á bókrollur en um leið og rafrænt lesefni tekur æ meira rými kann hugtakið bók enn að taka á sig nýjar myndir, – allt eftir samhenginu.

CON-TEXT – Íslenski sýningarhópurinn © Arkir

Sýningin CON-TEXT – norræn bókverk opnar 27. febrúar í Norræna húsinu. Sýningin er opin daglega frá 12:00 til 17:00 alla daga nema mánudaga. Sýningunni lýkur 24. mars. Sjá nánar á www.norraenahusid.is

Blæs nú byrlega – Fair wind at the Nordic House

Flags by the Nordic House – Friday, Feb. 26th, 17:20.

Bókverkalýðsfélagið Arkir blés í lúðra í vikunni og var tilkvödd hver sú Örk sem vettlingi gat valdið við uppsetningu sýningarinnar CON-TEXT í Norræna húsinu. Á föstudagskvöldi var allt að verða klárt. Sjá myndir frá uppsetningu.

At last winter came to Reykjavík! We had blizzard and trouble with traffic, but when the weather cleared up the snow just brightened our day. Not that this mattered at all for the hardworking members of the Arkir-group. This week we have been busy in the ‘coolest’ cellar in Reykjavík: the exhibition rooms of the Nordic House. When we left Friday afternoon we liked to think that allmost every thing was in it’s place. Never is, though …

Handgerðar skissu- og minnisbækur. Handmade sketchbooks with “rescued paper” for sale by the entrance.

Einblöðungur með upplýsingum og hanskar fyrir þá sem vilja handfjatla bækurnar. Printed leaflet with information and glowes for those who can’t keep their hands off the books.

Sjáumst á sýningaropnun! See you at the opening!

Bókverk á flugi – Books in takeoff and landing

Bókverkin af sýningunni í Silkeborg taka brátt flugið til Íslands. Hluti þeirra fór á sýningu í bókasafni háskólans í Umeå í Svíþjóð og kemur beint þaðan. Verkin verða sýnd í Norræna húsinu  frá 27. febrúar til 28. mars. Nánar um opnunina síðar.

We assume that the books from the exhibitions in Silkeborg and Umeå are taking the flight to Iceland any day now.  They will then be on display in the Nordic House in Reykjavik from February 27th to March 28th. So stay tuned…